Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ1999 Sport DV Góð ferð KA í Borgarnes DV, Borgarnesi: 0-1 Þorvaldur Makan (5.) 0-2 Jóhann Traustason (19.) 0-3 Guðmundur Steinarsson (24.) 1-3 Hjörtur Hjartarson (68. ) KA-menn mættu ákveðnir til leiksins og áttu frumkvæðið all- an fyrri hálfleikinn og á tuttugu mínútna kafla skoruðu þeir þrjú mörk. Skallagrímsmenn voru öllu frískari í síðari hálfleik og reyndu allt hvað af tók að minnka muninn. Eggert Sig- mundsson varði mark norðan- manna af stakri prýði og kom í veg fyrir að heimamenn skoruðu fleiri mörk. Eina mark Skallagríms kom eftir að Hjörtur Hjartarson var felldur innan vítateigs og skor- aði hann sjálfur úr vítaspyrn- unni. Maður leiksins: Eggert Sigmundsson, KA ^ Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum: Island í sjötta sæti íslensku karla- og kvennasveitim- ar lentu í 6. sæti í Evrópubikar- keppninni í frjálsum íþróttum sem fram fór í borginni Pula i Króatíu um helgina. Að sögn Elísabetar Brand, fararstjóra liösins, eru menn á heildina htið sáttir við þessa niður- stöðu. „Við erum sátt“ „Það kom óneitanlega niður á okk- ur að Jón Amar Magnússon skiidi vera fjarri góðu gamni vegna meiðsla en hann hefði eflaust halað inn mörg stig. Ferðlagið hingað til Króatíu sat í mannskapnum og hafði sín áhrif,“ sagði Ehsabetar. í karlakeppninni fóm Króatar með sigur af hólmi, með alls 101 stig. Dan- ir lentu í öðm sæti með 99,5 stig, Sló- venar í þriðja sæti með 99 stig og Lettar urðu í fjórða sæti með 98 stig. Af þessu má sjá að úrslit keppn- innar um efstu sætin réðust ekki fyrr en í lokagrein- inni. Litháar lentu í flmmta sæti með 71,5 stig, ísland í sjötta Guðrún Arnardóttir. sætti með 57 stig og Lúxemborgarar í neðsta sæti með 30 stig. Af helstu úrslitum má neftia að Jó- hann Már Marteinsson liljóp 100 metra hlaup á 10,90 sek. og varð þriðji. Einar Karl Hjartarson varð annar í hástökki og stökk 2,17 metra. Guðmundur Karlsson varð þriðji í sleggjukasti, kastaði 62,11 metra, og Magnús Aron Hallgrímsson kastaði kringlu 57,17 metra. í kvennakeppninni fógnuðu Norð- menn sigri og hlutu 124 stig. Króatar fengu 107 stig, Slóvakar 100 stig, Lett- ar 99 stig, Litháar 95 stig, íslendingar 84 stig og fyrir neðan lentu Albanir og Lúxemborgarar. Helstu úrsht vora þau að Guðrún Amardóttir varð önnur í 110 m grindahlaupi á 13,84 sekúndum. Shja Úlfarsdóttir varð önnur í 400 metra hlaupi á 55,13 sek. og Guð- rún Am- ardóttir sigraði i 400 metra hlaupi á 56,88 sek. Þórey Edda El- ísdóttir sigraði í Einar Karl Hjartarson. stangar- slendingar náðu hreint frábærum árangri á Norðurlandamótinu í júdó sem fór fram um helgina. Myndin var tekin á mótinu. DV-mynd HH Fipma- og hópakeppni Hauka í knattspyrnu fer fram á Ásvöllum 11.