Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 Svört og mjög þykk olía bendir til slits. Hér er olían í lagi. Fótstig skulu ekki ná alveg niður í gólf. Slit getur sgt til um akstur bílsins. Ryð getur leynst innan á bretti, t.d. þar sem óhreinindi safnast. Gæta þarf að ryömyndun undir teppi Hlaup í stýri bendir til slits. og varahjóli í skotti. Áræði borgar sig þegar notaður bíll er skoðaður með kaup í huga: Skoda, banka, þreifa og spyrja Afar auðvelt er að kaupa bíl í dag. Næstum hver sem er getur gengið inn í bílaumboð eða bíla- sölu, gengið frá kaupsamningi og lántöku á örskömmum tíma og ekið á brott. Fólk veit yfirleitt að hverju það gengur þegar það kaupir nýja bíla en málið vandast hins vegar þegar um kaup á notuðum bíl er að ræða. Óvissuþættimir eru margir og leyndir gallar geta komið mjög illa við pyngjuna. Meðal þess sem þarf að athuga er hvort verð bílsins sem viðkomandi hefur augastað á er sanngjarnt miðað við aldur og ekna kílómetra og eins hvort það er í samræmi við verð á sams konar bílum á markaðnum. Þessa þætti er tiltölulega auðvelt að athuga með verðsamanburði á bílasölum. Einn stærsti óvissuþátturinn er samt al- mennt ástand bílsins. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda hefur gefið út gátlista sem styðjast má við þeg- ar notaður bíll er skoðaður. Áríðandi er að hafa í huga að stórvarasamt er að taka ástfóstri við tiltekinn bíl eða tegund bíla. Ást á bU getur byrgt mönnum sýn við Ekki mega vera útfellingar á geyma- samböndum. Taka skal undir hurð til að athuga hvort lamir eru slitnar. DV-myndir Hilmar Þór skoðun þannig að augljósir gallar koma ekki í ljós fyrr en seinna. Slík mistök geta orðið dýrkeypt. Ryð og beyglur Áöur en bílnum er ekið til reynslu má athuga ýmis atriði varöandi byggingu og vél. Þau fara hér á eftir. Þar sem um meiriháttar fjárfestingu er yfirleitt að ræða er áríðandi að væntanlegur kaupandi sýni áræði við skoðunina, sé ekki feiminn að spyrja, banka eða þreifa. - Er lakk skemmt eða sést ryð? - Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum. Segullinn dregst aðeins að jámi. - Era ummerki um skemmdir eft- ir árekstur? Gott er að opna vélar- hlíf og athuga slík ummerki, sér- staklega hægra megin. - Bankið í bretti við festingar og í kringum luktir til að athuga tær- ingu eða los. - Athugiö hugsanlega ryðmynd- un og frágang ryðvarnar í hjólbog- um. í skúmaskotum geta leynst óhreinindi og raki sem orsakar ryð- myndun. Falla hurðir að? - Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst? - Falla hurðir vel að? - Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast? - Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun og lítið einnig undir mottur í farangurs- geymslu og undir varadekkið. - Skrúfið rúður upp og niður og athugið slit í hurðarlömum með því að lyfta undir þær. - Athugið kælivatn á vél - Olía í kælivatni getur bent til þess að heddpakkning sé léleg eða blokkin sprungin. - Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni? Olíusmit bendir til leka. - Lítur bíllinn út fyrir að vera al- mennt illa hirtur. Olía og hjól - Athugið rafgeymi og hvort út- felling sé við pólana? Ef svo er geta orðið vandræði við hleðslu og start? - Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til mikils slits á vélinni. - Skoðið smurþjónustubók. Hefur bíllinn verið smurður reglulega? - Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri þeirra skulu vera minnst 1,6 mm djúpar þar sem slit er mest. