Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1999 tennmg 11 Skáld við slaghörpuna Györgi Sebök er 77 ára gamall ungverskur píanóleikari og kennari sem hélt tónleika í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Sebök er enginn venjulegur kennari, heldur einn sá fremsti í heiminum í dag - og marg- ir nemendur hans eru að sama skapi engir venjulegir nemendur heldur líta á hann sem andlegan leiðtoga. Það er að mörgu leyti skiljanlegt, Sebök hefur djúpt listrænt inn- sæi og þekkir tónlistargyðjuna betur en margir aðrir, einnig hefur hann einstakt lag á að miðla innblæstri og koma hinum aumasta nemanda á skáldlegt flug. Tónleikarnir hófúst á sónötu í c-moll KV 475 eftir Mozart. Hún var prýðilega leikin af Sebök, sem hafði alla tækni og blæbrigði fullkomlega á valdi sínu. í Mozart eru sjaldan tækifæri til að vera með yfirborðsmennsku og Sebök þurfti held- ur ekki á neinu slíku að halda. Hann var greinilega búinn að íhuga dýpri merkingu tónlistarinnar út í ystu æsar því hver ein- asta hending var þrungin meiningu og anda- gift, tónlistin rann markvisst áfram allt til enda og þráðurinn slitnaði hvergi. Robert Schumann sagði einhverju sinni að sá sem leikur ekki við píanóið leikur held- ur ekki á það. Áreynsluleysi einkennir pi- anóleik Seböks, hann hefur svo vel mótaða tækni að hann þarf ekkert að hafa fyrir því að spila. Hann er enginn slagherpir sem gnístir tönnum, berst um á hljómborðinu og er með niðingsleg fantabrögð. Skeikult minni Veikleiki Seböks er á hinn bóginn skeikult minni, enda er hann orðinn 77 ára gamall eins og áður sagði. Kom þetta að sök i næsta György Sebök - þrungin merkingu". „Hver einasta hending Tónlist Jónas Sen verki efnisskrárinnar, hinni svonefndu Appassionötu, sónötu íf-moll op. 57 eftir Beet- hoven. Þar villtist Sebök í fram- sögu fyrsta þáttar og eftir nokkurn vandræðagang lenti hann aftur á byrjunarreit. Einnig hóf hann annað tilbrigði hæga kaflans áttund of ofarlega, sem óneitanlega skemmdi stemninguna. Þetta er synd, því Sebök sýndi að öðru leyti skáldleg tilþrif og var leikur hans í einu og öllu í anda Beethovens. Hraðinn var hæfilega frjálslegur, pedalnotkunin ríkuleg og styrkleikabrigðin markviss án þess að virka úthugsuð. Einmitt svona hefur píanó- leik Beethovens verið lýst af samtíma heim- ildarmönnum og því er ekki hægt að segja annað en að túlkun Seböks á þessu stórvirki píanóbókmennt- anna hafi verið sannfærandi, þráttfyrir annmarkana. Síðasta verk efnisskrárinnar var Wanderer-fantasían eftir Schubert. Tónlist Schuberts er ávallt ljóðræn en að sama skapi ekki eins spennuþrungin og tón- list Beethovens. Einnig hér var túlkun Seböks fullkomlega í anda tónskáldsins, líkt og í Mozart slitnaði þráðurinn aldrei og voru laglínumar ávallt ferskar eins og þær væru að heyrast í fyrsta sinn. Þetta var innblás- inn flutningur, hér var minni píanóleikar- ans öruggt, allar nótur voru á sínum stað og tónlistin kom greinilega beint frá hjartanu. Segja má að þetta síðastnefnda eigi lika við um tónleikana í heild sinni, Sebök er ein- lægur listamaður og laus við þá yfirborðs- mennsku sem er alltof algeng meðal píanó- leikara i dag. Finnur Arnar víða Finnur Amar Amarson, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður, hefur mörgum hnöppum að hneppa um þessar mundir. Hann er meðal nokkurra alþjóðlegra listamanna af