Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 58
myndbönd LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 JjV > 3 ► nmmu \mwm\ \ The Negotiator: Slæm samningsgerð Danny Roman (Samuel L. Jackson) er góð og heiðarleg lögga sem skyndilega er sökuð um að hafa drepið félaga sinn til aö hylma yfir meinta glæpastarfssemi. Full- ur geðshræringar tekur Danny háttsettann fuiltrúa Innra eftirlitsins og aðstoðar- menn hans í gíslingu. Lögreglunni leikur mikill vandi á höndum því að Danny starfaði einmitt sem samningamaður við lausn gísla og kann því öll brögðin. Öll- um að ðvörum er fyrsta krafa hans að keppinautur hans í „samningabransanum“, Chris Sabian (Kevin Spacey), verði látinn sjá um samskipti þeirra á milli. Spilltar löggur og alríkisútsendarar flækja þau síðan rækilega. Þetta er ein af þessum Hollywood-myndum sem virðast hreinlega gerðar til þess að fara i taugarnar á fólki. The Negotiator er hið fullkomna dæmi um mynd sem ætlar að gefa áhorfendum allt það sem þeir vilja, en gerir sig seka um einmitt það gagnstæða. Tveir jaxlar, andstæðingar og samheijar um leið, eru í brennidepli, og nóg er af útþvældum „lögregluleikurum" í aukahlutverkum. Mig grunar að sumir þeirra starfi lengur undir merkjum lögreglunnar en raunverulegar fyrirmyndir þeirra. Klisjurnar birtast ekki síður í sögufléttu, texta og myndmáli (sbr. hræðileg- ar „slow-motion“ tökur). Áhorfendur vilja tilbreytingu, a.m.k. pinku. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: F. Gary Gray. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Kevin Spacy og J.T.Walsh. Bandarísk, 1998. Lengd: 134 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Jawbreaker: Sɧ ** Eins dauði er annars brauð Titill myndarinnar vísar i eitthvað amerískt nammi, risavaxnar tyggjókúlur sem kallast kjálkabrjótar, en vin- sælustu og sætustu stelpunni í skóla nokkrum svelgist illi- lega á einum slíkum. Vinkonur hennar þrjár ákveða að sprella aðeins með hana í tilefni afmælis hennar og þykj- ast ræna henni. Þær stinga kjálkabrjót upp i hana og kefla, en þegar þær siðan opna skottið kemur í ljós að prinsessan hefur kafnað. Auðvitað má þetta ekki komast upp og þær sviðsetja því kynferðisglæp, en gallinn er að ein lúðalegasta stelpan i skólanum kemst á snoðir um þetta. Þær kaupa þögn hennar með því að gera hana eina af hópnum, flikka upp á útlitið á henni og kenna henni prinsessustæla. Myndin reynir að staðsetja sig einhversstaðar á milli Clueless og Carrie. Hug- myndin er ágæt og úr henni hefði mátt hrista verulega illgjarnan kokteil, en mynd- in nær sér aldrei á flug. Handritið er máttlaust - hvorki spennandi né sniöugt, og brandararnir eru of augljósir. Þá eru Rose McGowan og stöllur hennar ekki tU stórræðanna i leiklistinni. Pam Grier kemur með smá atvinnumennsku og Carol Kane með léttgeggjaðan húmor í annars daufan leikhóp. Útgefandi: Skffan. Leikstjóri: Darren Stein. Aðalhlutverk: Rebecca Gayhe- art, Rose McGowan og Julie Benz. Bandarísk, 1998. Lengd: 91 mín. Öllum leyfð. -PJ The Ten Commandments: Messað á hvíta tjaldinu Það er sjálfur Charlton Heston sem leikur Móses f síð- ustu mynd hins víðfræga CecU B. DeMiUe. Líkt og búast mátti við af leikstjóranum er að finna i myndinni stórfeng- legar sviðsetningar í epfskri frásögn. Og efiaust verður myndin af mörgum talin tU meistaraverka kvikmyndasög- unnar um ókomna tíð. Hinn almenni videóglápari samtímans á þó eflaust erfitt með að þola alla fjóra tímana sem það tekur að horfa á hana. Og það bætir ekki úr skák að hún skuli missa dampinn er á líöur. Dramaið i Egyptalandi er spenn- andi og áhrifamikið en jafnskjótt og Móses uppgötvar Guö og raunverulegt þjóð- erni sitt fer hún að missa marks. Dramatíkin breytist í messu. Nóg er af trúarhóp- um sem halda uppi miður geðslegum boðskap gamla testamentisins án þess að HoUywood sé ekki aö predika hann af slíkum ákafa. Það er þó tU marks um þroska HoUywood að hún hefur löngu gefið biblíumyndirnar upp á bátinn. Heston hefur þó litt breyst og predikar enn fyrir frjálsri byssueign. Hann þarf þó ekki á slíkum verkfærum að halda í The Ten Commandments því hann hefur Guð sér við hlið. Mynd fyrir bókstafstrúarmenn og kvikmyndafíkla. Útgefandi: CIC-Myndbönd. Leikstjóri: Cecil B. DeMille. