Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 40
m - LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 Aldamótin undirbúin Egyptar opna í þessum mánuöi þrjú grafhýsi í grennd píramíd- anna í Giza. | Grafhýsin hafa verið lagfærð eftir 30 ára vanrækslu en þau þykja afar falleg að innan. Opnunin nú er liður í tveggja ára áætlun Eg- ypta vegna aldamótanna en búist er við miklum straumi ferða- manna. Viðgerðir á hinum 4500 ára gamla Sfinx, sem stendur fyr- Jir framan píramldana, eru langt 1 komnar og þegar fram líða stund- ir mun ferðamönnum gefast kost- ur á að skoða þá að innan. Bið á geimferðum Þrátt fyrir að 250 manns á Bret- landi hafi þegar reitt rúmar 300 þúsund krónur af hendi fyrir geimferð árið 2002 er líklegt að þeir verði fyrir vonbrigðum því samkvæmt nýrri skýrslu sam- gönguráðuneytis Breta eru að minnsta kosti tíu ár í slíkar ferð- ir. Hjá Thomas Cook hafa tíu þús- und manns skráð sig á síðustu þrjátíu árum sem mögulega far- þega í geimferðir. Talsmaður fyr- irtækisins sagði hins vegar við fjölmiöla fyrir skömmu að listinn væri plat og ætlunin hefði aldrei verið að efna til geimferða. Bandaríkjamenn eru hins vegar p ekki af baki dottnir þvi hjá fyrir- tækinu Zegrahm eru boðaðar þriggja stunda Qugferðir um spor- baug jarðar árið 2002. Flogið verð- ur í tæplega hundrað kílómetra fjarlægð frá jörðu og mun ferðin taka um þrjár klukkustundir. Ekki fylgir sögunni hversu dýr farmiðinn verður en gera má ráð fyrir að hann kosti skildinginn. Madeleine hrífur Óþefur angrar ekki lengur fólk sem ferðast með Metróinu í París. Að minnsta kosti ekki á þeim stöðvum þar sem ilmnum Madel- Kaupannahöfn: Gengið um Islendingaslóðir eine er dælt í loftræstikerfið. Ilm- urinn, sem kenndur er við lestar- stöðina Madeleine, var sérstak- lega samsettur til notkunar í neð- anjarðargöngunum og í honum er að finna viðarlykt, vanillu-, citr- us-, jasmín-, rósa- og liljuilm. Raunveruleg reynsla á ilminum fæst þó vart fyrr en í sumar þegar lofthiti hækkar og ferðamönnum Qölgar í borginni. í einni á álmu Heathrowflug- vallar í London eru nú einnig gerðar ilmtilraunir. Þegar þreytt- ir farþegarnir stíga inn i álmuna mætir þeim ilmur af nýslegnu grasi. Enn fer engum sögum af hvernig grasilmurinn leggst í ■ flugfarþega. Kaupglaðir Bretar Ef ákvörðun Evrópusambands- ins gengur eftir verður tollfrjáls verslun aflögð í löndum sam- bandsins um næstu mánaðamót. Ugg hefur sett að mörgum vegna | þessarar ákvörðunar en talið er að ekki færri en 140 þúsund manns missi vinnuna í kjölfarið. Þá er kaupgleði Breta lítil tak- mörk sett þessa dagana og þeir hafa sjaldan verið ferðaglaðari. Síðustu tvær helgar hefur ein milljón manna farið yfir til megin- landsins, flestir í gegnum Ermar- sundsgöngin; aðallega til að kaupa tollfrjálsan vaming. Bókanir eru margfaldar miðað við það sem al- mennt gerist og ljóst að Bretamir ætla í það minnsta að koma sér upp lager af tollfrjálsum vamingi. . " ; w Ferðafélagið Útivist kynnir um þessar mundir sumardagsáætlun sína sem er fjölbreytt að vanda. Gönguferðir skipa stærstan sess; langar og stuttar, auðveldar og erf- iðar, allt eftir því hvað fólk vill. DV hafði samband við Guðfmn Pálsson hjá Útivist og innti hann eftir því helsta í sumardagskránni. „Fastir liðir verða á sínum stað, svo sem gönguferðir um hverja helgi yfir Fimmvörðuháls í sumar. Þetta er ein fjölfarnasta gönguleið landsins en gengið er frá Skógum yfir hálsinn og í Bása á Goðalandi. v, Á hálsinum eram við með sæluhús, sem var upphaflega byggt af Fjalla- mönnum og Einari frá Miðdal. Hús- ið stendur hátt og í góðu skyggni blasir það við langt að,“ segir Guð- flnnur. Helgarferðir í Bása á Goðalandi era fyrir löngu orðnar hefð hjá Úti- vist og á því verður engin breyting i sumar. Ferðalangar geta valið um gistingu í skála eða á tjaldstæði og þá verður boðið upp á gönguferðir með fararstjóra og varðeld á kvöld- in. byggðirnar sýna sína bestu hlið.