Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1999 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 25 » „Förum til að ná í eitt stig“ DV, Kaupmannahöín: „Þetta verður erfiður leikur en við fórum þangað til að ná í að minnsta kosti eitt stig. Þegar þetta byijaöi að rúlla fór ég að hafa mikla trú á þessu liði. Við í KSÍ höfum verið að skapa ákveðinn grundvöll í starfinu til að svona hlutir gætu gerst. Það er gaman að stýra sambandinu undir þessum kringumstæðum. Það er eins og með fótboltann og lífiö almennt að það skiptast á skin og skúrir. Nú eru góðu tímamir og ég veit að þeir halda áfram þó einhver skakkafoll verði á leiðinni," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við DV í gærkvöld. -JKS Enginn íslenskur matur meðferðis DV, Kaupmannahötn: Islenska landsliöið i knattspymu kom til Kaupmannahafnar að ganga ellefu að staðartíma í gærkvöld. Snemma í morgun hélt liðið síðan áleiðis til Moskvu og verður komið þangað síðdegis. Samkvæmt veðurspám er allt útlit fyrir besta veður á leikdag. Hitinn gæti orðiö um 25 gráður en gott veður hefur verið undanfarna daga i Moskvu. Oft þegar landsliðiö hefur haldið í austurveg hefur venjan verið að taka með sér matfóng. í þetta skipti bregður svo við að ekki var gripið til þess enda gist á ágætis hóteli sem frönsk hótelkeðja rekur. Frakkar hafa veriö frægir fyrir sína matargerð og svo verður vonandi einnig í Moskvu. -JKS Guðmundur rifbeinsbrotinn? DV, Kaupmannahöfn: Að sögn Atla Eðvaldssonar, þjálfara 21-árs liðsins og KR, hefur Guðmundur Benediktsson ekkert getað æft með KR-ingum síðan í leiknum gegn Grindavík á dögunum en óttast er að hann hafi rifbeinsbrotnað. Hann átti að fara í röntgenmyndatöku í gær og eftir hana átti aö koma í ljós hvort um brot væri að ræða. „Það væri mjög slæmt ef Guðmundur gæti ekki leikið með okkur um næstu helgi,“ sagði Atli við DV í Kaupmannahöfn í gærkvöld. -JKS „Litum á Island sem smáþjóð" Roger Lemerre, þjálfari frönsku heimsmeistaranna í knattspymu, við- urkenndi eftir ósigurinn gegn Rússum á laugardag að hann hefði alls ekki reiknað með íslandi í baráttunni um efstu sætin í 4. riðli EM. „Úrslit í leikjum íslendinga þýða að við megum ekki stíga eitt feilspor i viðbót. Við litum á þá sem smáþjóð áður en keppnin hófst en gerum það ekki lengur," sagði Lemerre. Oleg Romantsev, þjálfari Rússa, sagði að nú væri nauðsynlegt að halda sér á jörðinni. „Ég sagði við mína menn að viö hefðum tekið risastórt skref með þessum sigri, en nú skipti öllu máli að vinna ísland,“ sagði Romantsev. -VS Buist er við fullum leikvangi DV, Kaupmannahöfn: Islenska liðið mun taka æfingu fljótlega eftir komuna til Rússlands. Engin meiðsli hrjá íslensku leikmennina og allir eru því tilbúnir í slaginn fyrir leikinn á morgun. í kjölfar sigursins á Frökkum eru Rússar allt í einu komnir inn í myndina í riðlinum. Áhugi Rússa á keppninni fór augljóslega dvínandi eftir ófarimar framan af. Nú er hins vegar áhuginn kominn aftur og verður örugglega fullt á leiknum á morgun. -JKS - sænska dagblaðið Aftonbladet setur íslenska landsliðið í knattspyrnu sem 9. besta landsliðið í Evrópu Arangur íslenska knattspyrnulandsliðsins í undankeppni Evrópu- móts landsliða hefur vakið mikla athygli I er- lendum blöðum. Mesta athygli vekur nú trú eins stærsta blaðs Norður- landa, sænska blaðsins Aftonbladet, á liðinu, sem setur ísland í 9. sæti yfir „heitustu" lið Evr- ópu þessa dagana. At- hygli vekur að þjóðir eins og Spánn (11.), Þýskaland (13.), Noregur (14.), England (15.), Króa- tía (16.), Rússland (17.) og Danmörk (25.) er taldar eiga heima neðar en ís- lenska liðið. Aftonbladet segir nán- ar um íslenska liðið: „Það er ekki bara Pétur (Marteinsson), það er all- ur leikur íslenska liðsins. Þetta er mesta og óvæntasta uppkoma liðs í Evrópukeppninni, sann- kallað knattspyrnueld- gos. Eru stigi ofar en heimsmeistarar Frakka og unnu síðast Armena 2-0.