Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 T>"V ekkert vesen Hver myndi ekki gjaman vilja hafa tíma til að elda á hverjum degi? Hver myndi ekki vilja hafa tima til að hugsa um hvað á að hafa í matinn og kaupa inn hráefnið? Hver vill ekki hafa efni á að kaupa allt hráefni í sælkerarétti til að bera á borð fyrir fjölskylduna dag eftir dag; leggja huggulega á borð á slaginu sex eða sjö eða átta, þegar allir eru komnir heim til þess að setjast saman við matarborðið? Hver er ekki alltaf í nostalgíunni, talandi um hvað var gott að vera bam þegar mamma var heima með mat í hádeginu og mat á kvöldin? Það, eitt og sér, er talið til vænlegra uppeldishátta, enda má oft sjá viðtöl við fólk sem hefur engan tíma fyrir fjölskyldulíf en segist hafa eina reglu; íjölskyldan borðar saman kvöldmat, sama á hveiju gengur. Sam- eiginlegur kvöldverður kemur í stað- inn fyrir samskipti, tilfmningatengsl, virka hlustun, leiðbeiningar um hinn óljósa troðning sem leiðir til fullorð- insára - nema hjá þeim sem em í marga klukkutíma á hveiju kvöldi að borða með fjölskyldunni. Mörg okkar em ekki þau lukkudýr að hafa tima til að spekúlera í því með hveiju skal kýla vömbina að loknum vinnudegi. Sjaldnast vitum við hversu margir verða í mat né klukkan hvað. Nýkaup /•<// ■><•/// //•/ •>/, /c/7, iim hyi Eplakryddkaka Einföld eplakrydd- kaka, helst lengi mjúk 150 g smjör 525 g sykur 3 stk. egg 340 g hveiti 1 tsk. matarsóti 2 tsk. kanill 150 g hnetur á hnífsoddi salt 4-5 stk. græn epli Vinnið smjör og sykur vel saman, setjið egg út í rólega 'eitt í einu. Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið saman við og hrærið vel. Af- hýðið eplin og kjamhreinsið, skerið niður í bita og setjið saman við deigið. Vinnið sam- an ca 10-15 sek. í öðrum gír. Bakið i skúflú við 180" í ca. 40 mín. en það fer mikið eftir því hversu stór skúffan er. Gott er að bera kökuna fram yl- volga með þeyttum rjóma. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. DANBERGehf. Skúlagötu 61 sími 562 6470 og nútími Fólk hefur áhugamál og þeim þarf að sinna. Hvorki foreldrar né böm geta ráðið tímasetningu á iþróttaæfmgum, tónlistar- eða danstímum og öðru sem ýmsir kalla dægradvöl en aðrir upp- byggingarstarf. Það verður að raða fiölskyldulífmu í kringum þetta allt. Það er alveg sama hversu margir boða heimsendi vegna annríkis barna og unglinga og foreldra, svona er lífið í dag. Vissulega flókið líf. Flóknara en áður hefur þekkst. En þá verður líka bara að finna ein- hveija þætti sem má einfalda. Það er, til dæmis, einfaldara að bjóða upp á kvöldverð sem fjölskyldan getur neytt þegar allir koma heim eft- ir langan vinnu-, skóla- og hobbídag í stað þess að ergja sig á því að allir falli ekki inn í kvöldverðartempó sem er óraunhæft og hefur verið klastrað inn í stundaskrá heimilisins af sektar- kennd, samviskubiti, ósveigjanleika eða til að sanna að þetta heimili fúnkeri, sko. Það er vel hægt að búa til mat á inn- an við tíu mínútum. Núðlusúpa fyrír fjóra Tveir pakkar af núðlusúpu minútur. Þá má um leið bæta út í einu og öðm til að gera súpuna matarmeiri, t.d. kjúklingaafgöngum, icebergsalati eða kínakáli, rækjum, papriku, gulrót- um, maísdós, frosnum grænum baun- um eða strengjabaunum, blómkáli eða brokkólí, bara eftir því hvað er til í ís- skápnum. Þar