Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 I Ípétfír Hjálmar Jónsson alþingismaður um fyrirhugaðar hækkanir bílatrygginga: Tilraun til sjálftöku „Bótasjóðir tryggingafélaganna vaxa hröðum skrefum ár frá ári. Þeir eru í rauninni ekki annað en ofgreitt fé bilatryggjenda að stór- um hluta. Árið 1989 voru í bóta- sjóðum tryggingafélaganna um 4 milljarðar króna. Nú eru í þeim tæpir 17 milljarðar króna og enn ætla tryggingafélögin að þenja þá út og skjóta sér á bak við það að Alþingi, ekki síst allsherjarnefnd, hafi hækkað bílatryggingar með setningu nýju skaðabótalaganna, sem er út í hött,“ segir Hjálmar Jónsson alþingismaður í samtali við DV um fyrirhugaðar hækkanir tryggingafélaganna á ið- gjöldum bílatrygginga. Hjálmar átti sæti í allsherj- arnefnd Alþingis þegar hún Sallaði um nýju skaðabóta- lögin. Hann dregur stórlega í efa að þörf tryggingafélag- anna til að hækka bílatrygg- ingar vegna nýju skaðabóta- laganna sé í námunda við það sem talsmenn þeirra fullyrða þótt óumdeilt sé að bættur réttur tjónþola kosti vitan- lega meir. Afkoma tryggingafélag- anna bendi ekki til þess hækkana- þörfm sé brýn og þaðan af síður af- Hjálmar Jónsson alþingismaður. koma bótasjóðanna sem í raun lifa sjálfstæðu lífi inn- an tryggingafélaganna. „Tryggingafélögin byggja hækkanafyrirætlanir sína á áætlunum um tjónakostnað. Tjónakostnaður hefur aldrei í reynd orðið eins mikill og áætlanir tryggingafélaganna gerðu ráð fyrir og mikið vantað upp á það. Þá bendir allt til þess að tryggingafé- lögin hafi haft ólöglegt sam- ráð um hækkanafyrirætlanir sínar sem er, ef rétt reynist, vafasamir við- skiptahættir. Markaðslögmál virðast ekki virka á bílatryggingamarkaöin- um. Fjármálaeftirlitið gegnir því afar mikilvægu hlutverki nú og úrskurð- ur þess í þessu máli er grundvallarat- riði. Ef það ræður ekki við hlutverk sitt í þessu máli, að fara ofan í sam- ræmið milli iðgjalda og tjónakostnað- ar og fmna réttlæti út úr því, þá verð- ur ljóst að tryggingafélögin ráða sér sjálf í samfélaginu og eru ofar lögum í landinu. Ef Fjármálaeftirlitið bilar í þessu máli, eins og Vátryggingaeftir- litið gerði, þá er komin upp alvarleg staða, sem er hrein sjálftaka trygg- ingafélaganna." -SÁ Bjössi er einn af þeim fáu sem enn þá gera út frá Ægisíðunni. Hér sést hann gera að grásleppu en fyrir hann og aðra þá sem eru í þeim veiðiskap er sumarið ekki bjart. Verðið á grásleppunni er lágt um þessar mundir og ekki útlit fyrir hækkun. DV-mynd Pjetur Pólverjarnir heim en svo á teppið - verjandi skipstjóra Hvítaness krefst þess að fjórði Pólverjinn verði yfirheyrður Einn smyglaði hassi: Sex vist- menn reknir úr Virkinu Sex ungmenni hafa verið gerð burtræk úr meðferðar- heimilinu Virkinu eftir að eitt þeirra smyglaði hassi inn á heimilið og „smitaði" aðra. Hér var um helming vistmanna á heimilinu að ræða. Bjami Þór- arinsson, dagskrárstjóri Virkis- ins, sagöi við DV að hér væri á ferðinni mál sem hægt væri að líkja við að kassa af vodka væri smyglað inn á Vog. Önnur úr- ræði en brottrekstur hefðu ekki verið fyrir hendi. Ungur maður hefði smyglað hassi inn á heim- ilið um helgina og boðið ungum fíkniefnaneytendum, vistmönn- um, sem