-13. júní. Upplysingan i sima 897 0143. AFRAMISLAND Náðu árangri (Jffppifí) Frábær fæðubótaefni 7 gull - til íslands á NM í júdó íslenskir júdómenn stóðu sig frábærlega vel og unnu th sjö guhverðlauna á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór hér á landi um helgina. Vernharð Þorleifsson vann þriðja Norðurlandameistaratitil sinn í sín- um flokki og var kátur eftir mótið. „Ég er í mjög góðu formi núna, hef æft mjög vel í vetur og það hefur geng- ið vel á sterkustu mótunum. Ég átti því ekki von á öðru en að það myndi ganga vel í dag þó að það sé ahtaf gott þegar mótin eru búin.“ Um úrslitaglímuna sagði Vernharð. „Þessi flokkur hefði getað orðið léttari og þetta tók vel á. Ég náði hins vegar að hitta á gott bragð og hann steinlá." Vernharð segir árangur íslensku keppendanna hafa verið framar björt- ustu vonum hans. „Þetta mót er mjög sterkt og ég held að menn geti verið mjög sáttir við árangurinn. Við unn- um flesta þyngstu flokkana þannig að það era flestir að skha sínu. Þetta er líka viss prófsteinn á yngstu keppend- urna, þ.e. að þeir nái úr sér útlend- ingahræðslunni sem hefur loðað dálít- ið við þá. Það er gaman að sjá þá styrkjast með hverri raun.“ Gísli Jón Magnússon, sigurvegari í +100 kg flokki, var að vonum ánægð- ur en sagði úrslitaglímuna ekki hafa verið mjög erfiða. „Hann virtist vera eitthvað meidd- ur í fætinum þannig að hann sótti ekki mikið. Ég hafði því vinninginn þar en var þó hræddastur við vamar- brögðin. Ég náði hins vegar góðu taki á honum og tókst að halda honum í gólfinu. Ég hef reyndar aldrei glímt við þannan mann áður þannig að ég þekkti hann ekki neitt.“ Þetta er í annað sinn sem Gísli Jón verður Norðurlandameistari í sínum flokki. „Það var stefnt á þennan tith hér og það náðist. Árangur okkar er mjög góður og við röðuðum okkur í flest verðlaunasætin. Þátttakan frá íslandi er líka mjög góð.“ Gísli, sem vann einnig sigur í opn- um flokki, stefnir einnig á heims- meistaramótið í október og mun æfa stíft í sumar eins og Vemharð. Berglind Andrésdóítir var aðeins nokkrar sekúndur að bera sigurorð af andstæðingi sínum í -63 kg flokki kvenna. Hún vann einnig sigur í opn- um flokki. „Þetta var fín og nett glíma og það kom mér mjög á óvart að þetta skyldi taka svona stuttan tíma. Ég glímdi við hana fyrr um daginn og þá vann ég hana bara á örfáum stigum. Þetta gerðist bara mjög snöggt og ég upp- götvaði varla sjálf hvað ég hafði gert fyrr en hún lá í gólfínu." Þorvaldur Blöndal bar sigur úr být- um i -90 kg flokki og Bjarni Skúlason tryggði sér Norðurlandameistaratitil- inn í -80 kg flokki. íslenska liðið vann síðan yfirburða- sigur í liðakeppninni. -HI Knicks marði sigur - San Antonio með sterka stöðu Larry Johnson var hetja New York Knicks þegar liöið lagði Indiana Pacers, 92-91, og er staðan í einvíginu, 2-1 fyrir Knicks. Indiana hafði yfir, 89-91, þegar