Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 3. JUNI1999 11 I .1 Rent í Loftkast- alanum Þjóðleikhúsið hefur tekið leikritið Rent eftir Jonathan Larson til sýninga í Loftkastal- anum. Þetta er nýtt verk sem byggist að nokkru leyti á sögu- þræði óperunnar La Bohéme eftir Puccini en hér er um að ræða unga, fátæka listamenn í hverfmu East Village í New York sem eiga í erfiðri baráttu við sjúkdóminn eyðni en eiga Leikhús sér drauma og vonir þrátt fyrir harðan heim. Popp-rokk, gospel, reggae og fleiri tónlist- arstefnur setja sitt mark á Rent. Verkið hefur hlotið mjög góðar viðtökur víða erlendis. Það hefur verið sýnt í New York og á Broadway og hefur svo verið sýnt um öll Bandarík- in. Það hefur einnig verið sýnt í Bretlandi, Japan, Ástralíu, Finnlandi og Þýskalandi. Fyrir- hugað er að setja Rent upp í Danmörku, Noregi, Mexíkó, ítalíu og víðar. Karl Ágúst Úlfs- son þýddi verkið en leikendur eru Rúnar Freyr Gíslason, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir og fleiri. Tónlistarstjórn er í hönd- um Jóns Ólafssonar. Sumarnám- skeið Listasmiðju barna að hefjast Listasmiðja barna er að fara af stað með sumarnámskeið í leiklist, myndlist, dansi og hreyfingu í sam- vinnu við íslensku óperuna. Þessi námskeið eru ætluð börnum á niu til tólf ára aldri og um þrenns kon- ar mislöng námskeiö er að velja. Námskeiðin fara fram í æfingasal íslensku óperunnar að Hverfisgötu 10. Námskeið Leiklistarhlutinn felur m.a. í sér tjáningu og reynt verður að virkja hugmyndaflug einstaklingsins á heilbrigðan hátt. Spunaleikir, eða leikhússport, verða stór hluti af námskeiðinu og börnin taka þátt í látbragðsleikjum. í myndlistarþætt- inum verður m.a. farið í undir- stöðuatriði í málun, teikningu, litar- og formfræði og börnunum verður kennt að nota helstu verkfæri og efni í myndlist. Börnin fá hreyfingu undir leiðsögn ballettkennara og markið er sett á að samhæfa lík- amann og reyna að virkja ímyndun- araflið í dansi við skemmtilega tón- list. Loks veröur farið með börnin 1 könnunarferðir á starfsvettvang listamanna og brúðugerðarfólk, dansarar, sjónhverfingamenn og fleiri fengnir í heimsókn. Skemmtun fyrir börnin: Brúðubíllinn frumsýnir Beðið eftir mömmu // rr Brúðubillinn verður á ferð og flugi í sumar. í dag, fimmtudag, frumsýnir Brúðubíllinn leikritið Beðið eftir mömmu en það eru tvö ævintýri, Ungi litli og Úlfurinn og kiðlingarnir sjö. í júní ferðast Brúðubíllinn um Reykjavík og sýn- ir Beðið eftir mömmu víðs vegar um borgina. í júlí tekur Brúðubfll- inn leikverkið í útilegu til sýningar. Handrit og brúður eru í umsjðn Helgu Steffensen og vísuhöfundar eru Sigríður Hannesdóttir, Harpa Arnardóttir og fleiri. Bríet Héðins- Skemmtanir dóttir, Sigrún Edda Björnsdótttir, Steinn Ármann Magnússon, Þór- hallur Sigurðsson og fleiri ljá brúð- unum raddir sínar. Land og synir leika á Astró í kvöld leika Land og synir á óraf- mögnuðum Benedorm-tónleikum á ' ^ "^r^jt Astró. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Samvinnuferðir- Landsýn en á laugardaginn kemur verða Land og synir með tónleika í Samkomuhúsinu í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Þarna verður haldinn sjómannadansleikur og búist er við troðfullu húsi þannig að betra er að koma fyrr en seinna. Veðrið kl. 6 í morgun: Veðríð í dag Léttir til sunnan- og austanlands Um 400 km SV af Reykjanesi er vax- andi 1000 mb. lægðasvæði sem þokast austsuðaustur en 1019 mb. hæð er milli Grænlands og Jan Mayen. Aust- læg átt, 8-13 m/s sunnan- og vestan- lands og 13-18 m/s með suðurströnd- inni en yfirleitt hægari vindur norð- an- og austanlands. Rigning verður á sunnanverðu landinu og súld við austurströndina en að mestu þurrt norðanlands. Norð- austan 8-13 suðaustan til á morgun en annars hægari. Súld með köflum aust- anlands og á annesjum norðanlands en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti verður 6 til 13 stig að