Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Fréttir sandkorn Landhelgisgæslan: Tveir sjó- menn fluttir í land Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kvöldmatarleytið á laugardag td að sækja slasaðan sjó- mann á þýska togarann Dorado sem var á veiðum úti fyrir Reykja- neshrygg. Maðurinn hafði fallið úr mastri skipsins og niður á dekk þess og siðan í sjóinn. Búið var að ná honum um borð þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á stað- inn. Rússneskur læknir sem kall- aður hafði verið til frá nærliggj- andi togara mat ástand mannsins svo að hann þyrfti að komast í land vegna höfuðmeiðsla og ofkælingar. Á leiðinni á slysstaðinn var aft- ur haft samband við þyrlu Land- helgisgæslunnar vegna veiks sjó- manns með bráða botnlangabólgu á spænska togaranum Playa de Sartaxens, sem var á svipuðum slóðum. Voru báðir sjómennimir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur. -GLM Patreksfjörður: Fíkniefni og ölvun Róstusamt var á Patreksfirði um helgina og talsverð ölvun. Fjöldi brottfluttra Patreksfirðinga sótti kauptúnið heim og dansleikir voru haldnir fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Auk erilsins sem fylgdi dans- leikjunum stóð lögreglan í ströngu við fíkniefnamál sem kom upp að- faranótt sunnudagsins. Tveir menn voru handteknir með tals- vert af hassi sem líklega var ætlað til sölu frekar en eigin nota. Málið telst upplýst. -GLM Akranes: Innbrota- faraldur Að minnsta kosti tíu innbrot voru framin aðfaranótt sunnu- dags á Akranesi. Brotist var inn í bíla, íbúðarhús, sumarhús og fyr- irtæki. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er málið enn í rann- sókn en þrír menn hafa verið handteknir vegna þess og höfðu þeir undir höndum mikið af þýfi. -GLM Verðbréfaþingið bregst við 2000-vandanum: Peningum landsmanna ætti að vera borgið „Við erum mjög ánægð með ár- angurinn. Við eigum eftir að fá end- anlegar niðurstöður en allt gekk mjög vel. Einu vandamálin vom einhverjar útstöðvar en það em lít- il vandamál og liggja aðallega í gömlum tölvum og gagnagrunnum sem virka ekki. Þetta eru ekki stór vandamál og ættu að verða leyst fljótlega. Peningum landsmanna ætti því að vera borgið þegar árið 2000 gengur i garð,“ segir Ágústa Hrefna Lárusdóttir, verkefnisstjóri hjá Verðbréfaþingi íslands, við DV. Nú um helgina reyndu allir þing- aðilar á Verðbréfaþingi íslands tölv- urnar sínar með tiliti til 2000-vand- ans. Var athugað hvernig tölvurnar myndu reynast 29. febrúar árið 2000 en menn sem hafa miklar áhyggjur af 2000-vandanum era einna hrædd- astir við áhrifin á fiármálageirann. Að sögn Ágústu Hrefnu Lárusdótt- ur, verkefnisstjóra hjá Verðbréfa- þingi, var þessi dagsetning valin vegna þess að líklegra er að 2000- vandinn muni koma upp þá heldur en 1. janúar sama ár. Um 60 manns tóku þátt í tilrauninni. -ES John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Breta, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra áttu fund á Þingvöllum á laugardaginn. Fundur Halldórs og Prescotts: Mörg málefni ræcM Mörg mál bar á góma á fundi sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti með John Prescott, að- stoðarforsætisráðherra Breta, á Þingvöllum á laugardag. Að sögn Halldórs ræddu þeir m.a. um sam- skipti þjóðanna innan Atlantshafs- bandalagsins, Evrópuráðsins og einnig málefni Evrópusambandsins og samskipti Islands við það. „Síðan ræddum við mikilvæg hagsmunamál íslands, eins og Kyoto-bókunina, framtíðarvinnuna í því og kynntum honum okkar sjónarmið. Þá ræddum við hvala- málið og einnig málefni Hatton Roc- kall-svæðisins. Það liggur fyrir að BretcU' eru andvígir hvalveiðum en við kynntum honum okkar sjónar- mið. Svo fómm við yfir þau vanda- mál sem eru við loftslagsbreyting- arnar og hann ætlaði að fara vel yfir það. Hann hafði mikinn skiln- ing á sérstöðu íslands á þessu sviði, án þess að nein loforð væru sett fram í því máli.“ -JSS Læknir nuddar í kerfinu Uvgh/J Læknar standa þétt saman og hleypa ekki hverjum sem er í sinn hóp. Það mátti hann reyna íslendingurinn sem kom sprenglærður heim frá Bandarikjunum eftir níu ára nám í austurlenskum lækn- ingum. Hann vildi fá starfs- leyfi hérlendis og ekki nóg með það. Hann auglýsti þjón- ustu sína einnig í dagblaði. ís- lenskt kerfi tók þessum týnda syni sínum fálega, svo ekki sé meira sagt. í fáum orðum sagt taldi kerfið manninn trauðla lækni og þótt svo væri þá væri óheimilt að auglýsa slíkt opinberlega. íslendingar vilja nefnilega ekki að læknar aug- lýsi, t.d. hver sker beinast eða annað í þeim dúr. Austurlensk eða kínversk læknisfræði er talsvert frá- brugðin vestrænni. Þar eystra gera menn minna að því að skera og sprauta, svo ekki sé minnst á pillugjafimar. Þeir iðka það fremur að stinga