Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 JD'V Itfmæli Til hamingju með afmælið 6. júní 80 ára__________________ Ólafur Hákon Magnússon, Nýlendu 1, Sandgerði. Sveinbjörg Steinsdóttir, Hjallhóli, Borgarfirði eystri. 75 ára Guðmundur Kristjánsson, Lýsuhóli, Staðarsveit. Eiginkona hans er Margrét Hallsdóttir. Þau taka á móti gestum að félagsheimilinu Lýsuhóli, laugard. 5.6. kl. 16.00. Erla Guðmundsdóttir, Safamýri 45, Reykjavík. Guðfinna Guðmundsdóttir, Baugholti 7, Keflavík. Jóel O. Þórðarson, Bláhömrum 2, Reykjavík. Magnús Kjartansson, Hjallanesi 2, Holta- og Landsveit. Örn Ólafsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík. 70 ára Guðbjörg Sigfúsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Gunnbjörn Jónsson. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Slysavamahúsinu að Hjallahrauni 9, Hafnaríirði, í dag kl. 15-20. Guðmundur Lárusson, Klukkurima 4, Reykjavík. Jón Halldór Jónsson, Heiðargili 8, Keflavík. 60 ára Einar Sigurgeirsson, Flúðaseli 75, Reykjavík. Hákon Árnason, Heiðarási 26, Reykjavík. Ingibjörg Stefánsdóttir, Bústaðavegi 107, Reykjavík. Jónína Þórey Jónasdóttir, Stóragerði 8, Reykjavík. Kolbrún Bjömsdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Sigurður A. Finnbogason, Þrúðvangi 7, Hafnarfirði. Sævar Sigtýsson, Hólsgerði 6, Akureyri. Þóra Elfa Bjömsdóttir, Skólagerði 41, Kópavogi. 50 ára Hilmar Kristinn Magnússon útgerðarmaður, Heiðarhorni 7, Keflavík, varð fimmtugur þann 31.5. sl. Eiginkona hans er Jórunn Garðarsdóttir röntgentæknir. Þau taka á móti gestum í KK- salnum, Vesturbraut 17, Kefla- vik, laugard. 5.6. kl. 19.00. Auður S. Sæmundsdóttir, Grænuhlíð 10, Reykjavík. Bima Smith, Bergstaðastræti 52, Reykjavík. Hafdís Hallsdóttir, Kleifarseli 25, Reykjavík. Hjördis Ólafsdóttir, Ekrusmára 21, Kópavogi. Luther C. A. Hróbjartsson, Hlíðarhjalla 55, Kópavogi. Matthildur Ingvarsdóttir, Nóatúni 27, Reykjavík. 40 ára Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Bröndukvísl 14, Reykjavlk. Egill Sandholt, Stuðlaseli 42, Hafnarfirði. Guðmann S. Jóhannesson, Melavegi 8, Hvammstanga. Guðrún Helga Eyþórsdóttir, Holtagerði 40, Kópavogi. Gyða Bjömsdóttir, Óttuhæð 7, Garðabæ. Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, Miötúni 15, Höfn. Jón Bjarni Guðlaugsson, Granaskjóli 4, Reykjavík. B Þorvaldur Hreinn Skaptason Þorvaldur Skaftason sjómaður, Skerseyrarvegi 2, Hafnarfirði, verð- ur fimmtugur á morgun. Þorvaldur fæddist í Dagsbrún á Skagaströnd og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Barna- og unglinga- skóla Höfðahrepps. Þorvaldur hefur verið sjómaður frá fimmtán ára aldri. Hann hefur stundað eigin útgerð, ásamt öðrum, frá 1979, en lengst af verið með eig- in trillu eða til ársins 1997. Þá festi hann kaup á 130 tonna eikarbát sem hann gerir út sem ferðaþjón- ustubátinn Húna II í Hafnarfirði. Þorvaldur starfaði mikið að fé- lagsmálum á Skagaströnd. Hann söng í kirkjukór Hólaneskirkju, starfaði í leikklúbbnum og starf- rækti danshljómsveit á staðnum í tuttugu og fimm ár. Þorvaldur sat í hreppsnefnd Höfðahrepps á árunum 1990-94. Þorvaldur fluttist til Hafnarfjarð- ar árið 1996. Fjölskylda Þorvaldur kvæntist 26.12. 