Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 33
32 ffelgarviðtalið LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 JjV i LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 ftelgarviðtalið « Árni Mathiesen efast um að hann muni hafa tíma til að sinna áhugamálum sín- um á næstunni. Verkefnin eru næg sem bíða auk þess sem fjölskyldan þarf sinn tíma. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og dýralæknir: Læt fjölskylduna ganga fyrir Árni M. Mathiesen er dýralæknir og fisksjúkdómafræðingur að mennt og hefur lengi starfað sem slíkur. Hann kemur einnig úr þekktri fjölskyldu stjórnmálamanna en vill þó ekki kannast við að hann hafi verið að láta undan þrýstingi fjölskyldunnar með því aö hefja af- skipti af stjórnmálum. „Nei, alls ekki,“ segir hann aðspurður. „Ég var fyrst í dýralækningum og fór síðan út í fiskeldi. Það starf þróaðist út í atvinnuþróunarstarf og smám saman, út frá því, urðu félagsmálin ofan á.“ Árni segist alla tið hafa haft mik- inn áhuga á félagsmálum og segir hann störf dýralæknis og ráðherra í raun ekki svo ólík þar sem að þau bæði feli í sér mikil samskipti við fólk. „Þetta eru erilsöm störf og krefjandi auk þess sem að markmið- ið með hvoru tveggja er að kryfja vandamál og finna lausnir,“ bætir hann við til útskýringar og má vart á milli sjá hvort starfið stendur hjarta hans nær. Þegar hann er inntur eftir helstu göllum tengdum störfunum segir hann þá alla vera fremur léttvæga. Eftir nokkra umhugsun segir hann þó: „Það er helst á góðviðrisdegi, þegar ég sit sveittur á fundum, að ég hugsa með trega til þess tíma þegar ég var að keyra á milli vitjana. Á móti koma svo illviðrisdagamir þegar notalegra er að sitja inni í hlýjunni en einhvers staðar úti í kulda og trekki. Þetta hefur því allt saman sína kosti og galla.“ Aðspurður um áhugamál sín seg- ist Árni vera mikill hestamaður og handboltaunnandi. En skyldi hann búast við að hafa tíma aflögu til að sinna þeim áhugamálum í náinni framtíð? „Þetta verður eflaust ósköp svipað," svarar hann án umhugsun- ar. „Ég býst ekki við aö það komi til með að breytast mikið. Ef í hart fer nota ég þann tíma sem gefst til að sinna fjölskyldu minni. Við erum með ung börn sem við látum ganga fyrir,“ segir nýi sjávarútvegsráð- herrann að lokum. -esig Siv Friðleifsdóttir er nýskipaður umhverfisráðherra. Hún er líka menntaður sjúkraþjálfari og ekki langt síðan hún lagði það starf á hilluna. Aðaláhugamál Sivjar tengjast flest útivist. DV-mynd Hilmar Þór Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og sjúkraþjálfari: Sjúkraþjálfunin þakklátara starf Þegar Siv Friðleifsdóttir er spurð af hverju hún sé ekki að sinna því starfi sem hún menntaði sig til að gegna, þá hlær hún við. „Af hverju ég held mig ekki á réttum stað? Ja, ég hef alltaf verið mjög pólitísk og viljað láta gott af mér leiða og fór snemma að vasast í félagsmálum, svo sem í stjórn Badmintonsam- bandsins, Norræna félagsins og í ritstjórn Stúdentablaðsins í Háskól- anum svo eitthvað sé nefnt.