Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Fréttir Viðræður um brottflutning serbneskra hermanna frá Kosovo í vanda: Foringjar Milosevics neita að skrifa undir Snurða hljóp á þráðinn í viðræð- um um að binda enda á átökin í Kosovo í gær þegar júgóslavneskir hershöfðingar sögðust ekki vilja fá hersveitir NATO inn í héraðið. Heimildarmaður Reuters-frétta- stofunnar, sem var viðstaddur fund- inn, sagði líklegt að viðræðurnar færu út um þúfur þar sem herfor- ingjar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta neituðu að skrifa undir áætlun um brottflutning liðs þeirra frá Kosovo. Afstaða þeirra gengur þvert á afstöðu stjórnvalda í Belgrad sem í síðustu viku féllust á friðaráætlanir G-8 hópsins svokall- aða, Vesturveldanna og Rússa. „Þeir hafa komið hingað og þeir segjast ekki vilja NATO þangað,“ sagði heimiidarmaðurinn. Talsmaður NATO sagði að enginn áþreifanlegur árangur hefði náðst á ellefu klukkustunda löngum fundi i felulituðu tjaldi í frönskum herbúð- um í norðanverðri Makedóníu, skammt frá landamærunum að Kosovo. „Það er sameiginleg ákvörðun að slá fundinum á frest um nokkrar klukkustundir," sagði Simon Worthy, talsmaður NATO, við fréttamenn. „Vonandi koma þeir aftur. Þeir neita að skrifa undir að svo komnu máli.“ Flugvélar NATO héldu loftárás- um sínum áfram í gær og beindu spjótum sínum aðallega að skot- mörkum í Kosovo. Embættismenn NATO í Brussel sögðu að auðvelt yrði að herða loft- árásimar á ný og sennilega yrði þeim beint að Belgrad. Stjórnmálaleiðtogi Frelsishers Kosovo var í Ósló í gær þar sem hann sakaði Serba um að beita eit- urgasi gegn óbreyttum borgurum í Kosovo. Jafnframt lýst hann yfir efasemdum sínum um að stjórnvöld Indónesar kjósa í dag: Út í óvissuna Indónesar taka stórt skref út í óvissuna í dag þegar þeir ganga að kjörborðinu í fyrstu frjálsu kosning- unum frá árinu 1955. Þeir vonast til að geta þar með lokað endanlega kafla rúmlega þrjátíu ára einræðis- stjómar Suhartos forseta. Ef kosningamar ganga vel fyrir sig getur Indónesia orðið þriðja stærsta lýðræðisríki heimsins. Kjörklefar vora reistir vítt og breytt um Indónesíu í gær. Að baki var þriggja vikna kosningabarátta sem þótti merkileg fyrir þær sakir að ekki kom til neinna alvarlegra ofbeldisaðgerða. Formaður yfirkjör- stjórnar varaði þó við því að at- kvæðagreiðslan kynni að verða stöðvuð tafarlaust þar sem alvarleg átök brytust út. Eitt hundrað og tólf milljónir af 130 milljón Indónesum 17 ára og eldri létu skrá sig fyrir kosningarn- ar þar sem kjörnir verða 462 þing- menn af 500 á þing landsins. Sætin 38 sem upp á vantar koma í hlut hersins, án atkvæðagreiðslu. Habibie forseti flutti sjónvarps- ávarp í gær þar sem hann hvatti landsmenn til að nota atkvæði sín til að endurreisa lýðræðið og trúna á landið. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, er formaður al- þjóðlegar eftirlitsnefndar. Tricity Bendix Þmrkaii • Einfaldur en mjög öflugur • J ekur 5 kg. af þurrþvotti • Snýr í báðar áttir • Krumpuvöm • Tvö liitastig 24.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 í Belgrad myndu standa við friðar- áætlunina. „Bardagar milli serbneskra her- sveita og Frelsishersins halda áfram af sömu hörku og áður. Eini munur- inn er sá að nú beita þeir gasi sem skaðar óbreytta borgara," sagði Hashim Thaqi skæruliðaforingi. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að erfitt yrði að aðstoða Júgóslava við endurupp- byggingu landsins eftir loftárásir undanfarinna mánaða ef Milosevic yrði áfram við völd. Hann lét að því liggja að Milosevic ætti að segja af sér embætti. ALPJÓÐLEGAR FRIÐARGÆSLUSVEITIR Herforingjar NATO hittu háttse hersins á sunnudag til aö gef brottflutning serbneskra Ef samkomulag verður undirritað gætu he halda inn í Kosovo með 48 stunda fyrirvara alla hermenn sína og loftárásum verðu ■ HERSVEITIR í OG VIÐ KOSOVO — ■—iájúgóslavneskir herme áiáááiáááái W lAI W /Aí ÍAi W iAi ÍAÍ ÍAi ÍAi tta sendinefnd júgóslavneska a ófrávíkjanleg fyrirmæli um i hermanna frá Kosovo. rsveitir í Makedóníu verið reiðubúnar að . Júgóslavía fær sjö daga til að kalla heim r hætt daginn eftir að flutningur hefst. nn í Kosovo - 40.000 »»■ ■Éi <f§ d] dii (§1 áj íáj íÉ <f| r) a Q 9 9 9 9 9 9 9 SERBIA SVART- FJALLA LAND KOSOVO H Pristina MAKEDONIA ALBANIA Tirana H RIKKLAN Hermenn NATO í