Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ1999 15 Árangur fyrir útvalda Hin nýja stétt, nómenklatúran, er hægt og bítandi að skapa sér svipaða að- stöðu hérlendis og hún hafði í Sovétríkj- unum sálugu, þarsem ekki þótti tiltökumál þó pólitiskir pótintát- ar og æðstu embætt- ismenn byggju við kjör sem námu hund- raðföldum tekjum al- mennra borgara. Daginn eftir kjördag urðu þau tíðindi að Kjaradómur kunn- gerði illræmdan úr- skurð um að hækka mánaðarlaun alþing- ismanna um ein litil 66 þúsund - hækkun sem nemur almennum launataxta verkamanna - en ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn hlutu hækkun sem nemur tvöföld- um verkamannalaunum. Af alkunnri smekkvísi og sann- leiksást staðhæfði forsætisráð- herra að hann og aðrir flokks- broddar hefðu ekki haft hugmynd um hvað til stóð! Dettur nokkrum heilvita manni í hug að handbend- in í Kjaradómi hafi fellt þvílíkan úrskurð uppá sitt eindæmi eða valið daginn til að kunngera hann að liðsoddum flokkanna fom- spuröum? Gráthlægilegt sjónarspil Allt er þetta sjónarspil með Kjara- dóm gráthlægilegt og til vitnis um gunguskap þingmanna, sem ekki þora lengur að ákveða launakjör sin og standa eða falla með þeirri ákvörðun. Kjaradóm ber að leggja niður og taka upp aftur gamla hátt- inn einsog hann er tíðkaður með mörgum siðmenntuðum þjóðum, til dæmis á Norðurlöndum. Aumlegast af öllu er að þessi ákvörðun skuli vera varin með tilvísun til launa þingmanna í löndum sem búa við allt önnur og miklu betri launakjör en Islendingar. Þótt ísland sé talið fimmta auðugasta ríki veraldar er það enn sem fyrr alræmt láglauna- svæði. Hitt vekur líka eftirtekt að forsæt- isráðherra hefur fengið verulegar kjarabætm- á næstliðnum árum, þó hljótt hafi farið. Þannig fékk hann 61 þúsund króna hækkun árið 1995 og frekari hækk- anir bæði 1997 og 1998, þannig að laun hans höfðu hækkað um 199 þúsund krónur frá 1995 eða sem nemur 51,7%. Á þessu skeiði fengu aðrir ráðherrar sams- konar hækkanir og þingfararkaup hækk- aði um 100 þúsund krónur eða 51,3%, að ógleymdum biðlaunum þeirra sem hætta þing- mennsku. Með þessari síðustu launahækkun er árlega seilst eftir ríf- um 90 milljónum króna í vasa skattborgara. Öf- ugmælið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði að kosningakjörorði, hefði átt að vera „Árangur fyrir útvalda.“ Ómældar aukasporslur Við umræddar greiðslur bætast fjallháar fúlgur úr ríkissjóði vegna lífeyrisskuldbindinga til þingmanna og ráðherra, enda ekki ótítt að líf- eyrisþegar sem setið hafa á þingi um nokkurt árabil og verið ráðherr- ar eitt eða tvö kjötímabil hreppi líf- eyri sem slagar uppí milljón krónur á mánuði. Og ekki má gleyma dag- peningum þingmanna og embættis- manna sem eru þeim drjúg tekju- lind, enda spara þeir ekki við sig ut- anfarir. Þannig upplýsir Pétur Blöndal að á síðasta kjörtímabili hafi hann farið tíu ferðir til útlanda vegna starfa sinna og haft i skattfrjálsar aukatekjur, þegar allur kostnaður hafði verið greiddur, 550 þúsund krónur, sem hann af einskærri hjartagæsku lét ganga til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, og er að sönnu virðingarvert, en heyrir til algerra undantekninga. Állt er þetta gegndarlausa fjársukk kjöm- um fulltrúum og æðstu embættis- mönnum þjóðar- innar til lítils sóma, svo vægt sé til orða tekið. Verkalýðsleiðtog- ar í landinu eru að vonum æfir og krefjast tilsvar- andi kjarabóta til handa sínum umbjóðendum, enda vant að sjá með hvaða rök- um þeim verði á komandi hausti synjað um rétt- mæta sneið kökunnar