Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 JÖ V •étt/r Umræða um dómstóla og réttarfar: Ekkert einkamál lögfræðinga - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður „Umræðan snýst í grundvallarat- riðum um þær kenningar sem Sig- urður Líndal og að því er virðist fleiri lögfræðingar hafa haldið á lofti að við úrlausn á réttarágrein- ingi hafi dómstólar að vissu marki frjálsar hendur og séu í því hlut- verki aö setja lagareglur en ekki að beita þeim. Ég vísa því á bug að þetta sé hlutverk dómstóla almennt og bið lesendur að skoða hug sinn um það hvort þeir telji að starf dóm- stóla sé fólgið í þessu,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður í samtali við DV. DV ræddi við Jón Steinar um fræðileg- an ágreining þeirra Sigurðar Líndals lagaprófessors sem DV hef- ur greint frá. Jón segir það fráleitt að Sigurður Líndal skuli nota orðið lýðskrum um það að fjalla opinberlega um meðferð dómstóla á valdi sínu. „Það er eins og hann telji að umfjöllun um starf- semi dómstólanna eigi ekki erindi til almennings i land- inu heldur sé eitthvert sér- verkefni sem hann og aðrir lögfræðingar eigi einir að þekkja og fjalla um. Ég vísa því á bug.“ Jón Steinar segir að með- ferð dómsmála sé þýðingar- mikið þjóöfélagsmál og mjög brýnt að almenningur í landinu fylgist með því hvemig með dómsvaldið er farið af þekkingu en ekki vanþekk- ingu. Hann vísar því á bug að hafa stundað það sem Sigm-ður kallar pólitíska kappræðu um dómsmálin. „Það sem ég hef sagt um þau opin- berlega hefur verið rök- ræða. Gagnrýni mín á dómstólana hefur jafnan verið ítarlega rökstudd. Það er líka skrýtið að kvarta undan skorti á rök- ræðu um dómsmál í þessu samhengi vegna þess að ég skoraði á hann að mæta mér á fundi í Lögfræðinga- félaginu í vetur um þennan lögfræðilega ágreining okkar um lagasetningar- vald dómstólanna en hann treysti sér ekki til að mæta. Ég mætti þar einn og flutti mitt erindi. „Það er erfltt að átta sig á hvers vegna prófessorinn verður svona vanstilltur vegna þessa málefnis. Hann gengur svo langt í viðtali við DV að líkja réttarhugmyndum mín- um við nasisma. Það auðvitað segir sína sögu um hugarástand hjá pró- fessomum sem ég kann í sjálfú sér ekki skýringar á. Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem við skiptumst á orðum opinberlega. Það hefur gerst áður og Sigurður telur sig áreiðnalega eiga um sárt að binda eftir þau orðaskipti okkar þar sem hann hefur orðið ber að skammhugsun og orðhengilshætti í þeim samskiptum. Það hlýtur að vera skýringin á því hvers vegna ég set manninn svo mjög úr jafnvægi. í þessum samskiptum okkar þá er það Sigurður Líndal en ekki ég sem hefur valið viðmælanda sínum orð og heiti sem ekki eru sæmandi í al- varlegri umræðu um þjóðfélags- mál,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs- son. -SÁ Jón Steinar Gunnlaugsson. Fjöldi manns á flótta frá Þingeyri: Skelfilegt - segir kaupmaðurinn á horninu Gunnar Sigurðsson, kaupmaður á Þingeyri, dyttar að sendibíl verslunar sinnar. DV-mynd GS Birna Lárusdóttir: Fylgjumst vel meö framvindu mála DV, Þingeyri: „Ástandið hér er skelfilegt, ég hef nú lifað hér tímana tvenna en ég minnist þess ekki að við höfum staðið frammi fyrir öðru eins. Nú í sumar eru 25 manns aö flytja héðan úr plássinu og það eru bara þeir sem ég veit um, sjálfsagt eru ein- hverjir fleiri að