Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir_____________________________________ Óánægja innan Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og sjómenn hóta útgöngu: Hættulegt fordæmi - segir formaður Bylgjunnar um Qárfestingar sjóðsins í Básafelli „Þetta er hættulegt fordæmi," segir Skarphéðinn Gíslason, for- maður Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum, um ijárfestingar Lífeyrissjóðs Vest- firðinga í sjávarútvegsfyrirtækinu Básafelli í ísafjarðarbæ. Óánægju hefur gætt meðal hluta félagsmanna í lífeyrissjóðnum vegna þess að þeir miiljónatugir króna sem lagðir hafa verið í fyrir- tækið séu afar ótrygg íjárfesting og cills ekki hafi verið haft að leiðar- ljósi að ávaxta fjármuni sjóðsins sem best. Fjárfesting í Básafelli sé á mjög gráu svæði sé litið til laga um lífeyrissjóði sem kveði skýrt á um að við fjárfestingar eigi að hafa að leiðarljósi að ávaxta fé sjóðanna með hliðsjón af bestu kjörum á hverjum tíma með tilliti til ávöxtun- ar og áhættu. Bent er á að fjárfest- ingin sé undir merkjum byggða- stefnu frekar en skynsamlegrar fjár- festingar. Þessu hefur Guðrún Guð- mannsdóttir, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins, hafnað í samtali við DV og segir hún að kvóti Básafells tryggi fjárfestinguna. Skarphéðinn Gíslason segir aö með fjárfestingu lífeyrissjóðsins í Básafelli sé verið að skapa fordæmi þess að önnur fyr- Kaldhæðnisleg sinnaskipti: R-listinn þjónar einkabílismanum - segir stjórnarmaður í SVR „Það er kald- hæðnislegt hvern- ig R-listinn er far- inn að þjóna einkabílismanum á skjön við öll fyr- irheit um að gera almenningssam- göngur að raun- hæfúm valkosti i höfuðborginni," segir Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi og stjórnarmaður í SVR. Kjartan seg- ir að við nýja leiðakerfisbreyt- ingu strætisvagn- anna hafi þjón- ustu við íbúa í Þingholtunum verið hætt með því að færa litla- strætó í ferðir frá Háskólanum og niður í miðbæ vegna bílastæða- skorts. Og í Höfða- og Hálsahverfi séu engar ferðir lengur á milli klukkan 9 og 16 en hverfið sé þó eitt stærsta atvinnusvæði borgarinnar. Eins og fram hefur komið í DV var litli-strætó látinn hætta akstri í Þingholtunum þegar í ljós kom að rekstur hans kostaði 12 milljónir á ári og farþegar voru aðeins 0,6 á hvem ekinn kílómetra. „Mér finnst hugmyndin með litla- strætó og mið- bæjarferðir hans góð enda studdi ég hana,“ segir Kjartan Magn- ússon. „En það er íhugunar- efni þegar Þingholtin öll eru svipt þessari þjónustu SVR og við skulum muna það að skattgreið- endur í höfuðborginni greiða hálfan milljarð með rekstri strætisvagn- anna á ári hverju. í Þingholtunum búa fjölmargir aldraðir sem setja traust sitt á strætisvagnaferðir um hverfið." -EIR Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. irtæki geti krafist þess að keypt verði í þeim hlutabréf á sömu for- sendum og því verði erfitt að neita. Hann segir óánægju Bylgju- manna snúast um fleira en fjárfest- ingar. Félag hans sé áhrifalaust í stjóm sjóðsins og skerðingar á líf- eyri sjómanna komi mjög við menn. Þá hafi sjóðstjórn ekki samþykkt sama makalífeyri og gerist hjá öðr- um sjóðum sjómanna á landinu. Að samanlögðu hafi þessi mál magnað upp óánægju meðal Bylgjumanna sem hótað hafi útgöngu úr sjóðnum í samtölum við stjórnarmenn. Skarphéðinn áréttar að sú hótun sé þó enn sem komið er aðeins í orði. „Við ætlum að fela Farmanna- og fiskimannasambandi íslands að skoða þessi mál. í framhaldi þess munum við taka ákvarðanir um næstu skref,“ segir Skarphéðinn. -rt Sjómenn ó Vestfjörðum eru reiðir vegna framgöngu lífeyrissjóðs þeirra. Mynd- in sýnir sjómann við störf sín en tengist að öðru leyti ekki innihaldi fréttarin- ar. Sigur í sextánda sæti W LÁTUM GUÐJÓN SPLÆSA NAMMI flNm RIÐILINN »> EVRÓPUMEISTARAR 2000 ísland er að kalla orðið Evrópumeistari í knattspyrnu. Úr- slitakeppnin fer að vísu ekki fram fyrr en á næsta ári en það breytir litlu. Þetta varð ljóst á laugar- daginn eftir að við tókum Armena í nef- ið. Þeir máttu þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun en tveimur mörkum. Þann dag settist ís- land í efsta sæti rið- ilsins og svo stóð al- veg fram á laugar- dagskvöld þegar Úkraínumenn lögðu dvergríkið Andorra og skutust þar með í toppsætið. Það getur vart talist til afreka að sigr- ast á soddan smáríki. Við héldum öðru sætinu enda unnu Rússar heimsmeistara Frakka í París. Heimsmeistaramir verða því að bíta í það súra epli að verma sæti á eftir sæti strákanna okkar. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari er orðinn þjóðhetja og það áður en við hömpum titlinum eftirsótta. Eitthvað verður það þá. Undir hans stjóm tapar íslenska landsliðið ekki. Það hefur ekki tapað ellefu leikjum i röð og þar af sex leikj- um í riðli Evrópukeppninnar. Þar höfum við þó ekki mætt neinum aukvisum enda í riðli með sjálfum heimsmeisturunum. Það er því léttur gleðibankafilingur meðal þjóðarinnar. Sigurinn blasir við ekki síður en í Júróvisjón á dögunum þegar Selma vann eigin- lega og við vissum það fyrir. Það var algert ómark hjá Svíunum að senda stolið lag sem að nafninu til lenti í fyrsta sæti. Eins er þetta í fótboltanum. Við þurfum bara að klára riðilinn og síðan úrslitakeppnina en sig- urinn blasir við. Við verður sigurvegarar jafnvel þótt svo fari að einhver önnur þjóð verði form- lega í fyrsta sæti riðilsins og jafhvel öðm sæti. Það þýddi að visu að við kæmumst ekki í úrslita- keppnina þótt við ættum þar svo sannarlega heima. Það er þó svartsýnisraus sem við þekkjum hvorki né viðurkennum. íslensk þjóð gengur sig- urviss fram á völlinn í keppni við aðrar Evrópu- þjóðir. Það þekkjum við frá söngvakeppninni þar sem við höfum unnið fyrir fram í keppni eftir keppni. í Evrópumóti knattspyrnulandsliða ætlum við okkur ekkert annað en sigur úr því sem komið er. Við treystum Guðjóni og strákunum hans enda segir sagan okkur að þeir tapi ekki undir hans stjóm. Rússarnir em næstir á dagskrá. Við mætum þeim í Moskvu á morgun og sýnum þeim á þeirra heimavelli hvemig á að spÚa fótbolta. Látum það liggja á milli hluta þótt þeir hafi unn- ið heimsmeistarana í París um helgina. „Þú ert enginn Kennedy" voru fleyg orð í bandarískri kosningabaráttu og eins er þetta i fótboltanum. Frakkland er ekkert ísland. Rússarnir verða því engin fyrirstaða. Þátttökuþjóðimar í úrslitakeppninni á næsta ári era sextán talsins. Við ættum því að minnsta kosti að ná sextánda sætinu - sem er í raun okk- ar númer - en vinna samt. Áfram ísland. Dagfari ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNI 1999 sandkorn Ráðherra um áramót Valgerður Sverrisdóttir verður samkvæmt heimildum Sandkorns ráðherra um næstu áramót eða mun fyrr en í veðri hefur verið látið vaka. Sagt hefur verið að skiptin verði um mitt kjörtímabil en Sandkorn heyrir allt annað.Spyrja má hvers vegna var þá verið að skipa Pál Pét- ursson ráð- herra í hálft ár? Svarið liggur væntanlega í því að verið er að gefa honum kost á að hætta með reisn i stað þess að slá þennan 6 vetra stóðhest af án fýrirvara... Græna herbergð Eins og DV greindi frá þá mætti Jón Ólafsson stórgrosser til ísrael og var á meðal Evró- visjónáhorfanda. Þannig háttaði til að keppendur og heldri menn biðu úrslitanna í svokölluðu grænu herbergi sem oft var sýnt frá á meðan á talningu stóð. Jón Ólafsson reyndi að sögn mikið til að komast inn í græna herbergið en var vísað frá. Eftir að hafa þráttaö við starfsfólk fram og til baka tók Jón, að sögn heimildar- manns, upp farsímann og til- kynnti viðstöddum að hann myndi nú hringja í Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra til að redda málinu. Sími Halldórs ku hafa verið utan þjónustusvæð- is eða allar rásir uppteknar þannig að Jón komst ekki í græna herbergið og hafnaði í al- menningi... Ekki hrifinn Stuðningsmönnum rikisstjórnar- innar vii’ðist fækka eitthvað þessa dagana enda verðlagshækkanir eins og umtalsverð bensínhækkun ekki vænleg til vinsældauka. Norður á Akur- eyri hefúr heyrst hátt í Birni Snæbjömssyni, formanni stærsta verka- lýðsfélags lands- byggðarinnar, sem er lítt hrifinn af aðgerðum ríkisstjómarinnar síð- ustu dagana og hefur ekkert skafið utan af hlutunum í þeirri gagnrýni. Bjöm var hins vegar á hsta Fram- sóknarflokksins fyrir kosningamar til Alþingis í síðasta mánuði og hef- ur þótt með „harðari“ framsóknar- mönnum í bænum um árabil... Þraukar enn! Þegar sjálfstæðismenn biðu þess í óvissu, áður en örlagaríkur flokksráðfundur hófst, hverja Davíð Oddsson vildi á ráðherra- stóla var talið einsýnt að hinn yf- irvegaði Halldór Blöndal héldi stól sínum. Þessi trú manna gekk þvert á það sem upplýst hafði verið á miðjum vetri í Sand- komi þar sem upplýst var aö Halldór yrði forseti þings þrátt fyrir minnisfötlun hvað nöfn varðar. Meðan Davíðs var beðið orti alþingismaðurinn Hjálmar Jónsson skammlífa vísu í anda afa síns Bólu-Hjálm- ars: Ríkisstjórn er samþykkt senn. Situr hún árin tvenn og þrenn. Davíö kýs sér djarfa menn og Dóri gamli þraukar enn. Umsjón: ReynirTraustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.