Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 18 Veiðivon Blanda: 25 laxar á fyrsta veiðideginum Veiöin byrjar afar vel þessa fyrstu daga sem veiða má. Um 100 laxar eru komnir á land úr ánum sem veiði er hafin í. „Þetta var stórkostleg byrjun hjá okkur í Blöndu. Við fengum 25 laxa og sá stærsti var 16 pund,“ sagði Svein- björn Jónsson við Blöndu á laugar- dagskvöldið þegar fyrsta hrotan í ánni var afstaðinn. „Ég veiddi 10 laxa, fimm á flug- una, fjóra á maðkinn og einn á devon. Jón Marteinn Jónsson veiddi stærsta laxinn sem var 16 pund. Það er eitthvað af fiski í ánni svo fram- haldið gæti orðið gott,“ sagði Svein- bjöm og var ánægður með byrjun- ina á sumrinu hjá sér. Blanda brást ekki þennan fyrsta veiðidag og vonandi verður fram- haldið eins. Vatnið er gott og fiskur- inn á leiðinni upp ána Gengur vel í Þverá „Það er góður gangur i Þverá en núna era komnir 14 laxar á land. Sá stærsti er 20 pund, ég veiddi hann i gær,“ sagði Jón Ólafsson í veiðihús- inu Helgavatni við Þverá þegar við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Veiðimenn hafa orðið varir við fiska víða um ána og heldur hefur hlýnað síðustu klukkutímana. Lax- amir eru flestir vænir,“ sagði Jón enn fremur. Norðurá komin í 85 laxa Norðurá í Borgarfirði hefur gefið 85 laxa og er sá stærsti 16 pund. Hollið sem er við veiðar núna er komið með um 25 laxa. Á Munaðar- laxar. Þeir ganga nú í ána á hverju nessvæðinu hafa veiðst innan við 10 flóði. -G. Bender Veiðimenn eru nú farnir að líta f Elliðaárnar. Þessir voru þar í fyrra en sáu ekki nokkurn lax. DV-mynd G. Bender Á þessu síðasta ári árþúsundsins munu DV, Bylgjan og Vísir.is standa fyrir viðamikilli könnun meðal landsmanna um hvaða íslendingar og hvaða atburðir hafi mótað mest líf okkar undanfarin þúsund ár. telja að beri af í 1000 ára sögu þjóðarinnar. Tilnefningar berist á www.visir.is fyrir 10. júní Almenningur getur síðan sagt skoðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni eða á Lögréttu á Vísi.is og greitt atkvæði um hver íslendinga hafi dugað þjóð sinni best. í hverri viku verður kastljósinu beint að ákveðnum geirum sögunnar með greinum í DV, umræðum á Bylgjunni og ýmiskonar fróðleik á Vísi.is og reynt að draga fram þá menn og þau mannanna verk sem hafa haft einna afdrifaríkustu áhrif á söguna. Á fullveldisdaginn, 1. desember, verða atkvæðin úr öllum flokkum dregin saman og tilkynnt hver er íslendingur árþúsundsins. Landsmenn geta tilnefnt þá einstaklinga, atburði og þau bókmenntaverk sem þeir IBYL GJANÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.