skammt var th leiksloka en þá skoraði Johnson þriggja stiga körfu, brotið var á honum í skotinu og fékk hann að auki eitt vítaskot og skoraði úr því. Þetta var dramatískur endir á æsispennandi leik. Fjórði leikur lið- anna verður í New York í nótt. Larry Johnsons skoraði 26 stig fyr- ir Knicks, Marcus Camby 21 stig og Alan Houston 15. Rik Smits skoraði 21 stig fyrir Indiana, Mark Jackson 13 og Reggie Miher 12. San Antonio gjörsigraði Portland, 63-85, í þriðju viðureign liðanna í úr- slitakeppni bandaríska körfuboltans um helgina. Það bendir því fátt th annars en að San Antonio tryggi sér sæti í úrslitaleik keppninnar en liðið þarf aðeins að vinna einn leik th við- bótar th að koma sér þangað. Portland virðist alveg heihum horfið en liðið skoraði aðeins átta stig í þriðja leik- hluta. Jaren Jackson var stigahæstur hjá San Antonio með 19 stig og David Robinson skoraði 15 stig. Rasheed Walace skoraöi 22 stig fyrir Portland Isaiah Rider gerði 10 stig. -JKS Urslit og stöður 1. riðill: ftalía-Wales 4-0 Danmörk-H-Rússland 1-0 ítalia 5 4 1 0 11-3 13 Sviss 421 1 4-3 7 Wales 5 2 0 3 5-11 6 Danmörk 5 12 2 4-5 5 H-Rússland 5 0 2 3 3-6 2 2. riðill: Albanía-Noregur . . . . 1-2 Georgia-Grikkland . . 1-2 Lettland-Slóvenía ... 1-2 Noregur 751 1 14-8 16 Grikkland 6 2 3 1 7-5 9 Lettland 6 2 2 2 34 8 Slóvenía 5 2 2 1 7-8 8 Georgía 7 11 5 4-12 4 Albanía 5 0 3 2 3-5 3 3. riðill: Finnland-Tyrkland . . 2—4 Þýskaland-Moldavía . 6-1 Þýskaland 5 4 0 1 14-3 12 Tyrkland 5 4 0 1 11-5 12 Finnland 5 2 0 3 8-10 6 N-írland 5 12 2 3-8 5 Moldavía 6 0 2 4 6-16 2 4. riðill: Úkraína-Andorra . . . 4-0 Frakkland-Rússland . 2-3 Island-Armenía 2-0 Úkraína 6 4 2 0 12-3 14 ísland 6 3 3 0 7-2 12 Frakkland 632 1 10-6 11 Rússland 6 3 0 3 16-10 9 Armenía 6 11 4 3-10 4 Andorra 6 0 0 6 2-19 0 5. riðill: England-Svíþjóð . . . . 0-0 Pólland-Búlgaría .... 2-0 Svíþjóð 5 4 1 0 6-1 13 Pólland 5 3 0 2 34 9 England 5 2 2 1 7-3 8 Búlgaria 5 11 3 2-6 4 Lúxemborg 4 0 0 4 0-10 0 6. riðill: Spánn-San Marínó .. 9-0 Ísreal-Austurríki.... 5-0 Spánn 540 1 28-4 12 Israel 531 1 15-3 10 Austurriki 6 3 1 2 15-16 10 Kýpur 530 2 8-8 9 San Marínó 7 0 0 7 1-36 0 7. riðill: Portúgal-Slóvakía . . . 1-0 Rúmenía-Ungverjaland . 2-0 Aserbaidsjan-Liechtenstein . . . 4-0 Portúgal 6 5 0 1 19-2 15 Rúmenía 6 4 0 2 12-1 14 Ungverjal. 6 2 2 2 11-6 8 Slóvakía 6 2 2 2 7-4 8 Aserbaídsjan 6 10 5 5-17 3 8. riðill: Makedónía-Króatía .. 1-1 Makedónía 4 2 1 1 9-5 7 Króatía 4 2 1 1 8-6 7 írland 3 2 0 1 7-1 6 Júgóslavía 2 2 0 0 4-0 6 Malta 5 0 0 5 2-18 0 9. riðill: Bosnía-Litháen 2-0 Eistland-Tékkland . .. 0-2 Færeyjar-Skotland .. 1-1 Tékkland 6 6 0 0 14-3 18 Skotland 5 2 2 1 7-6 8 Eistland 6 2 1 3 11-11 7 Bosnía 5 2 1 2 7-8 7 Litháen 6 12 3 5-8 5 Færeyjar 6 0 2 4 2-10 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.