Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 16
Í2 % Suðurland Eyrarbakki: .Verslun Guölaugs Pálssonar endurgerö Um þessar mundir er unnið að því að endurgera eitt þekktasta hús Eyrarbakka þar sem verslunarmaðurinn kunni, Guðlaugur Pálsson, rak verslun sína í yfír sjötíu ár. Jón Karl Ragnarsson Guðlaugs. smiður við gamla peningaskúffu „Húsið var byggt af Þórdísi Símonardóttur ljósmóður árið 1887 en 1896 eignaðist Helga Sigurðardóttir það og hún breytti þaki hússins og byggði við það skúr. Það var íbúðarhús til ársins 1919 þegar Guðlaugur keypti það og breytti því í verslun. Árið 1949 byggði hann íbúðarhús ofan á það og gerði á því margvíslegar breytingar," seg- ir Magnús Karel Hannesson sem nýlega festi kaup á húsinu. Magnús og eig- inkona hans, Inga Lára Baldvinsdótt- ir, stefna að því að ná þeirri mynd á húsið sem það var í árið 1919. Þau ætla sér að endurgera verslunarinn- réttingarnar í húsinu. Aðspurður um það hvað eigi að gera við húsið segir Magnús það ekki alveg ákveðið en í því verði líklega einhvers konar þjón- usta fyrir ferðamenn, safnverslun eða ferðamannaverslun. Smiðurinn, Jón Karl Ragnarsson, sagði þar sem hann var við störf við húsið að ástandið á því væri ótrúlega gott. Þá sagði hann að markmiðið væri að klára húsið að utan í sumar og hefja vinnu inni í því í vetur. Hjónin eiga nú alls þrjú hús á Eyr- arbakka sem verður að teljast óvenju- legt. Upphaflega keyptu þau Eyrar- götu 46a, þar sem þau búa, svo eignuð- ust þau Eyrargötu 46b, sem þau nota sem eins konar gestahús, og nú síðast keyptu þau húsið sem verslun Guð- laugs var í, Eyrargötu 46. „Þetta höfum við gert ein og óstuddd og enga styrki fengið tO þess en aftur á MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Húsið er ekki frýnilegt á að líta en það stendur til bóta DV-myndir: Hilmar Þór móti hafa ættingjar og vinir aðstoðað, t.d. við að rífa síðasta húsið og sú hjálp verður ekki metin til fjár.“ Magnús segir að þau hjónin séu vissulega áhugafólk um gömul hús en það eigi einnig þátt í kaupum þeirra að Húsið, sem geymir Byggðasafn Árnesinga, sé perla sem þurfi þokkalega umgjörð. „Á síðustu 10-15 árum hefur orðið vakning í því að endurbæta gömlu húsin hér á Eyrarbakka. Húsin eru flest alþýðuhús sem búið er í, þó ekki allan ársins hring. Mörg þeirra eru í eigu Reykvíkinga." Ferðamenn koma í auknum mæli á Eyrarbakka og að- dráttaraflið er ekki síst hin gamla götumynd sem er einkar töfrandi. Andi liðins tíma hrífur, kyrrðin og róin sem og nálægðin við náttúruna og haflð. -þor Vlf> SUÐURSTRONDINA Kajaksiglingar fyrir alla um fjöruna og vötnin, heimkynni sela og fugla. Einstök náttúruupplifun. ^úsinu V/ð fj{jhl Verið velkomin í nýja og fallega verslun Eina safnið, sinnar tegundar á Islandi Opið í júlí og ágúst lau. oq sun. kl.13-18 Nuddpottur og vaðlaug I lumar og rómantík i sérsiökú umhverfi. [Versluifi oB WmmSSBSt \ ':li 1 z. 5 J*: O CQ Ul i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.