deginum, hlýjast suðvestan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður aust- an- og suðaustanvindur upp á 5-8 og síðan 8-13 m/s. Rigning eða súld með köfium. Hiti 7 til 11 stig. Sólarupprás á morgun: 3:16 Sólarlag í Reykjavík: 23:35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21:07 Árdegisflóð 1 Reykjavlk: 8:48 Akureyri skýjaö 7 Bergsstaðir skýjaö 6 Bolungarvík skýjaö 5 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 6 Keflavíkurflv. rigning 6 Reykjavík rigning 7 Stórhöfói úrkoma í grennd 6 Bergen skýjað 9 Helsinki skýjaö 13 Kaupmhöfn rigning 14 Stokkhólmur 16 Þórshófn alskýjaó 7 Þrándheimur skýjað 9 Algarve heiðskírt 17 Amsterdam skýjaö 14 Barcelona heiöskírt 19 Berlín alskýjað 18 Chicago hálfskýjað 14 Dublin þokumóða 11 Halifax alskýjað 14 Frankfurt skýjað 16 Hamborg skýjað 15 Jan Mayen alskýjað -1 London skýjaó 14 Lúxemborg skýjað 12 Mallorca skýjaó 19 Montreal þoka 14 Narssarssuaq alskýjað 3 New York skýjaó 26 Orlando hálfskýjaö 22 París skýjaó 13 Róm heiðskírt 22 Vín skúr á síó.kls. 20 Washington léttskýjaó 22 Winnipeg léttskýjaö 11 Víða unnið að lagfæringu vega Yfirleitt er góð færð á öllum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands eru lokaðir vegna snjó- komu og aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það ______Færð á vegum______ að verkum að öxulþungi hefur verið lækkaður og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vegavinnuflokkar eru að störfum víða á landinu, meðal annars á suðvesturhorninu og Suðurlandi. Astand vega v- Skafrenningur 0 Steinkast El Hálka H Vegavinna-aogát B Öxulþungatakmarkanir 0*v 0f CQ Þungfært (f) Fært fjallabílum Berghildur og Helgi eignast son Þann 11. febrúar sl. fæddist lítill snáði á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Hann heitir Hjörtur ísak og var við Barn dagsins fæðingu 3820 g. að þyngd og 53 sm langur. Foreldr- ar hans eru Berghildur Árnadóttir og Helgi Hjart- arson og er hann fyrsta barn þeirra. onn ^ it Jackie Chan er hér kominn með gæludýr ffangið. Hver er ég? Stjörnubíó sýnir nýjustu kvik- mynd Jackie Chans, Who Am I? í myndinni leikur Chan einn í málaliðaflokki sem rænir þremur vísindamönnum. í rimmu sem fylgir í kjölfarið eru félagar Jackie allir '///////// Kvikmyndir ''ÉÉÉ drepnir og hann sjálf- ur fellur út úr þyrlu sem hann reynir að forða sér í. Hann rotast í fallinu og þegar innfæddir sem hafa náð honum á sitt vald spyrja hvað hann heitir svarar hann Who Am I? Þar sem hann er bú- inn að missa minniö. Þeir inn- fæddu halda að það sé nafn hans og kalla hann Who Am I? Smátt og smátt fær Jackie minnið og ákveður að reyna að grafast fyrir um afdrif vlsindamannanna og þeirra sem sviku hann og félaga hans. Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bióborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: EDtv Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubfó: lllur ásetningur Gengið Almennt gengi Ll nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgerifli Dollar 74,400 74,780 74,600 Pund 119,470 120,080 119,680 Kan. dollar 50,300 50,610 50,560 Dönsk kr. 10,3830 10,4400 10,5400 Norsk kr 9,3740 9,4250 9,5030 Sænsk kr. 8,6310 8,6780 8,7080 Fi. mark 12,9735 13,0515 13,1796 Fra. franki 11,7595 11,8301 11,9463 Belg. franki 1,9122 1,9237 1,9425 Sviss. franki 48,4200 48,6900 49,1600 Holl. gyllini 35,0033 35,2136 35,5593 Þýskt mark 39,4396 39,6765 40,0661 It. líra 0,039840 0,040080 0,040480 Aust. sch. 5,6058 5,6395 5,6948 Port. escudo 0,3848 0,3871 0,3909 Spá. peseti 0,4636 0,4664 0,4710 Jap. yen 0,612500 0,616200 0,617300 Irskt pund 97,943 98,532 99,499 SDR 99,630000 100,230000 100,380000 ECU 77,1400 77,6000 78,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Barn dagsins I dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana i pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, brðður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.