Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 32
FEVLMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 I>‘V Ummæli Þá er ég Mikki mús „Lögin eru skýr; það er óheimilt að skjóta auglýsing- um inn í frétta- tengda dagskrár- liði. Punktur og basta. Ef 19:20 er ekki fréttatengd- ur þáttur, þá er ég Mikki mús.“ Hólmgeir Batdurs- son, sjónvarps- stjóri Skjás 1, um meint brot Stöðvar 2 á gildandi út- varpslögum í Mogganum. Skriffinnskan hjálpar „Þannig má eiginlega segja að þótt íslendingar vinni kannski ekki alltaf í hita leiks- ins þá kemur skriffinnskan alltaf til hjálpar og vinnur þetta fyrir okkur eftir á.“ Garri í Degi um úrslit Eurovisionkeppninnar og landsleiksins milli íslands og Sviss. Myndi bæta heil- brigðisþjónustuna „Ég er þess full- viss að ekkert eitt myndi bæta heil- brigðisþjónust- una jafnhratt og það að svipta sjúkrahúsin fóstum fjárveit- ingum.“ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, i Degi um lausn á rekstrar- vanda í heilbrigðiskerfinu. Hversu lágt geta menn lagst Hversu lágt geta menn lagst til að græða peninga? hlýtur fólk með einhverja sómatiifinn- ingu að spyrja. - Eru siðapost- ularnir og pólitíkusarnir ábyrgðarlausir og marklausir? Helgi Geirsson fram- kvæmdastjóri, um rekstur mennta- og líknarstofnana á spilakössum, i DV Fá ilmandi töðu Öll eru þau steypt i þetta þingmannsmót sem liilr áhættu- snauðu potlífi og iðjusamri þjónkun við þá sem á end- anum munu ákveða hver fer á listann þegar rík- isstjóm er mynd- uð. Þau eru ekki stjórnmálamenn. Þau eru embættismenn. Flokkshestar og vinnudýr sem fá nú ilmandi tööu og eru tekin í hús.“ Stefán Jón Hafstein um nýju ráðherrana í ríkisstjórninni, í Degi. Stefán Kalmansson, nýráðinn bæjarstjóri Borgarbyggðar: Gaman að fara aftur á gamlar slóðir Stefán Kalmansson, nýráðinn bæjarstjóri Borgarbyggðar skólanum en síðan eru liðin um tólf ár. Mér fannst einfaldlega kominn tími til að breyta til. Allt var opið í þeim málum, annaðhvort að færa mig yfir í aðra deild hjá fyrirtækinu eða fara að starfa á nýjum vett- vangi. ------------------------------ ist svo bara á þessa leið, ég sótti um stöðuna ásamt nokkrum öðrum og fékk hana.“ Stefán byrjar í nýja starfinu um miðjan júní en hvert verður fyrsta verk hans? „Það verð- ur nú sennilega að setja sig inn í það sem er að gerast þama og reyna að vinna með því fólki sem fyrir er. Við eigum eftir að ganga frá ráðningar- samningi og fara yfir áhersl- umar hjá meiri- hlutanum í bæjarstjórn því hann ræður auðvitað verkefnunum. Ég á eftir að takast á við öll þessi venju- legu mál sveitarfélaga, skólamál, at- vinnumál, sorpurðunarmál og fleira, auk rekstrar sveitarfélagsins ------------------ eins og gefur að rlacrcinc skilja“. Stefán UdgMlia telur að hann eigi eftir að geta notað reynsluna sem hann hefur öðlast i starfi hjá Eimskip sem bæj- arstjóri Borgarbyggðar. „Svo er ég auðvitað ættaður úr Borgarfirði og fmnst bæði starflð og staðurinn mjög spennandi - að fara aftur á gamlar slóðir og athuga hvort maður getur gert eitthvert gagn þar. Þess vegna er ég líka að fara út í þetta verkefni. Þetta er mjög ánægjulegt og líka gott að hvíla sig á höfuðborginni aðeins og komast í nýtt umhverfi." Aðspurður segist Stefán hafa verið mikið í fé- lagsmálum á umliðnum áram þótt starfið hafi vissulega tekið tímann sinn. Hann var fyrir Vöku í Stúd- entaráði á sínum tíma og svo nýtur hann þess að dvelja í sveitinni hjá foreldrum sínum og hefur eytt mörgum frístundum þar. Stefán hef- ur einnig mikinn áhuga á hesta- mennsku og bridge. Hann á tvö börn sem búa í Reykjavík hjá móð- ur sinni og ganga í skóla þar. Þau heita Inga Valgerður, 11 ára, og Kalman, 6 ára. Að sögn Stefáns hafa þau litlar áhyggjur af þvi að pabbi þeirra sé að flytja, enda er núorðið skottúr úr höfuðborg- inni yfir til Borgarbyggðar. Stefán Kalmansson, forstöðumað- ur fjárhagsdeildar Eimskips, hefur snúið sér að nýjum verkefnum frá og með miðjum júní en hann verður næsti bæjarstjóri Borgarbyggðar. Stefán er ættaður af þessum slóðrnn og er þvi að snúa til heimahaganna á ný. Hvemig stóð á því að hann tók þá ákvörðun að yfirgefa Eimskip þar sem hann hafði notið velgengni í starfi? „Ég hef unn- ið hjá Eimskip frá því að ég útskrif- aðist