yngri kyn- slóð sem boðið var til samsýning- ar í Ronald Feldman Fine Arts i New York en sá sýningarstaður er þekktur fyrir stefnumarkandi sýningar á framsækinni mynd- list. Finnur er eini fulltrúi íslend- inga á sýningunni sem stendur til 10. júh nk. Samkvæmt ákvörðun stjómar Félags leikmynda- og búninga- hönnuða er Finnur Amar einnig einn af þremur fulltrúum íslands á feræringi leikmynda- og bún- ingahönnuða í Prag sem hófst í gær og stendur fram eftir mánuð- inum. í for með Finni Amari era Hilmar Jónsson leikstjóri og Þór- unn Jónsdóttir búningahönnuður en öll þrjú hafa þau starfað í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Er þetta til marks um aukið vægi þeirra Hafnar- íjarðarmanna í íslensku leikhúsumhverfi. Af heimsins fjöldasöng Hagþenkir styrkir höfunda Hagþenkir hefur nýlega úthlutað starfsstyrkj- um og ferða- og menntunarstyrkjum til félags- manna sinna sem em höfundar fræðirita og kennslugagna, svo og til annarra um- sækjenda. Starfsstyrkir til ritstarfa vora veittir 29 höfundum, samtals 3,3 milljónir króna. Styrkimir vora tvenns konar, 150 og 75 þús. krónur, en hæsta styrkinn, 300 þúsund krón- ur, hlaut Jón Karl Helgason (á mynd) til að ljúka fræðiriti sem hann nefn- ir Höfundar Njálu. Þar fjallar hann um þýðingar, leikgerðir, bamabæk- ur, skáldsögur, myndverk, tónlist, ljóð og fræðirit sem byggjast með einmn eða öðram hætti á texta Njáls sögu. Enn fremur vora veittir styrkir til að vinna að handritum fræðslu- og heimildarmynda. Til út- hlutunar var ein milljón króna og rann hæsti styrkurinn, 300 þúsund krónur, til Sonju B. Jóns- dóttur vegna heimildarmyndar sem hún hyggst gera um sögu íslenskrar kvennahreyfingar. Þóknanir vegna höfundarréttar á fræðslu-og heimOdarmyndum sem sýndar hafa verið í sjón- varpi vora greiddar sex umsækjendum, samtals 300 þúsund krónur. Þá greiddi Hagþenkir 32 höf- undum fræðirita og kennslugagna þóknun vegna ljósritunar úr verk- um þeirra í skólum og öör- um opinberam stofhunum. Diddú og Anna Guðný á hrað- ferð Hvaða afmælisgjöf á að gefa íslenskum meðaljóni sem á allt og syngur í kór? Safnplöturnar Allir heimsins kórar auðvit- að. Bókstaflega heita þessar geislaplötur raunarRaddir ! Raddir.'/Hiö máttuga ákall upp á íslensku, sem er tilvísun í Duino-eleg- íur Ijóðskáldsins Rilke. Hér er um að ræða þrjár geisla- plötur í pakka með upp- tökum á söng rúmlega fjörutíu kóra, um tvö þús- und barka, frá öllum heimshomum. Þar á með- al er upptaka á lagi Jóns Nordals, Umhverfi sem Hamrahlíðarkórinn syngur. Þessum upptökum fylgir ít- arleg umfiöllun á þýsku og ensku um kóra og kórsöng eftir manninn á bak við þess- ar upptökur, þýska tónlistar- frömuðinn Joachim-Emst Ber- endt. Er þetta viðauki við kór- aplötu sem Berendt gaf út fyrir áratug undir heitinu Raddir heimsins og mun nú vera löngu uppseld. Tæpast er hægt að ímynda sér meiri fiölbreytni og andstæður í fiöldasöng heldur en tónlistina í þessum pakka. Áheyrandinn ferðast milliliðalaust frá andaktugri þýskri kirkjutónlist - Bach, Handel og Mozart - yfir í drynjandi Tíbet- munka, þaðan yfir í páskasöng í anda rúss- nesku réttrúnaðarkirkjunnar og lofsöngva ísraelskra unglinga og áfram með viðkomu í kórtónlist Ligetis, upphöfnum áköllum Sufi- áhangenda, yfimáttúrlegum söng búlgarskra kvennakóra og trallandi suður-afrískra söng- hópa á borð við Ladysmith Black