Albaníu á| |§ Ú cij ftftm hk i2.3oo mm Bandaríkin 5.000 Frakkland 1.000 Ítalía 2.000 Belgla 600 Holland 600 Austurríki 3.100 Hermenn NATO í Makedóníu mmu 16.215 Bandaríkin 440 Frakkland 3.500 Bretland 5.500 Þýskaland 3.789 Ítalía 2.176 Austurríki 810 Þörf kanna að verða á allt að 50 þúsund manna frlðargæsluliðl, að mestu skipuðu hermönnum NATO, til að tryggja heimferð nærri milljón albanskra flóttamanna. Heimild: NATO | Barak, forsætisráöherra ísraels: Ekki fleiri nyjar landnemabyggðir Ehud Barak, nýkjörinn forsætis- ráðherra ísraels, heitir því að ekki verði reistar fleiri landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza. Þá verður ekkert gert til að skaða þær sem þegar eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í drögum að stefnuskrá ríkisstjórnarinnar sem birt vora í gær. „Þar til staða samfélaga gyðinga í Júdeu og Samaríu (Vesturbakkan- um) og á Gaza hefur verið ákveðin innan ramma lokasamninga um frið verða ekki reistar neinar nýjar landnemabyggðir og þeim sem fyrir eru verður ekki unninn skaði," seg- ir í drögunum. Stefnuskrárdrögin eru þó háð breytingum þar sem Barak og Verkamannaflokkur hans verða að leita til annarra flokka um myndun nýrrar stjórnar. Frestur til þess rennur út 8. júlí. Barak sagði í sjónvarpsviðtali í gær, hinu fyrsta frá kosningunum 17. maí, að hann gæti alveg myndað stjórn án þátttöku fráfarandi stjórn- arflokks, Likud, og Shas, flokks strangtrúaðra gyðinga. Ehud Barak er á móti frekari bygcþ- um landnema gyðinga. ísraelska þingið kemur saman til fyrsta fundar síns í dag. Helstu ráð- gjafar Baraks sögðu í gær að ný stjóm kynni að líta dagsins ljós inn- an fárra daga. Stuttar fréttir Gömul á móti umferð Kraftaverk þykir að 68 ára göm ul kona skyldi ekki valda stór- slysi þegar hún ók yfir Litlabeltis- brú í Danmörku, á móti umferð. Schröder vinnur á Jafnaðarmannaflokkur Ger- hards Schröders Þýskalands- kanslara vann á í fylkiskosning- um í borginni Bremen í gær, minnsta fylki landsins, að því er fjölmiðlar spáðu eftir að fyrstu tölur birtust. Vonir flokksins um að endurheimta meirihlutann í efri deild sambandsþingsins virðast hins vegar hafa orðið að engu þar sem borgarstjórinn í Bremen hét því að halda áfram samvinnu við helstu andstæðinga jafnaðar- manna. Breytinga ekki þörf Færeyskir sérfræðingar segja ekki þörf á breytingum á dönsku stjómarskránni þótt Færeyingar sækist eftir sjálfstæði og eigin stjómarskrá. Sú danska er 150 ára og ætla frændur_vorir og grannar ekki að láta hana gilda í 150 ár í viðbót, að því er færeyska blaðið Dimmalættins segir. Árásir í írak írösk stjómvöld sögðu í gær að vestrænar herflugvélar hefðu vai-pað sprengjum á skotmörk í suðurhluta íraks. Vandi Belga eykst Egyptaland, Kúveit og Alsír bættust 1 gær í hóp þeirra þjóða sem hafa stöðvað innflutning á kjöti frá Belgíu vegna þess að eit- urefni hafa fundist í því. Forsæt- isráðherra Belgíu hætti við fram- boðsfundi til að glíma við vand- ann. Ekki sopið kálið Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, þarf að glíma við andstæðinga innan eigin flokks áður en hann fær tæki- færi til að kljást við Hillary Clin- ton forsetafrú í baráttunni um öldungadeildar- þingsæti fyrir New York í kosn- ingunum á næsta ári. Indverjar sprengja enn Indverskar herflugvélar héldu í gær áfram að varpa sprengjum á vopnaða skæruliða sem hafa kom- iö inn í indverska hluta Kasmírs. Úr verði hún kosin Anke Van Dermeersch, fyrrum fegurðardrottning Belgiu, sagðist í gær ætla að fækka fótum fyrir ljósmyndara karlaritsins Rlayboy nái hún kjöri í kosningunum til Evrópuþingsins næsta sunnudag. Sektaðar fyrir okur Nokkrar stórar stórmarkaðakeðj- ur í Argentínu hafa verið sektaðar fyrir að láta neytendur borga meira en segir á verðmerkingum. Fagnar niðurstöðu Nelson Mandela, fráfarandi for- seti Suður-Afríku, fagnaði í gær sigri flokks síns, Afríska þjóðar- ráðsins, í kosn- ingunum í síð- ustu viku. Hann vísaði á bug áhyggjum stjórnarandstöð- unnar af yfir- burðastöðu Þjóðarráðsins í þing- inu. Flokkurinn fékk tvo þriðju hluta atkvæða. Rehn líklegust Elisaheth Rehn, sendimaður SÞ 1 Bosníu, nýtur meira fylgis en nokkur annar fyrir forsetakosn- ingamar í Finnlandi á næsta ári, samkvæmt nýrri könnun. Hún hefur ekki lýst yfir framboði enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.