Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Sport DV Hestamolar Börkur og Alexander Hrafnkels- son fóru 150 metrana á skemmstum tíma á kappreiöum Sörla í Hafnar- firöi, eða á 14,35 sek, Þór og Krist- jún Magnússon fóru 300 metra brokk á 36,33 sek. Elding frá Hóli var valin efnileg- asta og þjálasta unghrossiö í gæö- ingakeppni Sörla í Hafnarfirði. Fluga frá Breiðabólsstað fékk Toppsbikarinn sem hæst dæmda hryssan i forkeppni en hún var sýnd af Loga Laxdal. Glæsilegasti gæðing- ur mótsins var valinn Þytur frá Kálfhóli sem Elsa Magnúsdóttir sýndi. Logi Laxdal er að komast í skeið- haminn en hann kom Freymóði frá Efsta-Dal í fluggirinn á kappreiðum Sörla í Hafnarfirði og fóru þeir 250 metra skeiðið á 21,63 sek. Guöni Ágústsson landbúnaðarráö- herra flutti ávarp á hátíðarkvöld- skemmtun Geysis og sagðist vilja sjá hlutverki íslenska hestsins gerð meiri skil i íslensku þjóðlífi. Hann sagði einnig að könnun eðal erlendra ferðamanna sýndi að 30% þeirra teldu íslenska hestinn það eftirtekt- arverðasta sem þeir sáu á fslandi. Styrmir Árnason heimsmeistari í 4 gangi hefur ekki ákveðið hvort hann muni reyna að verja titil sinn á stóð- hestinum Boöa frá Geröum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. „Ég er með 6 vetra gelding, Hamar frá Þúfu, undan Orra frá Þúfu, sem lofar góðu. Þegar reynsla er komin á hann mun ég taka ákvörðun," segir Styrmir. Lokiö er skráningu fyrir heims- meistaraúrtökuna í Kópavogi 16. til 19. júní. Þrjátíu knapar skráðu sig til keppni meö fjörutíu hesta en líklega eru skráningar tveggja til þriggja knapa á leiðinni í pósti. Gyiiir frá Hafsteinsstöðum og Skafti Steinbjörnsson. DV-mynd E.J Búast má við því að Marlise Grimm, landsliðseinvaldur þýska landsliðsins, komi á úrtökuna i Kópavogi 16. til 19. júní. Þá hefur heyrst af nokkrum þýskum knöpum sem ætla sér að mæta til að meta andstæðinginn. Reynir Aöalsteinsson lætur ekki deigan síga og hefur skráð sig á heimsmeistaraúrtökuna i Kópavogi með Dropa frá Refsstöðum í fimm- gangsgreinarnar. Reynir hefur keppt á níu heimsmeistaramótum og er fimmfaldur heimsmeistari. Hann keppti síðast árið 1993 í Sparnvoude í Hollandi. Albert Jónsson, sem hefur keppt einu sinni á heimsmeistaramóti i hestaíþróttum árið 1975, hefur skráð sig í úrtökuna fyrir heimsmeistara- mótiö í sumar og kemur með stóð- hestana Prins frá Úlfljótsvatni i fjórgangsgreinarnar en Krapa frá Akureyri i fimmgangsgreinarnar. -EJ Sextíu kynbótahross fulldæmd í Skagafirði: Eldri hross glönsuðu Sextíu kynbótahross voru fulldæmd í Skagaflrði í síð- ustu viku en það er minna en oft áður á vorsýningu. Fjórðungurinn var stóðhest- ar sem er hátt hlutfall. Nokkrir ósýndir stóðhestar í eldri kantinum komu fram og stóð þar efstur Hallmar frá Vatnsleysu, undan Hvin og Hátíð frá Vatnsleysu, með 8,13 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,03 fyrir bygg- ingu og 8,23 fyrir hæfileika. Næstir komu: Prins frá Syðra-Skörðugili með 8,03 og Hegri frá Glæsibæ II með 8,02. Gyllir frá Hafsteinsstöð- um stóð efstur 5 vetra hest- anna með 8,01 i aðalein- kunn. Hann er undan Herv- ari frá Sauðárkróki og Litlu-Toppu frá Hafsteins- stöðum og fékk 8,13 fyrir byggingu og 7,89 fyrir hæfi- leika. Hæst dæmdi 4 vetra stóð- hesturinn náði ekki 7,75 í aðaleinkunn. Eygló frá Hólum stóð efst 6 vetra hryssnanna með 8,06 í aðaleinkunn. Hún er und- an Kveik frá Miðsitju og Eldey frá Hólum og fékk 8,05 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfileika. Næstar komu: Hrefna frá Ytra-Skörðugili með 8,05, Virkja frá Djúpadal með 8,03, Kleina frá Kjartans- stöðum með 8,01 og Tíbrá frá Syðra-Skörðugili með 8,00. Regína frá Flugumýri stóð efst 5 vetra hryssnanna með 7,95 í aðaleinkunn. Regína er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Rimmu frá Flugumýri og fékk 7,95 fyrir byggingu, 7,96 fyrir hæfi- leika. Einungis ein 4 vetra hrysa var fulldæmd og fékk 7,63 í aðaleinkunn. -EJ w m * Adolf Snæbjörnsson, sem kom inn í úrslit í B-flokki í efsta sæti með Síak frá Þúfu, óskar Daníel I. Smárasyni til ham- ingju með efsta sætið. DV-mynd E.J Sörli í Hafnarfirði: Kappreiða- knapinn reið á töltinu Mörg félög hafa þann háttinn á að dreifa keppni á gæð- ingamótum yfir vik- una vegna álags um helgar. Hjá Sörla í Hafnarfirði tók mótið nokkra daga en lauk með úrslitum á laugar- degi en á sunnudegin- um var gefið frí. Keppt var í hefð- bundnum keppnis- greinum. í B-flokki stóð efstur Seiður frá Sigmundarstöðum með 8,63 en knapi hans var Daníel I. Smárason, þekktur kappreiðaknapi sem að jafnaði keppir í ungmennaflokki. Hann var jafnframt valinn knapi mótsins. í A-flokki stóð efst Víma frá Neðri-Vind- heimum með 8,38 í ein- kunn en knapinn var Adolf Snæbjörnsson. Valur frá Litla-Bergi fékk hæstu einkunn í ungmennaflokki og var knapi hans Hinrik Þ. Sigurðsson. Háfeti frá Undirfelli fékk hæstu einkunn í unglingaflokki, 8,42, en knapi var Kristín M. Jónsdóttir. Þau eru ánægð syst- kinin Birkir Rafn og Rósa Bima Þorvalds- börn sem sigruðu i polla- og barnaflokki. Birkir Rafn sýndi Frey frá Sandhóli en Rósa Birna Árvakur frá Sandhóli og fékk 8,28 í einkunn. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.