“ Teningunum var þó kastað þegar Siv tók þátt í prófkjöri árið 1990 og varð í kjölfariö oddviti sameiginlegs lista Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra til sveitar- stjórnarkosninga. Hún starfaði þá í sveitarstjórn og var jafnframt for- maður Sambands ungra framsókn- armanna. En hvað með sjúkraþjálfarann? Einhverjar ástæður hljóta að hafa legið að baki því að hún nam sjúkraþjálfun á sínum tíma og kaus þá grein sem ævistarf. „Sjúkraþjálfun er afar skemmti- legt og gefandi starf. Ég vann mikið með fótluðum börnum en einnig með þeim sem haldnir voru öðrum krankleikum eins og vöðvabólgu og bakverkjum. Ég var að meðhöndla fólk og því vön mikilli nálægð við þá sem ég þekki ekki mikið. Það hefur nýst mér vel í þingmennskunni." En var ekki erfitt að taka þá ákvörðun að hætta alveg í sjúkra- þjálfuninni? „Jú,“ segir Siv með eftirsjá í röddinni. „Ég varð að hætta þegar kosningabaráttan stóð sem hæst árið 1995 og stjórnmálin voru orðin meira en fullt starf. Áður hafði ég gert tilraun til þess að vera I 60% starfl með fram sveitarstjómarstörf- um en það gekk ekki upp.“ Siv segir aö ráðherrastarfið og starf sjúkraþjálfarans séu ekki svo ólík þar sem á báðum stöðum sé hún að þjóna fólki og reyna að láta gott af sér leiða. „Það sem er ólíkt er ef til vill helst að sjúkling- ar eru upp til hópa mjög þakklátur hópur og ánægður með þau hjálparstörf sem unn- in eru. Þegar starfað er í stjómmálum eru hins vegar margir sem alltaf era tilbúnir að gagnrýna gjörðir manns mjög harka- lega. Að því leytinu til er ef til vill erfiðara að starfa á Alþingi.“ Hver era helstu áhugamál hæstvirts umhverfisráðherra? „Ég hef áhuga á útivist og renni stundum fyrir fisk. Ég hef líka keppt í badminton og skokka reglu- lega,“ segir Siv og hefur augljóslega mjög heilnæm áhugamál. En svo er það auðvitað mótorhjólið sem alþjóð veit um. Siv fær mikiö út úr því að þeysa um á þeim fáki. En hvað þýðir ráðherrastóll fyrir fjölskylduna? Er það ekki aukið álag og leiðindi? „Vissulega þýðir það aukið álag á fjölskyldumeðlimi og alla aðra sem maður umgengst og hefur skyldum að gegna við. En ef ég legg mig fram um að skipuleggja mig vel þá veit ég að ég kemst yfir allt sem þarf að gera. Við Þorsteinn vorum líka svo lánsöm að geta keypt lítið hús á Siglufirði sem við ætlum að nýta til þess að geta farið út úr borginni reglulega og slappað af ásamt tveim- ur sonum okkar, fjarri ráðherra- stólnum," segir Siv Friðleifsdóttir. -þhs \ Fimm nýir ráðherrar hættust vifl í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sem mynduð var í lok síðustgj viku. Helgarblaði DV lék hugur á að vita hvað varð til þess að stjórnmálin toku völdin og hvort nýju ráðherrarnir eigi sér líf utan þeirra. Sólveig er áhugamaður um ferðalög, iestur og garðrækt en telur að hún muni hafa takmarkaðan tíma til að sinna öllum þeim áhugamálum í erilsömu starfi. Sturla á stóra fjölskyldu sem er bakhjarl hans og ráðgjafarsveit í pólitikinni. Hér er hann með yngstu dóttur sinni, Sigríði Erlu. Sólveig Pátursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra og lögfræðingur: Setti niður Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og tæknifræðingur: Þórbergur í sér- stöku uppáhaldi Sturla Böðvarsson segist strax á unga aldri hafa fengið mikinn áhuga á þjóðfé- lagsmálum þar eð foreldrar hans voru virkir í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi og stjórnmál því mikið til umræðu á heimilinu. Hann segir stjórn- málabaráttu á Snæfellsnesi hafa verið mjög harða þegar hann var að alast upp; mikið persónulegt návígi og skarpar lín- ur á milli stjórnmálaflokkanna en að það hafi þó ekki orðið til að fæla hann frá þátttöku í stjómmálum. „Þetta getur vissulega verið harður heimur," svarar hann játandi. „En ég hef ánægju af því að sjá hlutina gerast og vil taka virkan þátt í að móta samfélagið." Og er ekki annað að 'heyra en að hann telji kosti starfsins mun veigameiri en gallana. En hvaða eiginleikar eru það í þínu eigin fari sem þú telur að komi til með að nýtast þér í starfinu? „Innri styrkur og skipulagshæflleikar," segir Sturla eft- ir nokkra umhugsun. „Auk þess sem það er nauðsynlegt fyrir farsælan stjóm- málamann að hafa bæði gaman af og auðvelt með að umgangast fólk.