Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 Haimgsg ™ w im •• ■ Hinn einræktaði Fibro (til hægri) leikur sér við „föður“ sinn, þ.e. músina sem lagði til erfðaefnið sem Fibro var búinn til úr. Eins og sjá má er skott pabba gamla styttra en sonarins en það er vegna þess að endi skottsins var klippt- ur af til að hægt væri að nálgast frumur tii að vinna afkvæmið úr. Hawaii-músin Fibro: Fyrsta klónaða karldýrið Fyrsta karlkyns- dýrið sem búið hefur verið til með einræktun (klónun) fruma úr karlkyns dýri var kynnt fyrir skömmu. Þetta var músin Fibro og er hún afsprengi vísindatilrauna í Hawaii-háskóla i Honululu. Fram til Mlkilvægl einræktunar er að hluta til við- skiptalegs eðlls og oft getur verið mjðg hag- kvæmt að fjðlfalda mjðg dýrmmt karldýr eins og id, verðlauna- naut og dýr í útrým« Ingarhættu. þessa hafa eingöngu kvendýr verið búin til með þessum hætti, mýs, kindur, geitur og kýr. Tony Parry, sem vinnur með vís- indamönnunum sem bjuggu Fibro til, segir að það sé gríðarlega mik- ilvægt að sýna fram á að einrækt- un karldýra sé einnig möguleg. „Mikilvægi einræktunar er að hluta til viðskiptalegs eðlis og oft getur verið mjög hagkvæmt að fjöl- falda mjög dýrmæt karldýr," segir hann. Verðlaunanaut og dýr í út- rýmingarhættu gætu t.d. orðið hentugur vettvangur fyrir einrækt- un af þessu tagi. Búinn til úr skotti Einræktun kvendýranna hingað til hefur ávallt byggst upp á að nota frumur sem teknar eru úr líffærum sem gegna ákveðnum hlutverkum við fjölgun viðkomandi lífveru, eins og t.d. brjóstkirtlum eða eggjastokk- um. Fibro var hins vegar einrækt- aður með frumu úr skotti karldýrs. Þar með hafa vísindamennirnir sýnt fram á að hægt sé að nýta til einræktunar frumur sem einfalt er að nálgast. Ian Wilmut, prófessor við Roslin- stofnunina í Edinborg, segir að þessar upplýsingar séu vissulega fræðandi en þær séu i raun ekkert sem menn grunaði ekki. „Það er enginn grundvallarmunur á frum- um karl- og kvendýra og því bjugg- umst við alltaf við að þetta væri hægt,“ segir hann. Roslin-stofnunin er hvað frægust fyrir að búa til kindina Dolly og er stofnunin, ásamt Hawaii-háskóla, er leiðandi á sviði einræktunar i heiminum. Enn er þó mikil vinna eftir fyrir vísindamenn við að þróa aðferð við að einrækta karldýr því Fibro er eina dýrið af 274 í þessari tilraun sem lifði lengur en eina klukku- stund eftir fæðingu. Í-yJLiJJ Hækkun hitastigs andrúmsloftsins: Kannski ekki okkur aö kenna EE Hitastig and- rúmslofts jarðar hefur hækkað nokkuð stöðugt undanfarin ár og hafa margir viljað kenna mengun af mannavöldum um þá hækkun. Niðurstöður nýrrar rann- sóknar sýna hins vegar að mögulegt er að hækkunin geti verið af völd- um breytinga á sólinni. Rannsóknin sýnir að segulflæði frá sólu hefur rúmlega tvöfaldast á þessari öld. Þar sem segulmagn sól- ar tengist styrk sólarljóss sem nær til jarðar er mögulegt að þessi aukn- ing hafi getað orsakað hækkun á hitastigi hér á jörðu niðri. Það voru vísindamenn við Rutherford App- leton rannsóknarstofuna í Bretlandi sem gerðu þessa rannsókn. Sólin ræður mestu í tímaritinu Nature hefur farið fram nokkur umræða um rannsókn- ina og hefur m.a. verið bent á að aukinn kraftur sólarljóssins á þess- ari öld og aukið magn koltvísýrings R&nmóknin sýnirað seguiflmðl frá sólu hefur rúmiega tvðfald• ast á þessarí öld. Þar mm s&guimagn sólar t&ngi&i styrk sólarljóss sem nmr til jarðar er mögulegt að þessí aukning hafí getað or- sakað hækkun á hlta- stigl hér ájörðu niðrl, í andrúmsloftinu fari saman. Það er engin tilviljun að mati sumra. Einn þeirra sem halda þessu