Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir x>v Deila hæstaréttarlögmanns og lagaprófessors: Lýðskrum að út- húða dómstólum „Ég hef gagnrýnt það og vék að- eins að þvi í erindi mínu á afmæli lagadeildar þegar lögmenn, sem tapa málum, eru að senda dómstól- um tóninn í fjölmiðlum. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gengið einna lengst í því að úthúða dómstólun- um. Ég lít á það sem lýðskrum að tala þannig. Ég tel að það eigi ekki að inn- leiða frumstæða pólitiska kappræðu inn í rökræður um dómsmál. Kapp- ræðan getur verið í stjómmálunum en rökræða á að vera í dómsmálun- um,“ segir Sigurður Líndal prófessor í samtali við DV. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður gagnrýnir Sigurð Líndal mjög harðlega í grein í nýút- komnu tímariti Lögfræðingafélags- ins og þá kenningu að oft séu til fleiri en ein jafnrétt niðurstaða í sama lögfræðilega úrlausnarefninu. - segir Siguröur Líndal prófessor Enn fremur gagn- rýnir hann þá hugmynd sem Sigurður setti fram um að „... dómsvaldið hafi sjálfstæðar vald- heimildir nokkurn veginn til jafns við lög- gjafann til að móta reglur sjálf- stætt eða að minnsta kosti til aðhalds og mót- vægis“. Þessa hugmynd segir Jón Steinar vera fjarstæðukennda. Sigurður segir við DV að hann búist við því að þurfa aðeins að dýfa penna í blek til að svara oröum Jóns Steinars í umræddri grein til að útskýra sitt mál frekar. Málið sé ekki jafneinfalt og Jón Steinar vilji Sigurður Líndal prófessor. vera láta. Það sé staðreynd að í vafasömum mál- um séu álitamál. Þar sé sjaldan ein og aðeins ein nið- urstaða rétt og allar aðrar þar með rangar. Eins sé með lagasetn- ingar- eða laga- bótarvald dóm- stóla. „Dómstólar setja vissulega reglur eins og ég sýni dæmi um í langri grein sem ég hef ritað m.a. í Tímarit lögfræðinga. Þau rök hefur Jón Steinar ekki gagnrýnt málefnalega," segir Sig- urður. Hann segist aldrei hafa talað um að dómstólar geti dæmt eftir geð- þótta heldur hafi hann þvert á móti Jón Steinar Gunn- laugsson hæsta- réttarlögmaður. bent á af hverju dómstólar eru bundnir. Meðal þess séu viðteknar hugmyndir um siðferði. „Ég aðskil ekki siðareglur og lagareglur fullkomlega. Það hafa menn hins vegar gert t.d. í Þýska- landi og afleiðingin varð sú að nas- istar gátu með lögin að vopni framið sín hryðjuverk. Þetta nefnist vildarstefna eða pósitífismi og mér sýnist Jón Steinar einmitt aðhyllast hana,“ segir Sigurður. Sjálfur hafi hann mótast af kenn- ingum Tómsar frá Aquinas um eðli laga og fleiri réttarheimspekinga sem telja að milli siðaregina og laga- reglna verði ekki greint fullkom- lega. „Ég leyfi mér að kenna það í Háskólanum og mun gera það áfram, hvað sem Jón Steinar svo sem segir,“ sagði Sigurður Líndal lagaprófessor. -SÁ Harður árekstur varð á gatnamótum Höfðatúns og Sæbrautar. Bíll sem í voru tveir piltar keyrði aftan á annan bíl sem kastaðist á þann þriðja. Piltarnir tóku á rás út úr bíinum en lögregla hafði hendur í hári þeirra eftir nokkurn eltingar- leik. Piltarnir voru færðir upp á lögreglustöð og eru þeir grunaðir um ölvun. DV-mynd HH Pétur Sigurðsson, stjórnarmaður Lífeyrissjóðs Vestfirðinga: Ekkert ástarsamband við Básafell - en nokkru réð að braskari að sunnan keypti hlut Columbia Ventures: Eyjabakkar ekki okkar vandamál „Það eru íslendingar sjálfir sem ákveða hvernig staðið verður að mál- um við Eyjabakka. Landsvirkjun segir okkur að þetta sé í lagi og þetta verði gert