Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1999 Ummæli heillar ,Þaö er ábyggilega sadisminn. Það er laumuperrinn i manni. Það er sadisti í okkur öUum.“ Stefán Karl Stef- ánsson leikari, í Degi um hvað heilli við hlutverk tannlækn- isins í Litlu hryllingsbúðinni. Gegn heilaþvottastefnum „Rógsherferðin gegn Serbum hefur verið með ólíkindum og henni verður að ljúka. Engin þjóö á slíka meðferð skilið. Is- lendingar eiga að taka afstöðu gegn heilaþvottastefnum af öUu tagi, annað er ekki sæm- andi fyrir þjóð sem viU vera ærleg gagnvart sjálfri sér og öðrum.“ Rúnar Kristjánsson, um með- ferð fjölmiðla á serbnesku þjóðinni í Mogganum. Meira að segja greiddur Þegar Davíð Odds- son er sýndur á jakkafotunum - J og meira að segja greiddur - hníg- \ ur blaðið í duftið af auðmýkt og djúpri iðrun. Og teiknarinn, hlýtur hann ekki að vera Uuttur til Ástral- íu?“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í DV um afleið- ingar smásagna í Moggan- Lífsfyllingin mikla „LífsfyUingin mikla er að þjösnast á erlendum fjöUum, skora erlend mörk og láta ljúga því að sér að 350 mUljónir manna fylgist dolfallnir af hrifningu með annars flokks sigri í menningarveislu sjón- varpanna. Svona er indælt að vera hamingjusamasta þjóð í heimi.“ Oddur Ólafsson, um kosti þess að vera íslendingur, í Oegi- £ Verða að vera vissir a,,Þessi meðferð á Albönum í Kosovo sKaða verða þeir að vera vissir um að afskiptin forði frá enn meiri hörmung- um. Hið gagnstæða hefur held- ur betur sannast." Haraldur Ólafsson veður- fræðingur, um stríðið í Kosovo, í Fókusi. Róbert Ragnarsson, ferðamálafulltrúi í Grindavík: Grindavík hefur upp á allt það besta að bjóða „Við ætlum okkur að markaðs- setja Grindavík með tiUiti tU þehTa atvinnutækifæra og ferðamöguleika sem hér eru fyrir á svæðinu," segir nýráðinn ferðamálafulltrúi Grinda- vikurbæjar, Róbert Ragnarsson. Staða ferðamálafuUtrúa er ný í Grindavík en þar var áður starfandi upplýsingamiöstöö sem var ein- göngu opin að sumrinu. „Hugmyndin er að markaðssetja Grindavík sem dæmigert íslenskt sjávarpláss sem hefur upp á allt það besta að bjóða. Starfið felst meðal annars í að koma upplýsingum á framfæri og markaðssetja bæjarfé- lagið í nánu samstarfi við markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar. Maður dagsins Við erum með ýmsar hugmyndir í farvatninu og meðal annars höfum við hugsað okkur að vera hér með sýningar í samvinnu við Þjóð- minjasafiiið þar sem safnið lán- ar þá bæði muni og fatnaö. Síðan er hygmyndin að opna hér í Grindavík byggða- og náttúruminjasafn." Róbert er ekki alveg ókunnugm- á Suðumesjum því hann er uppalinn í Keflavík þó hann hafi undanfarin ár verið við nám í höfuðborginni. Eft- ir stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja hóf hann nám í stjómmálafræði við Háskóla íslands þar sem hann hefur stundað nám síðustu vetur. „Ég kenndi unglingum hér í Grindavík frá áramótum 1997 til vors og mér líkaði það svo vel að það varð ein ástæðan fyrir því að við ákváð- um að flytja hingað í haust þó það þyki náttúr- lega dauða- synd í Keflavík að flytja þaðan til Grindavíkur." Róbert hefur að sjálfsögðu áhuga á íþróttum eins og sönnum Suður- nesjamanni sæmir „Ég hef aðallega áhuga á knattspymu en ég spilaði bæði fótbolta og handbolta í Kefla- vík á árum áður. Síðan em það þessi dæmigerðu fegurðardrottning- ar-áhugamál eins og kvikmyndir, tónlist og lestur góðra bóka.