“ Og er ekki að efa að á þessa eiginleika hefur talsvert reynt í einkalífmu þar eö mað- urinn er faðir fimm bama sem eru á aldrinum sex til 32 ára. En hvaö um áhugamálin, hefurðu mikinn tíma til að sinna þeim? „Það má segja að starfið sé mitt aðaláhugamál. En þar fyrir utan hef ég mikinn áhuga á tónlist og spila sjálfur mikið á píanóið, en þá er það eingöngu fyrir sjálfan mig og börnin," bætir hann við og vill greini- lega ekki gera of mikið úr tónlistarhæfi- leikum sínum. „Svo hef ég stundað hestamennsku og hef haft gaman af því og svo les ég mikið.“ Þegar á hann er gengið segir hann að það séu helst ævi- sögur og þjóðlegur fróðleikur sem veiti sér mesta hugarsvölun og bækur Lax- ness, „En annars er það ævisaga sr. Áma Þórar- inssonar eftir Þórberg sem er mín uppá- haldslesning," bætir Sturla við og hefur greinilega ekki erft það við sr. Árna hvernig hann lýsti forfeðr- um hans af Snæfellsnesi en sem kunn- ugt er sagði hann Snæfell- inga „vont fólk“. En hvað með fjölskylduna. Nú áttu stóra fjöl- skyldu, konu og fimm böm. Hvaða skoð- un hefur hún á öllu þessu stjómmála- vafstri? „Það fer ekki á milli mála að fjölskyldan hefur séð minna af mér en góðu hófi gegnir," svarar Sturla með hægð. „En ég reyni að nota allan þann tíma sem ég get til að vera heima og sinna fjölskyldunni. Ég hef reyndar not- ið þess að konan mín er þátttakandi í störfum mínum á pólitíska sviðinu og minn besti ráðgjafi og það á við um bömin mín líka. Þau hafa verið mjög já- kvæð hingað til eða í það minnsta látiö mig komast upp með þetta.“ -esig nokkur blóm Sólveig segir aðspurð að hún hafi alla tíð haft mikinn áhuga á störfum tengdum stjómmálum enda hafi hún veriö alin upp við pólitík á sínu æskuheimili. „Ég Vcmdist við það að sitja við matarborðið og ræða lands- málin við fjölskyldumeðlimi og fannst þess vegna lögfræði og stjórnmálatengd störf vera mjög spennandi þegar ég fór að velta fyr- ir mér framtíðarstarfi á sínum tíma.“ Sólveig varð fljótt virk í starfi sínu fyrir flokkinn, samhliða því sem hún eignaðist mann og þrjú börn sem nú eru á aldrinum 17 til 23 ára. Þú hefur verið mjög ung þegar þú byrjaðir að vasast í pólitík. Finnst þér að það hafi bitnað á fjöl- skyldunni að einhverju leyti? „Ég myndi nú ekki orða þetta þannig. Þetta hefur verið erilsamt og krefj- andi starf en ég á mjög skilnings- ríka og pólitíska fjölskyldu sem styður mig dyggilega, þannig að þetta hefur gengið ágætlega hingað til. Sólveig segir kosti starfsins vera mun meiri en gallana þar eð hún fái tækifæri til að láta gott af sér leiða í ábyrgðarmikilli stöðu og þegar hún er innt eftir því hvaða eigin- leikum góður stjórnmálamaður þurfl að búa yfir er hún ekki lengi að hugsa sig um: „Ég tel heiðarleika vera sérstaklega æskilegan eigin- leika í fari stjórnmálamanna og annarra. Auk þess sem stjórnmála- maður þarf að búa yfir ríkri réttlæt- iskennd og vera samviskusamur í starfi sínu.“ Og finnst þér þú sjálf búa yfir þessum góðu eiginleikum stjórnmálamannsins? „Ja, ég vona það allavega," svarar Sólveig af bragði og er ekki laust við að hún verði hálfhvumsa yfir spurning- unni. En hver eru svo helstu áhugamálin? „Þau eru nú nokkuð hefðbundin. Ég hef gaman af því að ferð- ast og ekki síst innan- lands. Ég les mikið og svo fmnst mér náttúrlega al- veg nauðsynlegt að njóta góðra samvista við fjöl- skyldu mína.