“ Fjallasyrpa og árganga Dagsferðir á vegum Útivistar verða um hverja helgi í sumar. Svokölluð Fjallasyrpa er orðin fóst í sessi og verður gengið á átta fjöll í sumar. „Að lokinni hverri ferð verður stimplað á göngukort sem staðfestir að viðkomandi hafi geng- ið á fjallið. Þessar fjallgöngur eru ekki ofraun flestu fólki sem eitthvað er vant að ganga,“ segir Guðfinnur. Samhliða fjallasyrpunni er „Ár- gangan" en þá er gengið með ein- hverri þeirri á sem rennur í ná- grenni þess fjalls sem gengið er á. Að sögn Guðfinns eru þetta rólegar gönguferðir og tilvaldar fyrir alla fjölskylduna. Meiri kynningu á ferðum er að fínna í ferðaáætlun og á heimasíðu Útivistar centrum.is/utivist og má geta þess að nú geta ferðalangar bókað sig í ferðir hjá Útivist og net- inu og hefur sú þjónusta hlotið góð- ar viðtökur. -aþ Einn öruggasti vorboði á meðal íslendinga i gömlu höfuðborginni, Kaupmannahöfn eru skipulagðar gönguferðir á íslendingaslóðir. Yfir 6500 manns hafa tekið þátt í göngu- ferðunum það sem af er. Það er ferðaskrifstofan In Travel Scandin- avia í Kaupmannahöfn sem stendur fyrir ferðunum í sumar eins og fimm undangengin sumur. Þátttaka hefur aukist ár frá ári, fréttir um þær hafa borist mann frá manni og nú eru gönguferðirnar orðnar að skemmtilegri hefð. Islendingar hafa sýnt ferðunum mikinn áhuga og eins hafa þær vakið skemmtilega at- hygli á íslenskri sögu meðal Dana. í gönguferðunum er gengið að ýmsum stöðum og byggingum, sem ^ tengjast sérstaklega sögu íslendinga í Kaupmannahöfn, t.d. húsinu þar sem trappan alræmda batt enda á ferðir og feril listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar. Komið er við í húsinu þar sem Baldvin Ein- arsson bjó og að gömlu stúdenta- görðunum, m.a. Gamla-Garði. Einnig er aðalbygging háskólans á gönguleiöinni, svo og Ámasafn - að ótöldum ýmsum krám þar sem land- ar okkar hafa verið reglulegir gestir fyrr og síðar. Þættir úr sögu Kaup- mannahafnar eru sá rammi sem frá- sagnimar fléttast inn í. M.a. eru at- riði úr brununum miklu á 18. öld og 19. öld rakin og dregnar upp mynd- ir af hegningasögu fyrri alda. Gönguferðin endar ýmist í húsi Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins Nýjatorgi og alls tekur gönguferðin 2ft 3 klukkustundir. Kaupmannahöfn hefur sérstöðu Yfir 6500 manns hafa gengið á vegum InTravel Scandinavia um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn. meðal þeirra er- lendu borga, sem ís- lendingar leggja leið sína til - engin önnur er- lend borg geymir svo mikla íslenska sögu og því er ferð á íslendingaslóðir sjálf- sagður þáttur í heimsókn til Kaup- mannahafnar. Gangan hefst á Ráðhústorginu, nánar tiltekið á tröppunum við Ráð- húsið, kl 11:00 á sunnudögum. Geng- ið verður alla sunnudaga í sumar, frá 16. maí til 11. september. Göngu- ferðin kostar 100 danskar krónur, ókeypis er fyrir börn undir 12 ára aldri, 12-16 ára borga hálft gjald. Af nýrri gönguleiðum nefnir Guð- finnur gönguferð um Sveinstind, Skælinga og Eldgjá. Þessi ferð vakti mikla athygli síðasta sumar en hún er auðfarin, farangur er fluttur á milli náttstaða, og ekki nauðsynlegt að ganga há eða brött fjöll. Hornstrandir hafa jafnan verið viðkomustaður Útivistar og í sumar verða fjórar gönguferðir á þær slóð- ir. „Þetta er stórkostlegt göngu- svæði, eins og flestir vita sjálfsagt, og ógleymanlegt að ganga um af- skekkta firðina innan um há fialla- skörðin. Þarna er líka að finna ein mestu fuglabjörg í Evrópu. í þessum ferðum bera menn farangur sinn sjálfir og þurfa á stundum að reyna við óbliða náttúru en njóta þess jafnframt í veðurbliðu þegar eyði- Helgarferðir í Bása á Goðalandi eru fyrir löngu orðnar hefð hjá Útivist og á því verður engin breyting í sumar. Sumardagskráin hjá ferðafélaginu Utivist Fimmvörðuháls og Básar um hverja helgi í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.