Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 29 * Einar Öder Magnússon og kona hans, Svanhvit Kristjáns- dóttir, gáfu sér frí frá þríburun- um og sýndu fjóra syni Odds frá Selfossi. Þrír þeirra fengu hærri aðaleinkunn en 8,00 og sá fjórði 7,75. Þad þykja ekki fréttir að segja frá því að afkvæmi Orra frá Þúfu séu að gera það gott, en nokkur slík voru í góðum sætum á kynbótasýningunni á Hellu. Þá átti Svartur frá Unalœk syni í efstu sæt- um í fjögurra og Fimm vetra flokki, þá Aska frá Kanastöðum og Snerri frá Bœ 1. -EJ Það voru margir víga- legir knapar sem sýndu kynbótahross á Hellu í vikunni en þegar upp var staðið var Birna Káradóttir með pálmann í höndunum. Hún sýndi Ögra frá Háholti, sex vetra hest úr heimarækt fósturfoður síns, Más Haraldssonar í Háholti í Gnúpverjahreppi, og hækkaði aðaleinkunn hans úr 8,14 í 8,33. Ögri er undan Stormi frá Stórhóli og Kylju frá Háholti og fékk 8,38 fyrir byggingu og 8,29 fyrir hæfileika en hann var sýndur 1 flokki stóð- hesta. Næstir komu: Kvistur frá Hvolsvelli með 8,26 og Sindri frá Högnastöð- um með 8,24. Það er öruggt að á landsmótinu í Reykjavík veröur mikill floti há- gengra og glæsilegra kynbótahrossa ef miðað er við unghrossin sem voru sýnd á Hellu. Þau voru hvert öðru glæsi- legri og fengu að vonum prýðilega útkomu. Snerrir frá Bæ I var efstur 5 vetra hestanna, með 8,20 í aðaleinkunn. Hann er undan Svarti frá Unalæk og Fiðlu frá Kirkjubæ og fékk 8,25 fyrir byggingu og 8,16 fyrir hæfileika. Næstir komu: Penni ffá Kirkjubæ með 8,11 og Faldur frá Syðri-Gróf með 8,11. Askur frá Kanastöð- um fékk frábærar ein- kunnir en hann er ein- ungis 4 vetra. Askur er undan Svarti frá Unaiæk og Öskju frá Miðsitju og fékk 7,95 fyrir byggingu, 8,41 fyrir hæfdeika og 8,18 í aðaleinkunn. Næstir komu: Hrím- faxi frá Hvanneyri með 8,02 og Sölvi frá Árgerði með 7,88. Eir frá Fljótsbakka stóð efst hryssna i elsta flokki, með 8,26 í aðalein- kunn. Hún verður vænt- anlega sýnd á fjórðungs- mótinu á Austurlandi í júlíbyrjun. Eir er undan Otri frá Sauðárkróki og Kommu ffá Fljótsbakka og fckk 8,00 fyrir byggingu og 8,53 fyrir hæfileika. Næstar komu Brana frá Ásmúla með 8,25 og Þruma frá Hofi I með 8,24. Glæsihryssan Bringa frá Feti er einungis 5 vetra en hefur þegar skipað sér i fremstu röð hryssna. Hún hlaut 8,37 i aðaleinkunn og var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Bringa er und- an Orra frá Þúfu og Brynju frá Skarði og hlaut 7,98 fyrir byggingu og 8,77 fyrir hæfileika. Bringu verður ekki haldið í sumar. Henni er ætlað það hlutverk að vera flaggskip Fetsflot- ans á landsmótinu næsta sumar. Næstar henni komu Kæti frá Keldudal með 8,10 og Flauta frá Dalbæ með 8,07. í 4 vetra flokknum stóð efst Bjargþóra frá Vorsabæ II með 8,15 í einkunn. Bjargþóra er undan Kraflari frá Mið- sitju og Kolfreyju frá Vorsabæ og hlaut 8,25 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika. Næstar komu: Hlín frá Feti með 8,07 og Kynning frá Feti með 8,04. -EJ Níu ræktunarbú á afmælismóti hjá Geysi Nokkur hestamannafélög eiga stórafmæli á árinu og héldu Geysismenn 50 ára afmæli sitt hátíðlegt um helgina. Hluti af skemmtuninni var kynbótasýning en einnig var gæðingakeppni og kappreiðar og á kvöldvöku ræktunarbússýning níu ræktunarbúa og dansleikur. Þátttaka var mikil enda er í héraðinu mikill fjöldi hrossa. Hasar frá Búð stóð efstur í B- flokki atvinnumanna með 8,38 í einkunn en knapi hans var Hafl- grímur Birkisson. Tregi frá Ytra-Dalsgerði stóð efstur í B-flokki áhugamanna með 8,14 en knapinn var Kristín Lárusdóttir. í A-flokki atvinnumanna var Kjarkur frá Ásmúla efstur með 8,54 en knapi hans var Erlingur Erlingsson. Kóngur og Árni B. Pálsson fengu 1. sæti í A-flokki áhuga- manna með 8,10 í einkunn. Jakob Jakobsson og Vorboði frá Hafnarfirði fengu 1. sæti í ungmennaflokki með 8,10 í ein- kunn og í unglingaflokki stóð efstur Hersir frá Þverá og Rakel Róbertsdóttir með 8,25 í ein- kunn. Kostur frá Tókastöðum og Laufey G. Kristinsdóttir voru í 1. sæti í barnaflokki með 8,26 í ein- kunn. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.