vora nýlega komnir inn. 5 þeirra hefðu reyndar hringt aftur og vinsamlegast beðið um að fá að koma aftur. „Þetta er gífurlega alvarlegt og þjáningarfullt ef þarf að láta vistmenn fara. Hins vegar get- um við ekki verið með fasískar eftirlitsaðferðir. Þetta er vanda- mál sem getur komið upp á öll- um meðferðarheimilum," sagði Bjami og benti m.a. á að ekki væri hægt að vera með nær- göngular líkamsleitir í hvert skipti sem vistmenn koma í hús. -Ótt Krakkaklúbbur DV og Kjörís efna til áskrift- arhappdrættis - 132 lukkuvinningar Blaðinu í dag fylgir númerað lukkublað DV og Kjöríss. Geymið lukkublaðið og mánudag- inn 7. júní og þriðjudaginn 8. júní verða númer heppinna áskrifenda DV birt. Fylgist með og þá kemur í ljós hvort ykkar númer hefur verið dregið út í Krakkaklúbbs-happ- drætti DV og Kjöríss. Verjandi skipstjórans á Hvítanesi fer fram á að ákæruvaldið í Hafnar- firði sendi eftir pólskum skipverja sem hélt af landi brott rétt um það leyti sem 1100 lítrar af áfengi og 240 lítrar af spíra fundust um borð í skipinu. Farbanni af þremur öðrum Pólverjum, sem voru einnig á skip- inu, var hins vegar aflétt í gær. Út- gerð Hvítaness hefur gengist í ábyrgð fyrir sektum sem þeir munu sæta. „Við ætlum beint heim til Pól- lands,“ hafði Amór Hannibalsson, túlkur þeirra, eftir þremenningun- um þegar sækjandinn í smyglmál- inu spurði hvað yrði nú um þá. Þeir gáfu Erni Clausen, verjanda sínum, umboð til að taka við birtingu dómsins yfír þeim. Þeir eru ásamt fjórum Islendingum ákærðir fyrir að hafa átt samtals um 800 lítra af sterku áfengi þegar skipið kom til landsins. Enginn hefur hins vegar kannast við að eiga 300 lítra af áfengi og 240 lííra af 96 prósenta spíra. Sýslumað- urinn í Hafnarfírði deyr þó ekki ráðalaus, styðst við tollalög og dreg- ur skipstjórann til hlutlægrar ábyrgðar fyrir það magn sem eig- endur finnast ekki að og gefur út ákæru á hendur honum. Verði skip- stjórinn sakfelldur má búast við að hann fái a.m.k. hátt í tveggja millj- óna króna sekt. Það verður að yfirheyra alla áður en ... Verjandi skipstjórans leggur þunga áherslu á að ekki sé hægt að gera skjólstæðing hans ábyrgðan í smyglmálinu á meðan rannsókn lögreglunnar hafi verið áfátt. Þannig hafi fjórði Pólverjinn ekki einu sinni verið yfirheyrður við lögreglurannsókn enda hafi hann þegar málið komst upp ver- ið nýfarinn úr landi. „Ég krefst þess að hann verði fenginn til að koma til landsins," sagði verjand- inn. Skipstjór- inn kom ekki um borð í Hvítanesið fyrr en stuttu áður en skipið lét úr síðustu höfn erlendis vegna veikinda aðal- skipstjórans. Það sem styrkir verj- anda skipstjórans í málatilbúnaði sínum er að enginn Pólverjanna þriggja, sem voru leystir úr far- banni í gær, sagðist geta neitað því að fjórði maðurinn, landi þeirra, hefði átt eitthvað af smygli um borð. Sömu sögu sögðu tveir af ákærðum íslendingum í málinu. Réttarhöldunum verður nú frestað þangað til síðar í sum- ar - þangað til næst í fleiri - ákærða skipverja til að bera vitni í máli skipstjórans og það skýrist hvort umræddur Pólverji kemur til landsins. Reyndar er ekki útilokað að hann komi aftur með Hvítanesinu f siðar - hann sé bara í fríi. Hinn ákærði skip- stjóri sagði að pólsku skipverjunum, sem farbanninu var létt af í gær, yrði senni- lega leyft að koma aftur á Hvítanesið til að vinna fyrir sekt- um sínum. Síðan bætti hann við: „Það er eftir að taka þá á teppið.