Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1999 Formaður Elliðaárnefndar SR: Ottast að laxinn finni ekki árnar - vegna framkvæmda á gönguleið hans „Ég var á ferðinni þama á laugar- daginn ásamt félögum og þá sáum við einn lax í fossinum, fyrsta laxinn sem sést þar í vor,“ sagði Garðar ^ Þórhallsson, formaður Elliðaár- nefndar Stangaveiðifélags Reykja- víkur, í gærmorgun. Seinni partinn í gær var annar lax kominn í fossinn og tveir í kistuna. Fyrsti laxinn i ánni er alltaf stórfrétt í augum þeirra sem stunda laxveiði í EUiða- ánum, jafnvel þótt ýmsir telji blikur á lofti varðandi framtíð Elliðaánna sem laxveiðiár. Garðar segist hafa áhyggjur af ýmsum framkvæmdum sem nú eiga sér stað í borgarlandinu á svæðum Byggðastofnun: Stjórnin hef- ur lofað láni i > „Samþykkt stjómarinnar er al- veg skýr. Við tókum ákvöröun um að lána Rauðsiðu eitt hundrað millj- ónir, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Skil- yrðin snerast að- aliega um lána- breytingar gagn- vart lánardrottn- um. Um leið og gögn frá Rauðsíöu um að skilyrðin hafi verið uppfyllt koma inn á borð Byggðastofnunar á ég ekki von á öðru en lánafyrir- greiðslan komi til framkvæmda," segir Egill Jónsson, stjórnarfor- maður Byggðarstofnunar. Egill Jónsson. sem liggja að Sundunmn í Reykja- vik, gönguleið laxins að ánum. Hann sagðist hafa heyrt uifi áhuga nýrra eigenda Áburðarverksmiðjunnar fyrir hafnargerð i árkjaftinum, fyrir framan verk- smiöjuna. „Okkur líst hræðilega á svona hugmynd- ir,“ sagði Garðar. Hann segir að áður hafi laxinn gengið með aust- urströndinni og fór þá inn í Grafarvoginn en nú væri búið að byrgja hann að miklu leyti, sérstaklega með garði sem búið væri að gera út í sjóinn. „Ef laxinn fer inn í þennan vog, sem er mikið til lokað- ur, þá er hætta á að hann lokist þarna inni, finni hreinlega ekki leið- ina í árnar. Þetta er eitt af þessum slysum sem orðið hafa gagnvart El- liðaánum á undanförnum áram,“ sagði Garðar. Um þetta atriði eru deildar mein- ingar. „Ég vil nú meina að laxinn finni sín heimkynni þrátt fyrir allt og þótt erfitt verði um vik. Þrenging- ar á ós og aðrar framkvæmdir koma ekki i veg fyrir það,“ sagði Bergur Steingrimsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Þó þarna sé núna komin smábátahöfh vif ég meina að laxinn finni hvaöan ferskvatnið rennur og hvert hann á að fara. En hitt er annað mál að á þessu svæði er verið að þrengja að. Við erum alltaf að predika að farið verði varlega og að menn hugi að því að í næsta nágrenni er náttúrleg lax- veiðiá," sagði Bergur. -JBP Garöar Þórhallsson. Buxnalausar flugfreyjur Mikil ólga er innan Flugfreyjufé- lagsins með þá ákvörðun Flugleiða að skikka flugfreyjur til að ganga í pilsum í vinnunni í sumar. Reglu- gerð þess efnis tók gildi 1. júní en í vetur hafa flugfreyjur getað ráðið því hvort þær notuðu pils eða bux- ur við störf sín. Samkvæmt heimild- um ætla flugfreyjur ekki að una þessu og fara með málið lengra. „Hvað þá með konur sem starfa sem flugmenn? Þær verða að vera í buxum því flugmannssætið er tví- skipt og þær eru með stýrisstöngina á milli fótanna," sagði ein úr hópi flugfreyja í morgun. -EIR Hún móöir náttúra er skrítin stundum. Þetta folald í Húnavatnssýslunni fæddist meö þrjár lappir. Aö þessu undan- skildu er folaldiö viö hestaheilsu en óvíst er hvernig því reiöir af vantandi einn fótinn. ^ Fíkniefnasali i Hvalfirði: I hassvímu út í skurð Fjölbreytt úrval fikniefna fannst í jeppa sem valt á Kjal- amesi um helgina og endaði úti í skurði. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var ökumaðurinn undir áhrifúm áfengis og fikniefna og ekki í neinu standi til aksturs - og því fór sem fór. Ökumaðurinn er þekktur í undirheimum Reykjavíkur og hefur verið búsettur í sumar- húsi í Hvalfirði. Grunur leikur Hassbíllinn í skurðinum. á að þar hafi hann stundað fikniefnaviðskipti sín enda bílastraumur legið að bú- staðnum og gestir staldrað stutt við. í bifreiðinni í skurð- inum fundust 8 grömm af hassi, amfetamín, marijúana og eitthvað af ofskynjunar- sveppum. Við húsleit í sumar- bústaðnum i Hvalfirði fannst enn meira. Bíllinn er stór- skemmdur en ökumaður slapp með skrekkinn. -EIR Veðrið á morgun: Léttskýjað víðast hvar Á morgun verður suðvestanátt, 5-8 m/s, skýjað og sums staðar dá- lítil súld allra vestast á landinu en annars léttskýjað víðast hvar. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast á Norðurlandi síðdegis. Veðrið í dag er á bls. 37. Tölur viö vindörvar sýna vindhraöa f metrum á sekúndu. STÓRSÝNING Bíla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bílheima um landió Á morgun miðvikud. 9. júní Hella 9-12 Flúóir 14-17 lnflvar |!*} Helgason hf. Simi &2S 9000 mm ft.fc Bíiheimar ehf. Scevorbótða 2a ■ Síml S25 9000 www.bilhermara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.