Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 23 I>V Unglingur með hæstu einkunnirnar hjá Gusti: Tíu í einkunn fyrir ásetu og stjórnun Ég gat ekki séð nokkra hnökra á sýningunni hjá stúlkunni og gaf henni því 10,00,“ segir Guðmundur Hinriksson dómari sem gaf Berg- lindi Guðmundsdóttur 10,00 fyrir ásetu og stjórnun í gæðingakeppni hjá Gusti í Kópavogi. Berglind keppti á 1. verðlauna hryssunni Maístjörnu frá Svigna- skarði og fékk 8,97 í aðaleinkunn sem hefði dugað til sigurs á flest- um mótum landsins. Berglind hlaut því tvo bikara fyrir hæstu aðaleinkunnina og ásetuverðlaun- in. Þetta var jafnframt hæsta ein- kunn mótsins. Ekki er hægt að segja að hryssunni hafi verið of- gefið, þvílíkt var fas hennar og feg- urð. Berglind var ekki eini sigurveg- arinn í fjölskyldunni því systir hennar Guðný Birna sigraði í pollaflokki á.Litla Rauð frá Svigna- skarði og faðir hennar Guðmundur Skúlason sýndi stóðhestinn Þjót- anda frá Svignaskarði og fékk best- an dóm fyrir unghross í tamningu. í A-flokki sigraði Lómur frá Bjarnastöðum með 8,45 en knapi hans var Sigurður Halldórsson. Lóm á Sigurður í félagi við fóður sinn Halldór Svansson. Eldur frá Hóli sigraði i B-flokki með 8,50. Knapi var Bjarni Sig- urðsson en eigandinn er dóttir hans, Ásta Dögg. í ungmennaflokki stóð efst Birgitta D. Kristinsdóttir á 1. verð- launa hryssunni Ósk frá Refsstað með 8,59 og þær voru jafnframt valdar glæsilegasta par mótsins. í barnaflokki sigraði Vala Dís Birgisdóttir á Kolgrím með 8,43, en Elka Halldórsdóttir fékk ásetu- verðlaunin. Gustarar eru framsýnir í móts- haldi og hafa fengið leyfi fyrir út- varpsútsendingum sem Krist- mundur Halldórsson stjórnar. Út- sendingar eru á 89,3 og verður næst kveikt á útsendingatækinu þegar úrtaka fyrir heimsmeistara- mótið hefst, 16. júní. -E J Hestar Berglind R. Guðmundsdóttir með verðlaunin fyrir sigur í unglingaflokki hjá Gusti. DV-mynd -EJ Ifiltu uinna HEIMfl? Mig langar að kynna fyrir þér hvernig það er gert. ► Þú getur haft 50-350.000 kr. á mánuði. ► Fullt starf eSa hlutastarf. Bókaðu tíma fyrir nánari upplýsingar í síma 893 1713 eða e-mail hum@fardi.com Pétur Steinn. ■lC,ðU falleg og sterk Le'y samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990 , Þessir sóma sér vel fyrir ísland Baldvin Ari Guðlaugsson hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum. í Danmörku keppti hann á Trygg frá Vallanesi en 1993 á Nökkva frá Þverá. Baldvin Ari er með aðstöðu til tamn- inga á Akureyri og ræktar hross ásamt foður sínum, Guðlaugi Arasyni, Heimi bróður sínum og fleirum undan fjölda 1. verðlaunahryssna. Baldvin hefur valið landslið fyrir DV og hann óskar þess að sjá eftir- talda knapa sem fulltrúa íslands á heimsleikunum í Þýska- landi: Ásgeir S. Herbertsson með Farsæl frá Amarhóli. Sigurð V. Matthíasson með Glað frá Sigríðarstöðum. Sigurð Sigurðarson með Prins frá Hörgshóli. Hans F. Kjerúlf með Laufa frá Kollaleiru. Svein Ragnarsson með Reyk frá Hoftúnum. Sigurbjöm Bárðarson með Byl frá Skáney. Olil Amble með Kjark frá Homi. -EJ Baldvin Ari Guðlaugsson. Siguroddur sýndi efstu gæðinga hjá Andvara Þegar félagar í Andvara fréttu af gæðingakeppni félagsins þustu þeir í hesthús sín að gá hvort þeir ættu ekki boðlegan gæðing. Margir slógu til og var þátttaka mikil, sérstaklega í B-flokki þar sem skráðir voru til keppni 25 gæðingar. 15 mættu í A- flokk en færri keppendur vora í ung- knapakeppninni. Siguroddur Pétursson mætti vel undirbúinn til leiks því hann. var með efstu hestana í báðum flokkunum A og B. í A-flokki stóð efstur Rimur frá Ytra-Dalsgerði sem Siguroddur Pét- ursson á og sýndi. Rimur fékk 8,46 í aðaleinkunn. í B-flokki stóð efst Hylling frá Hjarðarholti sem Siguroddur sýndi en hryssuna á hann í félagi með fóð- ur sínum, Pétri Siguroddssyni. Hyll- ing fékk 8,53. Ingunn B. Ingólfsdóttir sigraði i ungmennaflokki á Myrkva frá Kamp- holti og fékk 8,39 í einkunn. Hugrún Þorgeirsdóttir sigraði í unglinga- flokki með 8,31 á Torfa frá Torfunesi og Þórir Hannesson var sigurvegari bamaflokksins á Fáfni frá Skarði með 8,47 í einkunn. Einn af betri kappreiðavöllum landsins er á Kjóavöllunum og þar náði Guðmundur Jónsson besta tíma í 150 metra skeiði á Röðli frá Staf- holtsveggjum. RöðuU fór á 15,00 sek. Axel Geirsson fékk besta tímann í 250 metra skeiði á Gáska frá Heimsenda sem fór á 25,60 sek. -EJ Eails bílar Plymouth Grand Voyager 3,8 4x4 '94, 7 manna, ek. 89 þús. km, rafdr. rúður og læsingar. Verð 1.750.000. Dodge Caravan '96,'97,'98. Cadillac Allende ‘92, m/blæju og rauðum harótoppi, 2 manna. Einstakur bíll. Verð 2.980.000. Cherokee Grand Limited '96, ek. 58 þús. km, V-8 vél, m/þaklúgu. Verð 3.500.000. Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 1 • sfmi 564-5000 landslípivél GVS 350 AE VERÐ- ÆKKU Stingsög GST100 miTi Hefill GHO 31-82 FD Lofthöggborvél GBH 2-24 DSR «1 a 3 27.900,- { Hleðsluborvél GSR12VE-2 ATH! 47 Nm * £ r mÆ Vélsög GKS54 Slipirokkur GWS14-125C Fræsari GOF 900A BOSCH Handverkfæri fagmannsins! omssgh Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aökeyrsla frá Háaleitisbraut Söluaðilar: Vélaverkstæðið Víkingur, Egilsstöðum.Vélar og þjónusta, Akureyri. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði. Hegri, Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.