úr við- skiptafræð- inni árið 1987 í Lokaáfangi Póstgöngunnar Fimmti og síðasti áfangi Póstgöngunnar 1999, rað- göngu íslandspósts hf. á milli pósthúsa, verður genginn í kvöld frá pósthúsinu í Kefla- vik kl. 20. Gengið verður að gömlu Duushúsunum í Gróf- inni, farin forn leiö yfir Mið- Útivera nesheiði í Hvalsneshverfi og j að rústum gamla kaupstaðar- ins í Básendum. Fylgdar- menn verða staðfróðir heima- menn. Gangan tekur tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Munið eftir göngukortunum, póstgöngubolunum og póst- húfunum góðu. Boðið verður upp á rútuferðir frá BSÍ klukkan 19.00, frá pósthúsinu í Kópavogi kl. 19.15, pósthús- inu í Garðabæ kl. 19?30 og pósthúsinu í Hafnarfirði kl. 19.45 og til baka að göngu lok- inni. Önnur skógar- gangan í kvöld kl. 20.30 verður önnur skógarganga sumars- ins í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag íslands og er öllum heimil þátttaka. í göngunni í kvöld, sem er í umsjá Skóg- ræktarfélags Mosfellsbæjar, verður gengið um Hamra- hlíðarskóg og Hlíðartún og að Lágafelli undir leiðsögn staðkunnugra manna. Boð- ið verður upp á léttar veit- ingar á leiðinni. Skóflustunga Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Finnbogi Pétursson, myndlistar- maður sýnir í Galleríi 18. Fengist við grunnform hljóð- bylgjunnar Nú er í gangi sýning á verkum Finnboga Péturssonar myndlistar- manns í Galleríi, Ingólfsstræti 8. Finnbogi þykir hafa skapað sér sér- stöðu meðal listamanna samtímans en verk hans hafa vakið talsverða at- hygli erlendis. Á sýningunni í galler- íinu fæst Finnbogi við gi'unnform hljóðbylgjunnar en hann vinnur með stemningu rýmisins í huga. Meðal efniviðar Finnboga eru álplöt- ur, rafmagn og hátalarar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Sýningar Finnbogi er ekki við eina fjölina felldur í þessum efnum því samtím- is sýningunni í Gallerí 18 á hann hlut í stórri alþjóðlegri samsýningu í Sete í Frakklandi og opnaði aðra sýningu ásamt Kristjáni Guðmunds- syni og Rögnu Róbertsdóttur í Gall- erí Artek í Helsinki 12. maí sl. Loks tekur hann þátt í sýningu með Ulf Roloff, Tony Cragg og Rögnu Ró- bertsdóttur í Gallerí Stefan Ander- son Umeo í Svíþjóð, en hún verður opnuð nú í byijun júní. Eftir listamessuna sem haldin var í Madrid og Stokkhólmi fyrr á árinu hafa Finnboga borist fjölmörg sýn- ingartilboð. Brídge Þeir eru margir sem halda því fram að Bandaríkjamaðurinn Jeff Meck- stroth sé snjallastur allra bridgespil- ara. Meðal þeirra er Bretinn Tony Forrester en hann birtir dæmi um snjalla spilamennsku Meckstroth í bók sinni, Vintage Forrester, sem gefm var út á síðasta ári. Meckstroth sat í suður þar sem félagi hans i norður gaf vafa- samt úttektardobl á lítil spil. Loka- samningurinn virtist vera vonlaus en Mecktroth er þekktur fyrir annað en að gefast upp. Vestur gjafari og allir utan hættu: 4 763 «4 ÁD10843 ♦ 5 * K84 ♦ K854 «4 G52 4 KG2 * Á72 4 102 9 ♦ Ð10963 * DG653 4 ÁDG9 M K76 ♦ Á874 * 109 N V A S Vestur Norður Austur Suður 2 * *4 dobl pass 4 4 p/h Forrester taldi sig eiga fyrir stökki í fjóra spaða eftir veika opnun vesturs á tveimur hjörtum og úttektardobl fé- laga. Útlitið var hins vegar ansi svart. Vestur spUaði út einspUi sínu í tigli og þar með mátti telja líklegt að tígulsvín- ing gengi ekki. Mecktroth setti litið spU í blindum og drap níu austurs á ás. Síöan voru þrjú tromp tekin og austur henti laufþristi í þriðja trompið. Næst kom hjartasexa að gosa í blindum. Vestur hugsaði sig aðeins um og setti sfðan lítið spU. Yfirsjón hjá vöminni, en virtist þó ekki vera banvæn. Nú kom lítið lauf úr blnidum, austur setti gosann og varð að spUa áfram laufi. Meckstroth drap kóng vesturs á ás og spUaði meira laufi sem austur fékk að eiga á drottningu en hjartasjöunni var hent heima. Austur vUdi ógjarna spUa upp í tígulsvíninguna og ákvað að spUa áfram laufi. Meckstroth vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera. Ekki dugði að trompa ööru hvorum megin með niðurkasti, þvf það dugði aðeins í 9 slagi. Hann henti því hjarta frá báðum höndum. Nú átti austur ekkert eftir nema tígul (hann var jú búinn að henda laufþristi) og það dugði Meck- stroth í tíunda slaginn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.