Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 22 HaiaaiM* ■ N ■ Byltingarkenndur bíll í farvatninu: Svífur um loftin blá eins og bíll Batmans Leðurblökumaðurinn verður ekki einn um að geta ekið himnavegina, ef tilraunir bandarískra hugvitsmanna ganga vel og flugbfll þeirra kemst á loft. Nú má Leður- blökumaðurinn fara að vara sig. Bandarískt fyrir- tæki hyggst gera fyrstu prófanir indum „flugbíT á næstu vikum, bíl sem á að svifa rétt fyrir ofan yfirborð jarðar og gæti gjör- breytt ferðamáta fólks í framtíðinni. Flugbillinn, eða Skycar eins og for- ráðamenn fyrirtækisins Moller International hafa skírt farartækið, er í laginu eins og bíll teiknimynda- söguhetjunnar frægu, Leðurblöku- mannsins. Hann tekur fjóra í sæti, fer lóðrétt á loft og lendir, eyðir rúmlega tólf lítrum á hundraðið og nær meira en 600 kilómetra hraða á klukku- stund. Hugsanlegt er að bíllinn verði kynntur blaðamönnum undir lok árs- / fyrstu ferð sinni mun Skycar fara um tvo metra upp í loftið, svífa þar í eina mínútu og lenda svo, alveg eins og Harrierþota. ins, að því er fram kemur í vikuritinu New Scientist. „í fyrstu ferð sinni mun Skycar fara um tvo metra upp í loftið, svífa þar í eina mínútu og lenda svo, alveg eins og Harrier þota,“ segir í tímaritinu. Ef farartækið, sem verður búið tveimur hverflhreyflum, hlýtur við- urkenningu bandarískra flugmálayf- irvalda getur hver sem er flogið því innan Bandaríkjanna, að því til- skildu, auðvitað, að hann hafi flug- mannsréttindi. Flugbíll þessi er hugarfóstur Pauls Mollers, stofnanda Mollers International, og hefur hugmyndin verið að gerjast i þrjátíu ár. Bíllinn verður handsmíðaður og mun kosta um eina milljón dollara, eða rúmar sjötíu milljónir króna. Verðið mun þó lækka umtalsvert þegar hönnun bíls- ins verður fullkomnuð og hafm verð- ur á honum fjöldaframleiðsla. Vonandi sem fyrst því svo sannar- lega er kominn timi til að steypa Leðurblökumanninum af sínum himnastóli. sínar á byltingark< Merk uppgötvun steingervingafræðinga í Chicago: Risaeðlan Sue var ótrúlega þefnæm Grameðla gerir ferðamönnum Itfið leitt í spennuþrungnu atriði f Júra- garði Stevens Spielbergs. Visindamenn sem rannsaka stærstu grameðl- una (Tyrann- osaurus Rex) sem nokkru sinni hef- ur fundist segjast hafa uppgötvað að hún hafi verið einstaklega þefnæm, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka stærð lyktarklumpanna í hauskúpu hennar. Lyktarklumpar þessir voru á stærð við greipaldin. „Við vissum að þær voru mjög þefnæmar en ekki svona," segir Chris Brochu, steingervingafræðingur við Field-safnið í Chicago. Safnið keypti tæplega fjórtán metra langa og mjög svo heillega beinagrind eðlunnar sem gengur und- ir gælunafninu Sue, í höfuðið á kon- unni sem fann beinagrindina, á upp- boði árið 1997 fyrir tæpar sextíu millj- ónir króna. Lyktarklumpamir upp- götvuðust með aðstoð tölvusneið- myndatækis. Það gerði vísindamönn- unum kleift að búa til þrívíddarmynd af innviðum rúmlega hálfs annars metra langrar hauskúpu dýrsins án þess að laska hana. Lyktarklumparnir tengdu saman tauganetið frá snoppu risaeðlunnar. Heilinn í Sue var þrjátíu sentimetr- ar langur. Þótt það sé kannski ekki neitt til að taka andköf yfir var hann engu að síður stærri en i öðrum risa- eðlum og af þeirri stærð sem ætla mætti i jafnstóru dýri, að þvi er Chris Brochu segir. Grameðlan kann að hafa beitt ótrú- legu þefnæmi sinu við að elta uppi bráð eða til að finna hræ að gæða sér á. Brochu segir vafasamt að hægt sé að draga miklar ályktanir um lífsstíl Sue. „Var hún rándýr eða hrææta? Því er ekki hægt að svara og ég held að við munum aldrei komast til botns í því. Með heitt eða kalt blóð? Við mun- um aldrei komast að því. Karldýr eða kvendýr? Við munum aldrei vita það,“ segir Brochu. Þefnæmi grameðlunnar var tilefni spennuþrungins augnabliks í Júra- garðinum, kvikmynd Stevens Spiel- bergs. Leikstjórinn kom nýlega í Field-safnið til að skoða Sue sem verð- ur sýnd almenningi í maí á næsta ári. Heilinn í Sue varþrjá- tíu sentímetrar langur. Þótt það sé kannski ekki neitt til að taka andköf yfir var hann engu að síður stærri en í öðrum risaeðlum. Alltaf dettur mönnum eitthvað sniðugt í hug: Utfjólublá Ijós til höfuðs húsasóttinni