hugsa sér til hreyf- ings og það er sárt að þurfa að sjá á bak þessum 70 Pólverjum sem hér hafa verið, þetta er svo mikið sóma- fólk og elskulegt,“ segir Gunnar Sig- urðsson, kaupmaður á Þingeyri. Gunnar hefur, ásamt konu sinni, um langt árabil rekið Verslun Gunnars Sigurðssonar og lengst af í harðri samkeppni við kaupfélagið. Þegar talið berst að ástæðum vandans er Gunnar ómyrkur í máli Ökukennari í haldi: Sorglegt - segir formaöur ÖFÍ „Það voru tveir starfsmenn hér í vitorði með ökukennaranum og þeir hafa verið lámir hætta,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdsfjóri Um- ferðarráðs, um ökukennara sem náði fullgildum meiraprófsskirteinum út úr lögreglustjóraembættinu með því að falsa gögn frá Umferðarráði. Með hjálp ökukennarans fengu menn skírteini án þess að hafa þreytt próf. „Þetta er sorglegt. Það á að vera hægt að treysta mönnum í okkar stétt, við viljum vera trúverðugir," sagði Guðbrandur Bogason, formað- ur Ökukennarafélagsins. Umræddur ökukennari er um fimmtugt og var hnepptur í gæslu- varðhald í vikunni þegar upp komst um svikin. Hann starfaði um árabil sem lögreglumaður og hefúr rekið umfangsmikla ökukennslu um ára- tugaskeið. Honum var sleppt úr gæslu í gærmorgun en rannsókn málsins heldur áfram. Samkvæmt heimildum DV er ljóst að ökukennar- inn og vitorðsmenn hans hjá Umferð- arráði fólsuðu minnst 14 umsóknir um meirapróf og þágu fyrir rúmlega 100 þúsund krónur á stykkið. -EIR og telur fiskveiðistefnuna vera að leggja Vestfirði í auðn. „Okkur vantar bara að fá að veiða fisk sem nóg er af hér um alla firði. Ég segi það að stefna stjórnvalda í þessu er hryllingur og sjáðu nú sjáv- arútvegsráðherrann, þeir finna þama dýralækni í Hafnarfirði, sjálfsagt þjónar hann Davíð Oddssyni sem menn virðast halda að sé sjálfur Guð almáttugur. Og bæjarstjómin, hún lætur ekki sjá sig héma og kannski líka eins gott.“ Svona feikna samdráttur, sem verður við þaö að 100 manns missa vinnuna á einu bretti, hlýtur að koma mjög við verslunina á staðnum. „Auðvitað kemur svona ástand niður á öllum í plássinu og það dregur úr verslun. Svo er nú Bónus að koma hingað vestur en það skipt- ir mig ekki máli, ef fólkið vill ekki versla við mig þá bara loka ég og fer að leika mér eða segi mig á sveitina. Ég á engan lífeyrissjóð og líka eins gott, því verður þá ekki eytt frá manni í tóma vitleysu,“ segir Gunn- ar. -GS „íbúasamtökin Átak á Þingeyri hafa ekki haft samband við bæjar- stjórn frá stofnun samtakanna. Við höfum rætt málið í bæjarstjórn og höfum að sjálfsögðu miklar áhyggj- ur. Halldór Halldórsson bæjarstjóri hefur átt fund með þingmönnum kjördæmisins um málið. Við erum í sambandi við alla hluteigandi og fylgjumst vel framvindu mála á Þingeyri," segir Bima Lárusdóttir, forseti bæjarstjómar á ísafirði. Vegna ummæla Ragnheiðar Ólafsdóttur, formanns Átaks, um að bæjarfulltrúar sjáist aldrei á Þing- eyri segir Bima: „Ég bý nú á Þingeyri og ann- ar bæjarfulltrúi býr í grennd við Núp og hér dvelj- umst við flestum stundum. Ég vísa þeirri gagnrýni algjörlega á bug að bæjarfulltrúar vinni bara fyrir ísafiörð. Ég nefni dæmi um aðgerð- ir á Flateyri, framkvæmdir á Suðureyri og fleira. Við eram bæjarfulltrúar allra sem búa í sveitarfélaginu. Ummæli eins og mannleg móðuharðindi og um að segja sig úr lögum við íslenska rík- ið dæma sig sjálf. Þrátt fyrir alvar- legt ástand