Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ1999 17 soámaður vikunnar Lið Ukraínu í lífshættu Leikmenn úkraínská landsliösins í knattspyrnu sluppu naumlega þegar kviknaði í flugvél þeirri sem fljúga átti með þá til baka frá leiknum við Armena á miðvikudaginn. Auk þess að kviknaði í hreyfli vélarinnar urðu tvær sprengingar rétt áður en að flugtaki kom. Flugmaður vélarinnar sagði að ef þetta hefði gerst andartaki síðar þá hefði landslið Úkraínu getað farist á einu bretti svo að litlu munaði í þetta skiptið. Um 170 manns voru um borð í vélinni og þar á meðal bæði A-landsliðið og 21 árs liðið. Landsliðin eyddu nóttinni á flugvellinum og fóru síðan daginn eftir áfram til Kiev. -ÓÓJ Magnús V. Pétursson, eða Maggi P. eins og flestir þekkja hann, við nýju íþróttabúðina sína í Ármúlanum sem ber nafn gamallar fótboltahetju úr dægurlagatexta Ómars Ragnarssonar. DV-mynd GVA 5. umferð úrvalsdeildarinnar: ^ „Nú tapar IBV stigum heima" Um helgina verður leikin 5. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspymu og keppnin heldur þar með áfram eftir 11 daga hlé vegna landsleikjanna. DV fékk Magnús V. Pétursson, kaupmann og fyrrum milliríkjadómara, til að spá í leiki helgarinnar en hann hefur að vanda fylgst mjög vel með leikjum íslandsmóts- ins til þessa. Á laugardag leika ÍBV-Fram, KR-Breiðablik og Keflavík-Valur kl. 14 og ÍA-Leiftur kl. 16. Vikingur og Grindavík mætast kl. 20 á sunnudag. Framarar sækja stig til Eyja „ÍBV er með sterkt lið en átti ótrúlega lélegan leik gegn Breiðabliki í Kópa- vogi í síðustu umferð. Heimavöllurinn hefur verið Eyjamönnum drjúgur und- anfarin tvö ár en nú er komið að því að þeir tapi þar stigum. Framarar eru með gott lið, það er eins og það vanti einhvern herslumun hjá þeim, en ef þeir passa Steingrím munu þeir halda jöfnu og ég spái 1-1.“ KR vinnur en svo fer að halla undan fæti „KR-ingar eru með beinskeyttara lið en Breiðablik og vinna þennan leik, 1-0, á heimavellinum og hörkunni. Það verður þeirra fjórði sigur í jafnmörg- um leikjum, en eftir það fer að halla undan fæti og fyrri spádómur minn um að þeir endi með neðstu liðum stendur enn. Blikaliðið hefur komið á óvart og átti frábæran leik gegn ÍBV, sem átti að vinnast með meiri mun. Það er hins vegar hæpið að liðið nái að spila aftur eins og þá.“ Undirbúningur Inga ekki nægilegur „Valsmenn mæta til Keflavíkur með nýjan þjálfara, Inga Björn Alberts- son, en það eitt og sér er ekki nóg. Þjálfari þarf ekki aðeins gáfur, skapgerð og heilsu til að ná árangri, hann þarf líka undirbúning, og hann er ekki til stað- ar hjá Inga. Keflvíkingar eru mun sterkari en úrslit þeirra hingað til hafa sýnt, þeir hafa verið óheppnir og margir leikmenn liðsins eiga mikið inni. Keflavik vinnur þennan leik af öryggi, 2-0, og Valur verður áfram í vanda í sumar." Skagamenn skora en það dugir ekki til sigurs „Á Akranesi verður mikill slagur þegar skemmtilegt lið Leifturs kemur í heimsókn. Þessi leikur getur haft úrslitaþýðingu fyrir bæði lið um hvar í deild- inni þau munu beijast í sumar. Akumesingar eru ekki með eins sterkt lið og í fyrra og það er ekki við Loga Ólafsson að sakast að þeir skuli ekki vera bún- ir að vinna leik og skora bara eitt mark. Nú koma mörk en þau duga ekki til sigurs því Leiftursmenn eru ekki