1969 Ernu H Sigurbjörnsdóttur, f. 22.5. 1951, húsmóður. Hún er dóttir Sig- urbjöms Sigurðssonar, verka- manns á Blönduósi, og Margrétar Árnadóttur húsmóður. Börn Þorvalds og Ernu eru Sigurbjörn Fanndal, f. 5.10. 1969, bílstjóri í Reykjavík, en sambýliskona hans er Ása Þórisdóttir, f. 5.7. 1978; Hafdís Eygló, f. 29.6. 1971, verkakona í Hafnarílrði, en sambýl- ismaður hennar er Björgvin Bragason, f. 7.9. 1956, sjómaður, og eiga þau tvær dætur, Ernu Ósk, f. 19.3. 1995, og Evu Ósk, f. 18.5.1996; Jónas Fanndal, f. 25.5. 1976, sjómaður á Skagaströnd, en sambýliskona hans er Ragna Magnúsdóttir, f. 28.10. 1981. Systkini Þorvalds eru Hjalti, f. 8.3. 1940, bílstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Jónínu Þ. Arndal; Jónas, f. 26.2 1941, bílstjóri í Reykjavík; Vilhjálmur Kristinn, f 9.4. 1942, hafnarvörður á Skagaströnd, en sambýliskona hans er Salome Jóna Þórarinsdóttir; Anna Eygló, f. 12.6. 1944, en sambýlismaður hennar er Gunnþór Guðmundsson. Foreldrar Þorvalds eru Skafti Fanndal Jónasson, f. 25.5. 1915, verkamaður á Skagaströnd, og k.h., Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, f. 15.7. 1918, húsmóðir. Skafti er sonur Jónas- ar Þorvaldssonar, vinnumanns á Fjalli, Bjarnasonar, b. í Mána- vik, Jóhannessonar, b. í Víkum, Jónssonar, b. í Víkum, Árnasonar. Móðir Bjarna var Guð- ríður Bjarnadóttir, b. í Tjarnarkoti, Bjarnason- ar, b. á Örlygsstöðum, Jörundssonar. Móðir Þorvalds var Katrín Guðmundsdóttir, b. í Víkum, Jónssonar, og Þorbjargar Björnsdóttur. Móðir Jónasar var Sólveig Oddsdóttir, b. í Kálfshamri, Sigurðssonar, b. á Byggðarhorni í Flóa, Einarssonar. Móðir Sólveigar var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. á Ásum og Ytri- Löngumýri, Hálfdánarsonar, b. á Breiðabólstað í Vatnsdal, Guð- mundssonar, Oddssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Skafta var Sigurbjörg, frá Fjalli á Skaga, dóttir Jónasar Guð- mundssonar og Önnu Jónsdóttir. Jóna Guðrún er dóttir Vilhjálms Magnúsar Vilhjáimssonar, frá Hallskoti í Flóa, Vilhjálmssonar, b. í Hallskoti, Sigurðssonar. Móðir Vilhjálms Kristins var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Vilhjálms Magnúar var Guðný Kristín Magn- úsdóttir Skaftfeld, Magnússonar, og Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur. Móðir Jónu Guðrúnar var Krist- ín Aðalbjörg Jónsdóttir, b. 1 Minna- holti í Austur-Fljótum, bróður Árna í Lundi, fóður Guðrúnar frá Lundi. Jón var sonur Magnúsar, oddvita á Illugastöðum í Austur- Fljótum, Ásmundssonar, b. á Ámá og Stóru-Reykjum í Flókadal, Árna- sonar. Móðir