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Yul Brynner, Anne Baxter og Edward G. Robinson. Bandarísk, 1956. Lengd: 223 mín. Öllum leyfð. -bæn Rock and Roll High School: ** ^ Rokkum og rólum Enn er Bergvík að senda okkur mola úr safni meistara Roger Corman. í þetta skiptið er það rokk og ról unglinga- myndin Rock and RoU High School sem við fáum að sjá. Hún segir frá bandarískum skóla þar sem aUir eru viUaus- ir i rokk og ról, og þá sérstaklega hina geðþekku The Ramo- nes. En vá vofir yfir i formi nýrrar skólastýru sem mætt er til starfa, kolbUaðrar fasistaskrukku sem hatar rokk og ról. Þegar aUir nemend- urnir stelast á tónleika með The Ramones rænir hún plötunum þeirra og kveikir í þeim. Krakkarnir og The Ramones svara með því að rústa skólanum. Eins og endranær hjá Corman er þetta ódýr framleiðsla og hreinasta deUa, per- sónusköpun í klisjukenndara lagi og brandaramir yfirleitt fremur aulalegir held- ur en fyndnir. Hins vegar býr hún að nokkru leiti yfir þessum óbUandi saklausa Corman sjarma og það er varla annað hægt en að brosa aö því hversu haUærisleg myndin er. Svo er auðvitað fint rokk og ról í henni, og aðdáendur The Ramones mega ekki láta hana fram hjá sér fara. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Allan Arkush. Aðalhlutverk: P.J. Soles, Vincent Van Patten, Clint Howard, Dey Young og The Ramones. Banda- rísk, 1979. Lengd: 84 mín. Öllum leyfð. -PJ Robert Zemeckis: Brellumeistari Robert Zemeckis er þekktur fyrir að gera grín- og ævintýramyndir en síðustu árin hefur hann fært sig yfir í metnaðarfyllri verkefni. Hann hefur unnið mikið með Steven Spi- elberg og þykir hafa sérstaka hæfi- leika til að nýta tæknina í myndum sínum, sem jafnan eru hlaðnar tæknibrellum. Zemeckis hefur ver- ið í fararbroddi leikstjóra sem nýta sér tæknibrellur í miklu magni og hann hefur oft verið frumkvöðull á því sviði. Undanfarin ár hefur hann fært sig æ meira inn á mannlega sviðið líka, en hvort sem hann ger- ir léttmeti eða þyngra fóður eru myndir hans jafnan mjög vinsælar, og hann þykir örugg fjárfesting. Zemeckis lærði kvikmyndafræði í Northwestem-háskólanum og fékk verðlaun kvikmyndaakademíunnar fyrir útskriftarverkefni sitt, mynd- ina Field of Honor. Við tóku klippi- störf hjá NBC-sjónvarpsstöð í Chicago áður en hann gerðist að- stoðarmaður Steven Spielberg, sem varð svo lærifaðir hans og átti eftir að koma mikið við sögu á ferli hans. Spielberg gaf Zemeckis tæki- færi til að sanna sig og framleiddi fyrir hann Bítlagrínmyndina I Wanna Hold Your Hand (1978). Zem- eckis tók síðan þátt í að skrifa handritið að mynd Spielberg, 1941 (1979), og þrátt fyrir að sú mynd ylli vonbrigðum fannst Spielberg mikið til hæfileika Zemeckis koma og átti hann eftir að framleiða margar mynda hans. Fyrsta verkefnið I Wanna Hold Your Hand var fyrsta leikstjórnarverkefni Zemeck- is fyrir stóru kvikmyndaverin í Hollywood. Ekki var mikið fé lagt í myndina, en í henni má þó sjá fyrstu merki þeirrar áráttu leik- stjórans að blanda frægum persón- um í söguþráðinn og nota brellur til að fá fram samspil þeirra og leikar- anna, þó svo að þær brellur hafi verið tiltölulega einfaldar og ódýrar miðað við það sem hann síðar gerði. Næst gerði Zemeckis grín- myndina Used Cars og síðan fram- leiddi Steven Spielberg