Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 DV %raðan ertu? Kári Waage, auglýsinga- og markaðsstjóri Skjás 1 og einn aðaltextahöfundur Sniglabandsins (svo aðeins fátt sé nefnt af því sem maðurinn hefur unnið sér til frægðar) er Borgnesingur í húð og hár en býr ekki lengur þar, frekar en margur sem á ættir sínar að rekja til landsbyggðarinnar. Portið var vin gott að alast upp í Borgarnesi. Mað- ur hafðu aðgang að öllu, kynntist alls kyns fólki og sköpun var hluti af lifi manns. Bændurnir hættulegir í umferðinni Bærinn er fallegur og snyrtilegur og klettamir sem nánast umlykja bæinn eru hættulegir bömum en maður lærði að umgangast þá. Það var eiginlega tvennt sem maður þurfti að varast í Borgarnesi. Það voru klettarnir og svo fáeinir bænd- ur sem komu einu sinni eða tvisvar á ári í bæinn, sumir hverjir á trakt- omm. Þeir voru oft skrautlegir í umferðinni en maður þekkti þá sem þurfti að varast. Ég þakka Guði fyr- ir að hafa ekki þurft að eyða ung- lingsárunum í Reykjavík því þá sæti ég væntanlega nær honum en núna. Það er gott að koma í Borgar- nes, fólkið er hlýtt og bærinn vekur margar góðar minningar. Þó virðast margir sem maður þekkti þar áður fluttir burt og aðrir komnir í stað- inn. Slíkt gerist í bæjum meö svona staðsetningu. Oft er um að ræða fólk sem vill komast nær borginni en þó ekki alla leið í hana. Það er hið besta mál því ég held að það væsi ekki um neinn í Borgarnesi. Ég vil samt hvetja Borgnesinga til að huga meira að sögu bæjarins, þó stutt sé. Hún er merkileg og enn standa hús og mannvirki sem varð- veita söguna. Þau em í eyðingar- hættu vegna hirðuleysis en þó í mestri hættu fyrir hugmyndaleysi og skammtímagræðgi fárra pen- ingakarla. Brákarsundsbrúin var í stórhættu fyrir fáeinum árum og átti að skipta henni út fyrir eitt- hvert rör. Gömlu Kaupfélagshúsin eru illa farin, gamla steinbryggjan við Brákarbrúna og margt fleira virðist vera að týnast. Saga slíkra bæja skiptir miklu máli og allir þurfa að eiga sína skýra og t.d. vel geymda í mannvirkjum fyrri tíma. Ég er úr Borgamesi. Að minnsta kosti tel ég mig þaðan þó ég hafi flutt þangað um 10 ára aldur, árið 1969. Ég kom úr Garðabænum með árs viðkomu í Árbæjarhverfmu. Ég tel það mikla lukku aö hafa flutt út á land þvi þrátt fyrir allan yflr- borðsglansinn skilst mér á fólki á svipuðu reki, að borg ljósanna og dýrðanna hafi ekki haft mikið að bjóða. Það er líka spuming hvort Reykjavík sé ekki úti á landi, til dæmis í augum Borgnesinga. En þetta er kannski bara landsbyggðar- hroki. Breytingin við að flytja í Borgarnes var ekki mikil miðað viö Garðabæinn þvi hann var þá í upp- byggingu og þar ríkti smábæjar- andi. í Árbæjarhverfmu kynntist maður harðneskju borgarlífsins, hraða, tryllingi, hættu af umferð og óábyrgu fólki og þessari fjarlægð sem allir em í, jafnvel næstu grann- ar. Ekki í uppáhaldi hjá kennurunum Við Óli bróðir minn fórum alltaf á sumrin norður í Vatnsdal til sveitastarfa og ég kynntist ekki sumri í Borgamesi fyrstu 2 árin mín þar. Það sem ein- kenndi skólagönguna var þessi frábæra nálægð við skólann jafnt sem nem- endur og kennara, þó ég hafi sennilega ekki verið í neinu sérstöku uppá- haldi hjá sumum kennar- anna því ég mun hafa far- ið nokkuð geyst stund- um. Unglingsárin voru einstaklega spennandi. Þrátt fyrir endalaust tuð unglinga bæjarins um hvað lítið væri fyrir þá í Nesinu og hvað við öf- unduðum þá sem áttu heima i dýrðinni i höfuð- borginni, þá var mjög skemmtilegt að eyða ung- lingsárunum þar. Helstu viðverustaðir okkar voru Hótelið, Shellstöðin og svo hið