auðunnir og eru með marga skynsama knatt- spyrnumenn. Þetta endar 2-2. Hræðslubandalagsleikur „Umferðin endar með sannköliuðum hræðslubandalagsleik. Víkingar hafa byrjað ansi skemmtilega, ég tel að þeir séu sterkari og muni nú leggja allt í söl- urnar til að skora og sigra. Það tekst ekki því Grindvíkingar eru aldir upp á giásleppu og rauðmaga, þeir eru búnir að læra það sem þarf til aö standa sig í deildinni og leggja áherslu á að fá ekki á sig mark. Þar með endar þessi leik- ur 0-0. -VS Sport Jóhannes B. Jóhannesson og Brynjar Valdimarsson náðu góðum árangri á EM f snóker. Þelr urðu fyrstu Evrópumeistarar sögunnar ítvíliðaleik Báðir léku þeir vel í einliðaleik. Myndin var tekin er þeir félagar komu til landsins. Sport Enska knattspyrnufélagid Fulham er tilbúiö til að greiða Liverpool 300 milljónir króna fyrir Paul Ince, samkvæmt enskum blöðum. Mohammed al Fayed, aðaleig- andi Fulham, ætlar sér að styrkja liðið verulega í kjölfar sigurs þess i C- deildinni í vetur og framkvæmda- stjórinn, Paul Bracewell, telur aö Ince myndi henta liði sínu vel. Bodö/Glimt frá Noregi og Tulevik Viljandi frá Eistlandi fá tvö aukasæti í UEFA-bikamum í knattspyrnu sem veitt eru fyrir háttvísi. Dregin voru út tvö lið af átta frá þeim þjóðum sem voru meö besta útkomu í háttvísi- mati UEFA. Áður hatði Kibnarnock frá Skotlandi fengið eitt háttvísisæti þar sem Skotar voru númer eitt á háttvísilistanum. Meðal liða sem misstu af UEFA-sæti í háttvísidrætt- inum var Leicester, lið Arnars Gunn- laugssonar, fulltrúi Englands. Hristo Stoitchkov, knattspymumað- ur ársins í Evrópu 1994, lék kveðju- leik sinn fyrir búlgarska landsliðið þegar það gerði jafntefli við England, 1-1, í fyrradag. Stoitchkov, sem er 33 ára, hyggst leika áfram með félagsliði sinu, Kashiwa Reysol í Japan. Kenny Dalglish var í gær ráðinn framkvæmdastjóri skoska knatt- spymufélagsins Glasgow Celtic. John Barnes var jafnframt ráðinn aðal- þjálfari félagsins. Fráfarandi stjóri, Josef Venglos, verður áfram hjá Celtic sem tæknilegur ráðgjafi. Oliver Kahn getur líklega ekki leikið í marki Bayern Múnchen í gegn Bremen í úrslitaleik þýsku bikar- keppninnar i knattspyrnu á morgun. Kahn tábrotnaði í apríl og meiðslin tóku sig upp á æflngu í gær. Einnig er tvísýnt um tvo aðra leikmenn Bayem, Jens Jeremias og Thomas Strunz, en hjá Bremen em allir heilir. Fyrri hluti meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugar- dalsvelli um helgina. Keppt er i sjö- þraut kvenna og tugþraut karla báða dagana. Á morgun veröur einnig keppt i 3x800 metra boðhlaupi kvenna og 4x800 metra boðhlaupi karla, og á sunnudag er keppt í 4x1500 metra boðhlaupi karla og 10 kílómetra hlaupi karla. Oleg Romantsev, þjálfari rússneska landsliðsins, hefur lýst yfir óánægju sinni meö nýtt fyrirkomulag und- ankeppni Evrópu að leika tvo lands- leiki á stuttum tima. Hann telur sem dæmi íslendinga hafa grætt á því að spila við þreytta Rússa (eftir erfiðan leik við FTakka), tiltölulega óþreyttir (eftir „léttan sigur" á Armeníu). -VS/-ÓÓJ Einn íslendingur enn til Bolton Wanderers? ÚRVALSPEILP Breiöabliksmenn hafa heillað mest blaðamenn DV það sem af er móti en Blikar hafa fengið flesta bolta af liö- unum í úrvalsdeildinni eftir ijórar fyrstu umferðimar. Islensku morkin skoruö i