Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 TIV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritsljóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTi 11,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. „Svifaseinir" bændur Sala á Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga er dæmi um hvernig þröngir hagsmunir fárra eru látnir ráða ferðinni á kostnað fjöldans. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að Kaupfélag Eyfirðinga skuli kaupa Mjólkursamlagið, en hvernig staðið var að sölunni er ekki aðeins ámælisvert heldur vítavert gagnvart hags- munum félagsmanna Kaupfélags Þingeyinga og lánar- drottnum þess. Guðni Ágústsson, sem nú hefur séð drauminn um ráð- herrastól rætast, getur ekki tekið undir þá gagnrýni sem birst hefur ítrekað í DV á hvernig staðið var að sölunni. Hinn nýi ráðherra landbúnaðarmála beinir gagnrýni sinni aðeins að bændum í yfirheyrslu hér í blaðinu síð- astliðinn fimmtudag: „Það eina sem ég hef við það að at- huga er að mér finnst að bændur hafi verið svifaseinir að stokka upp í afurðasölumálum sínum.“ Skilaboð hins nýja ráðherra eru því skýr til bænda í Þingeyjarsýslu, sem margir hverjir eiga á hættu að tapa verulegum íjárhæðum vegna rekstrarvanda kaupfélags- ins. Vera kann að það sé rétt hjá ráðherranum að bænd- ur hafi verið „svifaseinir" en ekki skulu menn vera á því undrandi. Bændum hefur ekki verið skapað það svigrúm sem flestir aðrir hafa, enda búið að telja þeim trú um að þeir séu eins og hverjir aðrir launamenn en ekki at- hafnamenn sem valið hafa sér starfsvettvang til sveita. Og ekki var þingeyskum bændum gefinn kostur á að kaupa Mjólkursamlag KÞ - þeir fengu ekki einu sinni tækifæri til að gera tilboð í samkeppni við KEA. Yfirlýsing landbúnaðarráðherra um „svifaseina“ bændur vekur óneitanlega athygli. Stjórnmálamaður, sem hefur tekið þátt í að hneppa bændur í spennitreyju opinberra hafta og óstjómunar, er kjarkmaður að fella dóma af þessu tagi. En undarleg eru viðhorf ráðherrans til mikilvægrar atvinnugreinar og allra þeirra sem við hana starfa. „Ég álít að miðað við nútímarekstur þurfi afurða- stöðvarnar að vera óháðar þeirri áhættu sem er í venju- legum daglegum íslenskum verslunarrekstri svo og at- vinnurekstri af öðrum toga,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sem líkt og Steingrímur Her- mannsson, flokksbróðir og eitt sinn landbúnaðarráð- herra, telur að lögmál efnahagslífsins gildi ekki á ís- landi. Ótrúlegt er að stjórnmálamaður sem trúir því að hægt sé að reka fyrirtæki í ákveðinni starfsgrein án hefðbundinnar áhættu skuli ná því að setjast í ráðherra- stól til að stýra stefnu stjórnvalda í málefnum heillar at- vinnugreinar. Engan skal furða þó ráðherrann sjái ekk- ert athugavert við sölu á Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. Ef önnur lögmál eiga að gilda um rekstur af- urðastöðvar en almennan atvinnurekstur, hljóta einnig aðrar siðferðisreglur að gilda um kaup og sölu þeirra. Er nema von að mjólkurbændur í Borgarfirði hafi verið „svifaseinir“ þegar stjórn Kaupfélags Borgfirðinga ákvað að þyggja úreldingarstyrk fyrir að leggja niður mjólkurvinnslu í stað þess að selja einkaðilum? Augljóst er af yfirheyrslu DV yfir hinum nýja land- búnaðarráðherra að þar fer maður sem mun af sam- viskusemi og dugnaði standa sína varðstöðu við múrinn sem reistur hefur verið um mjólkuriðnaðinn á íslandi og raunar landbúnaðarkerfið allt. Guðni Ágústsson þekkir þann múr mæta vel frá fyrri störfum. Óli Björn Kárason Endatafl í Kosovo Nú hyllir undir endalok stríðsins í Júgóslavíu. Ef Slobodan Milosevic Serbíuleiðtogi dregur öryggis- sveitir sínar og herlið sitt til baka frá Kosovo, eins