“ Tíu bestu knattspyrnu- þjóðir Evrópu þessa dag- ana eru eftirtaldar, að mati sænska blaðsins: 1. Tékkland, 2. Ítalía, 3. Svíþjóð, 4. Frakkland, 5. Rúmenía, 6. Holland, 7. Úkraína, 8. Júgóslavía, 9. ÍSLAND, 10. Portúgal. Þrjár þjóðir úr okkar liði eru á topp 10 og 4 á topp 20 sem er langmest af öllum hinum átta riðl- um keppninnar. Hjá alþjóða sjónvarps- fréttastöðinni CNN er sagt að 250.000 manna þjóðin ísland standi þeg- ar jafnfætis stærstu knattspymuþjóðum álf- unnar. Árangur Islands í leiknum á morgun gegn Rússlandi í Moskvu ræð- ur þó hvort fótboltaeld- gosið á íslandi haldi áfram. ÓÓJ Brynjar Björn Gunnarsson, lengst til vinstri, Sigurður Jónsson, fyrirliði landsliðsins, og Sigurður Örn Jónsson, slaka á í Frfhöfninni í gær fyrir brottförina tii Rússlands. DV-mynd JKS Blikkbeljurnar voru þandar í rallíkrossinu. Rallíkross á sunnudag: Atökin voru gríðarleg Rallíkrosskeppni fór fram á brautinni við Krýsuvíkurveg á sunnudag í ágætu veðri. Sama sagan endurtók sig frá rallíkrossflokknum í síðustu keppni, mistök, bilanir og óheppni, og úrslit eftir því óvænt og átökin gríðarleg. Vignir Vignisson á Toyota náði besta tíma í tímatökum en vann keppni í rallíkrossflokki eftir harkalegt samstuð þeirra Páls Pálssonar á Mustang og Sverris Ingjaldssonar á Citroén. Kristinn Sveinsson á Toyota lenti í öðru sæti og þriðji varð Þór Kristjáns- son á Ford Escort, en hann vann síðustu keppni. í krónukrossflokki urðu úrslit óvænt eftir mikið sam- stuð eftir ræsingu í úrslitunum. Þar bar Henning Ólafsson á Ford Sierra sigur úr býtum. Fylkir A. Jónsson á Ford Escort varð annar og Guðný Úlfarsdóttir á Toyota varð þriðja. Teppaflokkurinn var háværari en hann hefur lengi ver- ið og voru átökin mæld á skjálfta- mælum. Pétur Pétursson á Pontiac vann annað skiptið í röð. Stefán Ólafsson á Chevrolet varð annar og þriöji var Ólafur Árni Másson á Pontiac. -ÞB Úrslitakeppni NBA: Indiana jafnaöi Indiana jafnaði metin gegn New York í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA í nótt með öruggum útisigri, 78-90. Staðan er því 2-2 og allavega tvo leiki þarf því í viðbót milli liðanna. Jalen Rose skoraði 19 stig fyrir Indi- ana, Chris Mullen 18 og Antonio Davis 16. Marcus Camby gerði 18 stig fyrir New York, Alan Houston 14 og Latrell Sprewell 12. San Antonio kláraði dæmið í vestur- deildinni gegn Portland í fyrrinótt, sigr- aði, 80-94, og einvigið þar með 4-0. David Robinson skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 18 en Damon Stoudamire gerði 21 stig fyrir Portland og Rasheed Wallace 17. -VS Úrslit á HM í handbolta A-riðill Alsir-Marokkó....................19-19 Danmörk-Argentína ...............29-21 Spánn-Túnis .....................33-23 B-riðill Kúba-Brasilia ..................31-24 Þýskland-Sádi-Arabía............27-19 Egyptaland-Makedónía............30-24 C-riðill Rúsland-Ungverjaland.............27-18 Króatia-Nígeria..................27-25 Noregur-Kúveit...................29-27 D-riðill Suður-Kórea-Ástralía.............38-18 Frakkland-Kína...................41-20 Svíþjóð-Júgóslavía...............22-22 Þessi liö mætast í 16 liöa úrslitum: Spánn-Brasilía, Kúba-Danmörk, Ungverja- land-Frakkland, Rússland-Suður-Kórea, Tún- is-Egyptaland, Svíþjóð-Noregur, Júgóslav- ía-Króatía og Þýskaland-Alsír. Kristinn Björnsson. Kristinn rekinn - Ingi Björn tekur við Kristinn Björnsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Valsmanna í