Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 Sport DV Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt: New York á alla möguleika New York Knicks, sem slapp naumlega inn í úrslitakeppni NBA, á alla möguleika á að leika til úr- slita í deildinni gegn San Antonio eftir góðan útisigur á Indiana í nótt, 94-101. Þar með er New York komið 3-2 yflr í einvígi liðanna í úrslitum austurdeildarinnar og getur klárað dæmið á heimavelli aðfaranótt laugardagsins. Indiana byrjaði þó betur og leiddi 28-14 eftir fyrsta leikhluta. New York vann þann næsta ná- kvæmlega eins og staðan því 42-42 í hálfleik. Enn var Indiana yflr að loknum þriðja leikhluta, 69-65, en leikmenn New York sýndu mikinn karakter á lokasprettinum og inn- byrtu sigurinn. Þar áttu Marcus Camby og Latrell Sprewell stærst- an hlut að máli ásamt Larry John- son sem gerði tvær 3ja stiga körfur í röð á mikilvægum tíma. Sprewell skoraði 29 stig og Cam- by gerði 21, tók 13 fráköst og varði 6 skot. Allan Houston gerði 19 stig fyrir New York. Reggie Miller átti sinn besta leik í einvíginu og gerði 30 stig fyrir Indiana. Jimmy Jackson gerði 16 og Chris Mullen 13 og Dale Davis tók 18 fráköst. Mestu vonbrigði Indiana voru að risinn Rik Smits gerði aðeins 8 stig og brást alveg. -VS Undankeppni Evrópumóts landsliða: fyrstir áfram, Englendingar vonlitlir eftir jafntefli Tékkar urðu fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti i Evrópukeppninni þegar þeir unnu sinn 7. sigur í 7 leikjum. Tékkar sneru 0-2 stöðu gegn Skotum í 3-2 sigur á síðustu 25 mínútum leiksins og Jan Koller tryggði sætið á 87. mínútu. Annað jafntefli Færeyja Færeyingar halda áfram að gera góða hluti. í gær gerðu þeir jafntefli við Bosníumenn, 2-2, í Tóftum en þeir fengu tækifæri til að tryggja sigurinn þegar John Peterson lét markvörð Bosníu verja frá sér víti. Une Arge, leikmaður Leifturs, skor- aði bæði mörk Færeyinga. Vonir Englendinga minnkuðu enn þegar þeir náðu aðeins jafntefli í Búlgaríu þrátt fyrir að leika manni fleiri síðustu 30 mínútur leiksins. Pólland vann sinn leik og er nú með 12 stig, þremur fleiri en England en Sviþjóð er efst í riðlin- um með 13 stig. Lettar og Slóvenar komust upp fyrir Grikki í 2. riðli í gær í barátt- unni um 2. sætið en Norðmenn eru með örugga forustu í riðlinum en þeir léku ekki í gær. Rúmenar og Portúgalir eru næst- ir því að fylgja Tékkum á EM eftir sannfærandi sigra, Rúmenar 4-0 í Azerbajdzhan og Portúgalir 8-0 á Liechtenstein. Niall Quinn tryggði írum mikil- vægan sigur á Makedóníu í 8. riðlin- um, en þar hafa Júgóslavar ekki tapað stigi en þó aðeins spilað 3 leiki. írar komust með sigrinum í annað sætið en eru þar í baráttu við Makedóníu og Króatíu. Þeirra getur þó beðið refsing fyrir að neita spila leikinn gegn Júgóslavíu á dögunum og staðan í þessum riðli því afar óljós sem stendur. Danir unnu mikilvægan sigur á Wales og heyja nú harða baráttu við Sviss um 2. sætið i 1. riðli. ítalir eru þar efstir en þeir gerðu markalaust jafntefli viö Sviss í gær. -ÓÓJ DV, Moskvu: „Það var sárt að sjá hvernig leikurinn tók stakkaskiptum. Við vorum búnir að vera sterk- ari aðilinn i 65 mínútur en þá hreinlega sprungu mínir menn. Hitinn var óbærilegur meðan á leiknum stóð og hann var bara meiri en menn þoldu. Ég var ánægður með margt í leiknum og þá sérstaklega nýliðann, Marel Baldvinsson, en þar er á ferð framtíðarmaður," sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari 21-árs landsliðsins. 