Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 ;_____ Kví Keikós - og annað spennandi í Eyjum Skoöunarbátnum Víkingi í Vestmannaeyjum er stjórnaö af Ólafi Jónssyni sem einnig gerir hann út ásamt Jóhanni bróð- ur sínum og Eyjólfi Guðjónssyni frænda þeirra. Skoðunarferðir í kringum Vest- mannaeyjar byggja á gamalli hefð og eru fyrir löngu orðnar fastur lið- ur í móttöku ferðamanna. Ólafur og hans menn bjóða m.a. upp á sigl- ingu í kringum Heimaey sem er ægifogur að líta af sjó. Himinhá björgin rísa þverhnípt upp af sjón- um iðandi af fuglalífl sem óvíða er fjölbreyttara. Siglt er inn í hella eins og Fjósina í Stórhöfða, Kletts- helli í Ystakletti, þar sem gestir fá að njóta einstakra hljómgæða í hljóðfæraleik, og í helli í Hænu þeg- ar vel viðrar. Þá er síðast en ekki síst siglt að kví Keikós í Klettsvík. Ólafur segir að sigling í kringum Heimaey sé alltaf jafnvinsæl. „Þó að við auglýsum ferðimar ekki sérstaklega sem hvalaskoð- unarferðir er alltaf mikið um hval í kringum Vestmannaeyj- ar. Frændur Keikós, há- hymingamir, era einna mest áberandi en við sjáum líka af og til stórhveli. Hvalir hafa verið sérstak- lega áberandi í sumar og eru fáar ferðirnar sem ekki er eitthvað að sjá. Hvalimir era því góður bón- us fyrir þá sem koma með okkur,“ sagði Ólafur. Besti golfvöllur landsins í Eyjum? Á síðasta ári voru 60 ár frá því að byrjað var að leika golf með skipulögðum hætti í Vestmanna- eyjum en á þessum grunni byggir Golfklúbbur Vestmannaeyja öflugt starf sitt í dag. GV hefur í nokkur ár boðið upp á 18 holu völl sem nýtur sífellt meiri vinsælda golfleikara. „Við njótum þess að völlurinn okkar er sá fyrsti á landinu sem tilbúinn er í slaginn á vorin," seg- ir Ævar Þórisson framkvæmda- stjóri klúbbsins. „Við vorum t.d. með fyrsta stigamótið í íslensku mótaröðinni í ár. Þá reynum við að bjóða upp á ýmsar nýjungar til aö laða til okkar fólk, bæði af fasta- landinu og erlendis frá,“ bætir hann við. Þarna á Ævar t.d. við Hjón og paradís um næstu helgi, sem eins og nafnið bendir til er ekki síst ætlað hjónum og pöram. Helgina á eftir er opna Cantat 3-mótið þar sem fjöldi góðra verðlauna er í boði. „Við hugsum líka um unga fólkið og bjóðum upp á það sem við köllum Golfævintýri um mánaða- mótin júní og júlí. Það er golf- kennsla og golfkeppni fyrir 9 til 16 ára kylfinga. Svo er það opna Volcano-mótið 9. til 11. júli sem nýtur sífellt meiri vinsælda, ekki síst erlendra kylflnga. Svo er alltaf hægt að bregða sér til Eyja og taka nokkra hringi á vellinum okkar. Það verður enginn svikinn af því,“ sagði Ævar að lokum. -ÓG Golfvöllurinn i Eyjum þykir með þeim betri og hann glimdu drottningarnar við. Vissir þú - að Hveragerði er góður staður til búsetu, fjarri ys og þys höfuðborgarsvæðisins, en þó rétt innan seilingar I Vissir þú - að Hvcragerði er bær menningar og lisfa! Víssir þú - að markvisst er unnið að uppgræðslu og fegmn í Hveragerði 1 ViSSÍr þú - að í Hveragerði og nágrenni eru fallegar gönguleiðir sem henfa allri fjölskyldunní! Vissir þú - að Sundlaugin í Laugaskarði státar af náttúrulegu gufubaði, nuddpotti og potti fyrir börnin ! Ell eitt veistu - að í blómabænum færð þú blóm og ferskt grænmeti og nýtur góðrar þjónustu. Vertu velkomin(n) ! Sundlaugin í Laugaskarði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.