margumtöl- uðu. Ögmundur Jónasson hefur einn þingmanna mótmælt úr- skurði Kjaradóms, og er aö meiri maður. Kannski er nöturlegast að horfa uppá langvinna og árangur- slitla baráttu kennara fyrir bætt- um kjörum, og eru þeir þó í öllu tilliti snöggtum mikilvægari og verðmætari stétt í þjóðfélaginu en samanlögð hjörð þingmanna, ráð- herra og embættismanna. Sigurður A. Magnússon „Og ekki má gleyma dagpeningum þingmanna og embættismanna sem eru þeim drjúg tekjulind, enda spara þeir ekki við sig utanfarir," segir Sigurður m.a. Kjallarinn Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur „Við umræddar greiðslur bætast fjallháar fúlgur úr ríkissjóði vegna lífeyrisskuldbind■ inga til þingmanna og ráðherra, enda ekki ótítt að lífeyrisþegar sem setið hafa á þingi um nokkurt árabil og verið ráðherrar eitt eða tvö kjörtímabil hreppi lífeyri sem slag- ar upp i milljón krónur á mánuði.“ Áfengið - vímugjafinn mesti Nú nálgast óðum aldamót og hvemig er svo umhorfs núna á aldarinnar næstsíðasta ári? Núna þegar flóð ávana- og vímuefna virðist í ríkari mæli en áður flæða yfir land og lýð og neysla eykst með hverju árinu sem líður eftir því að dæma sem skýrslur lög- reglu og áfengis- og vímuvama herma. Afbrot, ofbeldi, rán og gripdeildir, sem neyslu þessara vímuefna tengist, hefur í vöxt far- ið og orðið áhyggjuefni lögreglu og annarra. Nær daglega má lesa eða heyra fréttir um nýtt magn ávana- og fikniefna er við leit tollgæslu- manna fundist hafa og reynt hefur verið að flytja inn í landið. Neyslan er upphafið Allt hefur þetta sama upphaf eða byrjun og hefst á neyslu áfengra drykkja eins og fastlega hafa rök verið færð fyrir - leiðir svo hvað af öðm. Eigi vantar samt á að ýmislegt hafi verið um mál þessi skrafað og skrifað og menn ásáttir verið um ógnir þær er af stafa neyslu þessara efna og áfeng- ið þá meðtalið - eða hvað? Fæ ég eigi að því gjört, að oft virðist mér tal þetta og hjal heldur meira í orði kveðanda, því ekkert hefur ver- ið að gjört til þess að draga úr ógninni. Eigi hefur vínveit- ingastöðum fækkað verið né frekari hömlur á lagðar, að nálg- ast ógnvaldinn mikla - áfengið. Þá hafa ýmsir jafnvel um það rætt að reyna að koma á sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum, að vísu var vandlega um það mál fyrir kosn- ingar þagað - eins og raunar fleiri áður, en það er önnur saga, sem hér mun eigi sögð vera. Raunar ýmsir jafnvel lýst yfir að þeir teldu að stemma þyrfti stigu fyrir sölu og neyslu vímu- efna - en ekkert var minnst á „Eygir fólk e.t.v. ekki óheillaveginn? Hvernig var það annars, voru ekki rókin fyrir leyfðri sölu á áfengum bjór m.a. þau að hún myndi draga úr áfengisneyslu og varna því að hún færðist neðar í aldursstiganum?“ áfengið í því sam- bandi, sem er jú raun- ar vímugjafínn mesti. Kjallarinn Eygir ekki óheillaveginn? Hallast á verri veg Ef nú hinir ágætu stjómmálamenn skyldu þetta meint hafa, væri þá ekki til- valið að byrja á því að fækka vínveitinga- stöðum, svona í fyrsta skrefi? Auga verður samt eigi á komið, þrátt fyrir tal allt og hjal og þykj- ustu sumra, að stjóm- völd eða ráðamenn hafi að því staðið að gjöra hina minnstu tilraun i þá átt að hafa hemil á eða hefta athafnir áfengisauðvaldsins. Það má víst ekki eða er of við- kvæmt mál að skerða tekjur áfeng- isheildsalanna, vínsalanna eða kráreigendanna og styggja bless- aða bjórframleiðendurna eða skó- sveina þeirra. Allt hefur þetta hvað snertir stefnu nins opinbera í áfengismálum heldur á verri veg hallast. Og mætti ýmislegt fleira hér upp