eru ýkjur aö héðan séu að flytjast 15-20 manns út af málefn- um Rauðsíðu. Flest af þessu fólki er með atvinnu og atvinnumál ekki meginorsök. Um málefni Pólverjana er ekkert vitaö og ofsagt að þeir séu allir á leið burt. Ég er sammála flestu í ályktun sem íbúasamtökin sendu frá sér i gær og fagna henni. Mér finnst hártoganir í fiölmiðlum engu að síður ekki rétti leikurinn," segir Bima. -EIS Birna Lárusdótt- ir, forseti bæjar- stjórnar. stuttar fréttir Urskurðarnefnd Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur skipaö úr- skurðamefnd al- ! mannatrygginga sem í eru þrír fulltrúar, þar af tveir tilnefhdir af Hæstarétti. Nefndin sker úr um ágreiningsmál milli Tryggingastofn- j unar ríkisins og viðskiptavina hennar. Aurskriða Aurskriða féll úr fiallinu ofan Isa- :i fiarðar seinnipartinn í gær og á tvö j hús. Engin slys urðu á fölki en ein- ‘ hver vatnsskaði. Lengri greiðslustöðvun Héraðsdómur Norðurlands hefur heimilað framlengingu á greiðslu- [ stöövun Kaupfélags Þingeyinga í : þrjá mánuði. Lögmaður eigenda við- • skiptavíxla hjá KÞ upp á 55 milljón- ir króna ætlar að kæra úrskurðinn. Nýir eigendur Aldins Eignir þrotabús viðarvinnslufyr- j irtækisins Aldins á Húsavik hafa l verið seldar. Nýir eigendur eru Parket og gólf ehf. í Reykjavík og Hömlur ehf., auk sænskra aðila sem mikla reynslu hafa af timbur- [ vinnslu. Tal fagnar Tal hf. fagnar úrskurði Sam- } keppnisráðs um j jöftiun samkeppn- isaðstöðu á síma- I markaönum. í yf- irlýsingu frá fyr- irtækinu segir [ það að allar kröf- ;[ m- þess hafi verið staöfestar. Lífræn starfsemi vottuð Þörungaverksmiðjan hf. á Reyk- hólum veitir viðtöku vottun um líf- : ræna starfsemi næsta mánudag og : verða afurðir hennar framvegis j merktar lífrænar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur sjávargróður : og afurðir hans hljóta þann stimpil : og styrkir það samkeppnisstöðu ;l verksmiðjunnar. Breytingar hjá Básafelli Nýr framkvæmdastjóri og nýr ? stjómarformaður hafa tekið til j starfa hjá Básafelli hf. Svanur Guð- ; mundsson tók við starfi Amars ; Kristinssonar sem framkvæmda- stjóri en Ragnar J. Bogason tók sæti í stjóm og var kjörinn formaður ' hennar. Aðstoðarmaður Jónmundur Guðmarsson hefur : verið ráðinn aðstoðarmaður Bjöms Bjamasonar menntamálaráðhema. Hann hefúr meistaragráðu í alþjóða- ■ stjómmálum frá Oxfordháskóla og s hefur starfað í ráðuneytinu frá 1995. Landssíminn undrandi Landssíminn lýsir furðu sinni á þeimi ákvörðun Samkeppnisráðs að honum sé óheimilt að veita magnaf- j slátt og sérstakan áskriftarflokk fyr- | ir þá sem nota mikið farsíma og seg- j ir úrskurðinn ganga gegn hagsmun- um neytenda. Ákveðið hefur verið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunar- ; nefhdar samkeppnismála. Landssiminn lækkar Landssíminn [ hefur ákveðið að [ lækka verð á : símtölum til Bandarikjanna í sumar. Lækkun- in er í tilrauna- • skyni og nemur 20 prósentum á dagtaxta. Næturtaxtinn verður eins. [ Mínútugjald lækkar þannig úr 40 • krónum í 32 krónur sem er svipað og til Evrópu. Mbl.is sagði frá. Svínakjöti eytt Hollustuvemd rikisins hefur, | vegna ótta um díoxíneitrun, látið í eyða um 20 kílóum af svínakjöti : sem talið var að væri af belgískum s uppruna. Einnig hafa verið innkall- : aðar belgískar eftirréttakökur. Mbl.is sagði frá. -fin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.