Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 7. JÚNl 1999 23 DV Sport ^Riðlakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu: Ovænt í París - þegar Rússar lögðu heimsmeistara Frakka Rússar komu geysilega á óvart þegar þeir sigruðu Frakka í 4. riðli Evrópumóts landsliða í París á laug- ardagskvöldið. Þessi úrslit hleypa spennu í riðilinn en að sama skapi voru þau mikið áfall fyrir heims- meistara Frakka sem eru nú í þriðja sæti í riðlinum. Það var Tikhonov sem kom Rúss- um yfir á 36. mínútu. Emmanuel Petit jafnaði fyrir Frakka á 53. mín- útu og Wiltord kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar við gríðar- legan fögnuð 80 þúsund áhorfenda. Rússar voru ekki af baki dottnir og Panow jafnaði metin og fimm mínút- um fyrir leikslok skoraði Valery Kaprin glæsilegt mark fyrir Rússa. Leikskipulagið brást „Þetta var það versta sem gat komið fyrir' okkur. Leikskipulag okkar gekk ekki upp. Það sem veldur mér einnig áhyggjum er að íslend- ingar hafa skotist upp fyrir okkur i riðlinum. Rússar eru með gott lið og gáfust aldrei upp,“ sagði Roger Lem- erre, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Sanngjarn sigur“ „Bæði liðin fengu tækifæri til að gera út um leikinn. Ég held samt að við höfum unnið sanngjarnan sig- ur,“ sagði Oleg Romantsev, þjálfari Rússa. Óvænt úrslit urðu einnig þegar frændur vorir Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli við Skota, 1-1, í Tóftum. Skotar léku einum færri allan síðari hálfleikinn en þeg- ar leiktíminn var að fjara úr tókst Hansen að jafna fyrir Færeyinga með frábæru skallamarki. Spánverjar eru á miklu skriði í sínum riðli og gjörsigruðu San Mar- ínó, 9-0. Finnar náðu tveggja marka forystu gegn Tyrkjum í Helsinki en Tyrkirnir gerðu næstu íjögur mörk og fóru heim með öll stigin. -JKS Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráðgjafi KSI, og Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari fylgjast með gangi mála gegn Armenum. Mynd Hilmar Þór Oflugt „Eg var mjög ánægður með heildar- brag liðsins í þessum leik og okkur tókst að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. Ég sagði fyrir leikinn að ég yrði fyllilega sáttur við tveggja marka sigur og við hefðum þess vegna getað unnið stærri sigur. Við gáfum höggstað á okkur þegar þeir fengu sín færi en við hefðum hæglega getað kom- ið í veg fyrir þau. Sérstaklega í fyrri hálíleik hefðum við getað sett fleiri mörk en þá var mikið skvaldur á vöm Armenanna. Við komum til leiksins vel stemmdir, hófum hann af miklum krafti og við gáfum þeim náðarhöggið strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var bara spurning að landa sigrin- um,“ sagði Guðjón Þórðarson lands- liðsþjálfari í samtali við DV. „Að vinna með tveimur mörkum á heimavelli í þessari keppni er mjög góður árangur og ekki annað hægt en að vera ánægður með það. Næsta verk- efnið verður að mæta Rússum á mið- vikudag i Moskvu en við leggjum þann leik upp með allt öðrum hætti en leik- inn við Armena. Liðið er búið að sýna það og sanna hversu öflugt það er og vonandi verður það sá drifkraftur sem til þarf til þess að knýja fram góð úrslit gegn Rússum. Ég veit að stemningin í hópnum er frábær og við höfum sýnt það að við höfum styrkinn til að ná hagstæðum úrslitum á útivöllum og í því sambandi er auðvelt að benda á leikinn í Úkraínu. Því skildi okkur ekki takst það í Moskvu einnig," sagði Guðjón. -JKS Þjálfari Armena var svekktur eftir tapið gegn Islandi „Við horfðum á upptöku af fyrri leik Islands og Armeníu í gær og þar kom í ljós að þarna eru jafngóð lið á ferðinni. Þar sáum við að við erum ekkert lélegri en íslendingamir en það sem íslenska landsliðið hefur fram yfir okkur er leikreynslan," sagði Suren Barseghyan, þjálfari Armena. Barseghyan hafði einfalda skipun til manna sinna fyrir leikinn. „Ég sagði þeim að spOa boltanum með einni snertingu og einnig hratt sín á mUli. Ég vildi ekki lenda í tæklingum við þá því þeir eru sterkari en við og