og hann hefur lofað, má gera ráð fyrir því að stríðinu ljúki á vestrænum forsendum. Það kemur ekki á óvart: Hemaðaríhlutun NATO var farin að snúast um tilvist og framtíð bandalagsins. Sú spurning sem vaknar nú er sú hvort endataflið í Kosovo leiði til falls Milosevics eða hvort honum takist aftur að festa sig í sessi, eins og með Dayton-samkomulaginu frá 1995, sem batt enda á Bosníustríðið. Ganga má að því vísu að NATO muni leggja áherslu á að styrkja inn- viði sína á næstunni, enda hefur bandalagið orðið fyrir pólitískum skaða með loftárásunum á Júgóslavíu. En þótt taka verði stækkunarhugmyndir bandalagsins til austurs til endur- skoðunar hefur NATO þegar markað sér þá stefnu að hafa framtíðarafskipti af Balkanskaga. Ljóst er að frá þeirri stefnu getur það ekki horfið eftir hemaðarí- hlutun bandalagsins í Bosníu og Kosovo. Valdastaða Milosevics Með því að samþykkja að láta NATO stjóma því friðargæsluliði sem sent verður til Kosovo virðist Milosevic hafa gefið höggstað á sér. Þetta var grundvallarskilyrði NATO, þótt óljóst sé hvort Rússar muni sætta sig við að rússneskar sveitir lúti stjórn bandalagsins. Ef þeir gera það bendir allt til þess að NATO muni ráða ferðinni í Kosovo. Og þótt bandalagið hafi aðeins krafist þess, að Kosovo endurheimti sjálfstjóm án þess að fá fuflt sjálfstæði er vonlaust að sjá fyrir sér að Milosevic geti haft þar mikil áhrif eftir það sem á undan er gengið. Það yrði mikið áfall því að þjóðernisstefna Milosevics tengist Kosovo órofa bönd- um. Hann gaf þegar tóninn árið 1987 með því að lýsa yfir stríði á hendur Kosovo-Albönum og svipti hérað- ið sjálfsstjóm árið 1989. Hann þurfti að sjá á eftir Sló- veníu eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1991. Hann háði blóðugt stríð til að leggja undir sig Krajína-hér- að í Króatíu árið 1992 en gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að Franjo Tudjman, leiðtogi Króatíu, næði því aftur á sitt vald árið 1995 með bandarískum stuðningi og ræki a.m.k. 200.000 Serba þaðan á brott. Dayton-samkomulagið árið 1995 gerði út um forræð- isstöðu Serba í Bosníu en styrkti Milosevics tíma- bundið í sessi heima fyrir vegna þess lykilhlutverks sem hann gegndi í samningaviðræðunum. Ekki gat hann þó litið framhjá því að efnahagslífið var i rúst og Júgóslav- neska sam- bandsríkið einangrað á alþjóðavett- vangi. Til að bæta gráu ofan á svart snerust síð- ustu banda- menn hans í Svartfjalla- landi gegn honum með því að koma andstæðingi hans til valda í kosningum. Eftir að hafa játað sig sigr- aðan annars staðar á Balkanskaga lagði hann allt undir í Kosovo til að halda völdum sínum. Ef NATO nær helstu markmið- um sínum í Kosovo hefur Milosevic glatað öflu og valdastaða hans því veikst til muna. Framtíð NATO í Kosovo-deilunni hefur samstaða NATO ekki hrostið, enda þótt reynt hafi á þolrif bandalagsþjóð- anna vegna þeirra alvarlegu mistaka sem gerð hafa verið í hemaðaraðgerðum bandalagsins. Ein helsta spurningin sem NATO stendur nú frammi fyrir er hvort það geri alvöru úr hugmyndum um frekari stækkun til austurs. Það er kaldhæðnislegt að fyrsta verk stjómvalda í þeim ríkjum sem komust inn í fyrstu lotu skyldi hafa verið samþykkja loftárásir utan umráðasvæðis NATO. Tékkar, Ungverjar og Pólverjar þuftu að standa saman í tengslum við aðild þeirra að NATO en þegar afstaða þeirra tfl Kosovo-deilunnar er skoðuð kemur í ljós að um enga samræmda stefna hefur verið að ræða. Pólverjar hafa sýnt NATO mesta samstöðu, enda eiga þeir engra þjóðernis- og landfræðihagsmuna að gæta í Júgóslavíu. Andstætt Pólverjum hafa Ungverjar hins vegar þurft að taka til- lit til þeirra rúmlega 300.000 Ungverja sem búa í Vojvodina-héraði í