Magnúsar var Aðal- björg Magnúsdóttir frá Karlsstöð- um í Ólafsfirði. Móðir Jóns var Ingibjörg Sölvadóttir, b. á Þverá í Hrollleifsdal, Þorlákssonar, b. á Bakka og á Reykjahóli á Bökkum, Erlendssonar, b. í Hólakoti á Höfðaströnd, Magnússonar. Móðir Ingibjargar var Halldóra, systir Björns Þórðarsonar, hreppstjóra og dbrm. á Skálá í Sléttuhlíð, þess sem talinn er vera fyrirmyndin að Trausta hreppstjóra í Sóloni ís- landus. Halldóra var dóttir Þórðar, b. á Illugastöðum í Flókadal, Pét- urssonar og Hallfríðar Björnsdótt- ur. Móðir Kristínar Aðalbjargar var Guðrún Jóhannesdóttir, b. á Hring. Móðir Guðrúnar var Jóhanna Kristjánsdóttir. Þorvaldur verður við störf um borð í Húna II á afmælisdaginn. Þórir Haukur Einarsson Þórir Haukur Einarsson, fyrrv. skólastjóri, Fiskinesi, Drangsnesi, er sjötugur í dag. Starfsferill Þórir fæddist í Bráðræði á Skaga- strönd og ólst þar upp en var í sveit á sumrum á Steiná í Svartárdal frá átta ára til fjórtán ára aldurs. Þórir lauk stúdentsprófi frá MA 1952, kennaraprófi frá KÍ 1953 og prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1953. Þórir var farkennari í Vindhælis- og Engihlíðarskólahverfum í Aust- ur-Húnavatnssýslu 1953-55. Hann var skólastjóri Barnaskólans á Tálknafirði 1956-58 og 1959-70, starf- aði á Aðalpósthúsinu í Reykjavík 1970-71 og var skólastjóri Barna- og unglingaskólans, síðar grunnskól- ans á Drangsnesi 1971-90. Þórir hefur fengist nokkuð við ritstörf. Hann sat í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps um skeið, var oddviti Kaldrananeshrepps 1974-81 og 1986-90. Fjölskylda Þórir kvæntist 12.2. 1961, Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, f. 4.11. 1939, myndlistarmanni og kennara. Hún er dóttir Jóns Bjama Ólafssonar, bónda að Vindheimum í Tálkna- firði, og k.h., Guðrúnar J.G. Guð- jónsdóttur húsmóður. Fósturforeldrar Lilju Sigrúnar voru Ingimundur Jóhannesson, bóndi í Ystu-Tungu í Tálknafirði, og k.h., Guðbjörg B. Jóhannesdóttir húsmóðir. Börn Þóris og Lilju Sigrúnar eru Hólmfríður, f. 27.6. 1961, afgreiðslu- fulltrúi í Hafnarfirði, gift Pétri Erni Péturssyni kerfisfræðingi og eru börn þeirra Aðalbjörg Eir, f. 1987, Lilja Hlín, f. 1989, og Þórir Pétur, f. 1997; Þóra, f. 10.6. 1962, myndlistar- maður, búsett í Hafnarfirði, gift Sig- urði Magnússyni tæknifræðingi og eru börn þeirra Sigrún Birta, f. 1984, Guðbjörg Lára, f. 1990, Kolbeinn Lárus, f. 1991 og Þangbrandur Húmi, f. 1996; Guðbjörg, f. 23.6.1963, leikkona í Reykjavík, gift Ágústi Þór Eiríkssyni framkvæmdastjóra og eru börn þeirra Haukur Þór, f. 1987, Ei- ríkur Þór, f. 1988, Davíð Hringur, f. 1997, og Tirsa Sól, f. 1999; Ásta, f. 9.7. 1967, myndlistarmaður og verslunarstjóri i Reykjavík, gift Gunnari Birni Melsted bók- menntafræðingi og er dóttir hennar Silja, f. 1992; Einar Haukur, f. 11.7. 