fram er Eugene Parker, prófessor við Chicago-háskóla. Hann segir að mögulegt sé að aukinn kraftur sól- arinnar hafi orsakað hækkun hita- stigs andrúmsloftsins og þar með hitastigs sjávar. Því heitari sem sjórinn svo er þvi minna getur hann tekið við af koltvísýringi úr and- rúmsloftinu. Þannig er mögulegt að Mögulegt er að aukin sólarorka leiði til hækkandi hitastigs sjávar sem þýðir að sjórinn tekur ekki við eins miklu af koltví- sýringi og hann annars gæti. mannkynið eigi ekki sök á hækkun hitastigs jarðarinnar. En allir þeir sem að þesssiri um- ræðu koma eru þó sammála um að enn sé ekki nándar nærri allt ljóst i þessum efnum og miklar rannsókn- ir þurfi að koma til á næstu árum áður en hægt er að fullyrða eitthvað í þessum málum. Aflóga geimstöð: Geimstööin Mír rýmd geimstöðinni í rekstri er gífurlegur eða um 250 milljónir dala (um 18 milljarðar íslenskra króna) á ári og hafa rússnesk geimferðayfírvöld því ákveðið að geimstöðin skuli rýmd í ágúst á þessu ári. Stöðin mun svo hringsóla í kringum jörð- ina þangað til snemma á næsta ári en þá er búist við að hún brenni upp í lofthjúpi Jarðar. NASA hefur lengi þrýst á Rússa um að hætta með Mír og einbeita sér meira að alþjóðlegu geimstöðinni sem verið er að koma upp en blankheit Rússa hafa tafið gerð hennar um tvö ár. Talið er að Rússar hafi frestað því að gefa Mír upp á bátinn, þar sem hún hefur verið tákn um fyrrum stórhug þeirra í geim- ferðamálum, en nú eru aðstæður í Rússlandi þannig að ekki er til nægt fjármagn til slíkra stóra- freka. Það eina sem eftir er að gera er að fá undirskrift Jeltsíns Rússlandsforseta þegar hann man eftir því og þá er saga geim- stöðvarinnar Mír öll. 13 ára, hefur á síðustu misserum verið þekkt af litlu öðru en vand- ræðum. Upp hafa komið ýmis vandamál, svo sem eldsvoðar og önnur slys. Óhöppin hafa verið svo tíð að það hefur jafnvel vakið athygli Hollywood, með mjög svo vafasöm- um hætti þó. Ekki má samt líta fram hjá því að reynslan af Mír hefur aflað mikilvægra upp- lýsinga í sambandi við mannvistir til lengri tima • í geimnum. Mír má muna sinn fífil fegri og nú er farið að styttast verulega í að dagar þessarar rússnesku geimstöðv- ar verði taldir. Gríðarlegur kostnaður En nú er svo komið að ríkistjórn Rúss- lands hefur ekki lengur efni á að reka Mír. Kostnað- urinn við að halda Geimstöðin Mír á sér langa sögu í stuttri sögu geimferða. Þessi geimstöð sem komin er til ára sinna, orðin £1íJJjjJj róíú\t Hitt 2000-vandamálið: Veðurfar á sólinni til vandræða 2000-vandinn svokallaði er ekki eina vanda- málið sem mun hrjá jarðarbúa árið 2000. Nú lít- ur út fyrir að náttúran hafi tekið að sér að bæta við einu vandamálinu enn. Áætlað er að metár sé í uppsiglingu varð- andi truflanir af völdum sólarinnar á raftæki og fjarskipti. Sýnt hefur verið fram á að sól- stormar, sólgos og aðrar geimveðra- breytingar fara í eins konar virkni- hring og ná hámarki á 11 ára fresti. í apríl og maí árið 2000 er einmitt komið að einu slíku hámarki. Ekki er vitað fyrir víst hvaða áhrif þetta mun koma til með hafa en framfar- ir í fjarskipta- og tölvutækni hafa orðið svo miklar síðustu 11 árin að ekki er hægt að nota samanburð í því efni. Vísindamenn spá því þó að mikl- ar truflanir verði í farsímakerfum og öðrum fjarskiptum, gervihnettir fari jafnvel út af sporbaug og ýmis- legar rafmagnstruflanir á heimil- um muni valda fólki vandræðum. Þá er bara að bæta við á listann „atriði sem þarf að vara sig á árið 2000“ og vona að ekki komi fram í dagsljós- ið fleiri 2000- vanda- mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.