Serbíu. Því hafa þeir reynt að komast hjá sumum hemaðarskuldbindingum af ótta við, að Milosevic heíhdi sína á ungverska minnihlutanum. Tékkar hafa hins vegar verið langtregastir við að styðja hernaðaraðgerðir bandalags- ins. Ástæðan er ekki sist sú, að stuðn- ingurinn við inngöngunna í NATO var mun veikari þar en í Póllandi og Ungverjalandi, þar sem breið þverpólítísk samstaða myndaðist. Það er eðli bandalaga að skírskota til hoflustu. Á hinn bóginn má segja, að það hefði verið NATO hollt að hlusta á gagnrýni innan aðildaríkjanna, ekki síst þeirri misvitru ákvörðun að gera loftárásir á Svart- fjallaland fyrr í ófriðnum. Vitað er að afstaða Tékka til loftárásanna hefur ekki fallið í góðan jarðveg hjá sumum NATO-þjóðum. Enn er of snemmt að segja til um hvort sú reynsla muni hafa bein áhrif á stækkun- arhugmyndir bandalagsins, en þær hljóta að verða teknar tfl endurskoðunar í ljósi síðustu atburða. Eitt er þó ljóst: Eftir hernaðaríhlutun NATO vegna Bosn- íu og Kosovo hefur bandalagið skuldbundið sig til að gegna lykilhlutverki á Balkanskaga. Það þarf ekki að- eins að veita Kosovo öryggistryggingu, heldur einnig Makedóníu og Albaníu. Og í þeirri ákvörðun felst ígildi stækkunar hvort sem bandalagsþjóðunum líkar það betur eða verr. Eftir að Slobodan Milosevic, leiðtogi Serbíu, féllst á tillögu NATO og Rússa um Kosovo virðist póli- tísk lausn í sjónmáli. Ef tekst að semja frið vakna ekki aðeins spurningar um framtíðarhlutverk NATO á Balkanskaga heldur einnig valdastöðu Milosevics sjálfs. Martti Ahtisaari, forseti Finnlands á fundi um Kosovo-deiluna. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson %ioðanir annarra______________________ Sjaldséöir hvítir hrafnar „Nelson Mandela hefur fært landi sínu margar og | ómetanlegar gjafir: forystuna í baráttunni gegn : kynþáttaaðskilnaðarstefnunni, hugrekkið í fanga- vistinni, fyrirgefningu óvina sinna, virðuleika sinn I og visku á forsetastóli að kynþáttaaðskilnaðarstefn- ; unni genginni. Ekkert framlag hans mun þó reyn- : ast markverðara en sjálfviljugt valdaafsal hans og I markviss undirbúningur nýrrar kynslóðar til að i taka viö. Hrífandi leiðtogar sem geta farið úr bylt- I ingu yfír í stjórnarsetu eru næsta sjaldséðir en þeir | sem geta það og draga sig svo í hlé með reisn eru i enn sjaldséðari." Úr forystugrein Washington Post 3. júní. Hættan ekki liðin hjá „Klukkan 14.46 í gær hljómuðu loftvamarflaut- i urnar í Belgrad aftur. í þetta sinn var gefið tnerki ! um að hættan væri liðin hjá. En það er of snemmt j að gefa merki um að öll hætta sé liöin hjá þó að ; samkomulag hafi náðst. NATO mun ekki stöðva árásir sínar fyrr en Júgóslavar sýna í verki aö þeir vilji halda samkomulagið sem meðal annars kveð- ur á um að þeir dragi herlið sitt til baka innan sjö daga. Samkomulagið er harður biti fyrir Milosevic en hefði hann og stjórn hans verið framsýnni hefði það getað orðið öðruvísi. Hættan er ekki liðin hjá, hvorki fyrir Kosovo né Milosevic.“ Úr forystugrein Aftenposten 4. júní. Lýðræðið langt undan „Fyrir tíu árum sýndi kínverska einræðisstjórn- in hræðilegt andlit sitt. Mótmælin á Torgi hins himneska friðar voru brotin á bak aftur með of- beldi. Mótmælendur voru drepnir, særðir, hand- teknir og neyddir í útlegð. Núna hafa Kinverjar öðl- ast aukið ferðafrelsi, aukið frelsi til búsetu og vinnu. Það er hægt að afla fjár. Margir leiðtogar námsmanna hafa haslað sér völl i viðskiptum, margir í Bandaríkjunum og nokkrir í Kína. En lýð- ræðið sem námsmennimir börðust fyrir er enn langt undan. Skipulögð stjórnarandstaða er ekki leyfð. Andófsmenn eru enn fangelsaöir." Úr forystugrein Dagens Nyheter 4. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.