1980, nemi. Alsystur Þóris: Ragna Petra Sigríður, f. 7.5. Þórir Haukur Einarsson. Foreldrar Þóris voru Louis Einar Pétursson, f. 30.11. 1902, d. 2.11. 1960, verkamaður í Reykja- vik, og Hólmfríður Hjartardóttir, f. 31.12. 1909, d. 15.12. 1991, hús- móðir. Þau slitu sam- vistum 1935. Stjúpfaðir Þóris frá 1937 var Pálmi Sigurðsson frá Steiná í Svartárdal, f. 22.2. 1914, d. 21.4. 1992, lengi verka- maður á Skagaströnd og síðar í Reykjavík. 1931, húsmóðir á Jót- landi; Hallfríður Alda, f. 22.4. 1933, d. 19.3. 1978; Ásta Hjördís, f. 7.8. 1934, húsmóðir í Halmstad í Svíþjóð. Hálfsystkini Þóris, sammæðra, eru Ingibjörg Perla Pálmadóttir, f. 10.10. 1937, ljósmóðir; Guðrún Björk Pálmadóttir, f. 1.10. 1942, d. 29.1. 1943; Gunnar Birkir Sigurgeir Pálmason, f. 26.6.1944, útgerðarmað- ur og húsasmíðameistari; Sigurður Þráinn Pálmason, f. 24.3. 1948, skip- stjóri og útgerðarmaður; Súsanna Klemensína Pálmadóttir, f. 7.9.1953. Ætt Einar var sonur Péturs Péturs- sonar, b. á Rannveigarstöðum í Álftafiröi eystra. Foreldrar Hólm- fríðar voru Hjörtur Klemensson, sjómaður á Skagaströnd, og Ásta Sveinsdóttir. Afmælisveisla verður haldin síðar. Stefán Sturla Stefán Sturla Sigur- jónsson, leikari og leik- stjóri, Bogahlíð 15, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Stefán Sturla fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hann lauk námi við Bænda- skólann á Hvanneyri 1979, og námi við Leik- listarskóla íslands 1987. Stefán Sturla hefur starfað sem lausráðinn leikari og leikstjóri við hin ýmsu leikhús landsins. Hann var einn af stofnendum barna- og unglingaleik- hússins Möguleikhúsið og stjórnaði því til 1996. Þá er hann einn af leik- urum leikhópsins Bandamenn. Stefán Sturla hefur unnið mikið með og fyr- ir börn og unglinga. Hann hefur leikstýrt ýmsum sýningum bæði hjá atvinnu og áhuga- leikhópum víðs vegar um landið og Stefán Sturla Sigurjónsson. Sigurjónsson hefur unnið við fjölda sjónvarps- þátta sem stjórnandi, framleiðandi og leikari. Þá hefur hann leikið í ýmsum kvikmyndum en stærsta kvikmyndahlutverk hans er Brjánsi sýra í kvikmyndinni Sódómu Reykavík, í leikstjórn Óskars Jónas- sonar. Fjölskylda Eiginkona Stefáns Sturlu er Petra Högnás, f. 4.6. 1967, kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykavíkur. Hún er dóttir Max og Siv Högnas frá Molpe i Finnlandi. Börn Stefáns Sturlu frá fyrri sam- W ' r ..... búð eru Sandra Björg Stefánsdóttir, f. 30.8. 1983; Sólveig Stefánsdóttir 29. 10. 1985. Hálfbróðir Stefáns Sturlu, sam- feðra, er Eggert Sigurjónsson. Albræður Stefáns Sturlu eru Sig- urfmnur Sigurjónsson; Kristján Valdimar Sigurjónsson. Foreldrar Stefáns Sturlu eru Sig- urjón M. Valdimarsson, f. 3.1. 1932, ritstjóri, og Sólveig Stefánsdóttir, f. 10.6. 1939, bóndi. Sigurjón er kvæntur Dóru Giss- urardóttur, en Sólveig er gift Jó- hanni Þorsteinssyni. v —Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.