Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Fjölbrautaskoli Suðurlands Dúx af Litla- „Ég hef alltaf haft nóg að gera, alveg síðan fyrstu dagana í Síðumúlanum og mér hefur aldrei leiðst. Verkefnin eru oft miklu fleiri en ég kemst yfir," segir Baldur Gunnarsson, fangi á Litla-Hrauni, sem náði þeim frábæra árangri á dögunum að Ijúka stúdentsprófi og alls brautskráðist hann af fimm náms- brautum. Frammistaða hans þótti einstæð og hlaut hann sér- stök verðlaun fyrir. Baldur lauk 144 einingum á tveimur vetr- um sem jafngildir því að Ijúka stúdentsprófi á 2 árum. „Ég ákvað það þegar ég sá fram á að ég myndi fá þetta langan dóm að reyna að nota tímann, gera eitt- hvað.“ Baldur hefur þegar setið inni í þrjú og hálft ár núna og afþlánun hans lýkur í desember. Fangelsis- dóminn fékk hann fyrir ofbeldisbrot - hann réðst á mann vopnaður hnífi. „Ég var algjört flak þegar ég kom hingað fyrst, hafði verið í mik- illi óreglu og var á leiðinni í ræsið. Síðan hef ég þyngst um fjörutíu kíló,“ segir Baldur. Á meðan blaðamaður DV beið í móttökuherbergi Litla-Hrauns sögðu fangaverðir stoltir frá árangri fyrirmyndarfangans Baldurs og það sýnir einna best hve góð frammi- staða hans var. Að sögn fangavarða skrá margir fanganna sig í nám að hausti en mun færri ná þeim áfanga að ljúka. Baldur fékk rúma 8 í aðaleinkunn og segir að uppáhaldsfóg sín hafi fyrst og fremst verið tölvufóg en hann hafi einnig haft verulega gam- an af félagsfræði, sálfræði og sögu. „Það er mikil tölvudella héma, t.d emm við ellefu á mínum gangi og ég held að við séum með um tíu tölvur. Hann jánkar því þegar blaðamaður spyr hvort Hraunið sé kannski bara menntasetur með rimlum. „Það er algjör misskilning- ur að hér sitji snarvitlausir menn eða stórhættulegir." Kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands koma og kenna fóngun- um á Litla-Hrauni og Baldur segir kennsluna vera fyrsta flokks. Hann telur fanga almennt stunda námið af meiri alvöru nú en oft áður, menn séu hættir því sem áður var, að sitja við nokkra í klukkutíma á dag fyrir smákaup. „Síðasta vetur voram við nokkrir hérna sem vor- um í skólanum af krafti. Það var mikil samkeppni meðal okkar sem stunduðum þetta af viti.“ í vetur fékk Baldur að sitja í tím- Suðurland 2» Litla-Hraun á Eyrarbakka. Fangi þar hefur sýnt einstæðan námsárangur. um á Selfossi í verklegum fógum sem ekki er hægt að kenna á Litla- Hrauni svo sem efnafræði og líf- fræði. Hann vill ekki mikið gera úr árangri sínum en játar því að kennslustjórinn segir hann hafa góð áhrif á aðra fanga, en um hvort hróður Hraunsins hafi aukist vegna árangursins segist hann ekki vera dómbær. Hann segir fangelsið hafa tekið tillit til þarfa hans, hann var fluttur á rólegri deild og fær að hafa tæki inni í klefa hjá sér sem aðrir fá ekki, svo sem gatara og heftara. „Tækifærin og möguleikamir em til staðar en það vantar hvatningu og kannski viljann hjá þeim sem ráða. Svo er þetta líka alltaf spum- ing um hvað þjóðfélagið vill, ég sé ekki betur en aö fólk vilji bara læsa menn inn og helst á að vera eins vondir við þá og hægt er. Þingmenn fá engin atkvæði út á það að ætla að gera eitthvað fyrir fanga. Fólk virð- ist halda að það sé hægt að afglæpa menn.