knattspymu, var rekinn frá liðinu í gær og við hans stöðu tekur Ingi Bjöm Albertsson sem þjálfaði Valsliðið síðast 1992 og er eimitt sá síðasti sem náði í titil á Hlíðarenda. Liðið varð bikarmeistari þrjú ár í röð, 1990-92, undir hans stjórn. -ÓÓJ Ingi B. Albertsson. Fjórir Valsþjálfarar reknir frá 1989 Kristinn Björnsson er„fjórði þjálfarinn sem hefur veriö rekinn frá Val frá 1989 en engum hefur tekist að koma liðinu í efstu þrjú sætin í deildinni síðan Ian Ross færði liöinu tvo íslandsmeistaratitla og 2 silfursæti 1984 til 1987. Valur hefur aldrei falliö en byrjun liösins nú virtist bjóða falldraugnum í dans. í öll hin þrjú skiptin hefur árangur Valsliðsins batnað með nýjum þjáifara en takið eftir að nýju þjálfararnir ná ávallt verri og verri árangri og menn eru alltaf reknir fyrr og fyrr. Þeir hafa þurft að taka pokann sinn hjá Val frá 1989. Hlutfallsárangur innan sviga. 1989 Hörður Helgason 29. ágúst (50%, 15 leikir) - Guðmundur Þorbjömsson tók við (83,3%, 3 leikir) 1995 Hörður Hilmarsson 8. ágúst (22,7%, 11 leikir) - Kristinn Bjömsson tók við (78,5%, 7 leikir) 1997 Sigurður Grétarsson 14. júlí (35,0%, 10 leikir) - Þorlákur Ámason tók við (50,0%, 8 leikir) 1999 Kristinn Bjömsosn 7. júní (25,0%, 4 leikir) -ÓÓJ Niu mork i Eyjum - er Stjarnan vann ÍBV, 4-5. Önnur ferna Ásgerðar fyrir Val Ásgeir Sigurvinsson: „íslenska 11515 selur sig dýrt“ DV, Kaupmannahöfn: \ Ásgerður Ingibergs- dóttir skoraði aðra fernu sína í sumar gegn Fjölni í gærkvöld. Stjaman vann ÍBV, 4-5, í stórskemmtilegum 9 marka leik í Eyjum i gær. Er seinni hálileikur einn sá skemmtilegasti sem sést hefur í Eyjum en átta mörk komu í hon- um eftir að ÍBV leiddi 1-0 í hálf- leik. „Við gáfumst aldrei upp og börö- umst fram í rauðan dauðann," sagði Auður Skúladóttir þjálfari og leikmaður Stjöm- unnar, eftir leikinn. „Það sýnir mikinn karakter í liðinu að við skyldum ekki gefast upp þótt við lentum fiórum sinnum undir í leiknum.“ Mörk ÍBV skoruðu Hjördís Halldórs- dóttir, Kelly Shimmon, Karen Burke og Fanný Ingvadóttir beint úr aukaspymu en Heiða Sigur- bergsdóttir gerði 2 fyrir Stjörn- una og þær Steinunn Jónsdóttir, Elfa Björk Erlingsdóttir, Freydís Bjamadóttir gerðu eitt mark hver. 8 mörk í vesturbænum KR vann ÍA 7-1 í vesturbæ í gær og var þetta 18. heimasigur liðsins í röð. KR skoraði 6 mörk á fyrstu 40 mínútunum en Skagastúlkur börðust vel og héldu jöfnu gegn toppliðinu í seinni hálfleik. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Helena Ólafs- dóttir skoraðu 2 mörk fyrir KR og þær Inga Dóra Magnúsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir og Ásthildur Helgadóttir gerðu eitt hver en Kristín Halldórsdóttir svaraði fyrir ÍA. Breiðablik vann Grindavík 3-1. Margrét Ólafsdóttir kom Blikum yfir í upphafi en Shaune Cotrel jafnaði. Það var síðan ekki fyrr en varamaðurinn Eyrún Odds- dóttir kom inn á að þetta fór að ganga en hún gerði 2 mörk á 5 mínútum og tryggði sigurinn. Önnur ferna Ásgerðar Valur vann Fjölni að lokum, 0-6, og þar gerði Ásgerður Ingi- bergsdóttir sína aðra þrennu í sumar og er hún nú búin að gera 9 mörk í 4 leikjum. íris Andrés- dóttir og Katrín Jónsdóttir gerðu hin mörk Vals. -ÓG/ih/ÓÓJ .4 g ■ ÚRVAISP. KV. KR Valur Stjarnan Breiðablik ÍBV ÍA Grindavík Fjölnir 21-2 19-2 13-7 12-6 16-9 3-14 2-21 0-24 Markahæstar: Ásgerður Ingibergsdóttir, Val ... 