Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 Sport DV Á ÍA-ESSO sundmótinu voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir það lið sem var umhverfisvænst, jákvæðast og prúðast og voru það starfsmenn mótsins sem völdu liðið. Að þessu sinni bar lið Vestra sigur úr býtum. DV-mynd DVÓ Njarðvík sigraði á ÍA-mótinu í sundi sem fór fram fyrir stuttu: Syntu til sigurs Helgina 4.-6. júní fór fram hið árlega ÍA-ESSO- sundmót í Jaðars- bakka- laug Akranesi og er þetta í 11. sinn sem mótið er haldið. Að þessu sinni mættu 360 keppendur til leiks frá 18 félögum sem syntu og skemmtu sér í rjómablíðu. Þátttakan á þessu móti var með besta móti mið- að við undanfarin ár. Keppt var í 42 greinum, í einstak- lings- og liðakeppni. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og keppendur undu sér vel við frábærar að- stæður. Þetta mót var frábrugðið öðrum ÍA-Esso-sundmótum þar sem margir af sterkustu sundmönnum SH og Keflavík- ur voru í æfingabúðum er- lendis og voru ekki með. Auk þess var Kolbrún Ýr Krist- jánsdótt- ir er- lendis. Þrátt fyr- ir það náðist ágætis árangur á mót- inu. Það fór svo að Njarð- víkingar komu, sáu og sigruðu á mótinu en þeir enduðu efstir að stigum í liðakeppninni og Jón Oddur Sigurðsson, einnig úr Njarð- vík, var valinn sundmaður mótsins. Úrslit i liðakeppni á ÍA-sund- móíinu á Akranesi: 1. UMFN, 380 stig 2. KR, 255 stig 3. SH, 236 stig 4. ÍA, 200 stig 5. Ármann, 141 stig 6. UBK, 150 stig 7. Vestri, 41 stig 8. Keflavik, 38 stig 9. Óðinn, 36 stig 10. UMSB, 28 stig 11. Stjaman, 25 stig 12. UMFA, 24 stig 13. Fjölnir, 23 stig 14.. Rán, 16 stig 15. UMFT, 12 stig 16. Þjótur, 6 stig 17. IBV, 4 stig 18. Umf Glói, 3 stig Stórefni Jón Odd- ur Sigurðs- son, Njarð- vík, var valinn sundmaður mótsins á Akranesi og kom það honum sannarlega á óvart. „Ég tók þátt í 13 greinum, sigr- aði í sjö, fékk fimm silfur og eitt brons. Ég var samt ekki ánægð- ur því ég bætti mig ekki í bestu sundgreinunum mínum, bara í hinum. Ég er i mun betra formi en í fyrra þannig að þetta er allt á uppleið. Fram undan er að æfa sund eins lengi og ég mögulega get. Ég tek þátt í AMÍ- (aldursflokkamóti íslandsjmót- inu í Borgamesi i sumar en veit ekki í hvernig formi ég verð þar sem ég verð erlendis áður en keppnin verður haldin," sagði þessi ungi sundmaður úr Njarð- vík sem á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í sundinu. -DVÓ Ánægðar Þær Gunnfríður Ólafsdóttir og Júlíana Þóra Hálfdánardóttir úr Borgamesi voru yfir sig ánægð- ar að fá að taka þátt í ÍA-sund- mótinu og skemmtu sér vel. Þær náðu ágætisárangri og ætla að standa sig enn betur á aldurs- flokkamóti íslands sem fer fram dagana 25.-27. júní í Borgamesi. Gunnfríður og Júlíana byrj- uðu að æfa sund þegar þær voru fimm eða sex ára gamlar og nú æfa þær fjórum sinnum í viku við mjög góðar aðstæður í nýju útisundlauginni i Borgarnesi. Það kemur ekkert annað til greina en að halda áfram að æfa sund og feta í fótspor Kolbrúnar Ýrar, landsliðskonu íslands í sundi, en hún er líka frá Borgar- nesi. -DVÓ Ægmms ÉHfc, j Fylkismenn urðu Reykjavíkurmeistarar í 3. flokki karla. Efri röð frá vinstri: Hörður Guð- jónsson þjálfari, Guðmundur Ingi Björnsson, Ólafur Ingi Skúlason, Baldur Örn Arnarson, Steinar Páll Magnússon, Þorsteinn Lár Ragnarsson, Brynjar Harðarson, Kristleifur Hall- dórsson og Elmar Ásbjörnsson fyrirliði. Fremri röð frá vinstri: Jónas Guðmannsson, Kristján Valdimarsson, Þórir Björn Sigurðarson, Andri Óttarsson, Bjarki Smárason, Hj'ör- leifur Gíslason, Andri Andrason og Bjarni Þórður Halldórsson. DV-mynd ÍBE Reykjavíkurmeistarar Vals í 2. flokki kvenna: Aftari röð frá vinstri: Elísabet Björnsdóttir, Þóra Bjarna- dóttir, Hrafnhildur Arnórsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Rakel Þormarsdóttir, Rakel Logadóttir, Erla Þórisdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Guðný Þórðardóttir, Rut Bjarnadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Maríanna Þórðardóttir, Þóra Rögn- valdsdóttir, Kristín Sigurðardóttir fyrirliði, Rakel Halldórsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Halldóra Guð- mundsdóttir. Á myndina vantar Ernu Erlendsdóttur. Aftastur er þjálfarinn, Ásgeir H. Pálsson. Léttur sigur Fylkisdrengir unnu mjög sannfærandi sigur í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. „Þetta var mjög léttur sig- ur og við unnum öll liðin í Reykjavík sem við kepptum á móti. Við erum með mjög sterkan hóp og stefnum langt í sumar,“ sagði Elmar Ásbjömsson, fyrir- liði Fylkis. „Hörður (þjálfari) er búinn að ná mjög góðum árangri með þetta lið. Við urðum líka Reykjavíkurmeistarar innanhúss," sagði Elmar ánægður að lokum. Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu lokið: Sjö lið fengu bikar Boltinn er svo sannarlega farinn að rúlla hjá yngri flokkunum í knattspymu og var fótbolta- sumarið opnað með Reykjavíkurmótinu í knattspymu. í kvennaflokki vora KR-stúlkur sigursælast- ar en þær sigmðu bæði í 3. og 4. flokki. Báðir aldursflokkar spiluðu stórkostlega vel og unnu alla sína leiki. í 2. flokki kvenna sigraði hið feiknasterka lið Vals sem fór líka taplaust í gegnum mótið. í karlaflokki skiptust verðlaunin á milli margra sterkra Reykjavíkurliða. KR átti þar einnig nokkra meistara, þar á meðal í 2. flokki karla. Fylkir sigraði hins vegar í 3. flokki karla með því að sigra öll Reykjavíkurliðin sem liðið keppti við. ÍR sigraði í hópi 4. flokks, bæði A- liða og 7-manna liða. í 5. flokki A sigraði Fram, en Fjölnir í B-liðum, KR í C-liðum og Leiknir í D-liðum. -ÍBE Unnu án markmanns Valsstúlkur unnu alla leiki sína á Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu þrátt fyrir að í lið þeirra vantaði mikilvægan leikmann. „Við vor- um ekki með markmann í öllum leikjunum," sagði Kristín, fyrirliði Valsstúlkna. Þrátt fyrir það klámðu þær mótið með markatöluna 28:2. „Þetta var frekar létt nema hvað KR var erf- iðasti andstæðingurinn. Við spilum vel saman og það er styrkleiki liðsins," sagði Kristín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.