nál- um í alla mögulega og ómögulega hluta líkamans. Landlæknir, fyrir hönd sinna manna, telur slíkt hálfgerðar skottulækningar. Stungur í ökkla eða eyra standist engan samanburð við íslenska dokt- ora. Þeir treysta á annað, eins og best sést á út- deilingu lyfia til að létta lundina. íslendingar bryðja allra manna mest af gleðipillum og er ekki að undra að eyjarskeggjar séu glaðsinna. Þeir mælast enda hamingjusamasta þjóð veraldrar trekk í trekk. Þótt hérlend hamingja sé svona almenn á hún ekki við um embætti landlæknis eftir að landi okkar kom að utan. Aðstoðarlandlæknir talar fyr- ir hönd embættisins segir manninn ekki doktor í neinu sem embættið viðurkenni. Skítt með amer- ísk diplómu. Ákveðnir menn fái að vísu heimild til að nudda og stinga, enda sé þar ekki um lækn- isverk að ræða. Nýkomni maðurinn vilji hins vegar meira en stinga og nudda. Hann vilji líka lækna. Hér fái aðeins vestrænir læknar að starfa. Austrænar lækningar séu einfaldlega bannaðar. Þar við situr. Maðurinn lærði að lækna en fær það ekki. Hið háa embætti landlæknis er meira að segja svo leitt á þrábeiðni mannsins um starfs- leyfi hér á landi að það kærði hann fyrir að aug- lýsa sig sem lækni. Lögreglustjórinn í Reykjavík sá ekkert athugavert við það að nýkominn mað- ur léti vita af heimkomu sinni. Landlæknisemb- ættið sætti sig ekki við það og sendi málið áfram til saksóknara. Niðurstaða hefur ekki borist það- an. Hin austurlensku læknavísindi verða því að bíða enn um sinn. Maðurinn sem ekki má kalla sig lækni má heldur ekki stinga nálum í fólk þótt það geri annar hver nuddari hér á landi. Hann má heldur ekki nudda lífi í lina limi. Til þess er menntunin ekki rétt. Það eina sem hann má gera er að nudda í sjálfu kerfinu, Skyldi níu ára menntun nýtast til þess? Dagfari Ráðherragen Starfsmenn sjávarútvegsráðu- neytisins eru nú óðum að aðlagast nýjum ráðherra. Það ku vera vanda- htiö enda Ámi Mathiesen með allra ljúfustu mönnum. Ámi kann alla ráðherratakta enda sonur ráðherr- ans, Matthíasar Á. Mathiesens sem átti langan og farsælan feril innan ríkis- stjórnar. Það sem meira er af ráð- herradómi að segja er að eiginkona Áma, Steinunn Friðjónsdóttir, er ekki síður kunnug ráðherradómi. Hún er nefnilega dóttir Fi-iðjóns Þórðar- sonar, fyrrum dómsmálaráðherra, sem hreppti stól þegar Gunnar Thoroddsen klauf Sjálfstæðisflokks- inn. Það verðm- spennandi að fylgj- ast með bömum Áma og Steinunn- ar á næstu öld. Óhætt er að segja að þau séu hlaðin ráðherragenum... Guðlaugur á uppleið Eftir að Eyþór Amalds ákvað að draga sig út úr borgarstjóm hafa möguleikar Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar á upphefð innan borgarsfióm- arílokks sjálfstæðismanna vaxið verulega. Þeir tveh- vora „ungu mennim- ir“ sem fyrr en seinna var talið að þyrftu að gera upp sín á milli hvor ætti að verða borgar- stjóraefni. í dag þykir Guðlaugur Þór einna frískastur i minnihlutanum og er álitinn næsta leiðtogaefni hans á eftir Ingu Jónu Þórðardóttur. Nái hún ekki að leiða D-listann til sigur í næstu borgarstjómarkosningum er líkleg- ast að leitað verði að leiðtogaefni meðal næstu kynslóðar fyrir neðan hana og Júhus Vífil Ingvarsson og þá virðist Guðlaugur Þór nánast sjálfkjörinn... Klósett númer eitt Vinur Sandkoms og mikill áhugamaður um vei hannaða smá- bíla giaddist mjög þegar hann rak augun í tveggja manna bíl af gerð- inni SMART fyrir utan Þjóðleikhús- ið. Honum sagði svo hugur um að bíllinn tengdist Bimi Leifs- syni, heUsuræktar- frömuði í World Class og veitingamanni í Þjóðleikhúsinu, því bUlinn er vel merkt- ur þessum stofnun- um báðum. Vini okkar féU hins vegar áletr- unin á emkanúmeraplötunum verr og fannst haUærislegt að kenna bU- inn þar við klósett númer eitt og sá fyrh sér einhvem raglast á bílnum og útikömrunum í miðbænum. Áletranin er nefnUega WC 1... Júlíus slapp Þegai- Davíð Oddssyni hugnaðist ekki að sifia I kristnihátíðamefnd lengur með guðsmanni sem skrifaði glannalega smásögu i Mogga á dög- unum þá skipaði hann biskupi ís- lands að reka manninn úr nefnd- inni. í því sambandi minnast menn þess þegar Davíð var borgarsfióri og nefnd, sem undirbjó 200 ára afmæUshá- tíðarhöld borgar- innar, fékk Ömólf Ámason tii að skrUa leikrit um Reykjavík. Þegar Davíö sá drög að leikritinu fór það á auga- bragði í hans fínustu. Hann lét því formann hátíðarnefhdarinnar reka höfundinn í snarheitum og henda handritinu út i tunnu. Formaðurinn sem þetta verkefni fékk var Júlíus Hafstein. Júlíus er nú fram- kvæmdasfióri kristnihátíðarnefndar og er sagður prísa sig sælan fyrir að hafa sloppið við að þurfa að reka mann fyrir Davíð í annað sinn... Umsjón: ReynirTraustason og Stefán Ásgrímsson PPPttÉiSÍ|H9^iHiir Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.