21-árs landsliðið tapaði fyrir Rússum, 3-0, á Lokomotiv-vellinum í Moskvu síðdegis í gær. ís- lenska liðið var mun beittara í fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur tækifæri. Marel Baldvins- son komst m.a. einn inn fyrir vörn Rússa en skaut yfir. í síðari hálfleik átti svo Amar Sigur- geirsson skot í þverslá. Á 65 mínútu gera svo Rússar sitt fyrsta mark í leiknum, það næsta á 68. mínútu og loks þriðja markið á 82. mínútu. Marel og Amar Þór Viðarsson vora bestu menn islenska liðsins í leiknum. Liðið var þannig skipað: Ólaf- ur Gimnarsson, ívar Ingimarsson, M . Indriði Sigurösson, Da.r® . ... Baldvinsson lek sinn Bjorn Jakobsson, . . |andslelk Reynir Leósson, Wrsta 21 ars landsieik. Arnar Þór Viðarsson, Marel Baldvinsson, Davíð Ólafsson, Amar Sigurgeirsson, Jóhannes Guð- jónsson, Þorbjöm Atli Sveinsson. Þeir Haukur Ingi Guðnason, Freyr Karlsson og Stefán Gísla- son komu inn í síðari hálfleik. -JKS EM - 2000 1. riðill Wales-Danmörk........... 0-2 0-1 Thomasson (83.), 0-2 Töfting (90., víti). Sviss-ftalía ...........0-0 Ítalía 6 4 2 0 11-2 14 Danmörk 6 2 2 2 6-5 8 Sviss 5 2 2 1 4-3 8 Wales 6 2 0 4 5-13 6 Hv.Rússland 5 0 2 3 3-6 2 2. riðill Albania-Slóvenía . . . 0-1 0-1 Zahovic (26. víti). Grikkland-Lettland . 1-2 0-1 Verpakovski (24.) 1- 1 Niniadis (37., víti), 1-2 Zemlinski (90., víti). Noregur 7 5 1 1 14-8 16 Slóvenía 6 2 2 2 8-6 11 Lettland 7 3 2 2 7-5 11 Grikkland 7 2 3 2 8-7 9 Georgía 7 11 5 4-12 4 Albania 6 0 3 3 3-6 3 3. riðill Moldavía-Finnland . 0-0 Þýskaland 5 4 0 1 14-3 12 Tyrkland 5 4 0 1 11-5 12 Finnland 6 2 1 3 8-10 7 N.frland 5 1 2 2 3-8 5 Moldavia 7 0 3 4 6-16 3 5. riðill Búlgaría-England ...........1-1 0-1 Shearer (15.) 1-1 Markov (17.). Lúxemborg-Pólland..........2-3 0-1 Sladaczka (22.) 0-2 Wichniarek (45.) 0-3 Iwan (68.) 1-3 Birsens (76.) 2-3 Vanek (83.). Svíþjóð 5 4 1 0 6-1 13 Pólland 6 4 0 2 12-5 12 England 6 2 3 1 94 9 Búlgaría 6 1 2 3 3-7 5 Lúxemborg 5 6. 0 0 riðill 5 2-13 0 Spánn 5 4 0 1 294 12 ísrael 5 3 1 1 15-3 10 Austurríki 6 3 1 2 15-16 10 Kýpur 5 3 0 2 8-8 9 San Marino 7 0 0 7 1-36 0 7. riðill Ungverjaland-Slóvakia ........0-1 0-1 Fabus (53.). Portúgal-Liechtenstein .......8-0 1-0 Sa Pinto (29.), 2-0 Pinto (40.), 3-0 Sa Pinto (45.), 4-0 sjálfsmark (52.), 5-0 Pinto (59.), 6-0 Pinto (67.), 7-0 Costa (80.), 8-0 Costa (90., viti). Rúmenía-Azerbajdzhan..........4-0 1-0 Ganea (25.), 2-0 Munteanu (44.), 3- 0 Vladoiu (50.), 4-0 Rosu (90.). Portúgal 7 6 0 1 27-2 18 Rúmenia 7 5 2 0 16-1 17 Slóvakía 7 3 2 2 8-4 11 Ungveijal. 7 2 2 3 11-7 8 Azerbajdzh. 7 1 0 6 5-21 3 Liechtenst. 