Mambazo. Ákall til guðdómsins Út af fyrir sig er enginn vandi að grípa_ niður í þessa tónlist eins og konfekt- a®«n9U ^venna rBeVkiavíKur< njóta bragðs af því margbreytilega lostæti sem þama hefúr verið dregið saman á einn stað og láta þar við sifia. En þá færum við Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson á mis við ýmislegt í hugmyndafræði Berendts sem við höfum gott af að kynnast. í hans augum era kórar nefnilega eins konar líkan af fyrir- myndarþjóðfélaginu þar sem allir leggjast á eitt: tenórar, bassar, barýtónar og sópranraddir i leit að fullkomnu samræmi - „hinum hreina tón“. Kórsöngur, hið máttuga ákall, er því eftirlöngun okkar allra í andlega fullvissu. í kórsöngnum lyftum við okk- ur - bókstaflega - í „hæstar hæðir“. Berendt viE einnig að við gerum okkur grein fyrir því hvemig þessir ólíku kórar kallast á, ef svo má segja, og í þvi augnamiði hefúr hann raðað tónlistaratriðunum saman á mjög svo meðvitaðan hátt. Til dæmis hefst „pakkinn" á Amen úr Messíasi eftir Handel og lýkur á Hósanna úr B-moll messu Bachs; og „Amen“ Messíasar rennur síðan saman við dimmraddað „Ommmrn" Tíbet- munkanna, Kyrie-söngur rétttrúnaðarmunka leið- ir af sér ákall tfi Allah. Og svona mætti lengi telja. Fyrir Berendt era þagnimar einnig hluti af þeirri upplifun sem felst i kórsöngnum; til dæmis vitnar hann í hljómsveitarstjórann Celibidache, sem sagði að þögnin á undan tvöfoldu „Amen" í lok Messías- ar væri á við fiölmörg „amen“. Þá leggur Berendt áherslu á „samhljóminn" í áköllum kóranna til guðdómsins, hvort sem hann nefnist Drottinn, Jahve, Shiva eða Allah. „Hið guðlega er eitt, það erum við sem eram margklofin í afstöðu okkar til þess,“ segir hann. Þegar upp er staðið er kórinn því tæki til að afmá í söng það sem greinir að þjóðir heims. Stimmen! Stimmen! Voices! Voices! Choirs of the World, 3 geislaplötur, Jaro 421 Umboð á íslandi: 12 tónar Aðskfijanlegir tónlistar- menn era nú á svo mikilli hraðferð um landið að menningarsíðan á fúllt í fangi með að fylgjast með þeim. í kvöld kl. 21 gera til dæmis stuttan stans í félagsheimilinu að Hvammstanga tveir virtir tónlistarmenn, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari og flyfia það sem þær kalla „blandaða söngdagskrá". Þessir tónleikar era fluttir á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húna- vatnssýslu. Finnbogi, Kristján & Ragna á róli Kynningar Eddu Jónsdóttur (á mynd) í Galler- ii Ingólfsstræti 8 (eða Gallerí i8) á íslenskum myndlistarmönnum á alþjóðlegum markaðstorg- um listarinnar virðast æfia að bera árangur. Að minnsta kosti hafa þeir þrír listamenn sem hún hefúr eytt mestri orku í að kynna, Finnbogi Pét- ursson, Kristján Guð- mundsson og Ragna Ró- bertsdóttir, verið á stöð- ugu róli milli sýningar- staða á undanfómum misserum. í Gallerí Stefan Andersson í Umeá í Svíþjóð hefúr verið opnuð alþjóðleg sýning á þrí- víddarlist, Umedalen Skulptur 99, þar sem verk eftir Finnboga og Rögnu era sýnd með verkum eftir Tony Cragg, Gary Hill, Fischli & Weiss, Ulf Rollof og fleiri. Stendur þessi sýning yfir í allt sumar eða til 5. september. Einnig er verk eftir Finnboga, Kristján og Rögnu að finna á sýningu í Gallerí Artek í Helsinki þar sem einungis vald- ir listamenn fá inni. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson —mmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.