Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 22
>26 FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1999 ^^^¦^•^^^^^! IVIr. DrlygS. Fréttir DV, Akureyri: íþróttafélögin á Akureyri: Tugmilljóna króna ferðakostnaður bænum. Sendur var út spurninga- listi til allra íþróttafélaganna í bæn- um og var svörun 100% fyrir árið 1997 og 92% fyrir árið 1998. Spurt var um ferðakostnað yngri fiokka vegna móta, eldri flokka vegna móta og um annan ferðakostnað á þessum árum. í ljós kom að bókfærður ferða- kostnaður félaganna á Akureyri nam 28,3 milljónum króna árið 1997 og 25,2 milljónum á síðasta ári. Ætla má að kostnaður foreldra sé ekki inni í þessum tölum og ekki heldur ýmis viðbótarkostnaður vegna ferðalaga, s.s. fæði og uppi- hald. -gk Ferðakostnaður íþróttafélaga á landsbyggðinni vegna þátttöku í íþróttaviðburðum víðs vegar um landið er geysilega mikill. Akureyr- ingar fara ekki varhluta af þessum geysilega kostnaði og hefur verið upplýst að á sl. tveimur árum hafi ferðakostnaður íþróttafélaganna í bænum numið á sjötta tug milljóna króna. íþrótta- og tómstundafulltrúinn á Akureyri hefur kynnt niðurstöður könnunar sem unnin var á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og íþróttabandalags Akureyrar vegna ferðakostnaðar íþróttafélaganna í Sævar Pétursson, formaður Fornbílaklúbbsins, við hlið „elskunnar" sinnar. Fornbílar í Hveragerði: Fýrsti forsetabíll- inn á sýningu DV, Hveragerði: Bílaplanið fyrir utan Eden var mjög skrautlegt þegar eigendur á þriðja tug fornbíla heiðruðu Hvera- gerði með komu sinni þangað. Sæv- ar Pétursson, formaður Fornbíla- klúbbs íslands, sagði í samtali við DV að félagar klúbbsins hittust 13-15 sinnum á ári, „rúntuðu" um og ræddu áhugamál sín. Næst myndu.cþeir væntanlega hittast á Hvamm^anga. Sævar er sjálfur að gera upp fyrsta bíl forseta- embættisins Hann mun verða til sýnis á sýningu Fornbílaklúbbsins sem verður haldin í Laugardalshöll- inni 4.-6. júní nk. -eh Bílaplanið í Eden í „Grease"-stíl. DV-myndir Eva Er kaupandi að gifsmynd afjóni Sigurðssyni forseta - vangamynd. vlnsamlegast hringið í síma 553 1353 eða 567 5037 og 895 9252. Umboðsmaður óskast fyrir Dag Hressandi morgunstarf fyrir árrisulan einstakling. Forvitnir og áhugasamir hafi samband í lj) síma 800 7080. jL#í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.