7 1 0 6 2-34 3 8. riðill Júgóslavia-Malta..............4-1 0-1 Saliba (6.), 1-1 Mijatovic (34.), 2-1 Milosevic (48.), 3-1 Kovacevic (74.), 4- 1 Milosevic (90.). Írland-Makedónia...............1-0 1-0 Quinn (65.). Júgóslavía 3 3 0 0 8-1 9 frland 4 3 0 1 8-1 9 Makedónia 5 2 1 2 9-6 7 Króatia 4 2 11 8-6 7 Malta 6 0 0 6 3-22 0 9. riðill Færeyjar-Bosnía ..............2-2 0-1 Bolic (13.) 1-1 Une Arge (38.) 2-1 Une Arge (48.) 2-2 Bolic (50.). Eistland-Litháen..............1-2 1-0 Oper (10.), 1-1 Behelis (52.) 1-2 Maciulevicius (56.). Tékkland-Skotland ............3-2 0-1 Richie (30.) 0-2 Johnston (62.) 1-2 Repka (65.) 2-2 Kuka (75.) 3-2 Kollar (87.). Tékkland 7 7 0 0 17-5 21 Skotland 6 2 2 2 9-9 8 Litháen 7 2 2 3 7-9 8 Bosnía 6 2 2 2 9-10 8 Eistland 7 2 14 12-13 7 Færeyjar 7 0 3 4 4-12 3 Blcrnd i polca islenskir knattspyrnumenn gætu orðið í sviðsljósinu á alþjóðlegu móti í Grikklandi í lok júli. Þar verða væntanlega Eyjólfur Sverrisson með Herthu Berlín og Arnar Gunnlaugs- son meö Leicester, og enn fremur Arnar Grétarsson með AEK, ef hann verður þá ekki farinn frá félag- inu. Bjórða liðið í mótinu er PAOK Saloniki. Um 30 studningsmenn enska knatt- spyrnufélagsins Brentford eru búnir að kaupa miða á leik Frakklands og Islands í Evrópukeppninni i október. Þeir fara þangað til að styðja sinn mann, Hermann Hreióarsson. Á heimasíðu félagsins kemur berlega í ljós að hjá Brentford eru menn stoltir af framgöngu Hermanns og islenska landsliðsins í Evrópukeppninni. Jens Paeslack, Þjóðverjinn sem lék með ÍBV síðasta sumar, gæti spilað í þýsku A-deildinni næsta vetm1. Karls- ruher, sem er í baráttu um að komast upp, keypti hann í gær frá C-deildar- liðinu Pansdorf. Halldór Þ. Oddsson sigraði á Stór- móti Odda í golfi hjá GR um síöustu helgi, ekki Steinar J. Lúdviksson eins og áður hafði verið gefið út. Bayern Miinchen keypti i gær Bras- ilíumanninn Paulo Sergio frá Roma á ftalíu. Sergio lék síðast i Þýsklandi 1997 með Bayer Leverkusen en hann skoraði 47 mörk í 121 leik með liðinu frá 1993 til 1997. Tryggvi Guómundsson var ekki í fríi i gær þótt hann væri ekki með landsliðinu úti í Moskvu því hann lék með Tromsö í norsku A-deildinni, þegar liðið tapaði fyrir Skeid, 1-2. Tveir aðrir leikir fóru fram, Moss vann Bodö/Glimt 4-1 og Válerenga vann Odd Grenland 3-0 á útivelli. -VS/ÓÓJ Kevin Keegan var ahyggju- fullur eftir annað jafntefli Eng- lendinga í röð, sem minnkar möguleika liðsins á sæti í úr- slitakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Reuter Evrópukeppni 21-árs landsliöa í knattspyrnu: Sprungu í lokin HM í handbolta: Danir lágu Sextán lióa úrslitin í gær fóru þannig: Spánn-Brasilía................27-17 Danmörk-Kúba..................24-32 Frakkland-Ungverjaland........24-23 Rússland-Suður-Kórea .........31-23 Egyptaland-Túnis..............24-22 Króatia-Júgóslavía............23-30 Svíþjóð-Noregur...............33-26 Þýskaland-Alsír...............28-17 í 8-lida úrslitum á morgun mæt- ast eftirtalin lið: Spánn-Frakkland, Rússland-Egyptaland, Kúba-Sví- þjóð og Þýskaland-Júgóslavía. Fyrstu 2 verða beint í sjónvarpinu. Magnus Wislander átti stórleik með Svíum gegn Norðmönnum og gerði 9 mörk. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.