sem núðlusúpur eru frekar ódýrar, kosta 25 til 40 krónur pakkinn, eftir þvi hvar verslað er, er þetta afbragðsleið til að framreiða bragðgóðan, fljótlegan og mettandi mat. Núðlusúpur hafa líka þann kost að hver og einn á heimilinu getur skellt henni saman í pott þegar hann kemur heim og borðað þegar hann hef- ur tíma. Vér húsmæður getum splæst sektar- kenndinni á eitthvað annað. -sús 2 msk. kinversk soja 2 msk. ostrusósa 1-2 tsk. maukað engi- fer 1 þurrk- aður, rauður chilipipar (ef vill) Á núðlusúpupakkanum eru leið- beiningar um hvemig á að matreiða súpuna. Visst magn af vatni er hitað með kryddinu sem fylgir 'pakkanum. Sumum fmnst það nóg en fyrir þá sem vilja meira krydd mælum við með þeirri viðbót sem að ofan greinir. Soja, ostrusósa, maukað engifer og þurrkað- ur chili er tft í ílestum matvöruversl- unum. Oftast í kínadeftdinni sem er hjá indversku, mexíkönsku og ítölsku deOdinni. EndOega að nota þetta tO að hafa minna fyrir lífinu. Nóg er nú samt. Það kostar um það bO 7-800 krónur að koma sér upp soju, ostrusósu og maukuðum engifer en birgðimar endast í býsna margar mál- tíðir. Þegar suðan kemur upp er núðlun- um bætt út í og þær hitaðar í þijár matgæðingur vikunnar Guðrún Guðmundsdóttir er matgæðingur DV: Sumarfiskur Guðrún Guðmundsdóttir hjá auglýsinga- stofunni Góðu fólki býður lesendum upp á sumarfisk með fetaosti ásamt kaidri hvrt- laukssósu og heimabökuðu brauði. með basmatOirísgrjónum, sem hægt er að sjóða í vatni bragð- bættu með krafti, kaldri hvít- laukssósu og heimabökuðu brauði. Köld hvítlaukssósa 1 dós af sýrðum ijóma, 18% 3-4 dl AB-mjólk 3 hvítlauksrif aromat tabascosósa Sýrði ijóminn og AB-mjólkin eru hrærð saman (nota má þeyttan ijóma ef menn vOja það heldur). Sósan er svo bragðbætt með 3 mörðum hvítlauksrifj- um, aromati og tabascosósu. Heimabakað brauð Guðrún Guðmundsdóttir er mat- gæðingur vOmnnar „Ég hendi oft gam- an að því núorðið að þegar ég var að vaxa úr grasi var ég talin hinn mesti gikkur. En meðan ég bjó erlendis kynntist ég matargerðarlist hinna ýmsu þjóðlanda og komst smátt og smátt á bragðið með rétti sem ekki tíðkuðust mikið hér heima. Nú hef ég gaman af að prófa nýja rétti og fæ vissa útrás fyrir sköpunarþrá mína með því að elda fyrir fjölskyldu mína og vini. Og það sem ég skynja núna er að sumpart hefur dæmið snúist við og sumir eru orðnir hálfgerðir gikkir í mínum augum. í byijun sumars finnst mér tílvalið að velja eitthvað létt og gott. Hráefnið er úr ýmsum áttum og því kann ég vel, blandan verður góð. Sumarfiskur m/fetaosi fyrir fjóra í ofninn eða á grillifl 600 g ýsa 1 dl steinselja 5 msk. ólífuolía safi úr einni sítrónu pipar 1 paprika (gul eða rauð) 4 tómatar fetaostur í vatni Byijað er á því að roðfletta fiskinn, skera hann í litla bita og setja hann í eldfast mót. Síðan er steinseljan söxuð og henni dreift yfir fiskinn. Því næst er ólífuolíunni, sítrónusafanum og pip- amum blandað saman og heUt yfir fiskinn og látið standa um stimd á meðan verið er að saxa niður paprik- una, tómatana og fetaostinn sem dreift er ofan á fiskinn í mótinu. Að því búnu er settur álpappír yfir mótið. Fiskur- inn er svo bakaður i 200 gráða heitum ofninum, fyrst í 10 mínútur, þá er ál- pappirinn fjarlægður og fiskurinn síð- an bakaður í 10 mínútur til viðbótar. Yfir sumarið kjósa kannski sumir heimiliskokkamir frekar að glóða á grillinu. í stað eldfasta mótsins má þá útbúa lítil form úr álpappír, u.