Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 11
I>V LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 11 List og lyst Konan ætlar að meika’ða í út- löndum. Bara si svona. Heims- frægðin er á næsta leiti. Hún ætl- ar sér frægðina þó ekki ein held- ur í fríðum hópi annarra kvenna. Konan er nefnilega í Kvennakór Reykjavíkur og er þar ekki í kot vísað. Gott ef konurnar í kórnum fylla ekki hundrað eða jafnvel stórt hundrað að fornum sið. Þá eru ótaldir ýmsir angar út úr kómum og sérhópar sem syngja og tralla af innlifun og með listi- legum hætti. í þessum góða hópi hefur hún sungið undanfarin ár, sér til skemmtunar og mér að mestu að meinalausu. Konurnar hafa hist reglulega, æft einu sinni eða tvisvar í viku og haldið jóla- og vortónleika, líkt og gerist í kór- starfi. Slikt áhugamál truflar því heimilislífið litt eða ekki þegar ekkert stórt er á döfinni. Stórveldið tekið með trompi Þetta hefur verið öðravísi í vet- ur og vor. Nú ætla þessar elskur sér nefnilega í söngferðalag til út- landa. Konurnar í Kvennakór Reykjavíkur era stórhuga og ráð- ast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir nokkrum árum fóra þær í söngferðalag á ekki ófrægari stað en sjálfan Páfagarð og nú er ætlunin að leggja eina eftirlifandi stórveldi heimsins að fótum kórsins, Bandaríkin. í því stóra landi á að heimsækja nokkr- ar borgir, Boston, New York og fleiri, og enda í sjálfri höfuðborg- inni, Washington. Söngferðalag nær hundrað kvenna til stórveldis kallar á mikla skipulagningu. Allt þarf að ganga upp. Ferðaáætlunin liggur fyrir í smáatriðum með hápunkti í sendiráðsgarðinum hjá Jóni Baldvin og Bryndísi á þjóðhátíð- ardaginn. Þar verður því stuð og það þjóðlegt í betra lagi. Gott ef margar kvennanna stinga ekki þjóðbúningum í púss sitt svo skarta megi til heiðurs sjálfstæði íslendinga og ekki er að efa að húsfreyjan í sendiráðinu sómir sér vel með kynsystram sínum að heiman. Ég bíð eftir því að hún sendi Kollu vinkonu sinni á Degi bréf um upplifunina í garðinum. Þær vinkonurnar skrifast nefni- lega á í því ágæta blaði, enda báð- ar með dálæti á sama manninum, gjörvilegum sendiherranum. Aðdáunarvert æðruleysi Og æfingarnar eru þrotlausar. Ekki man ég hvort þær era alveg á hverju kvöldi og um helgar en mér finnst það hafa verið svo og það í langan tíma. Ég hef því rétt séð konuna í mýflugumynd, sem og bömin móður sína. Þá sjaldan hún stoppar heima hjá sér rennir hún í gegnum lög og texta og í bílnum þýðir lítið að bjóða upp á tónlist útvarpsstöðvanna því þar skellir hún spólu í með söng kórs- ins. Við höfum tekið þessu ástandi, bömin og ég, af aðdáunarverðu æðruleysi. Mér er óhætt að full- yrða að við styðjum okkar konu heilshugar. Því er þó ekki að neita að fjarvistir aðalmanns heimilisins hafa nokkur áhrif á rekstur þess. Þótt ég reyni að sleppa billega frá því bardúsi kemst ég ekki hjá því að taka á mig auknar skyldur. Það á eink- um við um kvöldverðinn. Konan er, ef ég man rétt, undantekning- arlítið á æfingum á þeim tíma sól- arhringsins. Þótt bömin séu til- litssöm við móður sína og skiln- ingsrík gildir hið sama ekki endi- lega um afstöðuna til fóðurins. Þeim finnst ástandið nefnilega hafa versnað á þessum óumbeðna Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðamtstjóri valdatíma húsbóndans. Mataræði þykir einhæft og af viðbrögðun- um að dæma sakna börnin þess umsjónarmanns sem hefur