Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 27 Mika Hakkinen segir áhangendur sínir hafi ekki enn séð allt sem hann muni bjóða upp á í Formúlunni í sumar. Hann segir McLaren-bílinn vera í stöðugri framför og hann eigi eftir að verða enn betri í næstu keppnum. Ef marka má digrar yfirlýsingar Finnans mega andstæðingar hans fara að vara sig. Reuter dropar Kvartmilu- keppni sem fara átti fram um helgina, nánar tiltekiö á laugar- dag, var frestaö um viku eftir að bilun varð í ljósa- búnaðinum sem ræsir kepp- endur í rásmarkinu. Bilun- in varð skömmu áður en keppnin átti að hefj- ast. DV Sport Bensín- Ástœdan \ ' fyrir biluninni var sú að ljósabúnað- urinn, Jólatréð", var vitlaust tengdur og brann yfir þegar kveikt var á honum. Um / nœstu helgi / fara torfærukappar \ ' aftur á kreik en þá fer \ fram önnur keppnin í DV-Sport mótaröðinni til ís- landsmeistaratitils. Keppnin fer fram í Jósepsdal og má bú ast við mjög skemmtilegri keppni þar sem allir bestu \ bílar og menn landsins \ mæta. / Fyrsta / keppnin í tor- \ ' færunni fór fram á v, Akureyri fyrir tveimur vikum og var sérlega flörug. Hefur tímabil tor færumanna varla byrjað með meiri látum áður i og er framhaldið ■s. spennandi. ■ Mika Hakkinen óttast ekki framhaldið í Formúlu 1: Michael / Schumacher, / sem hefur forystu í / keppninni um heims- / meistaratitilinn í Fonnúlu 1 kappakstrinum, segist bjart- x sýnn á sigur í næstu keppni sem fer fram í Kanada um næstu helgi. Schumacher segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann \ vann ekki keppnina í / \ Barcelona. / og segir McLaren-bílinn geta batnað mjög mikið í næstu keppnum „Ég er sannfærður um að leiðin hjá okkur getur aðeins legið upp á við það sem eftir er keppnistíma- bilsins. Þrátt fyrir nokkra erfíðleika í byrjun er ég viss um að gengið verður mun betra hjá okkur í næstu keppnum og við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði heimsmeistarinn í kappakstri, Finninn Mika Hakkinen, í viðtali við erlenda fjöl- miöla á dögunum. Sigur hans í Barcelona um síð- ustu helgi virðist hafa hleypt miklu kappi í lið McLarens og Hakkinen er afar bjartsýnn á framhaldið. „Keppnin var gallalaus hjá mér í Barcelona og það býr mikið enn í bílnum. Það á eftir að bæta hann mikið og einnig vélina. í raun tel ég að við höfum varla startað bílnum enn þá. Okkar lið mun á næstu dög- um gera bílinn enn betri og ég kvíði ekki framhaldinu. Það er búið að ákveða að gera nokkrar breytingar á bOnum nú þegar en ég vil ekki greina frá því hverjar þær eru. Það kemur í ljós. Sigur Hakkinens í Barcelona gerði það að verkum að hann er aö- eins sex stigum á eftir Michael Schumacher og ef marka má sterkar yfirlýsingar Finnans má Schumacher vara sig í næstu keppnum. Schumacher sagðist fyrir keppn- ina í Barcelona búast við því að keppnin yrði ein sú slakasta hjá Ferrari á keppnistímahilinu. Þrátt fyrir að ökumenn Ferrari, Schumacher og Eddie Irvine, höfn- uðu í þriðja og fjórða sæti í Barcelona, gekk spádómur Schumachers ekki eftir. Nokkuð er farið að bera á óá- nægju ökumanna með ýmis tækni- leg mál í Formúlu 1. Sérstaklega eru menn óánægðir með gerð dekkj- anna og margir vilja hverfa aftur til breiðari dekkja með meira grip. Á meðal ökumanna sem þetta styðja eru David Coulthard, Jean Alesi, Heinz-Harald Frentzen, Damon Hill og Johnny Herbert. Ef breytingar verða gerðar má búast við því mjög fljótlega því þrátt fyrir að keppnistímabilið nú sé ný- hafið eru stærstu og öflugustu liðin þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. -SK Schumacher segir brautina i Bacelona hafa hentað McLaem-liðinu mun betur en Ferrari-liöinu. Hann full- yrðir hins vegar að aðstæður í Kanada um næstu helgi muni verða Ferrari mun hagstæðari og hann telji sigurmöguleika sína | mjög mikla. Með sigri í Kanada myndi Schumacher tryggja stöðu slna á toppnum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.