Romancing the Stone (1984), gamansama ævin- týramynd sem varð fyrsta mynd Zemeckis til að slá verulega í gegn. Framhaldsmynd var gerð nokkrum árum síðar sem hét Jewel of the Nile en Robert Zemeckis kom hvergi nálægt gerð þeirrar myndar, sem þótti fremur misheppnuð. Næsta verkefni Zemeckis var tímaferðalagaævintýrið Back to the Future (1984), með Michael J. Fox og Christopher Lloyd í aðalhlut- verkum, en þeir sem voru á ung- lingsárunum á síðari hluta níunda áratugarins muna eflaust eftir æð- inu sem greip um sig í kringum myndina og framhaldsmyndirnar tvær, sem þóttu litlu síðri. Zemeck- is var í essinu sínu: íburðarmiklar tæknibrellur, ævintýralegur og fjör- ugur hasar og stanslaust grín. Serí- an gerði Zemeckis að stórstjörnu meðal leikstjóra. í millitíðinni gerði Zemeckis Who Framed Roger Rabbit (1988), eina af vinsælustu myndum áratugarins og frumherja- verk á sviði samspils leikinna mynda og teiknimynda. Enn var hann i hinum tæknilega farar- broddi með Death Becomes Her (1992), gamanmynd með Meryl Streep, Goldie Hawn og Bruce Will- is, þar sem fórðunarbrellur voru í fyrirrúmi. Zemeckis hafði fram að þessu verið duglegur við að skrifa hand- • rit. M.a. skrifaði hann handritin að allri Back to the Future trílógíunni og var tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir handritið að fyrstu Death Becomes Her. Bruce Willis og Goldie Hawn. Klassísk myndbónd I Wanna Hold Your Hand * ^_______ Bítlaæðið The Beatles koma mikið við sögu f I Wanna Hold Your Hand. Árið 1964 voru Bítlamir þegar orðnir frægir um all- an heim og Bítlaæðið að byrja. Á tónleikum þeirra voru unglingsstúlkur ýmist í yflrliði eða öskrandi af öll- um lífs og sálar kröftum. Frægt er þegar þeir komu fyrst fram í skemmtiþætti Eds Sullivans og heims- byggðin fékk að kynnast Bítlaæðinu en um þennan atburð fjallar fyrsta mynd Roberts Zemeckis, I Wanna Hold Your Hand. Sex ung- menni ferðast til New York til að reyna að komast í námunda við Bítlana. Tvær stelpn- anna era heitir Bitlaaðdáendur en önnur þeirra er þó fremur treg í taumi þar sem hún er að fara að gifta sig daginn eftir. Sú þriðja er ljós- myndari sem telur sig geta tryggt ferilinn með því að ná myndum af Bítlunum. Bilstjórinn er strákur sem skaffar bílinn vegna hrifningar sinn- ar á ljósmyndaranum. Hinn strákur- inn og fjórða stelpan eru hins vegar Bítlahatarar sem hyggjast gera það sem þau geta til að eyðileggja fyrir Bítlunum. Ekki er fyrsta mynd Zemeckis neitt sérstaklega skemmtileg og skrifast það að mestu leyti á handrit- ið sem hann skrifar sjálfur ásamt fé- laga sínum, Bob Gale. Það er einfald- lega ófyndið. Húmorinn er gamal- dags og andlaus „slapstick", ekki ósvipaður 1941, sem þeir félagar skrifuðu einnig, og eldri myndum, eins og t.d. It’s a Mad Mad Mad Mad World. í og með er verið að hæðast að þeim gríðarlegu viðbrögðum sem Bitlamir fengu á sínum tima og háðið hittir svo sem í mark án þess að vera neitt sérstaklega sniðugt. Það sem er skemmtilegast að fylgjast með í myndinni er hvemig Zemeckis meðhöndlar Bítlana sjálfa. Á þessum tíma hafði hann ekki yfir að ráða þeirri tölvutækni sem hann nýtti sér t.d. í Forrest Gump og Contact og hann þarf því að beita öðruvísi brellum hér. Hann notar upptökur frá komu Bitlanna á flugvellinum og úr upprunalega þættinum en notar annars einhveija leikara á þann hátt að aldrei sést í andlitið á þeim. Síðan er bara hermt eftir röddunum og t.d. er gaman að heyra ýktan enskan hreiminn sem á að vera úr munni Johns Lennons. Fæst i Aðaivídeóleigunni. Leik- stjóri: Robert Zemeckis. Aðalhlut- verk: Nancy Allen, Bobby Di Cicco, Marc McClure, Susan Kendell Newman, Theresa Saldana, Wendie Jo Sperber og Eddie Deezen. Bandarísk, 1978. Lengd: 104 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.