þ.b. 30 x 30 cm á stærð, brjóta upp á kantana og skipta hráefninu í femt og bera sig eins að og að ofan greinir. Glóðunar- tíminn er þó ívið skemmri eða 10-15 mínútur. Fiskurinn er borinn fram 1/41 vatn 1 tsk. salt 2 hvítlauksrif 1 msk. hunang 1/2 bréf þurrger 2 msk. ólífuolía 1/2 paprika (gul eða rauð) skorin smátt u.þ.b. 1/2 kg hveiti Gerinu er hrært saman við ylvolgt vatnið og leyst upp. Því næst er saltinu, hvítlauknum, hunanginu, ólífuolíunni og smátt skorinni paprikunni bætt út í og þá hveitinu smátt og smátt. Deigið er hnoðað vel og látið hefast í a.m.k. 20 mínútur áður en brauðið er mótað, sett á plötu og látið hefast aftur í 15 mínútur. Gott er að sáldra smávegis af osti yfir brauðið svo og vatni. Brauðið bakast í 20-25 minútur í 200 gráða heit- um ofninum. Gott er að snúa því við á plötunni þegar u.þ.b. 5 mínútur em eft- ir af baksturstímanum ef bakað er á blæstri. Mér, fjölskyldu minni og gestum finnst gott að afloknum rétti sem þess- um að fá okkur kaffi og rjómaís nieð ljúffengri marssósu, hvort sem ísinn er keyptur eða heimatilbúinn. Marssósa fyrír 4 1 marssúkkiflaði 3 tsk. smjörvi rjómi eða sýrður ijómi eftir smekk Marssúkkulaðið er skorið niður og sett í skál ásamt smjörinu. Það er hitað í örbylgjuofni í u.þ.b. 1 mínútu. Þvi er hrært saman og þynnt út smám saman með ijómanum eða þeim sýrða. Gott er að setja aftur í örbylgjuofninn í u.þ.b. 20-30 sek og hræra aftur. „Ég vil skora á „fósturbróður" minn og vin, Einar Ólafsson hönnuð, og unn- ustu hans, Guðrúnu Helgu Jónasdóttur listfræðing, að koma með næstu upp- skrift því ég veit að í þeirra fórum leyn- ast margir gómsætir og spennandi rétt- ir.“ Nykaup Þar semferskleikinn býr Gratineraður karfi með blómkáli Fyrir 4 800 g karfi, beinlaus og roð- flettur 400 g blómkál 4 msk. matarolia 100 g gráðaostur 1 peli rjómi 1 msk. smjörlíki 1-2 msk. maizenamjöl eða sósujafnari „salt og pipar 1/2 poki mozzarellaostur, kryddaður Smyrjið eldfast mót með smjörlíki. Leggið karfastykkin þar í . Skerið blómkálið gróft og steikið í olíu á heitri pönnu. Bætið ijóma og gráðaosti sam- an við, látið suðuna koma upp og sjóðið þar til osturinn hefúr bráðnað. Jafhið með maizena- mjöli eða sósujafnara. Hellið yfir karfastykkin, stráiö mozzarellaosti yfir og bakið viö 200“C í 15 minútur. Berið fram með grófu brauði. Kjúklingabringa með eplum og engifer Fyrir 4 4 stk. kjúklingabringur, bein- lausar 3 msk. matarolía til steiking- ar salt og pipar Steikt epli og engifer 2 stk. græn epli 2 msk. engifer, ferskui- í 2 stk. laukar 6 msk. rúsínur t 4-5 msk. smjör 1 msk. Worchestershiresósa t 2 dl kjúklingasoð 3 msk. matarolía Meðlæti 12-16 stk. litlar kartöflur Snöggsteikið kjúklingabring- urnar í heitri olíu, bragðbætið með salti og pipar. Setjið í eld- fast form og berið fram með soðnum kartöflum. v Steikt epli og engifer Saxið engifer og lauk, skerið ; epli í teninga. Snöggsteikið engifer í olíu, bætið lauk, epl- um og rúsínum saman við, { steikið áfram í 1-2 mín. Þá er smjöri Worchestershiresósu og ; kjúklingasoði bætt saman við og soðið áfram í 1-2 mínútur. Meðlæti Reiknið með 3-4 litlum kart- : öflum á mann. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.