Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 14
í* 30 Snðurland Vestmannaeyjar: MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Tímamót hjá Keikó Starfsmenn Ocean Futures (OF) í Vestmannaeyjum standa á ákveönum tímamótum þessa dagana því nú er harður vetur að baki og við taka rannsóknir á háhyrningnum Keikó sem voru aðaltilgangurinn með fiutningnum til Vestmannaeyja í september sl. Aðdáendur Keikós fagna komu kvikmyndastjörnunnar til Eyja. Keikó hefur dregið fleiri ferðamenn til Vestmannaeyja en sjálfur konungur Eyjanna, Árni Johnsen. Nú er farið að vinna eftir ákveð- inni áætlun sem gerir ráð fyrir að Keikó verði sleppt en hvort og hvenær það verður veit enginn. Er það undir Keikó einum komið að segja til um það. Fyrsti möguleikinn er að hann fái frelsi strax í haust en til þess þarf margt að ganga upp. Peter Noah er núna yfirþjálfari Keikós og í samtali við Fréttir seg- ist hann hafa kolfallið fyrir Vest- mannaeyjum og íbúunum strax við fyrstu kynni. Peter er líka heillaður af Keikó-verkefninu sem hann segir skipta okkur öll miklu máli. Peter og Keikó urðu samferða til Vestmannaeyja með stóru flutn- ingaflugvélinni sem var fyrsti og eini farkostur háhyrningsins á leið til frelsis. „Þetta var fyrsta heim- sókn mín til Vestmannaeyja. Ég stoppaði stutt og fór eftir fjóra daga. Það verður að segjast eins og er að á þessu stutta tíma kolféll ég fyrir Vestmannaeyjum. Það var svo ekki fyrr en í desember sem ég kom aft- ur til Vestmannaeyja og síðan hef ég aðeins verið í sex vikur heima hjá mér í Bandaríkjunum," segir Peter Noah. Mörgum fannst það undarleg tímasetning að flytja háhyrninginn til íslands rétt í þann mund sem vet- ur var að ganga í garð. Peter segist þekkja frá sínum heimaslóöum duttlunga veðurs við sjóinn en hann hefur aldrei upplifað annað eins og hann kynntist í Vestmanneyjum í vetur. „Ég hafði enga skoðun á því fyrirfram en ég vissi að við gátum átt von á mjög hörðum veðrum. Til- finningamar voru blendnar í byrj- un og ekki laust við að örlaði á ótta en um leið tilhlökkun á að takast á við veðurguðina. Reyndin varð sú að það er ólýsanlegt að fara út í kvína á litlum báti í 85 hnúta vind- hraða. Það var líka lífreynsla sem er ógnvekjandi þegar maður lítur til baka,“ segir Peter og brosir. Þá var komið að því að ræða um þann sem er ástæðan fyrir öllu til- standinu, sjálfan háhyrninginn Keikó. Peter segir að Keikó þrífist vel og hafi komið vel undan vetri. „Öll okkar orka í vetur fór í að halda í horfinu og sjá til þess að kvíin þyldi álagið. Það tókst með mikilli vinnu og nú fyrst getum við einbeitt okkur að meginverkefninu sem eru rannsóknir á hegðun Keikós og und- irbúningur þess að honum verði sleppt. Um leið erum við að undir- búa okkur fyrir næsta vetur.“ Hann segir að með hækkandi sól og stilltara veðri hafi tíminn verið nýttur til að fullgera áætlun sumars- ins. Þessi áætlun, sem nú er tilbúin, er tviþætt. Annars vegar ætlum við að vinna að því að venja Keikó af umgengni við fólk og hins vegar þurfum við að fylla upp í það tóma- rúm sem þá myndast hjá honum með einhverju sem háhymingar þekkja úr sínu náttúrulega umhverfl. Með því gerum við hann hæfari til að takast á við líflð og tilveruna eftir að honum verður sleppt. Þetta geram við í þrepum en hvað fljótt hlutirnir ganga fyrir sig er allt undir Keikó komið. Einn liður í þessu ferli er að tak- marka aðgang að kvínni og bátar verða að halda sig í ákveðinni fjar- lægð. Peter segist gera sér grein fyr- ir því að þetta sé ekki vinsælt hjá heimamönnum og fólki í ferða- mannaþjónustu. Það var alltaf ljóst að Keikó yrði ekki sýningargripur eftir komuna til Vestmannaeyja. Til að koma til móts við íslendinga og Vestmannaeyinga erum við í sam- starfl við Hvalaskoðunarstöðina á Húsvík og stofnun Keikósafnsins hér í Vestmannaeyjum er liður í þessari viðleitni okkar. Við verðum að fá frið til að vinna okkar verk en erum um leið tilbúnir að mæta ykkur. Það teljum við okkur nú vera að gera.