mjög fljótir og snjallir í að stela boltanum. Barseghyan fannst enginn einn leikmaður skara fram úr hjá íslenska liðinu. „Leikmenn íslenska liðsins skapa mjög góða heUd. Mér fannst enginn standa upp úr en í sameiningu eru þeir mjög sterkir," sagði Barseghyan. -ÍBE Andy Cole og Svíinn Patrik Anderson í kröppum dansi í viðureign þjóðanna á Wembley sl. laugardag Reuter Fýrsti sigurinn - þegar landsliðið u-21 árs sigraði lið Armena, 2-0 Engin tilviljun íslenska 21 árs landsliðið vann fyrsta sigur sinn í sínum riðli þegar liöið vann Armeníu, 2-0, í Kaplakrika á laugardag. Þetta var mikiU baráttu- og spjaldaleikur og alls fóru ellefu spjöld á loft í leikn- um. Armenar fóru heldur verr út úr því, fengu 5 gul og 2 rauð, og urðu einum manni færri á 36. mínútu og tveimur mönnum færri á 58. mín- útu. Tvö stangarskot og tvö skot í slá íslenska liðið virtist lengi vel ekki ætla að ná marki inn þrátt fyr- ir að vera tveimur leikmönnum fleiri. Tvö stangarskot og tvö sláar- skot, auk fleiri færa, komu áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Liðið sýndi þó styrk og hélt áfram og loks gaf vörn Armenana eftir. Þá fylgdi Jóhann B. Guðmundsson vel á eftir góðu skoti frá besta manni vaUarins, Arnari Þór Viðarssyni. Þetta var á 82. mínútu og vara- maðurinn, Haukur Ingi Guðnason, sem kom inn á 75. mínútu, færði lið- inu þann aukakraft sem dugði og innsiglaði síðan sigurinn á 86. mín- útu er hann tók við boltanum og skoraði af markteig, eftir góðan samleik Þorbjörns Atla Sveinssonar og Freys Karlssonar. Annars eru spjöldin (11) og auka- spyrnurnar (51) minnisstæðastar frá þessum leik en sem dæmi má nefna að íslendingar fengu dæmdar á sig 31 aukaspyrnu, þar af 18 á fyrsta hálftíma leiksins. Arnar Þór Viðarsson átti mjög góðan leik og var óheppinn að skora ekki, skaut meðal annars í slá úr aukaspyrnu, en einnig lék Indriði Sigurðsson vel. Haukur Ingi Guðnason, sem að margra mati kom alltof seint inn á, var líka frískur. Það skiptir mestu að þrjú fyrstu stig liðsins eru kom- in í hús og lukkan er kannski loksins orðin liðinu hliðholl -ÓÓJ „Ég er stóránægður með þessi úr- slit. Við vorum að skapa okkur heilan helling af færum og gátum af þeim sök- um skorað mun fleiri mörk. Það er mikill hugur í mannskapnum og allir eru tilbúnir að leggja sig 100% fram. Við erum búnir að sanna það að þessi árangur, sem liðið hefur þegar náð, er engin tilviljun. Þetta hefst af því að við stöndum saman sem ein heild, hjálpum hver öðrum, og baráttuandinn er ein- stakur. Við þurfum að halda gífurlegri einbeitingu fyrir leikinn gegn Rússum og ef við stöndmn saman á að vera hægt að ná hagstæðum úrslitum. Við höfum sýnt það og ætlum að halda því áfram,“ sagði Sigurður Jónsson, fyrir- liði landsliðsins, eftir leikinn. Sjálfstraustið í lagi „Við ætluðum okkur þetta alltaf. Sigurinn var öruggur og við vorum betri aðilinn allan tímann. Það er nú orðið ætlast til þess að við vinnum alla leiki og við höfum ekki tapað ell- efu leikjum í röð. Þetta segir okkur að sjálfstraustið er í lagi enda ekki ástæða til annars. Leikurinn við Rússa verður mun erfiðari en þessi en við erum hverki bangnir," sagði Helgi Sigurðs- son. Hlutverk mitt að skora „Það hlutverk fremsta manns að skora og því er ekki tU of mikils mælst að ég geri það. Þetta var einn af betri leikjum liðsins í keppninni og það er vonandi að við höldum áfram á sömu braut. Það er mikUl hugur í liöinu og maður hlakkar tU hvers leiks. Það er virkilega gaman þegar vel gengur og við fórum tU Rússlands tU að ná í stig,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það gekk aUt upp sem við ætluðum okkur fyrir leikinn. Menn hafa virki- lega trú á því sem þeir eru að gera og ég get ekki annað en verið sáttur. Við spilum aUt aðra taktík í leiknum í Rússlandi og það verður stefnt að því að ná þar hagstæðum úrslitum," sagði Þórður Guðjónsson við DV eftir leik- inn. -JKS M Guðjón Þórðarson: ---—- ip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.