9 Helena Ólafsdóttitr, KR..........6 Karen Burke, ÍBV.................5 Næstu leikir: 15. júní fer fram fimmta umferðin og þá leika: Stjarnan-Breiöablik, Grinda- vík-KR, Valur-ÍBV og ÍA-Fjölnir. Asgeir Sigurvinsson - bjartsýnn Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráð- gjafi KSÍ, hlakkar til leiksins á morgun en hann hefur nokkrum sinnum leikið í Moskvu og þá með félagi sínu, Stuttgart. Hvemig skyldi honum lítast á leikinn gegn Rússum á morgun. „Við erum í mjög góðri stööu eins og er og ég held að menn viti af því hvaða möguleikar felast í þessari stöðu. Leikur- inn við Rússa verður eflaust mjög erfiður og þá sérstaklega eftir að Rússar sigruðu Frakka en þá sáu þeir að möguleikar voru orðnir fyrir hendi. Það verður kannski okkur til að happs að þeir vanmeta okkur eitthvað en þaö á eftir að koma í ljós. Það er alveg klárt að Rússsar eru í mikilli sókn. Við höfum í gegnum árin náð ágæt- um úrslitum í Rússlandi og meö skyn- samlegum leik ætti það alveg að takast núna. Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik og ég er alveg viss um það að íslenska liðið selur sig dýrt. Við eigum ágætis mögu- leika og það þarf sterkt lið til að brjóta niöur skipulag okkar,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson. -JKS Fanney Júliusdóttir, GR, sigraði á fyrsta opna kvennamóti Golfklúbbs Hellu sem haldið var á StrandarveUi á sunnudaginn. Fanney lék á 92 höggum, Sigriöur Kristinsdóttir, GR, varð önnur á 96 og Ingunn Guó- mundsdóttir, GR, varð þriðja, einnig á 96 höggum. Sigríður sigraði með forgjöf á 71 höggi nettó. Friöbjörn Oddsson, GK, sigraði á opna Adidas-golfmótinu hjá KeUi á laugardaginn en mótið var höggleikur, með og án forgjafar. Þeir Friðbjörn, Kristinn G. Bjarnason, GR, Sigurþór Jónsson, GK, og Ingi Rúnar Gislason, GL, léku aUir á 71 höggi. Einar Gunnarsson, GK, sigraði með forgjöf á 62 höggum nettó. Steinar J. Lúóviksson, GKG, sigraði á Stórmóti Odda hjá GR í Grafarholti á laugardag. Hann fékk 42 punkta í punktakeppni, Halldór Þ. Oddsson, GR, kom næstur meö 39 punkta og síðan Kári Emilsson, GKJ, með 38. Fjögur lió eru efst og jöfn i færeysku A-deUdinni í knattspyrnu eftir 6 umferðir. Það eru B36, GÍ Götu, KÍ Klakksvík og HB., sem öU hafa 13 stig. í stórleik Þórshafnarliðanna í 6. umferð á dögunum vann HBsigur á B36, 4-2. Allan Mörköre, sem hefur gert 3ja ára samning við ÍBV, skoraði tvö marka HB í kveðjuleik sínum fyrir Islandsfórina. Miroslav Nikolic, þjálfari og leikmaöur 1. deUdar liös KVA í knattspyrnu, fékk 3ja leikja bann vegna atvika í leik liðsins við ÍR fyrir skömmu. Nikolic hefur þeg- ar hvUt í einum deUdarleik og einum bikarleik, og tekur út þriðja leikinn þegar KVA sækir Stjörnuna heim í 1. deUdinni á fostudag. Nikolic gaf ÍR-ingnum Scevari Þór Gíslasyni olnbogaskot skömmu áður en umræddum leik lauk. Dómarinn sá ekki atvikið og Nikolic fékk ekki spjald, en eft- irlitsmaður KSÍ á leiknum, Geir Guösteinsson, var meö aUt á hreinu og leikbannið er byggt á skýrslu hans. Hjálmar Hallgrimsson, leik- maöur Grindavíkur, fékk 2ja leikja bann fyrir brottvísunina í leik liðsins við ÍBV á dögunum. Hann tók fyrri leikinn út þegar Grindavík mætti KR og verður einnig í banni þegar liðið sækir Víking heim næsta sunnudag. Sœvar Pétursson úr Fram er fyrsti leikmaður íslandsmótsins i ár sem fær leikbann vegna fjög- urra gulra spjalda. Hann hefur fengið gult spjald í öllum leikjum Framara í deUdinni og spUar því ekki gegn ÍBV í Eyjum á laugar- daginn. -VS Framarar áfram Þór A.-TindastóU...........1-0 Huginn/Höttur-Þróttur N....2-1 Víðir-Fylkir23.............7-1 Magni-Dalvík ..............0-1 Grindavík23-Fram23.........0-3 Sigurliðin úr þessum leikjum ,ásamt 11 ööram sem unnu á sunnudag, fara í 32-liöa úrslit með 16 efstu liöum deilda- keppninnar í fyrra. Dregiö er til þeirra í hádeginu í dag. Firma- og hópakeppni Hauka í knattspyrnu ferfram á Ásvöllum 11.-13. júní. Upplysingar i sima 897 0143.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.