Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ1999 EuroPrix margmiðlunarkeppnin: Kjörinn vettvangur fyrir hugbúnaðarframleiðendur - íslendingar hafa vakið athygli fyrir þátttöku Starfsfólk Midas-Net, Vilmar Pétursson verkefnisstjóri, Aðalsteinn J. Magnússon framkvæmdastjóri og Ásgerður Jó- hannsdóttir verkefnisstjóri, er ávallt tll taks fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í EuroPrix. Evrópska marg- miðlunarsam- keppnin EuroPrix er til- tölulega ný af nálinni, en hef- ur þó verið að fá kynningu í auknum mæli hér á landi. Hún er haldin árlega og var þátttaka frá íslandi talsvert mikil í fyrra. Þá voru send inn sex verk- efni. Reyndist það vera um 1% allra verkefna sem send voru inn í fyrra sem er að sjálfsögðu talsvert um- fram það sem búast má við frá svo fámennri þjóð. Þó svo íslensku verkefnin hafi ekki komist í verðlaunasæti í fyrra var eftir framlagi íslendinga tekiö og í kjölfarið fengu íslendingar m.a. sæti í dómnefnd keppninnar. íslenskur tengiliður við Europrix- keppnina er Midas-Net skrifstofan hér á landi sem er upplýsingaskrif- stofa um margmiðlun og Netið, sett á laggimar af framkvæmdastjóm Evrópusambandsins. Framkvæmda- stjóri Midas-Net er Aðalsteinn J. Magnússon en hann á einnig sæti í alþjóðlegri stýrinefnd EuroPrix- verðlaunanna. DV-Heimur ákvað því að spyrja Aðalstein nánar um EuroPrix. Lýðræði og rökhugsun Hver eru inntökuskilyróin fyrir verkefni sem senda má inn? „EuroPrix er algjörlega opin keppni fyrir utan að verkefnin verða að hafa verið sett á markað, þ.e. þau verða að vera tilbúin og ekki í vinnslu. Ekki er þó endilega nauðsynlegt að hugbúnaðurinn sé söluvara. Verkefnin sem send eru inn era bæði vefír og margmiðlunardiskar. Sem dæmi um verkefni sem hafa vakið athygli og unnið til verðlauna get ég t.d. nefnt að í fyrra fékk sviss- neskur vefur sem upplýsti almenn- ing um lýðræði verðlaun og einnig vann finnskur margmiðlunardiskur til verðlauna en hann byggði á að þjálfa fólk í rökhugsun.“ Getur þessi keppni skipt miklu máli fyrir íslensk fyrirtœki? „Já, tvímælalaust. Ef vel gengur vekja verkefnin mikla athygli og ég get nefnt sem dæmi að finnska fyr- irtækið sem vann til verðlauna í fyrra hefur haft mjög mikið að gera síðan. íslendingar eiga góða möguleika Þó verkefnin sem við sendum í fyrra hafi ekki fengið verðlaun held ég að íslenskir hugbúnaðarframleið- endur eigi talsverða möguleika á að standa sig vel í EuroPrix. Því er um að gera fyrir sem flesta að vera með því tækifærin em mikil fyrir þá sem skila inn góðum verkefnum. Jafnframt skiptir það miklu máli fyrir íslensk fyrirtæki á þessum vettvangi að koma sér betur irm í hið evrópska samstarf því þar er mikil áhersla lögð á upplýsinga- tækni um þessar mundir. Þjóðir Evrópu em komnar mis- munandi langt á veg á þessum vett- vangi, Bretar og Þjóðverjar em t.d. mjög virkir í hugbúnaðarfram- leiðslu en eftir því sem sunnar dreg- ur era þjóðimar ekki eins aktívar." Hefur þú oróiö var við mikinn áhuga á EuroPrix hér á landi? „Já, áhuginn er mikill og þeir Það er um að gera fyr- ir sem flesta að vera með því tækifærin eru mikil fyrír þá sem skila inn góðum verkefnum. Jafnframt skiptir það miklu máli fyrír íslensk fyrírtæki á þessum vettvangi að koma sér betur inn í hið evr- ópska samstarfþví þar er mikil áhersla lögð á upplýsingatækni um þessar mundir. sem við höfum komist í samband við og eru að vinna verkefni af þessu tagi senda þau öragglega inn. Við erum samt alltaf að vonast til að einhverjir sem við vitum ekki af komi til okkar með verkefni í keppnina. Því vil ég hvetja framleið- endur margmiðlunarefnis til að hafa samband við okkur til að þeir missi ekki af þessu tækifæri, en umsóknarfrestur rennur út nú 30. júní,“ segir Aðalsteinn J. Magnús- son að lokum. Þeir sem vilja kynna sér EuroPrix nánar geta nálgast upplýs- ingar á vef Midas-Net á íslandi, http://\vww.midas.is/ og á vef keppninnar sjálfrar, http://www.europrix.org. Væntanlegt fyrir Playstation: Margt í boði fyrir