“ stuttar fréttír Hækkunum mótmælt Neytenda- l samtökin sendu ffá sér fféttatil- jj kynningu þar sem samtökin mótmæla verð- hækkunum undanfarinna daga. Samtökin i skora á yfírvöld aö draga hækkun f bensíngjalds og opinberra gjalda j til baka, sé þess auðið. Þau segja i að þessar hækkanir muni stefna stöðugleika efnahagsins í hættu. ’j Visir.is sagði frá. íslendingarfá á baukinn Framganga íslendinga í um- i hverfismálum er harðlega gagn- rýnd í málgagni umhverfisvemd- ) arsamtakanna Climate Action ;; Network á fundi vísinda- og j tækninefhdar Rammasamnings :■ Sameinuðu þjóðanna um loftslags- j breytingar, sem ffam fer í Bonn ) þessa dagana. Þar segir að krafa j íslendinga um aukinn mengunar- S kvóta sé slæmt fbrdæmi og geti I haft alvarlegar afleiðingar. Vis- j ir.is sagði frá. Belgísk matvæli könnuð I Hollustuvemd ríkisins er að ; kanna matarinnflutning frá Belg- | íu vegna fregna um að eiturefnið 1 díoxín, sem er krabbameinsvald- ; andi, hafi fundist í belgiskum ali- fuglum og afurðum þeirra. Það hggur fyrir að engir kjúklingar : eða egg hafa verið flutt inn en ver- j ið er að kanna unnin matvæli það- I an, segir í fféttatilkynningu. Tónlistartilnefning f Norðurlanda- verðlaunin í tón- list árið 2000 j verða veitt tón- skáldi fyrir eitt tiltekið verk. Nú hefur verið ákveðið hvaða : verk verða til- nefnd fyrir íslands hönd en það eru Strengjakvart-ettinn Frá draumi til draums eftfr Jón Nor- dal og Konsert fyrir fiðlu og kammersveit eftir Hauk Tómas- son. Vísir.is sagði frá. Skýringar rangar » Breytingar á skaðabótalögum | og hærri tjónbótakröfur í kjölfar í þeirra eru þær skýringar sem vá- tryggingafélögin hafa gefíð fyrir hækkun iðgjalda. Neytendasam- tökin segja skýringar alrangar því ; hækkanimar séu mikið hærri en ; það sem leiðir af breytingum á skaðabótalögum. Netið ódýrt á íslandi ísland státar af fjórðu ódýrustu netnotkuninni í OECD-ríkjunum ef miðað er við tuttugu klukkustunda notkun á mánuði og gert ráð fyrir i að notandinn tengist Netinu á kvöldin eða um helgar þegar símtöl ; eru víðast hvar ódýrari. Einungis ; er ódýrara að nota Netið í Finn- landi, Kanada og Danmörku. Gegn einkaskólum? Borgarfull- j trúar sjálfstæð- ;; ismanna segja j styrkveitingu til : Skóla ísaks ;; Jónssonar svo nauma að rúm- lega tvöfalda þurfi skólagjöld j þar. Þeir saka meirihlutann um að vinna gegn einkaskólum. Borg- arstjóm vísaði þessu á bug. RÚV sagði frá. Tíu sektaðir I Myndavélarbill lögreglunnar í S Reykjavík var á ferðinni við Hellu j og Hvollsvöll í gær. Vora tíu j sektaðir en þó enginn sviptur öku- j leyfi. Mest var um að menn ækju of hratt innan marka Hellu og Hvollsvallar. Að sögn lögreglu ; gleyma menn oft að hægja á sér ; áður en þeir fara gegnum j þéttbýlið. Það getur verið stór- hættulegt að keyra á sama hraða j innan þess og á þjóðvegum því \ fólk er mikið á ferðinni í þéttbýlinu. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.