Útfjólublátt ljós kann að vera meðal við þeim flókna vanda sem svokölluð húsasótt er, að því er kanadísk- ir vísindamenn segja í grein tímariti um atvinnu- og umhverfissjúkdóma. Ekki eru allir vísindamenn fylgj andi þeirri kenningu að léleg loft ræsting og uppsöfnun baktería og sveppa séu orsök kvilla á borð við kvefpestir og höfuöverk, þreytu og skort á einbeitingu. Forathugun vísindamanna við hinn virta McGill-háskóla í Montréal í Québec-fylki í Kanada leiddi aftur á móti í ljós að þegar öfl- Bakteríum og sveppagróðri í loftræstikerfum stórra bygginga er kennt um margvíslega kvilla sem hrjá fólk sem í húsunum lifir og starfar. ugum bakteríudrepandi út- fjólubláum Ijósum var komið fyrir í loftræstikerfmu á þremur hæðum skrifstofu- byggingar í borginni fór starfsmönnum að liða betur og þeir voru ekki jafnoft veik- ir og áður. „Tilhneigingin var í þá átt að sjúkdómseinkennum fækk- aði og færri urðu veikir," seg- ir Dick Menzies, einn vísinda- mannanna. „Þetta gæti verið hluti lausnarinnar á flóknum vanda.“ Menzies og félagar hans halda því fram að besta leiðin til að koma í veg fyrir sjúkdóma ætti að vera fólgin í því að hafa hemil á vexti og viðgangi baktería og sveppa þar sem þau safnast fyrir i loftræsti- kerfum. í tilraun kanadísku vísindamann- anna var ýmist kveikt eða slökkt á ljósunum í loftræstikerfinu í þrjár vikur í senn. Starfsmenn í bygg- ingunni vissu ekki hvenær var kveikt á þeim og hvenær slökkt. Þegar ljósin höfðu logað í þrjár vikur hafði nær alveg tekist að út- rýma bakteríum og sveppum, sem berast með andrúmsloftinu, úr loftræstikerfinu. „Kenningin gengur út á það að mikil rakaþétting sé í loftræsti- kerfum og að það leiði til bakteríu- og sveppagróðurs, jafnvel þegar best lætur. Það kallar svo á sjúk- dómseinkenni hjá sumum, að minnsta kosti. Útfjólublá ljós kunna að útrýma því,“ segir Menzies. Gamalt fólk dettur og meiðir sig Mun algengara er nú en áður að gamalt fólk detti og slasi sig. Hluti skýringar innar kann að vera sá að fullorð ið fólk er athafnasamara en fyrr Þetta kemur fram í niðurstöð um rannsóknar sem fmnskir vís- indamenn stóðu að og segir frá í timariti bandarisku læknasam- takanna. Finnamir komust meðal ann- ars að því að á árunum 1970 til 1995 var 284 prósenta aukning á meiðslum af völdum falls hjá fimmtugum og eldri sem gert var að á sjúkrahúsum. Vísindamennirnir hafa af þessu nokkrar áhyggjur. í fyrsta lagi stækkar áhættuhópurinn og því á meiðslunum eftir að fjölga í framtíðinni. í öðru lagi verður erfiðara að meðhöndla meiðslin vegna hækkandi meðalaldurs þeirra sem detta. Eldar útrýmdu furðudýrunum ft 4 Bandarískir vís- indamenn segjast hafa fundið enn frekari sannanir fyrir umdeildri kenningu sinni um að fyrstu frumbyggjar Ástralíu hafi útrýmt stærstu dýrum landsins með því að brenna kjörlendi þeirra. Hugmyndir vísindamannanna ganga út á að frumbyggjarnir hafi breytt landslaginu og hreinlega gengið af flöl- mörgum dýrategund- um dauðum með því að kveikja víð- áttumikla kjarrelda. Vísindamennimir not- uðu steingerð egg emús- ins og vísbendingar um * veðurfar til foma til að styðja hugmyndir sínar. Ástralía er þekkt fyrir ýmis furðudýr, eins og kengúrana, en hér áður fyrr var fjölbreytnin enn meiri. Þykir vísindamönnum næsta grunsamlegt hvað mörg furðu- dýranna dóu út um svipað leyti og fyrstu menn- irnir birtust fyrir fimmtíu til sextíu þúsund árum. Pillan styrkir bein kvenna Getnaðarvam- arpillan getur styrkt bein kvenna og þar með dregið úr mjaðmarbeinsbrotum, „einkum þó ef pillunnar er neytt á síðari skeiðum barneignaaldursins," segir í grein eftir Karl Michaelsson og samverkamenn hans á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð, í læknarit- inu Lancet fyrir skömmu. Kvenhormónið estrógen sem er í pillunum þéttir beinin og því verða þau ekki eins brot- hætt, segja vísindamennirnir. Við rannsóknina báru vís- indamennirnir saman notkun pillunnar meöal 1.327 sænskra kvenna sem höfðu mjaðmar- brotnað milli október 1993 og febrúar 1995 annars vegar og liðlega þrjú þúsund annarra kvenna hins vegar. Fjórðungi færri mjaðmarbrot urðu hjá konum sem tóku pill- una en hinum sem aldrei höfðu tekið hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.