Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 20
' 24 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 M & ,4t Eins og u<? ^dta flogið. Sumir láta þennan draum verða að veruleika - ekki er þó átt við aðfljúga íflugvél heldur í svifdreka. • •••••••••••••••••••• liltölulega lítil slysahætta ennsla á svifdreka fer fram með fleiri en ein- um hætti. Sí- g i 1 d a h aðferðin er að við- komandi fer með e i n hverj- u m s e m getur sagt upp i aflíðandi hlíð á móti vindáttinni, hleypur á móti vind- inum og nær þannig smátt og smátt tökum á svifdrekanum „Önnur aðferð er að drekinn er sett- ur í bönd og þá er hægt að æfa í meiri vindi,“ segir Einar Eiríksson hjá Svifdrekafélagi Reykjavíkur. Reynt er að halda námskeið á hverju vori. Yfirleitt tekur það nem- anda hálft sumarið að komast í loft- ið og fer það m.a. eftir því hve hepp- inn hann er með veður. „Stundum verða menn fleygir á einum mán- uði.“ Byrjað var að gera tilraunir með svifdreka í kringum 1966. Fyrsti „Ég held að menn þurfi að vera svolitið klikkaðir eða sérstakir til að fara í þetta. Þetta höfðar til tiltölulega fárra en þeim mun sterkar þeirra sem á annað borð fá bakteríuna." DV-mynd GVA svifdrekinn hér á landi fór í loftið við ísafjörð 1974. Svifdrekafélag Reykjavíkur var svo stofnað 1978. Svifdrekaflug byrjaði með látum í útlöndum en slys hlutust oft af þeg- ar menn fóru óundir- búnir í loftið. ma hér hafi verið fóst tök á þessu frá upp- hafi og sæmilega gott skipulag á kennslu- og æfingarmálum." Einar hefur flogið í útlöndum í um 3500 metra hæð og hér heima hefur hann farið hæst i 2000 metra. „Það fer eftir uppstreyminu hverju sinni.“ Einar segir að það góða við svifdrekann sé hvað hann flýgur hægt. „Þess vegna er tiltölulega litil slysahætta." Karlmenn eru í miklum meiri- hluta þeirra sem stunda svifdreka- flug. „Ég held að menn þurfi að vera svolítið klikkaðir eða sérstakir til að fara í þetta. Þetta höfðar til til- tölulegra fárra en þeim mun sterkara þeirra sem á annað borð fá bakteríuna. Ég ímynda mér að þessi tilhugsun að fljúga frjálst blundi í m ö r g u m . Draum- urinn um flug- ið hefur fylgt manninum lengi og þetta er eitt birtingarform Þessi hug- mynd, að fara upp á fjall, spenna á sig væng og stíga í loftið, er í rauninni stórkost- leg fyrir þá sem á annað borð flla það.“ -SJ hans „Ég flaug á fjall í fyrsta skipti sem ég fór fram af fjalli. Ég hafði metið aðstæður vitlaust en ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera.“ DV-mynd Teitur Arekstur við fjall Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugi og fór mína fyrstu ferð í svifdreka fyrir um fimmtán árum,“ segir Egill Stefánsson járnsmiður. „Þetta var eiginlega það eina sem ég hafði efni á að stunda en það er ekki svo dýrt að stunda svif- drekaflug. Hægt er að fá notaðan dreka fyrir lítinn pening." Egill fór ekki á námskeið í svif- drekaflugi heldur æfði sig sjálfur. „Svo var ég með eina litla kennslu- bók.“ Æflngarleysið kom honum í koll. „Ég flaug á fjall í fyrsta skipti sem ég fór fram af fjalli. Ég hafði metið aðstæður vitlaust en ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera.“ Eins og gefur að skilja var lendingin harkaleg. „Ég fékk heilahristing og smágat á hausinn." Hann var samt með hjálm. „Svo rifnuðu buxurnar eiginlega alveg af og húðin flagnaði af lærunum." Það tók hann heilt sumar að komast yfir hræðsluna við að fljúga sem lét á sér kræla eftir áreksturinn við fjallið. Egill segir svifdrekaflugið þess virði þrátt fyrir að hafa lent í bylt- unni. „Þetta er eins og i öllu öðru. Ef maður veit ekki hvað maður er að gera þá kemur eitthvað upp á.“ í dag stekkur Egill oft fram af Úlf- arsfelli og svífur þar í nágrenninu. Hæst hefur Egill komist í um 1200 metra hæð. „Þetta er rosalega gaman. Mig hef- ur dreymt um að fljúga frá því ég var smákrakki. Ég hef prófað sviffl- ugur og tekið í flugvél en svifdreka- flug er miklu skemmtilegra. Maður er í miklu meiri snertingu við flugið. í flugvél er eins og maður sitji í bíl og hefur ekki eins mikla tilfinningu fyrir fluginu." Egill er hins vegar einn með drekanum og vindinum. „Ég er líka miklu nær jörðinni en ef ég væri í flugvél.“ Hann hefur líka gaman af mótor- hjólum og gefur þá í. -SJ Hæðin, adrena- línið og spennan gs^ egar Sveinbjöm Sveinbjöms- 'Jjj son nemi var bam fór hann oft ™ ’ með föður sínum út fyrir bæ- inn, fylgdist með honum setja svif- dreka sinn saman og sá hann síðan fara í loftið og svífa í burtu. Svein- bjöm yngri ákvað að þetta skyldi hann prufa þegar hann yrði stór. Hann fór fyrst i loftið fyrir tæpum tveimur árum. Hann segir að tilflnningin hefði ver- y ið rosaleg þegar hann fór í loftið í fyrsta skipti eftir að hafa verið á nám- skeiði. „Ég fór fram af Búrfelli sem er hæsta og erfiðasta fjallið. Fyrst var ég skelfingu lostinn. Líkaminn skalf all- ur fyrstu tuttugu mínútumar og lapp- imar eftir það. Þegar ég lenti sló hjart- að 200-250 slög á mínútu. Það var allt á fullu." Hann var í sjöunda himni í langan tíma eftir að niður á jörðina var komið. Hann hafði verið á flugi í um einn og hálfan tíma. „Það er hæðin, adrenalínið og spennan sem ég er að sækjast eftir. Og ævintýraþráin.“ Fyrir utan að fljúga á sumrin stundar Sveinbjörn skíðaí- þróttina af kappi á vetuma en hann er í landsliðinu. Svifdrekinn togar í Sveinbjöm þeg- ar hann er á jörðu niðri. í fyrrasumar fóra þeir 32 sinnum saman í flugferð. Ferðimar em orðnar tæplega 20 þetta smnarið. Sveinbjöm finnur ekki lengur fyrir hræðslu á flugi. „Ég fmn bara fýrir ánægju og frelsistilfinningu." Hann ætlar eitthvað um helgina en hann veit ekki hvert. „Það fer eftir vindátt." Fjórir staðir koma aðallega til greina: Skálafell, Úlfarsfell, Hafrafell og Blá- flöU. -SJ „Fyrst var ég skelfingu lostinn. Líkaminn skalf allur fyrstu tuttugu mínúturnar og lappirnar eftir það. Þegar ég lenti sló hjartað 200-250 slög á mínútu." DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.