Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 8
24 Suðurland Við fjöru- borðið - ævintýri á Stokkseyri í gömlu húsi á Stokkseyri, sem eitt sinn var notað sem beitning- arskúr, hefur veitingastaðurinn Við fjöruborðið verið til húsa undanfarin sex ár. Staðurinn er rétt innan víð varnargarðinn sem liggur eftir endilangri suðurströndinni fyrir neðan þorpið. Eigendurnir eru tvær konur, Unnur Ása Jónsdóttir og Rut Gunnarsdóttir. í spjalli við Unni Ásu kom fram að hún er sveita- kona í húð og hár, ólst upp undir Eyjafjöllum og finnst fámenni kost- ur fremur en ókostur. Fjaran á Stokkseyri hefur heillað marga, þar á meðal Unni, en einnig segir hún einstakt að reka veitingahús í litlu þorpi þar sem návígið er mik- ið. Hún bendir á að Stokkseyri hafi týnst í ferðaþjónustunni, menn hafi gleymt þorpinu. „Þetta er skemmtilegur sveitabær sem er að- eins út úr en samt svo miðsvæðis. Héðan er stutt til allra átta.“ Matseðillinn er einstæður þar sem aðeins er boðið upp á einn rétt, humar, og gestir geta valið um það hvort þeir snæða hann innan eða utan dyra. Úti er hægt að sitja í ægilegu umhverfi Ægis í skjóli varnargarðsins eða uppi á garðinum sjálfum og horfa yfir haf- ið á meðan á máltíðinni stendur. „Það er mjög skemmtilegt að vera bara með einn rétt þegar allir eru svona ánægðir með hann. Það er viss ævintýraljómi yfír máltíðinni. Humarinn er borinn fram í skel- inni, ýmist steiktur upp úr smjöri eða grillaður. Gestirnir fá viska- stykki í stað servíettu og fotu til að henda skelinni í,“ segir Unnur. Salarkynnin innandyra eru afar rúm og í veitingaskúrnum eru sýnd listaverk eftir heimamenn og aðra. „Gestir okkar hafa fram að þessu mikið verið fólk í sunnu- Gisting í Árnesi eru tvö gistiheimili, eitt með 20 uppbúin rúm í tveggja manna herbergjum með setustofu og eldunaraðstöðu og annað með 16 kojum í fjórum herbergjum með setustofu og pldhúsi. Þjónusta í Árnesi er veitingahús með bar. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð fyrir hópa og einstaklinga. Tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu og heitum potti. Sundlaug með heitum potto er í Árnesi. Mjög góð aðstaða fyrir ættarmót og starfsmannaveislur. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Karlar velta kajökunum meira en konur sem fara varlegar. dagsbíltúmum en við fáum einnig mikið af hópum. Fólk er opið fyrir því sem er öðruvísi og það erum við,“ segir hún. Á húðkeip kring- um Stokkseyri í samvinnu við „Við fjöruborð- ið“ bjóðast ferðir kringum þorpið á húðkeip sem er íslenska orðið yfir það sem flestir kalla kajak. Rut Gunnarsdóttir, annar eigandi veit- ingahússins, og börn hennar, Gunnar Svanur og Rúna Einars- börn, sjá um ferðimar. Að sögn Rúnu er hugmyndin að kajakferð- unum komin frá bróður hennar, Helga Val, sem sjálfur býr til kajaka úr trefjaplasti. Þau hafa nú siglt með fólk í fjög- ur ár og Rúna segir að fyllsta ör- yggis sé gætt. „Það eru auðvitað Humarmáltíð i fjöruborðinu. Gestir fá humar í fötu og viskustykki í stað serviettu. Það er aigengt að stórir hópar komi saman i humarveislu, alltaf hættur en allir leiðsögu- mennimir hafa verið í björgunar- sveitum. Menn velta annað slagið en því er yfirleitt bara vel tekið, menn halda bara blautir áfram. Konur eru yfirleitt einbeittari og fara varlegar en karlamir, það er mun oftar sem karlar velta, enda vilja þeir meiri hraða og spennu,“ segir Rúna. Samvinnan felst í því að fyrst er farið með fólk í siglingu kringum Stokkseyri og að henni lokinni borða menn humar við fjöruborðið. „Þetta getur verið mjög skemmti- legt. Gæsa- og steggjahópar koma mikið og þeim fylgir oft mikill galsi. Miðnæturferðirnar eru yndislegar en þær bjóðast eingöngu um hásum- arið, þegar bjart er allan sólarhring- inn, og era mjög rómantískar," seg- ir Rúna. -þor Árni Magnússon um jarðskjálftana Meira í fjölmiðlum en í Hveragerði „Hveragerði er heimsins besti staður," sagði járn- smiðurinn og skáldið Ásgeir Jónsson. Um þessi orð segir Árni Magnússon, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, sem fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Hveragerðis fyrir fimm árum: „Já, alla vega í hópi þeirra bestu." Þaðan hefur hann svo keyrt dag- lega í vinnuna og finnst ekkert til- tökumál. „Ég held að það sé einfald- lega þannig að þetta venjist eða ekki - ég vandist strax.“ Hann telur Hveragerði vera í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík og það kost að bærinn er ekki stærri en hann er. „Hér Árni Magnússon hefur um fimm ára skeið búið i Hveragerði en unnið i Reykjavik og segir það litið vandamál. eram við eins og ein stór fjölskylda. Við höfum kosti dreifbýlisins en erum þó nálægt höfuðborginni. Það er stutt að fara í bíó eða út að borða.“ Um ástæðu þess að fjölskyldan flutti í Hveragerði segir hann: „Upp- haflega var það nú einfaldlega þannig að við þurftum að stækka við okkur og hér var ódýrara hús- næði. Síðan heilluðumst við af bæn- um. Þetta er sjarmerandi bær.“ Hann segir bæinn góðan að búa í fyrir fjölskyldufólk. Jarðskjálftar koma óneitanlega upp í hugann þegar rætt er um Hveragerði. Sunnlendingar virðast þó almennt ekki hugsa mikið um hugsanlegan Suðurlandsskjálfta og Árni neitar því að jarðskjálftaróm- antíkin hafi laðað hann að bænum. „Ég held að þessir jarðskjálftar séu nú meira í fjölmiðlum en í Hvera- gerði,“ segir Ámi. -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.