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð og ekki má vera hlaup í hjólum. Ef framhjóli er snúið „lá- rétt'‘ fram og aftur má finna hvort slit er í stýrisenda. Slit í spind- ilkúlu kemur í ljós ef reynt er að jugga framhjólinu „lóðrétfHlaup í afturhjóli bendir til slitinna lega. - Dældaðar felgur geta verið ábending um að bílnum hafi verið ekið óvarlega. Oll dekk eiga að vera söu tegundar og með 1,6mm munstri. Vélarhljóð - Ræsið vélina og hlustið eftir óeðlilegum hljóðum. - Athugið pústkerfi, hvort gat sé á því. - Er hlaup í stýrinu? Hlaup má ekki nema meir en 1/12 af stýris- hringnum. - Stigið fast á hemlafetil. Fótstig- ið má ekki fara alveg í botn. Gott bil á að vera niður að gólfi. - Höggdeyfa má athuga með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Ef bíllinn heldur ádfram að fjaðra á eftir geta höggdeyfamir verið bilað- ir eða ónýtir. - Athugið kílómetramæli og hvort eknir kOómetrar séu í samræmi við útlit bílsins. Yrirleitt er reiknað með um 15.000 km akstri á ári. Ekið af stað Þá er komið að því að taka í bíl- inn - fara í reynsluakstur. - Er vélarhljóðið eðlilegt? - Er gat á pústkerfinu? - Er kúplingin slitin, snuðar hún? - Er vélin óeðlilega kraftlaus? - Vinna stýri og bremsur eðli- lega? - Eru öryggisbelti, rúðuþurrkur og ljós í lagi? - Er skoðunarvottorð í lagi? - Eru veðbönd á bílnum? Útvegið veðbókarvottorð. -hlh Lánsform misdýr: Jafngreiðsla afborganir eða fastar Mismunandi lánsform - 1 millj. kr. til 10 ára, 10% vextir Sammerkt er með öllum lánum að af þeim þarf að greiða vexti og kostnað. Lán til einstaklinga eru annað hvort verðtryggð eða óverð- tryggð en samkvæmt núgildandi reglugerðum er óheimilt að verð- tryggja lán nema þau séu til fimm ára eða lengri tíma. í handbókinni Fjármál unga fólksins, sem Búnaðarbankinn gef- ur út, er gerð grein fyrir mismun- andi lánsformi sem fólki stendur tO boða, annars vegar lánum með jöfnum greiðslum eða jafngreiðslu- lánum og hins vegar lánum með jöfnum afborgunum. Jafngreiðslulán fela það í sér að allar afborganir af láninu eru jafn háar. Vextir eru hátt hlutfall hverrar afborgunar í fyrstu en hlutfall þeirra fer síðan hraðminnkandi eftir því sem höf- uðstóll lánsins minnkar. Afborg- anir af höfuðstólnum hækka að sama skapi eins og sést á meðfylgj- andi grafi þar sem 1 milljón er greidd niður með árlegum afborg- unum á 10 árum. Gert er ráð fyrir föstu verðlagi og 10% vöxtum. Ef lánið er með jöfnum afborg- unum þýðir það að höfuðstóU láns- ins lækkar sem nemur afborgun- um hverju sinni. Þetta þýðir að greiðslur eru hæstar fyrst en fara síðan lækkandi eins og grafið sýn- ir. Niðurstaðan er hins vegar sú að þegar jafngreiðslulánið hefur ver- Krónur Jafngreiðslulán 180.000 Samtals: 1.627.453 kr. 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Ár Krónur Jafnar afborganir 200.000 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Ár Heimild: fjármál unga fólksins ið greitt að fullu hefur lántakand- inn endurgreitt 1.627.453 krónur. En þegar einnar milljón króna lán með jöfnum afborgunum hefur verið greitt hefur lántakandinn endurgreitt aUs 1.550.000 krónur. Þetta þýðir að það er 77.500 krón- um dýrara að taka jafngreiðslulán- ið. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.