Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 2
i8 Suðurland Blómabærinn Hverageröi: MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Blómstrandi dagar DV-mynd Hilmar Pór í ár munu einkaaðilar í fyrsta skipti sjá um leiðsögn um hverasvæðið í Hveragerði. Agnar Þór Agnarsson og Arngrím- ur Baldursson, eigendur Ferðaþjónustu Suðurlands, segja að leiðsögn um hverasvæðið standi til boða daglega. Það sem gerir Hveragerði ein- stakt er að jarðhitasvæðið er í miðj- um bænum og hversu lengi það hef- ur verið nýtt. Leirböð voru stunduð þar í kringum 1950 og gigtarsjúk- lingar leituðu lækninga þar með því að leggjast í leirinn. Við Lauf- skóga 29 liggur göngustígur fram hjá vatnshver og girðing er í kringum hann. Víða í lóð- inni er hiti og íbúðarhúsið er illa farið vegna gufuskemmda. Fyrir mörgum árum gerðist það að sprunga kom í gólf hússins og hver- inn gaus inni í húsinu. „Útlending- um finnst mjög spennandi að hver- imir skuli vera 1 miðri manna- byggð, auk þess sem þeim finnst mjög einkennilegt að lítil hola sem varla er hægt að stinga fingri í verði ári seinna svo stór að hægt sé að stinga sér ofan í hana,“ segir Agnar Þór. Genginn veröur hringur um svæðið og saga hveranna sögð og hitinn mældur - menn verða því stöðugt með púlsinn á stemning- unni. Margir nafnfrægir hverir eru þarna, t.d. Manndrápshver sem hef- ur gleypt marga menn eins og nafn- ið gefúr til kynna. Blómstrandi dagar Árlegar eru haldnir í Hveragerði Blómstrandi dagar og i ár verða há- tíðarhelgamar tvær, önnur í júní en hin í ágúst. Hátíðin hefur gert stormandi lukku og að sögn Arn- gríms er seinni helgin oft nokkurs konar „lókal“hátíð íbúa bæjarins. „Fyrri hátíðin er meira stíluð á ferðamenn og hefur verið frábær- lega vel sótt,“ segir Amgrímur. Margir möguleikar eru til útivist- ar í Hveragerði og útivistarsvæðið í dölunum fyrir ofan bæinn er mikið notað. Dalimir em margir hverjir hreinar náttúruperlur og þar eru virk háhitasvæði. í dölunum er heit á sem menn geta baðað sig i og þetta er staður sem elskendur ættu að hafa í huga. -þor Ásta Rós Magnúsdóttir, fegursta rósin í Eden. Nýr háskóli á Suðurlandi Nýr háskóli og jafnframt sá eini á Suðurlandi tók til starfa í haust. íþróttakenn- araskólinn á Laugarvatni var lagður niður og við tók íþróttaháskóli (slands. Erlingur Jóhannsson, skorar- stjóri íþróttaskorar Kennararhá- skólans, segir að brýn þörf hafi verið á skólanum. „Nú býðst loks íþróttanám á háskólastigi. Héðan útskrifast menn sem íþróttafræð- ingar að loknu þriggja ára námi. Það er mikil þörf fyrir þá í dag,“ segir Erlingur. Námið er deilda- skipt og kenndar em tvær brautir, þjálfarabraut og tómstunda- og fé- lagsmálabraut. „Við fáumst við íþróttahugtakið í víðustu merk- ingu, t.d forvamir og heilsuefl- ingu. Min skoðun er sú að íþrótta- kennarar séu að mörgu leyti heil- brigöisstétt. íþróttaþjálfara hefur vantað, ekki síst fyrir aldraða, og þörfin fyrir menntað tómstunda- fólk er alltaf að aukast." Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra tók fyrstu skóflustung- una að hjónagörðum við háskól- ann ekki alls fyrir löngu og munu íbúðimar verða 24 talsins. Erlingur Jóhannsson. Það vekur athygli að á meðan konur em yfirgnæfandi meirihluti nemenda Kennaraháskólans er hlutfall kynjanna hníijafnt á Laug- arvatni. íþróttir eiga því ekki síð- ur upp á pallborðið hjá konum en körlum. Erlingur vann við norska íþróttaháskólann um sex ára skeið og telur atvinnumöguleika þeirra sem útskrifast úr íþróttaháskólan- um góða. Sjálfur er hann mikil íþróttakempa og á íslandsmet í 800 metra hlaupi. -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.