þannig að við lítum ekki á uppistöðulón við Eyjabakka sem okkar vandamál," sagði James F. Hensel, aðstoðarforstjóri Col- umbia Ventures, eig- anda Norðuráls á Grundartanga. Fyrirtækið hefur lýst yfir áhuga sínum á að eignast og reka álver í Reyöarfirði en umdeildar fram- kvæmdir og gerð uppistöðuións við náttúruperluna Eyjabakka eru for- senda þess að álverið geti risið. Að- spuröur hvort það gæti ekki skaðað ímynd Columbia Ventures að tengjast meintum spjöllum á hálendisnáttúru íslands vegna rekstrar síns hér á landi svaraói James F. Hensel: „í þessu máli ræður Landsvirkjun. Við vinnum eftir þeim forsendum sem okkur eru gefnar af íslenskum yfirvöldum og okkur er sagt að samstaða sé um.“ James F. Hensel hélt af landi brott í gær eftir að hafa átt viðræður við ráða- menn. Á Reyðarfirði halda íbúar hins vegar ró sinni enda orðnir langþreyttir á loforðum um stóriðju í heimabyggð. Fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði er einmitt ætlaður staður á jörð sem ríkið keypti í ráðherratíð Hjörleifs Guttorms- sonar undir kísiimáimverksmiðju. Hún hefur staðið auð síðan. -EIR „Við eigum ekki í neinu ástarsam- bandi við Básafell eins og fólki ætti að vera ljóst af samskiptum okkar við félagið þegar verkfall okkar stóð yfir,“ segir Pétur Sigurðsson, formað- ur Alþýðusambands Vestfjarða og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vest- firðinga um kaup lifeyrissjóðsins á hlutabréfum í Básafelli hf. Kaupin eru mjög umdeild og þykja því marki brennd að vera á forsend- um byggðastefnu fremur en að ávöxt- unarvon ráði ferðinni. Fjármálaeftir- litið hefur vegna þessa krafið sjóð- stjóm skýringa. „Það var fyrst og fremst hagnaðar- von sem réð þessum kaupum. Ég ætla þó ekki að ljúga neinu um það að nokkru réð að þama er um að ræða stærsta iðgjaldagreiðandann til Líf- eyrissjóðs Vestfjarða og einnig hafði áhrif að braskari suður á landi var að kaupa bréf fyrir á annað hundrað milljónir í Básafelli," segir Pétur sem sat sem stjórnarformaður lífeyris- sjóðsins þegar kaupin voru sam- þykkt. -rt James F. Hensel. Hef ekki sagt orð um ásteytingsefni - segir Þorsteinn Vilhelmsson, einn burðarásanna í Samherja sem nú hefur látið af störfum „Ég hef valið mér þetta, að hætta. Það liggur ekkert fyrir hjá mér eins og er hvað ég tek fyrir. En ég verð ekki atvinnulaus lengi, það er alveg víst,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri, sem nú hefur látið af starfi sem útgerðarstjóri Samherja eftir fimm ára starf í landi. Áður var hann skipstjóri í 11 ár með góð- um árangri. Hann er 46 ára og er einn af stofnendum og stórum hlut- höfum í Samherja hf. á Akureyri. Þorsteinn sagði að í gær hefði Þorsteinn Vil- helmsson, sklp- stjóri og útgerðar- stjóri - hugsar nú sitt ráð varðandi framtíðarstörf. fólk hringt í sig í tugatali, mest vinir og vanda- menn, í kjölfar frétta um brottför hans frá Sam- herja. Hann sagð- ist ekki hafa haft nokkurn tíma til að planleggja fram- tíöina, en hann hefði tímann fyrir sér. „Ég þekki ekki annað en sjóinn frá blautu barnsbeini. Ég reikna því ekki með að leita að starfi langt frá sjón- um. Allt mitt líf hef- ur snúist um sjóinn og sjómennsku, ég hef sagt það í gamni að ég hafi byijað ferilinn hjá pabba fimm ára gamall," sagði Þorsteinn í gær í hinu besta skapi í veðurblíð- unni nyrðra. - Ekkert að hella þér í hesta- mennsku eða golf, Þorsteinn? „Ég hef gaman af að fara á hest- bak, en golfið? Ja, þú kemur með ágætis hugmynd, þetta er ágætt hobbí fyrir fjölskylduna, en ég mundi trúlega ekki hella mér í það,“ sagði Þorsteinn. - En hvað varð ykkur að ásteyt- ingsefni, félögimum í Samherja? „Ég hef ekki sagt að neitt hafi orð- ið okkur að ásteytingsefni, það eru ekki mín orð, ég vísa bara til fréttatil- kynningarinnar sem við sendum frá okkur," sagði Þorsteinn. -JBP Milljarður eftir Kópavogsbær skilaði einum milljarði í rekstr- arafgang á síð- asta ári. Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, segir þetta bestu útkomu bæjar- sjóðs nokkru sinni. RÚV greindi frá. 2000-vandinn Um helgina munu fara fram viða- miklar tilraunir í því skyni að kanna þau vandamál sem 2000-vand- inn svokallaði mun mögulega or- saka. 190 bankar frá 17 löndum taka þátt í tilrauninni sem er gerð til þess að tryggja að greiðslukerfi muni starfa eðlilega þegar nýja árþúsund- ið gengur í garð. RÚV greindi frá. Skattsvikadómur Hæstiréttur dæmdi í gær mann til að greiða rúmlega 16,6 milljónir króna innan fjögurra vikna eða sæta átta mánaða fangelsisvist. Maðurinn hafði ekki staðið skil á virðisauka- skatti og opinberam gjöldum. Sorpstöð dæmd Hæstiréttur dæmdi í gær Sorp- stöð Suðurlands til að greiða 12 milljónir króna og 3,4 m.kr. máls- kostnáð til eigenda lands næst sorp- urðunarstað stöðvarinnar. Landeig- endumir ætluðu að reisa sumarbú- staðabyggð en urðu að hætta við þegar sorpurðun hófst í næsta ná- grenni. Hvergi smeykur Finnur Ingólfs- son viðskiptaráð- herra segir við Dag að engin ástæða sé til að óttast rannsókn EFTA á skattaí- vilnunum fyrir erlend kvik- myndafyrirtæki hér á landi. Stal af gamalmenni Hæstiréttur hefur dæmt fimmtuga konu í tiu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir að stela rúmum þremur milljónum króna af háaldraðri konu. Dæmda var í vinnu hjá konunni við létt heimilisstörf og sendiferðir, þ. á m. í banka. Hestalandslið Alþingi samþykkti í gær að fela landbúnaðarráðherra að koma á fót landsliði allt að tíu hestamanna af báðum kynjum og á öllum aldri, sem falið verði að kynna íslenska hest- inn, t.d. með því að koma fram fyrir íslands hönd við hátíðleg tækifæri og opinberar móttökur erlendra þjóðhöfðingja. Bruni enn í rannsókn Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn bruna Gallerís Borgar frá þvi í febrúar sl. Fullvíst þykir að kveikt hafi verið í af ásettu ráði, en nú stendur yfir rannsókn á trygginga- hlið málsins. Bylgjan greindi frá. Finnur umdeildur Af ráðherram ríkisstjómarinnar fékk Finnur Ingólfsson flestar athuga- semdir á kjörseðlunum í síðustu kosningum. Alls var 290 sinnum átt við nafn hans af ffamsóknarmönnum í Reykjavík, sem var 4,24% af hans at- kvæðamagni. Dagur sagði frá. Milljaröa ríkisaðstoð Samkeppnisráð telur að Lands- síminn hafi, þegar hann var gerður að hlutafélagi, fengið á ellefta milljarðs ríkis- styrk með því að vanmeta eignir og aðstöðu. Þar með hafi hann fengið ðlögmætt samkeppnisforskot á fjar- skiptamarkaði. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra dregur úrskurð- inn í efa. Stöð 2 sagði frá. Nýtt tilboð Kaupþing hf. hefúr lagt ffarn nýtt tilboð í Mjólkursamlagið á Húsavík upp á 330 milljónir króna í stað þess fyrra sem var 350 milljónir. Sá fyrir- vari er gerður að Osta- og smjörsal- an nýti sér ekki heimild til aö leysa til sín 10% eignarhlut samlagsins í fyrirtækinu. Kaupþing óskar eftir svari sem fyrst. RÚV sagði ffá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.