tekið sér tímabundið leyfi frá skyldu- störfum. Pylslur í smokkum Samt hef ég reynt að gera mitt besta. Maturinn er kannski ekki alltaf á réttum tima og stundum er borðhaldið frjálslegt ef svo má að orði komast. Þá er ætlast til þess að kostgangarar þiggi nær- inguna standandi og án amboða, þ.e. diska og hnífapara. Slíkar fyr- irbyggjandi ráðstafanir spara uppþvott. í þessari fjarveru móðurinnar hef ég einbeitt mér að pylsurétt- um. Einfaldast er að kaupa vín- arpylsur og pylsubrauð. Nokkuð má ganga að því vísu að á heimil- inu finnist tómatsósa og sinnep, jcifnvel steiktur laukur ef vel er leitað. Slíkum aðalrétti taka börn- in þegjandi um hríð. Þau gera þó athugasemdir um matreiðslu. Venja mun að hita pylsumar í vatni og á leiðbeiningum utan á pylsupökkum stendur: Hitið - sjóðið ekki. Ég hef í þessum vand- ræðum mínum kynnst fljótlegri aðferð. Ég dembi pylsunum í ör- bylgjuofninn. Vandinn er hins vegar sá að vínarpylsur þola ekki langan tíma í slíkum ofnum. Þær vilja springa með hvelli og þykja þá ólystugri en ella. Ég kann nefnilega að setja ofninn af stað en tæknikunnátta mín í meðferð örbylgjuofna nær ekki lengra. Ég get ekki stoppað hann í miðjum klíðum og verð því að bíða eftir því að pylsumar springi allar fari sú keðjuverkun af stað á annað borð. Mikil nýjung þótti mér, í þessu matarstússi mínu, er ég rakst á aðra gerð af pylsum og meðfylgj- andi brauðum, eins konar smokk- um sem pylsunum er stungið ofan í. Brauðið líkist meira pitubrauði en venjulegu pylsubrauði. Þetta var á tUboði í stórmarkaðnum og fylgdi sósa, einhvers konar blend- ingur af pítusósu og sinnepi. Þessa nýjung bauð ég í nokkra daga uns blessuö bömin stræk- uðu. Síðustu dagana hef ég enn breytt matseðlinum og sneiði nú vínarpylsur niður á pönnu, steiki þær og fuilkomna réttinn síðan með dós af bökuðum baunum út á. Þetta þykir mér nokkuð flókin matreiðsla og það jaðraði við að ég væri hreykinn af sjálfum mér þegar ég bauð börnunum þessa tilbreytingu í fyrsta sinn. Þau létu sig hafa þetta en fagnaðaróp heyrði ég ekki og nú er svo kom- ið að þau mega hvorki sjá né heyra minnst á baunirnar. Óbærileg tilhugsun Þessar raunir bamanna ganga þó yfir. Við geram frekar ráð fyr- ir því að heimilislífið færist í eðli- legt horf þegar kórinn kemur til baka úr Ameríkureisunni. Á þvi þarf þó að hafa fyrirvara. Ég fór nefnilega á tónleika Kvennakórs Reykjavikur í vikunni þar sem konurnar frumfluttu Vestur- heimsprógrammið. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það. Þær gerðu stormandi lukku og ekki skaðaði að með þeim söng, og mun syngja í Bandaríkjunum, óp- erasöngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú eins og alþjóð þekk- ir hana. Það má mikið vera ef Bandaríkjamenn falla ekki flatir fyrir Diddú og kvennakómum likt og áheyrendur í Digraneskirkju í fyrrakvöld. Þetta er það sem börn- in óttast, að mamma og allar hin- ar konumar, að ógleymdri Diddú, meiki’ða í Bandaríkjatúrnum, slái í gegn. Þótt þau vilji veg þeirra allra sem mestan er það matseðill föð- urins sem hræðir. Verði tónleika- ferðimar fleiri og æfingamar enn stífari fjölgar pylsuréttunum heima. Það er ungviðinu óbærileg tilhugsun. Þess vegna kann að leynast, innst í hugskoti þeirra, ósk um velgengni Kvennakórs Reykjavíkur en jafnframt að heimsfrægðin láti aðeins á sér standa. Minna má nú gagn gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.