Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Hringiðan i>v v Bræðurnir Einar og Baldvin Tryggvasynir voru mættir með íslenska fána á landsleik ís- lendinga og Armena sem fram fór á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn. íslendingar unnu með tveimur mörkum gegn engu. Á föstudaginn var Litla hryll- ingsbúðin frumsýnd í Borg- arleikhúsinu. Sérstakir gestir á sýningunni voru þeir sem tóku þátt í síð- ustu uppfærslu Hryll- ingsbúðarinnar hér á landi. Þórhallur „Laddi" Sigurðsson var, eins og flestir muna, tannlæknirinn góði. Hér rifjar hann upp „gömlu, góðu árin“ með Helgu Möller og Hörpu Helgadóttur sem voru í hlutverkum götu- stelpnanna sem nú eru í höndum Selmu, Heru og Regínu. Stuðningsklúbbur KSÍ var að sjálfsögðu á lands- leiknum á móti Armenum á laugardaginn. Klúbbfé- lagar láta sig ekki vanta á leik og koma alltaf stríðs- málaðir með trumbur, lúðra og fána til að keyra okk- ar menn áfram. Glatt var á hjalla hjá leikurum og aðstandendum Litlu hryllingsbúðarinnar að lokinni frumsýningu á föstudag- inn. Stefán Karl Stefánsson, sem leikur tannlækninn, auk annarra hlutverka, gantast hér við Bubba Morthens sem talar fyrir hina morðóðu plöntu, Auði 2. Slegið var upp teiti að lokinni frumsýningu Litlu hryllingsbúðarinnar í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Að sjálfsögðu fengu allir aðstandendur blóm og freyðivín í tilefni dagsins. Val- ur Freyr Einarsson, sem leikur Baldur, og Þórunn Lárusdóttir, sem leikur Auði, standa hér fyrir miðri mynd. DV-myndir Hari Nýskipaður sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, fylgist með snörum handtök- um í flökunarkeppninni á Miðbakkanum. í tilefni hafnardagsins var mikið um að vera á Miðbakka Reykjavík- urhafnar á laugardaginn. Meöal annars voru skemmtiatriði, flök- unarkeppni og leiktæki. Eitt tækj- anna reyndi á styrk gestanna og hér mundar Nilli sleggjuna í von umaðheyra „díng!“ Bestu handflak- arar á landinu komu saman og flökuðu nokkar sortir í íslands- meistaramótinu í handflökun sem fram fór á hafnar- daginn á laugardag- inn. Fremstir á mynd- inni eru Grétar og Darr- en með hnífinn á lofti. au^e9S- .aUgatóa9utu^ tte\^ösiK s'ilÉlÍ£ '.frSí'&Síft'" Áfram ísland! öskraði æstur múgurinn á lands- ieik ísiands og Armeníu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Styrmir Kristjánsson og Eiríkur Ásgeirsson munda ís- lenska fánann á pöllun- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.