“ í lok sumars flytur Baldur á Vernd sem er nokkurs konar áfangaheimili. Þar lýkur hann af- plánun sinni en i desember fagnar hann loks týndu frelsi sínu. Á Vernd hafa menn leyfi til þess að fara út hluta úr degi og koma aftur að kvöldi. Fyrirmyndarfanginn stefnir á frekara nám, hann ætlar sér að sækja um í Viðskiptaháskól- anum í haust - draumurinn er að læra kerfisfræði. Baldur bíður í eftirvæntingu komandi framtíðar en fangavistin hefur verulega reynt á hans sálar- þrek þrátt fyrir það að hafa um margt verið óvenjuleg. „Ég sé ekki krakkana mína nema tvisvar á ári og það þykir mér miður. Þeir búa út á landi og það er erfitt að hitta þá. Dagsleyfin eru fá og stutt." Sumarsólin gleður margan mann- inn en hafa menn ástæðu til þess að gleðjast á Litla-Hrauni? „Já, útivist- artíminn lengist, við fáum tvo klukkutíma í viðbót á kvöldin og það er ástæða til að hlakka til þess. Hér er oft mjög yndislegt á kvöldin en annars er hver dagur öðrum lik- ur og maður þarf að fylgjast vel með dagatalinu." Iþróttamiðstöö Þorlákshafnar Hafnarbergi 41 Sími: 483 3807 Sundlaugin er opin Mán. til fös. kl. 8 - 21 Lau. til sun. kl. 9 -18 Golfvöllur Þorlákshafnar 9 holu golfvöllur. Golfvöllurinn er opinn alla daga. NGASTAOUR Sími: 483 4160 Fax: 483 4099 Skalinn - Þorlákshöfn Fjölmargt fyrir bilinn ■ Viðurkenndir shyndíbitar Shell Siml 488 8801 Mikiö úrval af glœsilegri gjafavöru, leikföngum og föndri. Verslunin Kerlingakot Selvogsbraut 41 Þorlákshöfn Persónuleg þjónusta Síml 483 3300 Opiö virka daga kl. 10.00 -12.00 og 13.30 -18.00 ÖSruvísi búO í alfaraleiÖ Uugardaíaw. 10.00-14.00 Kýrnar íferöamannafjósinu á Laugarbökkum bjóða þig velkominn í kaffi og með því Oplö alla daga frð kl. 13.00 tll 19.00 Sími: 482 2910 Fax: 482 2905 Hestaleiqan Reykjakoti 2km. ofan og noröan viö Hveragerði Opið allt árið Pantiö tíma í síma 433 Fax: 483 4911 - GSM: 896 6611 Blóma- og gjafavöruverslunin 3ffiá/ffiÁönnu/ Unubakka 4 815 Þorlákshöfn Sími 483 3794 Opiö Mánud. til föstud. kl. 10.00 - 12.00 og 13.30 - 18. Laugardaga kl. 10.00 - 14.00 Náttúruperla við suðurströndina Ósar Ölfusár fyrir landi Hrau Veiðileyfi eru seld: Á Hrauni, Olís Eyrarbakka, Vesturröst RVK.,Rás Þorlákshöfn, Litla kaffistofan, Sportbsr Selfossl. Haogt er að fá sumarveiAileyfi: Upplýsingar í sfma: i 483 5077, 483 4540, 483 4967. MASBAKARI ^ Opið frá klukkan ^ ' 8.00 ■ 18.30 virka daga Sími 483 3936 » ELDHESTAR Hestaferðir - Hestaleiga Horse rental and sale Tamningar ■ Sala Gisting - Accommodation Stmi 483-4884 Bóka- og mynjasafnið Egilsbúð Unubakka4, Þorlákshöfn Sími: 483 3990 Safnið er opið Mán. tilfös. kl. 16.00-19.30 Ath. LOKAÐ fimmtudaga ehf Vers/u/> ^/Tafver/cta/c/ Selvogsbraut 4 Þorlákshöfn Sími 483 3545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.