Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 DV Hratt flýgur stund Arngunnur Ýr Gylfadóttir - „The Fundamental Relation", 1998, olía á tré. Amgunnur Ýr Gylfadóttir er einn þeirra íslensku myndlistarmanna sem búsettir eru erlendis en halda tryggð við heimahagana með reglulegu sýningahaldi. Að þessu sinni sýnir hún 7 landslags- eða náttúrumyndir i Galleríi Sævars Karls. E.t.v. væri þó réttara að segja málverkin 31 því eitt verkið er sam- sett úr 25 smámyndum. Myndir Arngunnar eru byggðar upp í mörgum lögum sem síðan eru skafm niður að vissu marki þannig að sjálf myndin verð- ur á endanum slitin og máð eins og æva- gamalt málverk. Hún málar gjarnan á tré og litirnir sem hún notar mest eru í gráum, gulum og brúnum tónum sem eykur enn á gamallegt og dulúðugt yfirbragð myndanna. Titlar verkanna eru ýmist á ensku, latínu eða islensku og virðast í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt. Þó er lykillinn að sýning- unni einmitt fólginn í titli tveggja mynda, Tempus Fugit eða Tíminn flýgur/flýr. Að öðru leyti hanga þeir saman á óljósum þræði sem minnir á vísindi og fræði. í mörg- um myndanna grillir í eitthvað sem sömu- leiðis tengist þekkingarleit mannsins: stærðfræðiformúlur, jarðeðlisfræðilegar skýringarmyndir, kortagerðartákn og e.t.v. fleira. Reyndar held ég að það skipti ekki höfuðmáli hvaða vísinda- eða fræðigreina vísað er til né hvort nákvæmlega sé rétt með þær farið, aðalatriðið sé tilfmningin sem grípur áhorfandann frammi fyrir málverk- unum. Og óneitanlega verður manni hugsað til sögunnar og fortíðarinnar og allra þeirra hugsana sem hugsaðar hafa verið gegnum tíðina í þeim tilgangi að bæta lífíð og stöðva tímann, hann sem þó er með öllu ósigraður á sínum stöðuga flótta undan núinu og við mennirnir stöndum enn jafnvarnarlausir gagnvart, þrátt fyrir tækni og framfarir. Af frægum tönnum tímans Arngunnur er flinkur málari sem virðist hafa flest tækniatriði vel á valdi sínu. Hún hefur góð tök á hreyfingunni, fer t.d. létt með að mála öldu á haffleti. Litablöndunin er sömuleiðis áreynslulaus, t.d. eru myndimar hennar „gulnaðar" á afar sannfærandi hátt. Mér þykir hún hins vegar skjóta yfir mark- ið með því að nota ryðgað járn í rammana utan um litlu myndirnar. Þó ryðið sé auðvit- að ein af hinum frægu tönnum tímans og Myndlist Áslaug Thorlacius ryðgað járn sé í sjálfu sér fallegt efhi sem fer vel við gulbrúna litaskalann er það algjör- lega ofnotað í öllu fjöldaframleidda antík- draslinu í kringum okkur. Sem slík nútima- smartheitaklisja vinnur það frekar gegn „aidrinum" í myndunum en með honum, auk þess sem ryðgað járn er eins og útlend- ingur innan um þetta annars hefðbundna efni. Það er sömuleiðis hárflnt og torfarið þetta einstigi sem myndlistarmaðurinn verður að þræða án þess að falla í þá gryfju að ofnota færni sína, ekki síst þegar tæknin leikur jafnlétt í höndum hans og í tilviki Arngunn- ar. Mér flnnst hún t.d. tefla á tæpasta vað i myndinni Tempus Fugit XII, þar sem hún virðist einmitt gleyma sér við að mála gárað- an hafflöt af miklum fjálgleik, en hann stingur nokkuð í stúf við aðra fleti á sýning- unni. Listin má aldrei verða of auðveld. Án þess að ég sé að brigsla henni um að fara auðveldu leiðina þá er ég sannfærð um að hún gæti orðið moldrík á því að framleiða málverk af svona öldum en við það glataði hún auðvitað þeirri hugsun og þeim krafti sem einkennir þessa fallegu sýningu. Mannætur þessa heims og annars Skítþró er staðurinn. Þar búa ólánsamar fyllibyttur, skækjur og munaðarleysingjar - og svo