Noregi -1,5 fleiri mörk að meðaltali í norsku knattspyrnunni en í þeirri íslensku Parinya Katbusaba frá Tailandi tapaði naumlega úrslitaleiknum í sínum þyngdarflokki í sparkboxi karla á heimsmeistaramótinu í Japan. Katbusaba lét það verða sitt fyrsta verk eftir úrslitaleikinn að leggjast inn á sjúkrahús þar sem henni verður breytt í kvenmann. Framvegis mun hún því væntanlega keppa í sparkboxi kvenna. Stærri myndin er frá bardaganum en sú minni var tekin eftir hann. Súrt eða..? Þrjú af fjórum mörkum Víkinga hafa verið stigamörk og tryggt öll 5 stig liðsins í deildinni en Breiðablik Fylgst með Helga - Bolton hefur haft samband við Mainz Enska knattspyrnufélagið Bolton er komið meö enn einn ís- lendinginn undir smásjána. Sam- kvæmt heimildum DV hafa menn frá Bolton fylgst grannt með Helga Kolviðssyni i landsleikjum íslands síðustu daga og enska félagið hefur sett sig óformlega í samband við fé- lag hans í Þýskalandi, B-deildarlið- ið Mainz. Þjóðverjarnir munu ekki fúsir til að selja Helga og vilja fá fyrir hann á bilinu 40-80 milljónir króna. Helgi er að ljúka sínu fyrsta tímabili með Mainz en hann lék áður í tvö ár með Austria Lustenau í Austurríki. Hann lék síðustu 20 mínúturnar gegn Armeníu á laug- ardag og spilaði síðari hálfleikinn i Rússíandi í fyrradag. Það var hans 15. landsleikur og þótti Helgi með bestu mönnum íslands í seinni hálfleiknum. Hjá Bolton eru þrír íslendingar, Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Páll Snorra- son, og þeir Birkir Kristinsson og Amar Gunnlaugsson voru þar hluta af síðasta tímabili. -VS KVARTMILA Laugardaginn 5. júní kl. 13. Kapelluhraun RALLÍKROSS Sunnudaginn 6. júní kl. 14. V/Krýsuvíkurveg tsso Þrír leikmenn hafa gert tvö skallamörk en það eru þeir Sum- arliöi Ámason, Vík- ingi, Sigþór Júlíus- son, KR, Alex- ander Santos, Leiftri. íslendingar virðast hafa eignast landslið í knattspyrnu sem stenst bestu landsliðum heims snúning í leikjum á stórmótum. Árangur ís- lenska landsliðsins í undankeppni Evrópumóts landsliða sannar þetta. Margir hafa beðið lengi eft- ir slíku landsliði og formaður KSÍ er þar ekki einn á báti. Leikur Islendinga gegn Rússum á dögunum bar þess glöggt vitni aö íslendingar geta leikið gríðar- lega sterkan vamarleik þegar þess þarf með en helsti Akkilesarhæll liðsins er að margra mati sá, að leikmönnum gengur illa að halda knettinum innan liðsins og sendingar manna á milli eru nokkuð sem má bæta. Eftir leikinn gegn Rússum kom i ljós að leikmenn sem og aðrir knatt- spymuáhuga- menn höfðu gert sér afar háar hug- myndir um úrslit leiksins. Þrátt fyrir að leikurinn tapaðist með minnsta mun voru leikmenn hundsvekktir, hundfúlir, sárir og sumir voru sorgmæddir. Úrslit leiksins gáfu í raun ekki tilefni til vonbrigða. Rússar voru mun betri aðilinn í leiknum og þrátt fyrir að dómarinn hafi sleppt að dæma víti á Rússana voru úr- slit í meira lagi réttlát miðað við gang leiksins. íslendingar gera miklar kröfur til íþróttamanna i fremstu röð. Flestir virðast hafa gleymt þeirri staðreynd aö við vorum að leika gegn rússnesku liði sem nokkrum dögum áður hafði sigrað lið heimsmeistara Frakka. Og það á heimavelli meistaranna. Þrátt fyrir að íslenska liðið sýndi umtalsverðar framfarir und- anfarið var í raun óraunhæft að ætlast til