“ Sólveig seg- ist búast við að lítill tími muni gefast til að sinna áhugamálum á næstunni en segir þó að hún muni reyna að grípa í góða bók þegar færi gefst enda mik- ill bókaormur og nánast alæta á bækur. „Ég kemst aldrei yfir að lesa helming- inn af því sem mig langar til, þannig að það bíða eft- ir mér heilu staflamir nú þegar.“ Hún færist hins vegar fimlega undan því að nefna uppáhaldsrithöf- und eða eftirminnilegar bækur og segir það einungis stafa af mjög já- kvæðu vandamáli og óhrekjandi staðreynd. „Við eigum einfaldlega svo marga frábæra bókarhöfunda að það er mjög erfltt að gera upp á milli þeirra." Aðspurð um önnur áhugamál seg- ir Sólveig ferðalög, sérstaklega um hálendi landsins vera eftirminnileg- ust þar eð náttúra þess sé bæði magnþrungin og stórbrotin en seg- ist ekki vita hvort tími muni gefast til ferðalaga inn á hálendiö í náinni framtíð. „Ætli ég láti ekki garðinn minn og sumarbústaðinn duga í bili. Ég hef mikinn áhuga á skóg- rækt og garðrækt og náði reyndar að setjá niður nokkur sumarblóm um síðustu helgi enda að halda upp á stúdentsútskrift sonar míns. Ég held ég megi bara teljast nokkuð lukkuleg með það.“ esig Guðni Ágústsson hefur unun af útiveru, enda náttúrubarn sem hefur alltaf átt sér þann draum að verða bóndi í sveit. Hér er Guðni ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hauksdóttur. DV-mynd Kristján Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og búfræðingur: Stundum grípur mig vorveikin „Ég fór í búfræðinám vegna þess að ég hafði þá hugsjón að verða bóndi í fallegri sveit. Það þróaðist þó á annan veg þar sem ég kynntist konu sem var einnig úr sveit og hafði lítinn áhuga á að flytja með mér á býlið sem mig dreymdi um. Ég fór svo að vinna sem „ferðamaður um íslenskar sveitir" í all- mörg ár þar sem ég var mjólkureftir- litsmaður fyrir Mjólkurbú Flóamanna. Mínir æsku- draumar rætt- ust sem sagt ekki, en það kemur alltaf eitthvað annað í staðinn og ég er mjög sáttur við að búa á Selfossi og hafa lagt fyrir mig stjórnmál- in.“ Guðni bætir við að áður hafl hann sagt það, og segi enn, að loksins sé mað- ur sestur í stól landbúnaðar- ráðherra sem hefur menntun og reynslu til starfans. „Samt segir konan mín að á vor- in grípi mig einhver gamalkunnug þrá og þá keyri ég um sveitir lands líkt og í leiðslu og láti mig dreyma um jörðina sem ég hefði getað eign- ast. En ekki tjóir að syrgja þar sem æðri máttarvöld hafa sýnilega ætlað mér annað hlutskipti hér á jörðu. Ekki er þó öll nótt úti enn og þegar vorveikin herjar á mig segi ég stundum við konu mína að ég eigi það skilið, svona í seinni hálfleik eða eftir að ég hverf af þingi, að láta mína fögru æskudrauma rætast.“ Þegar vikið er að öðrum áhuga- málum en bústörfum og félagsmál- náttúrubörn og höfum unun af því að fá okkur langa göngutúra, anda að okkur fersku lofti og skoða land- ið.“ Guðni er tilbúinn í slaginn og þegar hann er spurður að lokum hvað góður ráðherra verði að hafa til að bera, svarar hann áður en lok- > ið hefur verið við spurninguna: „Heiðarlegur, sanngjarn, framsýnn. Þetta þrennt." Og er Guðni Ágústs- son maður til þess aö standast þess- ar miklu kröfur? „Það verða aðrir að dæma um,“ segir landbúnaðarráðherrann og brosir í kampinn. -þhs *- um segist Guðni verða að nefna að . hann hafl verið þokkalegur skák- maður á unga aldri og þótt efnileg- ur. „Þó að ég hafl ekki ræktað með mér þá hæfileika sem skyldi gríp ég í tafl annað slagið. Næst skal nefna útiveru, en við hjónin erum mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.