“ Unnusta Róberts er Valgerður Ágústsdóttir og þau eiga von á sínu fyrsta bami í haust. Val- gerður er er Húnvetningur, frá Geitaskarði í Langadal, en stundar háskólanám í Reykja- vík eins og Róbert. „Við erum fagpar í stjómmálafræðinni og kynntumst þar. Hún er mikil hestamanneskja því enginn er almennilegur Norðlendingur nema að hafa áhuga á hestum og hún er búin að smita mig af hestaáhuganum." -AG ingu Sýningar fslenskir árabátar Síðasta laugardag var opnuð sýning á Miðbakka í Reykjavík á verkum Bjama Jónssonar listmálara. Sýn- ingin ber heitið „íslenskir árabátar“ en á henni er 21 mynd. Þessar myndir em hluti af 50 mynda röð af íslenskum ára- bátum en þessi sýning er afrakstur vinnu Bjarna með Lúðvík Kristjánssyni rithöf- undi að ritverkinu ís- lenskir sjávarhættir. Hlutverk Bjama var að sjá um myndskreyt- bókarinnar en hannn teiknaði hina ýmsu muni sem tengjast sjónum og túlkaði lífskjör og atvinnu- hætti á íslandi með mynd- um. Hver mynd er sérstök og lýsir ýmist lagi bátsins eða ákveðnum atburðum, svo sem sjóferðabænum eða landtöku. Texti fylgir öllum myndunum en sýningin veröur á Miðbakka í allt sumar, til loka ágústmánað- ar. Myndgátan Fjöðurstafur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Spennandi úr- slitaleikur í kvöld kl. 20 verður leikinn úr- slitaleikur í deildairbikarkeppni karla. Þar eigast við Skagamenn og Fylkir og verður leikurinn á Laugardalsvelli. Skagamenn eru í íþróttir úrvalsdeildinni eins og kunnugt er en Fylkismönnum hefur gengið vel að undanfornu og hafa sýnt miklu betri takta en ÍA. Því getur leikurinn farið hvernig sem er og verður spennandi að fylgjast með úrslitunum. Bridge Bretinn Tony Forrester er þekkt- ur bragðarefur við spilaborðið. Hann hefur oft átt skemmtilega takta við spilaborðið sem hafa af- vegaleitt andstæðingana. Hins veg- ar getur það stundum komið í bakið á mönnum að hafa á sér þennan stimpil. Eftirfarandi dæmi úr bikar- leik árið 1989 er sönnun þess. f þessu spili áttust við fjórir af þekkt- ustu spilurum Breta. Tony Forrest- er sat í vestur og reyndi að rugla sagnhafa. Norður gjafari og NS á hættu: 4 D5 V ÁK8 ♦ DG72 * ÁKG7 4 1073 «4 654 ♦ 9653 * 964 4 KG82 V DG1093 ♦ Á8 * 85 Norður Austur Suður Vestur Bird Senior Hyde Forrester 2 ♦ pass 2 v pass 2 Gr pass 3 ♦ pass 3» pass 3 4 pass 4 * pass 4 4 dobl 4 44 pass 4 Gr pass 5 * pass 6« p/h David Bird og Richard Hyde sátu í sætum NS en Brian Senior og Tony Forrester í sætum AV. Tveggja tígla opnunin var fjöldjöf- ull, gat meðal annars innihaldið sterka jafnskipta hönd. Tvö hjörtu var biðsögn, tvö grönd sýndu sterku týpuna, þrír tíglar yfirfærslu í hjarta og þrír spaðar sýndu spaða- lit. Fjögur lauf og fjórir tíglar voru fyrirstöðusagnir og Forrester ákvað að dobla til að þyrla upp ryki. Fjög- ur grönd var fimm ása spuming (trompkóngur talinn sem ás) og 5 lauf sýndu 3 ása. Forrester spilaði út lauf- sexunni í upp- hafi og Hyde setti ásinn í blindum. Hann spilaði strax spaðadrottningu sem austur drap á ás. Síðan kom lítill tígull. Einhverjir heföu eflaust hætt við tígulsvíninguna vegna doblsins og treyst í staðinn á svíningu í lauf- inu. En Hyde var aldrei í vafa. Hann setti strax lítið spil og var ekki í vandræðum með að vinna spilið. Á hverju byggði Hyde ákvörðun sína? Forrester hafði doblað en átti sjálf- ur útspil í hjartasamningi eða spaðasamningi. Þar sem hann hafði á sér þann stimpil að vera þekktur bragðarefur var Hyde aldrei í vafa. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.