sigurs og jafnvel jafntefl- is á heimavelli Rússa. Það er hins vegar réttmæt krafa að íslending- ar sigri Andorra á Laugardalsvell- inum í haust og nái jafntefli á sama velli gegn Úkraínu. Tap á heimavelli heimsmeistaranna í síðasta leik okkar í riðl- inum eru að sama skapi ekkert nema eðlileg úrslit. Ef landsliðið stendur undir þessum kröfum endar liðið með 16 stig í riðlin- um. Það er hreint frábær árangur og besti árangur sem íslenskt landslið hefur náð. Yfir því eigum við að gleðjast en ekki hengja haus og svekkja okkur yfir úrslitunum í Moskvu í leik þar sem okkar menn áttu á brattann að sækja nánast allan leikinn gegn einu besta landsliði heims. Menn verða að standa í báða fætur og lifa í raunveruleikanum þrátt fyrir gott gengi í riðlakeppni EM. Við höfum svo oft farið flatt á því að vinna mót og leiki fyrirfram að mál er að menn læri af slíkum mistökum. -SK (£*) SVÍÞJÓD --------------------------- AIK-Gautaborg ...............2-0 Frölunda-Hammarby............1-1 Elfsborg-Djurgárden .........2-1 Örgryte-Kalmar...............3-0 Halmstad-örebro..............5-1 Malmö-Norrköping ............0-0 Trelleborg-Helsingborg ......2-3 Örgryte 9 6 3 0 21-7 21 Helsingb. 9 6 0 3 17-10 18 Halmstad 9 5 2 2 17-8 17 Kalmar 9 5 0 4 12-15 15 AIK 9 4 2 3 13-7 14 Trelleborg 9 4 2 3 17-14 14 Frölunda 9 3 3 3 10-13 12 Malmö 9 3 2 4 13-14 11 Elfsborg 9 3 15 13-15 10 Norrköping 9 2 4 3 8-10 10 örebro 9 3 1 5 7-14 10 Djurgarden 9 2 3 4 9-15 9 Kenny Dalglish tók í gær við starfi framkvæmdastjóra hjá Ceitic en þar var hann síðast sem leikmaður fyrir 22 árum. Með honum á myndinni er John Barnes sem verður aðalþjálfari félagsins. Reuter ið flest á sig eöa 3. og skipti svo um kyn Parinya Katbusaba frá Tailandi stal senunni á HM karla í sparkboxi á dögunum. Hann komst alla leið í úrslitin en missti af gullverðlaununum og hafnaði í öðru sæti. Eftir mótið viðurkenndi Katbusaba að hann hefði há- mað í sig kvenhormóna og væri á leiðinni í kynskiptiað- gerð. Ef marka má myndirnar verður það ekki erflð að- gerð. Næsta mál á dagskrá er sem sagt að láta breyta sér í konu og því mun sú tailenska væntanlega mæta næst til leiks í kvennaflokki. -SK Ellefu leikmenn Breiöabliks hafa fengið samtals 28 bolta, flesta gegn Val og ÍBV eða 9 en flesta bolta í ein- um leik fengu Eyjamenn, 15, gegn Leiftri í fyrstu umferö. KR-ingar og Eyjamenn koma næstir með 25 bolta en KR-ingar eiga þó leik inni og eru því með flesta bolta að meðaltali í leik, 8,3. Valsmenn hafa fengið fæsta bolta eða 13 en Skagamenn, Framarar og Leiftursmenn koma næstir með 16. Fjórir leikmenn úrvalsdeildarinnar hafa fengið fímm DV-bolta, flesta af öllum. Það eru þeir Sigursteinn Gislason, KR, Steingrímur Jóhann- esson, ÍBV, Albert Scevarsson, Grindavík og Hákon Sverrisson, Breiðabliki en Sigursteinn hefur spil- að einum leik færri en hinir. Albert, Sigursteinn, Steingrímur og Leiftursmaðurinn Alexandre Santos hafa oftast verið valdir menn leiks- ins, tvisvar, en bæði KR-ingar og Blikar hafa þrisvar fengið slíka út- nefningu innan sinna raða. Átta Blikar hafa komió að undir- búningi þeirra fjögurra marka sem liöið hefur skorað í sumar. Ejórir hafa átt stoðsendingu (Marel Bald- vinsson, Salih Heimir Porca, Hreið- ar Bjarnason, Kjartan Einarsson) og aðrir fjórir