leikjavini Playstation- leikjatölvan er gríðarlega vin- sæl og ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar. Eins og margoft hefur kom- ið fram er von á framhaldsvél eða Playstation 2 á næsta ári en það Milljón gestir MM.WWWI— Leikurinn /íjj/il-1 Rollercoster I 11,1 . Tycoon, sem IUJjUj svipar til leikj- m.w-mu.tÉi-J anna Sim City og Themepark, er aö gera allt vitlaust þessa dagana. Tölvu- leikjaheimasíður keppast við að hlaða leikinn lofi og dá- sama á allan hátt. Vefsíða sem sett var upp til að auglýsa leikinn hefur einnig verið gíf- urlega vinsæl og fékk hún miljónasta gest sinn í síðustu viku. Að jafnaði hafa 13000 manns heimsótt síðuna á hverjum degi. Niðurhleðslur af þessari síöu hafa líklega sett met því 1.300.000 mega- bæti hafa veriö sótt á síðuna. Þaö myndi samsvara 20 ára niðurhleðslutíma fyrir eina tölvu og nettengingu. Slóðin á síðuna er www.roll- ercoastertvcoon.com virðist ekki hafa haft áhrif á gerð leikja fyrir núverandi vél, enda eitt og hálft ár í þá nýju. Meðal væntanlegra leikja á næstu misserum era nokkrir sem beðið hefur verið eftir af mikilli óþreyju. Gran Turismo 2 er leikur sem er á næsta leiti og er fyrri leikurinn vel þekktur meðal leikjavina sem einn besti kappakstursleikur sem gerður hefur verið. í útgáfu númer 2 er allt sem prýöa á góðan framhaldsleik, fleiri bílar, fleiri brautir og nýtt og betra viðmót. Nokkrar nýjungar munu verða í leiknum og meðal annars munu bætast við rallbrautir og mun leikurinn vinna með Pocketstation. Ekki er kominn út- gáfudagur en búist er við að leikur- inn komi út seint í sumar. Annar kappakstursleikur, sem beðið hefur verið eftir, er Driver. Sá leikur lofar góðu en þar er spilarinn í hlutverki ökumanns sem keyrir fyrir glæpona af ýmsum toga. Það sem er þó merkilegast við Driver er að framleiðendur leiksins endur- sköpuðu 4 stórborgir í Bandaríkjun- um götu fyrir götu. Driver kemur út um miðjan júlí. Stjörnustríð Framhaldsleikir eru alltaf fyrir- ferðamiklir og einn slíkur er G- Police 2 þar er spilarinn í hlut- verki lögreglumanns í framtíðinni sem fær ýmis farartæki til að hjálpa sér við að góma misindis- menn. Ekki er kominn nákvæmur Annar kappakst- ursleikur, sem beðið hefur verið eftir, er Dríver. Sá leikur lofar góðu en þar er spilarínn í hlutverki ökumanns sem keyrir fyrír glæpona af ýmsum toga. útgáfudagur fyrir G-Police 2. Framleiðendur Gran Turismo, Polyphony Digital, era að framleiða leik sem heitir Omega Boost. Omega Boost gerist í framtíðinni og stjóm- ar spilarinn risastóra vélmenni sem berst við önnur risastór vélmenni. Tilraunaútgáfa af leiknum var á E3 sýningunni og vakti hún mikla lukku. Einn mesti framhaldsleikur seinni tíma, Final Fantasy, er á leið- inni með viðskeytið 8 sér til halds og trausts. Leikurinn, sem þegar hefur slegið öll met i Japan, á að koma út í haust eða um næstu jól. Formúla 1 leikur kemur út á hverju ári og verður árið í ár engin undan- tekning. Nýir framleiðendur hafa tekiö við enda gekk ekki vel með Formúlu 1-98. Bardagaleikir hafa alltaf verið vinsælir og von er á nokkrum slík- um á næstu mánuðum. Bardagaleik- Final Fantasy-ævintýraleikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda, sér í lagi í heimalandinu Japan. Margir biða spenntir eftir næsta leiknum í þessari seríu, sem er hvorki meira né minna en sá áttundi í röðinni. Hann er þegar kominn út í Japan, en kemur væntanlega á markað á Vesturlöndum í haust. ir hafa hingað til alltaf verið í tví- vídd eða platþrívídd en nú er von á að það breytist. Leikir eins og Destrega og Ehrgeis era í fullri þrí- vídd og getur spilarinn hlaupið í all- ar áttir og barist með hnúum og hnefum í návígi eða með vopnum lengra frá. Von er á nokkrum leikj- um tengdum Stjömustríði í kjölfar Phantom Menace. Mun Lucas Arts framleiða hlutverkaleik og kappakstursleik tengda kvikmynd- inni. Því er ljóst að úr nógu verður að velja fyrir aðdáendur Playstation á næstu vikum og mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.