telja, tengt málum þessum ef til væri tekið. Hvemig fer svo upp úr aldamótunum nýju 2001, ef engin breyting verður á þessari þróun? Hvers vegna em menn treg- ir til liðs að ganga við þá, sem spyrna fótum vilja við þessari óheillaþróun? Er fólk svona almennt ánægt með þessi mál? Er það e.t.v. bara fínt að 7 eða 8 af hverjum unglingum frá 16-19 ára og 94-95 % frá 20-24 ára aldurs eins og oss er tjáð, neyti áfengis - drekki sem sagt? Er það svo að menn telji eigi á málum þörf úrbóta? Eygir fólk e.t.v. ekki óheillaveginn? Hvemig var þaö annars, vom ekki rökin fyrir leyfðri sölu á áfengum bjór, m.a. þau að hún myndi draga úr áfengisneyslu og vama því að hún færðist neðar í aldursstiganum ? Finnst mönnum e.t.v. að sú hafi raunin orðið á, svona þegar á sannar skýrslur er litið og menn virða fyrir sér það sem að ber aug- um? Bjöm G. Eiríksson Björn G. Eiríksson umdæmistemplar Með og á móti Landsliðið í handbolta íslenska landsliðiö í handbolta náöl meö ótrúlegum hætti aö komast í milli- rlöil í undankeppni Evrópumótsins eftir frækinn sigur á Sviss. Þrátt fyrir þaö finnst mörgum nú tímabært aö aö stokka upp í liöinu og yngja þaö upp. Þorieifur Ananíasson, handboltafrómuöur á Akureyri. Hefði átt að gerast fyrr „Það er engin framtíð i þessu liði okkar í dag og nú segi ég að það sé kom- inn tími til að skipta út eldri mönnunum. Það er reyndar orðið of seint að mínu mati að endurnýja liðið og það hefði átti að vera löngu búið að gera það. Það er alltaf slæmt ef marg- ir af lykilmönnumun hætta í einu og því er betra að taka það í áfóngum. Ég vil ekkert bíða með að endumýja liðið þó svo að það eigi verkefni fyrir höndum í september í Evrópukeppninni. Ef við skríðum áfram á raóti Sviss- lendingum með einstakri heppni bá eigum við engan möguleika gegn sterkri þjóð, jafnvel meö þetta lið sem við eigum í dag. Það er búið að sleppa allt of löng- um tíma úr hvað varðar endur- nýjun og yngri mönnum hefur ekki verið gefið tækifæri með lið- inu. Á meðan eru þeir reynslu- litlir þegar svo loks kemur að þeim að taka við. Það er ekki eft- ir neinu að bíða og við verðum bara að taka okkur góðan tíma að byggja upp gott lið annars erum við endalaust að ýta vanda- málinu á undan okkur.“ Einar ÞorvarAarson, þjálfari Fylkls- manna og starfsmaftur HSÍ. Sé eina stóra breytingu „í mínum huga sé ég bara eina stóra breytingu verða á íslenska landsliðinu og hún er sú að Geir Sveins- son er að hætta. Það er bara mjög eðlilegt. Við erum ágæt- lega settir með menn til að taka við af honum og ég sé fyrir mér 3-A leikmenn sem geta komiö inn í þessa stöðu. Gagnvart öðrum leik- mönnum sé ég ekki nauðsynlegt að gera breytingar. Guðmundur Hrafnkelsson er að fara út i at- vinnumennsku í fyrsta skipti á sínum ferli og þetta er kannski það sem íslenskir markmenn hafa nauðsynlega þurft að gera. Mér finnst að menn ættu að skoða ferilinn hjá honum áður en honum verður skipt út. Ég sé það að ef Júlíus Jónasson kemur til með að spila ákveðið hlutverk í Valsliðinu næsta vetur og gerir það vel þá held ég að hann sé maðurinn til að taka við fyrir- liðastöðunni í landsliðinu. Af- gangurinn af liðinu er á mjög góðu reki og ég sé ekki annað í stöðunni en að það eigi að vera hægt að keyra á þessu liði áfram. Það má hins vegar fara að undir- búa yngri menn til að taka við og horfa á þann möguleika að þeir leikmenn sem spila hér heima og eru ekki í atvinnumennskunni fái einhver verkefni á sumrin bara til að undirbúa jarðveginn fyrir framtíðina. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.