átt hjálparsendingu (Hjalti Kristjánsson, ívar Sigujónsson, Che Bunce, Siguróur Grétarsson), það er sendingu sem opn- ar fyrir stoðsendarann. Ellefu skallamörk hafa komið í deild- inni til þessa og hafa KR-ingar skorað eða 3 en Keflvík- ingar feng- Ahyggjur af markaleysi í sumar fara nú vaxandi en aðeins 42 mörk hafa verið gerð í fyrstu 19 leikjum sumarsins. Þetta gerir aðeins 2,21 mörk að meöaltali í leik en aðeins fjór- um sinnum áður í sögu 10 liða efstu deildar hafa verið skoruð færri mörk í fyrstu 4 umferðum sumarsins. Eitt af þeim árum er síðasta sumar þar sem aðeins 44 mörk litu dagsins ljós í fyrstu 20 leikjunum en fæst mörk komu 1989 en þá voru aðeins 40 mörk gerð í fyrstu 4. umferðunum. Síðustu tvö ár þar sem aðeins 2,20 mörk hafa verið gerð að meðaltali sýna vel þá staðreynd að flestaiiir mestu markaskorarar deildarinnar á undanförnum árum eru nú að reyna fyrir sér í atvinnumennsku erlendis og því vantar markaskorara í íslensku deildina. 3,68 mörk að meðaltali í norska boltanum Margir af þessum markahrellum fyrri ára spila í Noregi þar sem hafa verið skoruð 3,68 mörk að meðaltali í fyrstu 8 umferðunum, eða 1,5 mörkum fleira en á íslandi. Það má að vissu leyti fullyrða að ís- lensku mörkin séu skoruð í Noregi þessa dagana því að íslendingar hafa skorað flest mörk af þeim löndum sem eiga leikmenn í norsku úrvalsdefld- inni. íslensku strákarnir hafa gert 24 mörk (Helgi Sigurðsson, Stabæk, 7, Heiðar Helguson, Lilleström, 5, Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, 4, Rúnar Kristinsson, Lilleström, 3, Rík- harður Daðason, Viking, 3, Steinar Adolfsson, Kongsvinger 1, Auðun Helgason, Viking 1) en næstir okkur eru Svíar með 23 mörk. Helgi markahæstur Helgi Sigurðsson er markahæstur útlendinganna með 7 mörk en næstur kemur Svíinn Andreas Ottosson, fé- lagi Tryggva hjá Tromsö. KR-ingar (9) og Eyjamenn (7) halda uppi markaskoruninni í ár, hafa gert 16 af 42 mörkum sem þýðir að hin lið- in átta hafa öll gert eitt mark að með- altali í leik eða færri. -ÓÓJ Finninn Jari Litmanen skrif- aði í gær undir þriggja ára samning við Barcelona en hann lék áður með Ajax. Með honum á myndinni er Louis van Gaal, þjálfari Barcelona. Reuter flest Olæti i Kairo a áhorfendapöllum Ólæti brutust út á leik Egyptalands og Túnis í 16-liða úr- slitum HM í handknattleik í Kaíró í fyrradag, en 25 þúsund manns troðfylltu Mubarak-höllina tii að fylgjast með slag Afríkuþjóðanna. Stuðningsmenn úr hópi heimamanna hentu fullum vatnsflöskum og öðrum drykkjaríiátum inn í hóp Túnisbúa sem sátu neðar í höllinni. Gestirnir „skiluðu" vamingnum og úr varð mikil rimma þar sem margir áttu fótum fjör að launa. Hluti áhorfenda flúði inn á völlinn og leikurinn tafð- ist um 10 mínútur af þessum sökum. Þrir Túnisbúar meiddust í atganginum. Egyptar unnu rimmuna inni á vellinum, 24-22, og mæta Þjóðverjum i 8- liða úrslitunum í dag. -VS Hálft Ajax-liðið er komið til Barcelona Jari Litmanen er fímmti leikmaður Ajax sem Louis van Gaal, stjóri Barcelona, nær í úr því Ajax liði sem hann þjálfaði og vann með Evrópubikarinn 1995. Hinir eru Michael Reiziger, Patrick Kluivert, Frank og Ronald de Boer bræður og er Barcelona að breytast í hollenska knattspymunýlendu Ajax-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.