Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 9 pv_______________Fréttir Lögreglumorðin í Svíþjóð: Morðingjarn- ir allir í haldi Sænski nýnasistinn Tony Olsson var handsamaður í Mið-Ameríku- ríkinu Kostaríku aðfaranótt sunnu- dagsins. Þar með eru allir mennirn- ir þrír, sem grunaðir eru um banka- rán og morð á tveimur lögregluþjón- um í Svíþjóð fyrir rúmri viku, nú á bak við lás og slá. Sænska blaðið Aftonbladet sagði í netútgáfu sinni í gær að Olsson hefði ekki veitt neina mótspyrnu þegar sérsveitir lögreglunnar i Kostaríku tóku hann þegar hann var að koma heim til sín. Lögreglan hafði fylgst nákvæmlega með ferð- um hans undanfarna daga. Lögreglumorðinginn var þegar í stað fluttur til yfirheyrslu á lög- reglustöð skammt frá San José, höf- uðborg Kostaríku. Olsson verður að dúsa i fangelsi í Kostaríku á meðan beðið er eftir því að sænsk yfirvöld leggi fram fram- salsbeiðni. Það kann hins vegar að taka einhvern tíma þar sem mikil- vægt er að allir glæpirnir sem hann er grunaður um komi fram á fram- salsbeiðninni. Það verður nefnilega bara hægt að sækja hann til saka í Svíþjóð fyrir það sem stendur á því plaggi. Því verður að vanda til verksins. Pólskir biskupar hylja andlít sín og kjólarnir fjúka upp um þá þegar þyrla með Jóhannes Pál páfa innanborðs lenti í bænum Elblag í Póllandi í gær. Páfi er í heimsókn í föðurlandi sínu og hvatti Pólverja til að byggja líf sitt á þeim trausta grunni sem kristin trú væri. Norska lögreglan þegir um morð- rannsókn Norska lögreglan neitar að segja eitt aukatekið orð mn rannsókn sína á morðinu á Anne Orderup Paust, fyrrum ritara norska landvarnaráð- herrans, og öldruðum foreldrum hennar. Tvær vikur voru í gær frá þvi lík þeirra fundust á heimili for- eldranna. Lögreglan vill hvorki segja hvort eitthvað nýtt hafi komið fram við rannsóknma né hvort leitað sé að einum eða fleiri tilræðismönnum innan ákveðins þjóðfélagshóps. Ekki segir hún heldur frá því hvaða vopn var notað við morðin. Tom Daniel- son, sem stjórnar rannsókninni, vildi aðeins staðfesta við norsku fréttastof- una NTB í gær að enn væri verið að fara yfir vísbendingar. Beltavagnar ■ ■ Oflugir vinnuhestar með mikla burðargetu ~~9 ^Oðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir — tónleikar—sýningar—kynningar og fi. og fi. og fi. ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysfa ó veðrið þegar skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700 mz. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. ó heimavelli sfmi 562 1390 • fax 552 6377 • bis@scout.is stæði strætó NÝ ÞJÓNUSTA í MIÐBORGINNI ókeypis stæði og strætó Miðborgin - þar sem hjarta mannlífsins slær Reykjavíiairborg Miðborgarstjóm í sumar verður gerð tilraun með nýja þjónustu við þá sem kjósa að aka á eigin bíI í miðborgina. Tilraunin felst í því að tengja saman stæði í jaðri miðborgarinnar og ferðir strætó. Háskóli íslands hefur góðfúslega heimilað afnot af lóð skólans fyrir 300 bílastæði á svæðinu austan Háskóla og vestan Umferðarmiðstöðvar. Stæðin eru til ókeypis afnota og einnig ferðir með strætó sem gengur milli stæðanna og miðbæjarins á 10 mínútna fresti. Tilraun þessi er unnin af miðborgarstjórn í samvinnu við Bílastæðasjóð og Strætisvagna Reykjavíkur. Njóttu vel þess margvíslega sem miðborgin hefur að bjóða í sumar. og ferðin Ekið er frá kl. 7.40 til kl. 19.00 tekur 5 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.