Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 Lárus Orri Sigurðsson vildi hvorki neita því né játa gærkvöld að hann væri á leiðinni til skoska liðsins Aberdeen. Á stóru myndinni til hliðar gengur Auðun Helgason vonsvikinn af velli eftir tapið gegn Rússum. Reuter Larus Orri a leið til Aberdeen? Bunce frá fram í ágúst Che Bunce, varnarmaðurinn öflugi hjá Breiðabliki, missir af sex leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, auk bikarleikja. Hann verður með gegn KR á laugardag en heldur síðan til móts við landslið Nýja- Sjálands sem býr sig undir Álfuleikana í Mexíkó seinnipart júlímánaðar en Nýsjá- lendingar eru þar fulltrúar m. tm Eyjaálfu. Sigurður Grétars- son, þjálfari Blika, missir nær ör- ugglega af leikn- um við KR vegna meiðsla sem hann varð fyr- ir gegn ÍBV á dögun- um. -VS DV, Moskvu: Skoska úrvalsdeildarliðið Aberdeen er á eftir íslenska landsliðsmanninum Lárusi Orra Sigurðssyni sem leikið hefur undanfarin ár með enska liðinu Stoke City. Félagið ákvað fyrir skemmstu að setja nokkra leikmenn á sölulista og var Lárus Orri í þeim hópi. Illa gekk hjá liðinu á síðasta tímabili og er nú verið að byggja upp nýtt lið. DV bar þennan áhuga skoska félagsins undir Lárus Orra eftir landsleikinn við Rússa í Moskvu í gærkvóld en hann vildi fátt segja. „No comment. Mín mál skýrast á næstu vikum," sagði Lárus Orri við DV í Moskvu í gær eftir leikinn gegn Rússum. -JKS Riðillinn opinn og spennandi „Ég er ekki sáttur með að tapa þessum leik. Við fengum á okkur mark sem var ekki tilþrifamikið og að auki á slæmum tima. Þeir voru í sjálfu sér ekki að skapa sér nein hættuleg færi en einhvern veginn spilaðist leikurinn- þannig að boltinn féll ekki fyrir okkur. Menn þurfa alltaf að hafa smáheppni með sér svo að hlutirnir gangi upp og þá alveg sérstaklega i útileikjunum. Ég var stoltur af mínum mönnum, þá sér í lagi í síðari hálfleik þegar menn reyndu að færa sig framar og skapa sér færi," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í samtali við DV eftir leikinn. Eggert sagði að Rússar, sem hefðu setið í kringum hann í stúkunni, hefðu varpað öndinni léttar þegar að leiknum lauk. „Við erum annars óhressir með að tapa leiknum en mér sýnist með hliðsjón af úrslitum í leik Armena og Úkraínu að riðilinn sé orðinn mjög opinn og spennandi. Eftir næstu umferð gætu þrjú lið hæglega verið jöfn með 15, einu stigi á eftir Úkraínu. Úrslitin ráðast ekki fyrr en i október þegar við mætum Frökkum í París og Rússar liði Úkraínu hér í, Moskvu. Ég er ánægður með þá velgengni sem er á íslenska landsliðinu í dag og álit almennings á liðinu hefur breyst mikið. AUar þessar sterku þjóðir taka orðið alvarlega að leika gegn íslandi og fagna mjög ákaft sigri með einu marki," sagði Eggert. ... L; í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.