Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 12
12 Spurningin FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 Hvaða land utan ísland finnst þér áhugaverðast? Rebekka Kristjánsdóttir húsmóð- ir: Ameríka, vegna þess að hún er falleg og það er gaman að ferðast þar. Sigurjón Gunnarsson smiður: Ætli það sé ekki Mexíkó. Ég hef far- ið þangað einu sinni og mig langar aftur. Guðrún Lára Einarsdóttir, 12 ára: Bretland, vegna þess að það er svo mikið af frægu fólki þar. Emma Auðunsdóttir, 12 ára: Nor- egur, því ég á heima þar. Hrafn Valgarðsson kennari: Eng- land, út af poppinu og fótboltanum. Eyþór Guðmundsson vagnstjóri: Ég held það sé Ástralía. Lesendur Gatnamót og götuvitar - beygjuljós veröur að bæta „Sjálfvirka" götuvita vantar víða í gatnakerfinu. - Á gatnamótum Suður- landsbrautar og Reykjavegar, beygt niður í Laugardalinn. Gunnar skrifar: í þessum dálki í fyrradag minnt- ist ég á alla þá ökumenn sem hafa ekið yfir á rauðu ljósi af „illri nauð- syn“ eins og ég nefni það vegna þess að beygjuljós vantar sárlega á viss- um stöðum við gatnamót. - Það eru sannarlega þó nokkur gatnamót hér í Reykjavík þar sem safnast bílarað- ir sem ætla að beygja en beygjuljós- ið kemur ekki fyrr en seint og síðar meir og engin umferð úr gagnstæðri átt. Ég nefni dæmi: Ef ekið er austur Suðurlandsbraut og ökumaður ætl- ar að beygja niður í Laugardal (nið- ur Reykjaveginn) vantar sárlega „sjálfvirka" götuvita, þ.e. sem „sjá“ þegar engin umferð kemur úr gagn- stæðri átt. Þetta gerði það að verk- um að umferðin „flyti" betur. Svona ljós eru mikið notuð í nágranna- löndunum og eru til mikilla bóta. Ég legg einnig til að meiri áhersla verði lögð á að ná til þeirra sem stunda hraðakstur. Sérstaklega þá sem eru að „sikk-sakka“ eftir götum eins og Miklubraut og Breiðholts- braut. Þessir ökumenn eru stór- hættulegir og þá þarf að stöðva. Aukið eftirlit myndi bæta þar úr. Menn hægja líka á sér sjái þeir til lögreglunnar á ferð í nágrenninu. Ríkið gæti nælt sér í drjúgar auka- tekjur ef það vill, þær tekjur mætti nota til úrbóta í umferðinni. En þessi mál fara versnandi. Trú- lega má um kenna að hér er ekki herskylda eða neins konar þegn- skylduvinna þar sem menn læra að fara eftir settum reglum og læra að bera virðingu fyrir öðrum. Hér setja menn sínar eigin reglur. Hér verður því lögreglan að koma til skjalanna. Að öðrum kosti endar þetta allt í umferðinni með ósköpum. Að lokum minnist ég á bílastæð- in. - Ótrúlegt hve margir eins og „henda“ bílnum bara einhvern veg- inn í stæði. Og það þrátt fyrir að stæðin séu greinilega merkt. Láta jafnvel ekki eitt stæði nægja. Þetta er ótrúleg frekja og tillitsleysi gagn- vart öðrum. Stórátak verður að koma til. Þaö mætti hækka sektir til muna. Buddan er viðkvæm hjá fólki. Og að endingu: bílstjórar, not- ið stefnuljósin, það er ekki ykkar einkamál í hvaða átt þið ætlið að beygja. Ríkisstjórnin og kæruleysið í verðlagsmálum Pálmi Lngólfsson skrifar: Þrátt fyrir augljós merki um þenslu og verðbólguþróun á komandi tímum, hefur nýkjörin ríkisstjóm ekki sýnt neina viðleitni í þessum efnum, að undanskildum hækkunum á útlána- vöxtum banka. Það var siðlaust athæfl ráðamanna að láta kjaradóm úthluta til sín nær 30% launahækkunum, dag- inn eftir kosningar í vor, setja lög sem settu af stað verðhækkanaskriðu hjá öllum bifreiðatryggingafélögunum, og nú svo nýafstaðnar hækkanir á bens- íngjaldi til ríkissjóðs. Svona aðgerðum munu kjósendur ekki gleyma á næst- unni. Þórarinn V. Þórarinsson (VSÍ) sagði nýlega, að ekkert svigrúm væri nú til launahækkana, fram yflr það sem ger- ist og gengur í nágrannalöndum okk- ar. Er núverandi ríkisstjóm ekki að lofa stöðugleikann á síðasta kjörtíma- bili? Og vissulega má þakka hann mjög hóflegum kröfum vinnandi fólks í þessu landi. Það virðist fuil ástæða fyrir ráða- menn okkar að ígrunda mál betur en gert hefur verið að undanfómu. Að öðmrn kosti mun verða litið á þessa þjóð sem efnahagslega vanþróaða, haldna skuldasöfhunarsýki þriðja flokks ríkja heimsins. Missir Byrgið húsnæðið? - höfum réttlætiö í öndvegi Konráð Friðflnnsson skrifar: Byrgið er kristilegt líknarfélag sem hjálpar einstaklingum til betra lífs, fólki sem hefur misstigið sig vegna ofneyslu áfengis og vímuefna. Þessi starfsemi hefur ekki mætt nægilegum skilningi hjá bæjaryfir- völdum í Hafnarfirði. Ráðamenn bæjarins vilja til að mynda rífa hús- næðið á Vesturgötu án þess að bjóða fram annað hentugt húsnæði til að Byrgið geti haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem það er kallað til og brýn þörf er á. Margt bendir einnig til að þau vilji starf- semina burt úr bænum. Það er dap- urleg tilhugsun. Guðmundur Jónsson er maður- inn á bak við Byrgið, sem er með starfrækslu á þremur stöðum. Á Vesturgötu í Hafnarfirði, á Hvaleyr- iiIM þjónusta allan sólarhringinn lOWi flðeins 39,90 mfnútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Guðmundur Jónsson er maðurinn á bak við Byrgið. - Hópur ásamt Guð- mundi í radarstöðinni í Rockville á Miðnesheiði að kanna aðstæður fyrir reksturlnn. arbraut, í Hlíðardalsskóla i Ölfusi og á næstu mánuðum einnig í Rockville á Miðnesheiöi í aflagðri radarstöð frá bandaríska hemum. Á sama tíma og húsnæði Byrgis- ins eru í uppnámi sökum aðgerðar- leysis bæjaryfirvalda í Hafnarfirði buöu þessi sömu yfirvöld nokkrum stríðshrjáðum fjölskyldum frá Kosovo aðstöðu í hænum og opnuðu fyrir þær húsnæði. Mjög þarft mál að sjálfsögðu og Byrgið býður fólkið vitaskuld velkomið, jafnvel þótt það játi aðra trú en þá sem íslendingar gengust undir fyrir 1000 árum og heitir kristni, en Byrgið miðar alla sína starfsemi við kristna trú. En þrátt fyrir göfuglyndi bæjaryfir- valda mega þau samt ekki gleyma sínum minnstu bræðrum og systr- um í eigin samfélagi og taka neyð annarra fram yfir neyðina hér heima. Það sem einkum hefur staðið Byrginu fyrir þrifum er að það hef- ur ekki haft neinn fastan sainastað. Óvissa um húsnæði fer illa með skjólstæðingana og kemur róti á þá. En þessi mál eru nú í vinnslu, svo að fólk viti það. Okkar trú er að menn muni opna augun fyrir gagn- semi Byrgisins. DV Þingsetning án guðsþjónustu S.H. hringdi: Ég furða mig á að þingsetning nú skuli hafa farið fram án guðs- þjónustu í kirkju rétt eins og venjan hefur verið. Því er haldið fram að ekki hafi verið fært að halda guðsþjónustu í kirkju að þessu sinni vegna endurbóta á Dómkirkjunni. Dómkirkjan er að sönnu úr leik í bili, rétt er það, en við eigum nú fleiri kirkjur. Því mátti hefja þingsetningu á guðs- þjónustu í Frikirkjunni t.d. sem er nú í stuttu göngufæri frá Al- þingi. Ég skil ekki að Dómkirkj- an ein sé þess megnug að hýsa ai- þingismenn í upphafi þingsetn- ingar. Hvað með aðra atburði sem þing eða ríkisstjórn þyrfti skyndilega að standa að í guðs- húsi? Þyrfti þá að tilkynna frest- un? Auðvitað ekki. Flugbraut fyrir æfingaflug Hallgrímur skrifar: Nú er næsta ákveðið að byggð verði -flugbraut í nágrenni Reykjavíkur til að þjóna æfinga- og kennsluflugi og svokölluðum snertilendingum til að koma þessum þætti flugsins frá Reykja- víkurflugvelli. Þarna er rétt að verki staðið. Það er því þeim mun óskynsamlegra að ganga ekki alla leið og víkja öOu flugi brott úr Vatnsmýrinni og færa það til KeflavíkurflugvaOar. Nú er tækifæri fyrir nýjan sam- gönguráðherra að bjarga íbúum Reykajvíkur og höfuðborgar- svæðisins aOs svo og ríkissjóði frá þvi að eyða miOjörðum króna í endurbætur á löngu ónýtum og óþörfum flugveOi í miðri Reykja- vík. Innanlandsflug fer minnk- andi. í kjördæmi samgönguráð- herra og víðar fara samgöngur miOi kjördæmisins og höfuðborg- arinnar fram á þjóðvegunum, ekki loftleiðis. Borgarfulltrúar oft í siglingu Svala skrifar: Það er eftir því tekið hve oft og hve margir borgarfulltrúar sækja í „siglingu" en það orð var notað hér áður fyrr um utanferðir okk- ar íslendinga. Nýlega var uppi fótur og fit í fjölmiðlum vegna ut- anferðar borgarstjóra og nokk- urra annarra til Japan. Nú eru fundir feOdir niður í borgarráði vegna „mikiOar fjarveru borgar- ráðsfulltrúa" (þannig orðað í frétt í blaði), sem flestir eru erlendis, og þá eru ekki uppi flokkadeilur. Þá ríkir samkomlag á bænum þeim þegar utanferðir eru á döf- inni. Nema hvað; dagpeningar og frílysting í útlandinu er einmitt það sem allir sem eru á vegum hins opinbera sækja í. En það sem nú er á döfinni í borgar- stjóm mun vera mjög fátítt ef ekki einsdæmi í seinni tið, að sögn þeirra sem tO þekkja. Nóg af ísmol- um í Svarta svaninum Hinrik hringdi: Ég hef verið að lesa um vand- ræði borgaranna vegna þess að þeir hafa þurft að leita langt yfir skammt tfl að ná í nokkra ísmola fyrir boð og önnur minniháttar samkvæmi heima við. Þetta er auðvitað bagalegt og getur komið sér iOa. í söluturninum Svarta svaninum á Laugavegi 118 er þó aOtaf tO reiðu mikið magn ísmola og því mætti þjónusta nokkuð marga tO að ísþurrð myndaðist. ísmolar eru seldir í 1 kg. pokum. Þeir sem kaupa talsvert magn af gosdrykkjum fá meira að segja fría ísmola sé þess óskað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.