stórmerki- lega Hreppsport. Það var skot við aðalinnganginn á skrifstofur hreppsins. í þessari vin í eyðimörk- inni staldraði fólk á kvöldin og nótt- unni, ungir sem gamlir, gáðir sem dmkknir. Hreppsportið var senni- lega ekki nema 3 fermetrar að stærð en rúmaði oft mikinn fjölda. Portið var við aðalgötu bæjarins og rúnt- urinn rann þarna hjá. Það var merkilegt hve fólk skemmti sér í blönduðum hópum. Á dansleikjum var allt frá 14-15 ára krökkum sem höfðu svindlað sér inn, oft á ótíma- bærum börtum og einhvers konar yfirvararskeggi og fullorðið og jafn- vel gamalt fólk. Eins var í partíum fullorðna fólksins eftir böll, þá voru unglingamir velkomnir. Óhóflegur Tígulgosa- lestur Nálægðin við sveitina bauð marga möguleika, þó sér í lagi ná- lægðin við kvennaskólann i Varma- landi. Þolinmæði Steinunnar skóla- stýru virtist ótakmörkuð þrátt fyrir stöðugar „árásir". Það virtist hluti af uppeldinu aö fara í kvennaskól- Kári Waage á unga aldri. ann og gera einhvem usla. Ég held að Borgnesingar hafl ekki verið neitt sérstaklega kjaftaglaðir um ná- ungann en oft heyrði maður skondnar sögur af skemmtilegum persónum sem nóg var af. Sögumar af Stebba mold vom skemmtilegast- ar. Stebbi var eins konar flækingur sem vann í sláturhúsinu á haustin og átti víst einhver óljós skyld- menni í Borgarnesi. Það var mikil lukka að flytjast í Borgames því þar var engin möt- un, aðeins eitt bió og fyrmefndir staðir. Unglingar þurftu að finna upp sína afþrey- ingu sjálflr. Eftir óhóf- legan Tígulgosalestur hófst tónlistarbröltið. Við fengum að æfa hljómsveitimar í skól- anum og öðru húsnæði bæjarins með nánast frjálsum aðgangi. Þá var fjöldi sveitaballa- húsa i næsta nágrenni og auðvelt að fá að spila. Þegar maður lít- ur til þessa tíma núna sér maður að það var jfpfíorgames « Akranes ' Reykjavík í eyðimörkinni ... í prófíl Steinar, dúx úr MH Fullt nafn: Steinar Björnsson. Fæðingardagur og ár: 31. mars 1979. Maki: Elín Elísabet Jörg- ensen. Börn: Ekkert. Starf: Er í sumarstarfi hjá Össuri hf., er annars á leið- inni í háskólann í haust. Skemmtilegast: Að liða vel bæði likamlega og and- lega. Leiðinlegast: Að hafa ekk- ert að gera. Uppáhaldsmatur: Kjúklingabringur í mango chutney sósu. Uppáhaldsdrykkur: H20 (vatn). Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Það eru allir fallegir á sinn hátt. Fallegasta röddin: Rödd- in sem ég heyri í símanum frá Stykkishólmi á hverj- um degi. Uppáhaldslíkamshluti: Hjartað. Hlynnt(ur) eða and- víg(ur) ríkisstjórninni: Svona sæmilega sáttur miðað við kostina sem í boði voru. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Krabbanum í Litlu hafmeyjunni. Uppáhaldsleikari: Jeff Daniels. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Michael Bundesen, söngvari og altmuligmand i Shu-bi-dua. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Siv Friðleifsdóttir. Uppáhaldssj ónvarpsþátt- ur: Spaugstofan, ekki spum- ing. Þeir taka stjórnmálakall- ana svo skemmtilega í gegn. Leiðinlegasta auglýsing- in: Gírótombóluauglýsingin. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Biodome, hún er svakalega slöpp. Sætasti sjónvarpsraaðurinn: Eva María úr Stutt í spunann. Uppáhaldsskemmtistað-1 ur: Fótboltavöllurinn. Besta „pikköpp“-línan: j Viltu koma heim að spila lúdó. Ég þurfti reyndar ekki á henni að halda en ég er viss um að hún virkar vel. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ein- hvers konar læknir. Eitthvað að lokum: Bros- ið bæði með andlitinu og hjartanu, það gerið lífið iklu skemmtilegra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.