“ Þegar Peter er spurður hvort þeir séu á áætlun segir hann að erfitt sé að bregða mælistiku á starfið þegar viðskiptavinurinn komi úr dýraríkinu. „Miðað við þessar forsendur erum við á áætl- un. Við vinnum óhemjumikið þessa dagana en erum ekki farin að sjá hvað við komumst langt í sum- ar. Eins og kom fram hér að fram- an erum við að undirbúa okkur fyrir næsta vetur en kannski náum við að ljúka ætlunaverki okkar fyr- ir veturinn og Keikó verði sleppt í haust. Það er allt mögulegt en að sjálfsögðu veltur þetta allt á Keikó. Það eru áætlanir uppi um að Klettsvíkinni verði lokað með neti á þessu ári. Þá verður Keikó sleppt úr kvínni út í víkina. Einnig eru aðrir möguleikar í skoðun tO að venja hann við náttúrulegt um- hverfi," sagði Peter sem á þessari stundu vfldi ekki skýra nánar hvaða möguleikar það væru. Hvemig kemur Keikó tO með að segja - ég er tilbúinn í slaginn? „Það fer allt eftir því hvað hann er fljótur að taka framfórum. Við tök- um mið af flmm tO sex atriðum sem að okkar mati munu segja tO um hvenær hann verður tObúinn tO að bjargast upp á eigin spýtur." Er hann farinn að éta lifandi flsk? „Við gerðum tilraun til þess í mars þegar sleppt var nokkur hundruð löxum í kvínna. Við höfum breytt forgangsröðinni. Við stöndum frammi fyrir því að aldrei áður hef- ur verið reynt að sleppa dýri sem verið hefur undir umsjá manna næstum aOt sitt líf aftur út í sitt nátt- úrulega umhverfi í haflnu. Við tök- um eitt skref í einu og lifandi fæða er ekki efst á forgangslistanum þessa stundina heldur vinnum viö eftir heOdaráætlun þar sem lokatakmark- ið er að frelsa Keikó.“ Hann segir að fólk megi ekki heldur gleyma öðrum mikOvægum þætti sem er kannski þegar upp er staðið sá mikilvægasti, en það er að uppfræða fólk um sjávarspendýr þar sem athyglinni er einkum beint að háhyrningum. „Við höfum lagt í mikinn kostnað við að koma upp Keikósafninu sem í okkar huga er fræðslusetur sem fólk getur haft bæði gagn og gaman af. Keikó virðist vel alinn. Eins og sést á myndinni er hann vel i holdum. -í;í Starfsmannaíelög og einst Bjóðum upp á vandaða he sumarbústaðalönd í skógi km. frá Reykjavík. Stutt í indum, t.d. hitaveita, , heitur potlur o.fl. gingarmeistari Byrði sögunnar, eftir listamanninn Magnús Tómasson, sem stendur við Kirkjubæjarskóla. Sumar á Klaustri Kirkjubæjarklaustur og ná- grenni er vinsæll ferða- mannastaður. Þar er veður- sæld og náttúrufegurð mikil. Frá höfuðborgarsvæðinu að Klaustri er þriggja klukku- stunda akstur á löglegum hraða.________________ Á góðviðrishelgum er þar oft fjöl- menni. Gestir era ánægðir með hvað stutt er í aOa þjónustu. Ferðaþjónusta er aðalvaxtabroddurinn á svæðinu, enda hefur þar verið myndarlega að verki staðið. Hið glæsilega Hótel Kirkjubæjarklaustur er starfrækt allt árið. Tjaldstæði með öOum nútíma- þægindum er staðsett í þorpinu sjálfu. Ferðaþjónustubændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa unnið öhOlega að uppbyggingu. Einnig dvelja margir í orlofshúsum á öUu svæðinu. Upplýsingaþjónusta ferðamanna er starfrækt yfir sumarmánuðina. Und- anfarin ár hefur Hanna Hjartardóttir veitt henni forstöðu. Að sögn hennar er ýmislegt hægt að gera sér tO dægradvalar á svæðinu, t.d. er mikdl áhugi á veiði og golfi. Daglegar ferðir, sumar með leiðsögn, eru tO vinsælla staða í nágrenninu. Má þar nefna Laka, Landmannalaugar, Skaftafell, SkálafeUsjökul og Núpsstaðarskóg. Þeim sem vilja taka daginn rólega er m.a bent á hestaleigur og sundlaug- ina. Gönguferð með leiðsögn um Klaustur er í hverri viku. Unnið er að gerð korts með vinsælum göngiOeið- um í hreppnum. -EAV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.