Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 36
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 3.100.090 2. 4 af 5+<íS@ 1 300.040 3. 4 af 5 75 6.670 4. 3 af 5 1.784 650 8 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ1999 V iðskiptaráðherra: Ábyrgð hjá stjórn lífeyr- issjóða „Stjórn viðkomandi sjóða á að móta fjárfestingarstefnu og á að ávaxta fé sjóðsins með sem bestum hætti með tilliti til áhættu," segir Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra við DV vegna kaupa nokkurra lífeyrissjóða í fyr- irtækjum í sinni heimabyggð. „Ábyrgðin hvíl- ir hjá stjóm hvers lífeyrissjóðs og ég vil ekki leggja neitt mat á að- gerðir þeirra Finnur sjóða sem verið Ingólfsson. ','r* hafa að kaupa hlutabréf undanfarið. í lögimum um lífeyrissjóði er skýrt markað hver fjárfestingarstefna og heimifdir lífeyr- issjóða til kaupa í hlutabréfum er. Ég hef enga ástæðu tU annars en treysta því og trúa að stjórnendur viðkom- andi sjóða taki skynsamlegar ákvarð- anir með hagsmuni sjóðfélaga að leið- arljósi. Ef vafi leikur á aðgerðum sjóðanna getur Fjármálaeftirlitið gripið tU aðgerða," segir Finnur Ing- ólfsson. -BMG Leitað að pilti Björgunarsveitir á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og á Fáskrúðsfirði að- stoðuðu lögreglu við leit að ungum pilti sem talinn var vera týndur á heiðinni mUli Stöðvarfiarðar og Breiðdalsvíkur. Pilturinn hafði brugðið sér á dansleik á Stöðvarfirði á laugardagskvöldið og hugðist ganga tU Breiðdalsvikur, um þriggja tíma leið, að honum loknum. Farið var að leita að pUtinum er hann lét ekki sjá sig á Breiðdalsvík seinnipartinn í gær. PUturinn fannst heill á húfi (, *fruppi á heiðinni og hafði hann sofnað í sólskininu þar uppi og því tafist talsvert lengi. -GLM Eldur í potti Slökkviliðið í Reykjavík var kaUað út vegna bruna í íbúð í Kríuhólum um kvöldmatarleytið á laugardag. Reykkafarar þurftu að brjóta sér leið inn í íbúðina og bjarga sofandi manni út. Ekki mátti miklu muna að illa færi og var maðurinn fluttur á sjúkráhús vegna reykeitrunar. Kviknað hafði í út frá potti á eldavél og segir varðstjóri slökkvUiðsins mörg út- köU hafa orðið að undanfómu vegna svipaðra bruna. Hann hvet- ur fólk því til að gæta vel að elda- vélinni og bregða sér ekki frá pott- um á heitum heUum. -GLM Fáskrúðsfjörður: ik i i r’S . * i> ‘ ' L Æ slenska landsliðið í knattspyrnu vann frækilegan sigur á liði Armeníu, 2-0, á laugardaginn. Rúmlega 5500 áhorfendur lögðu leið sína á Laugardalsvöll og skemmtu sér vel. Hér þakkar landsliðið áhorfendum stuðninginn eftir leikinn. Sjá allt um leikinn í DV-sporti, bls. 23-25. DV-mynd Hilmar Þór Lögregla réö ekkert viö Qöldaslagsmál í Stapanum á laugardagskvöld: Piparúði í allar áttir - eitt þaö versta sem ég hef lent í, segir Gunnar Birgisson dyravörður Mikil ólæti og slagsmál bmtust út fyrir utan skemmtistaðinn Stapann í Keflavík eftir dansleik með Stuð- mönnum aðfaranótt sunnudagsins. Að sögn Gunnars Birgissonar dyra- varðar upphófust slagsmál þegar dyraverðir ætluðu að afhenda lög- reglu gest sem látið hafði ófriðlega. „Þegar við ætluðum að afhenda hann lögreglunni réðust vinir manns- ins að okkur og ætluðu að ná honum. Við það blossaði upp mikil múgæsing og allsherjar slagsmál." Gunnar segir dyraverði staðarins hafa haft í nógu að snúast við að verja hendur sínar gegn fólki sem vildi lumbra á þeim. Sama hafi verið að segja um lögreglumenn sem kvaddir vom til. „Fólkið bar einfald- lega enga virðingu fyrir lögreglunni sem er mjög alvarlegt mál. Mér sýnd- ist þetta mest vera ungir sumarstrák- ar í lögreglunni sem vora skíthrædd- ir og réðu ekki við neitt. Ég hef starf- að lengi við dyravörslu hérlendis og erlendis og þetta er eitt það versta sem ég hef lent í. Ég held að fimm eða sex gestir hafi nefbrotnað og einn dyravörður fingurbrotnaði." Gunnar er afar ósáttur við vinnu- brögð lögreglunnar. „Þessir strákar vora engan veginn færir um að stilla til ffiðar og misstu þetta allt út úr höndunum á sér. Mér finnst sérstaklega alvarlegt að einn lögreglumannanna missti algjörlega stjórn á sér og úðaði piparúða á alla sem fyrir urðu. Þessi úði er algjört eitur og einn af okkar dyravörðum, sem var að hjálpa lögreglunni, varð óvígur eftir að hafa fengið hann á sig. Annað dæmi um klúður lögreglunnar var að einn slagsmálamaðurinn sem hún hafði handjárnað slapp undan og hljóp einfaldlega út í nóttina með handjárnin á sér.“ Skúli Jónsson, varðstjóri lögregl- unnar I Keflavík, segir alltaf alvarlegt þegar ráðist er á lögreglumenn en sem betur fer hafi enginn þeirra meiðst. „Hvað varðar ásakanir dyra- varðar um að lögreglan hafi sprautað Fjjörutíu og sex ára gömul kona frá Taívan lést í Bláa lóninu síð- degis í gær. Margt var um mann- inn í lóninu og var það rýmt þegar í ljós kom að konunnar var sakn- að. Baðgestur fann síðan konuna látna áður en björgunarsveitar- á þá úða er það að segja að þegar sprautað var á árásarmennina barst úðinn með vindinum og breiddist yfir nærstadda. Ég get engan veginn sagt að lögreglan hafi misst stjórn á sér því úðinn er okkar vopn. Ég tel að okkar menn hafi brugðist rétt við í þessari stöðu.“ -GLM menn hófu leit. Konan var i tutt- ugu manna hópi erlendra ferða- manna sem voru nýkomnir til landsins og höfðu stoppað í lóninu á leið sinni til Reykjavíkur. Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsök konunnar var. -GLM Lést í Bláa lóninii Veðrið á morgun: Rigning og súld um allt land Fremur hæg suðlæg og suðvestlæg átt með rigningu og súld verður í öllum landshlutum og hiti 7 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landió Á morgun þriójud. 8. júní Kirkjubæjarklaustur 9-11 Vík.................... 13-15 Hvolsvöllur..... 16.30-19.30 Bílheimar ehf. Scrvortiotöa 2a SM S2S 9000 www.bilheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.