eigendur og starfsfólk litlu blómabúð- arinnar sem er miðpunktur verksins. Það er erfitt að halda vöku sinni á stað sem þessum þegar illskan kemur alla leið utan úr geimn- um og býður það sem einfeldningana dreym- ir um: peninga og frægð. Geimillgresið, sem fær nafnið Auður tvö, kemur sakleysingjan- um Baldri í skilning um það sem við vitum öll - að peningar kosta blóð. Baldur lætur glepjast um stund og það leiðir yfir hann spillingu og dauða. Eitthvað á þessa leið er saga Litlu hryll- ingsbúðarinnar. Hún er ekkert sérlega djúp en flottur söngur og eftirminnilegar persón- ur gera sýninguna að góðri skemmtun. Fyrst má telja einfóldu ljóskuna Auði, hjartagóða en ólánsama, meö svo „sjúskaða fortíð" að hún sækir í Brodda sadó vegna þess að að eigin mati á hún ekkert annað skilið. Samt elur hún í brjósti sér von um „eitt agnarlítið hús einhvers staðar þar sem grasið grær.“ í stuttu máli sagt var Þórunn Lárusdóttir æðisleg í hlutverki Auðar, obbolítið glyðru- leg - en þó hrein, soldið vitlaus - en samt góð. Þannig blandaði Þórunn saman karakt- ereinkennum af list og salurinn lá fyrir fót- um hennar. Enda manneskjan sláandi fógur og syngur þannig að maður fær tár í augun. Óbermið fellur á eigin losta Tannlæknirinn Broddi sadó er eftirminni- legasta persóna verksins og hér í frábærri túlkun Stefáns Karls Stefánssonar. Sadismi Brodda hefur viðbjóðslega kynferðislegan undirtón sem nistir inn í merg og því mikil lausn fyrir áhorfendur þegar óbermið fellur loks á eigin losta. Stefán Karl er líka það flottasta sem sést hefur lengi á íslensku leik- sviði. Það sýndi hann einnig í hlutverkum ótal aukapersóna sem allar voru fyndnar og sérkennilegar. Baldur Snær er sá sem óafvitandi leiöir allar hremmingamar yflr Skítþró. Hann er alsaklaust nörd sem Valur Freyr Einarsson leikur áreynslulaust. Eggert Þorleifsson er í hlutverki fégráðuga búðareigandans Mark- úsar og í munn hans eru lagðar fyndnustu setningarnar. Eitthvað fannst mér Eggert Leiklist: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir vera annars hugar á frumsýningunni en hef grun um að hann eigi eftir að sækja í sig veðrið og sýna áhorfendum bestu hliðar þess kómíkers sem hann sannanlega er. Þær Hera Björk Þórhallsdóttir, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir eru skemmtilegar götustelpur i finum dressum sem syngja í flestum atriðanna og gera það vel. Bubbi syngur síðan af krafti fyrir helvít- is plöntuna sem öllu spOlir. Söngvararnir fjórir bera það samt með sér að þeir era ekki leikarar og setningar sem eru sagðar en ekki sungnar verða þvi oft fremur eintóna. Öll umgjörð sýningarinnar, tónlist, bún- ingar og leikmunagerð, er til mikillar fyrir- myndar. Texti Gísla Rúnars er hressilegur og hlaðinn staðfærðum vísunum í Reykjavík nútímans. Þýðing sú sem Megas vann fyrir Hitt leikhúsið á sínum tíma er fantagóð, enda hafa vinsælustu lögin lifað allt fram á þennan dag. Á þýðingunni hafa þó verið gerðar nokkrar breytingar sem ef til vill má deila um hvort alls staðar séu til bóta. Fallegur söngur og glens, frábær innkoma Stefáns Karls og Þórunnar og sætur boðskap- ur um aö fólk skuli vara sig á mannætum þessa heims og annars gera Litlu hryllings- búðina að skemmtilegustu leiksýningu síð- ustu missera. Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Litlu hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Magn- úsar Þórs Jónssonar. Leikstjóri: Kenn Oldfield Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Helstu leikendur: Þórunn Lárusdóttir, Valur Freyr Einarsson, Stefán Karl Stefánsson og Eggert Þorleifsson. Frumsýning 4. júní á stóra sviði Borgarleik- hússins. Ný bók eftir Palla Stef i m Nú er von á nýrri ljósmyndabók eftir linsuvölundinn Pál Stefánsson (á mynd) sem hlýtur að vera tilhlökkunar- efni þeim sem unna góðum landslagsljós- myndum. Bók- in, sem nefnist einfaldlega Land, og var prentuð i Singapúr, kem- ur á markað hér eftir nokkra daga. Auk þess á Páll í fórum sínum efni í sérstaka ljós- myndabók með mannamyndum en þar er hann á heimavelli ekki síður en í landslags- myndunum. Þess má að lokum geta að Páll er 41 árs í dag og ber aldurinn vel, þrátt fyr- ir mikið heimshornaflakk. 8 I Silja sty'rkt Úthlutað hefur verið í annað sinn úr Bókasafnssjóði höfunda sem tók til starfa í janúar 1998. Annars vegar er höfundum út- hlutað í samræmi við fjölda útlána bóka og hins vegar era veittir styrkir í viðurkenning- arskyni fyrir ritstörf. Sérstaka heiðursviður- kenningu vegna fram- lags síns til íslenskra bókmennta hlutu höf- undarnir Hannes Pét- ursson, Þorsteinn Gylfason og Brian Pilkington. Voru þessar viðurkenningar, að upphæð 500.000 krónur, afhentar með viðhöfn i Gunnarshúsi fyrir skömmu. Úr Bókasafnssjóði hlutu 25 höfundar við- urkenningar að upphæö kr. 250.000 hver en í þeim fríða hópi er einmitt menningarrit- stjóri DV, Silja Aðalsteinsdóttir, sem nú dvelst í Kaupmannahöfn við skriftir. Umbi hennar og velunnarar á DV senda henni ám- aðaróskir. Einnig fengu þessar viðurkenn- ingar eftirtaldir höfundar: Andrés Indriða- son, Ágústína Jónsdóttir, Áslaug Jóns- dóttir, Baldur Óskarsson, Eggert Þór Bernharðsson, Eyvindur P. Eiríksson, Freydís Kristjánsdóttir, Guðjón Sveins- son, Guðmundur Ólafsson, Halldór Bald- ursson, Heimir Pálsson, Helga Kress, Jón frá Pálmholti, Kristín Amgrimsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristín Thorlacius, Kristmundur Bjarnason, Ragnar Th. Sig- urðsson, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Snorri Sveinn Friðriksson, Stefán Karls- son, Viktor Amar Ingólfsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Ævar Petersen. Ljósmyndir af rosknum menningarverum Um helgina hefst Sumardagskrá Norræna hússins með opnun norrænna ljósmyndasýn- inga. í sýningarsölum verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir norska ljósmyndarann Kay Berg af menningarveram sem koma frá menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Fékk hann þá hugmynd að tengja sam- an þessar borgir með því að heimsækja þær allar og taka myndir af fólki sem hefur „á ein- • hvern hátt verið áber- andi á sviði menningar og lista“, eins og segir í fféttatilkynningu. Urðu tuttugu manns fyrir valinu í hverri borg. Það vekur athygli að á íslandi hafa ýmsir sem tengdust eða tengjast sjálfu menningar- borgarverkefninu dregist á að láta ljósmynda sig fyrir þessa sýningu: Einar Örn Benedikts- son, Sveinn Einarsson, Þórunn Sigurðardóttir svo og sérstakur tengiliður ljósmyndarans, Þorgeir Ólafsson (á mynd). Stór hluti fyrirsæt- anna menningarsinnuðu er auk þess kominn af besta og „dýnamískasta" skeiði: Matthías Johannessen, Guðmunda Andrésdóttir, Sig- urður A. Magnússon, Jón Nordal, Gylfi Þ. Gíslason, Björn Th. Björnsson og Vigdís Finn- bogadóttir. Að lokum má geta þess að í þessum hópi er enginn myndlistarmaður eða rithöf- undur undir sextugu, og ekkert tónskáld und- ir fimmtugu. Og enginn leikari yfirleitt. Vonandi hefúr ljósmyndarinn verið með ráðhollari menn sér til fulltingis í hinum menningarborgunum. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.