Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 T|V s matur Ekkert vesen Taco-veisla er lausnin Það sem þú þarft fyrir 8 manna taco-veislu er: Hvað er langt síðan þú bauðst vinum þínum í mat? Hvað er langt síðan þú hélst almennilega, vel heppnaða matarveislu þar sem borðin svignuðu undan veitingum? Það er nefnilega ekki eins flókið að útbúa hana og þú heldur. Taco- veisla er það fljótlegasta og skemmtilegasta sem hægt er að bjóða gestum upp á. Framreiðslan er sáraein- fóld, hakkið getur legið í pönnunni ef henni er skellt snyrtilega á borðið, allt meðlæti fer síðan á sér diska og í skálar sem gest- imir velja sér úr í sínar kökur eða skeljar. Það er sérstök list að velja sér í skel eða köku. Ekki má hamstra um of af hakki og meðlætið þarf að vera valið og því raðað af kostgæfni. Einnig verða menn að kunna rétt handtök þegar kakan er brotin saman. Þannig taco-veisla er ekki bara matarboð heldur einnig gesta- þraut. Ekki spillir að bjór hentar einkar vel með þeirri suðrænu sveiflu sem fylgir matnum. Veislan verður lífleg fyrir vikið og gestgjaf- inn hlýtur endalaust lof. Grundvallaratriði: Ca 800 g af hakki 2 pakkar af kryddi í kjötið (hægt að spila eftir eyranu en þó er óhætt að mæla með Casa Fiesta kryddi sem er sérstaklega hugsað fyrir taco) 2 pakkar af tortilla-pönnukökum eða taco-skeljum 2 dósir af salsasósu (hún er mis- munandi sterk, fer eftir smekk manna hvað er valið) Meðlæti: Salat Riflnn ostur Sýrður rjómi Grænar ólífur Paprika, skorin niður Gúrka, skorin niður Tómatar, skornir niöur Steiktir sveppir em lika skemmtileg viðbót Matreiðslan er sáraeinföld. Hakkinu er hent á pönnu, kryddinu með og þessu leyft að malla í nokkrar mínútur eins og hakki einu er lagið. Meðlætið er skorið niður og því dreift snyrtilega á diska og í skálar. Taco-skeljunum er best að skella inn í ofn í nokkrar mín- útur við vægan hita og pönnukökum- ar fara best á pönnu þar sem þeim er leyft að mýkjast upp. Passa verður þó að ávallt sé nóg af hituðum skeljum eða kökum. Úr verður hið gimilegasta hlaðborð sem gestimir einfaldlega geta ekki slitið sig frá. í fyrstu verður að passa upp á allra grænustu gestina, eins og áður sagði er mönnum oft hætt við að ofmeta plássið sem taco-skelj- arnar og pönnukökumar bjóða upp á. Ekki má láta of mikið hakk eða með- læti, allt er best í hófi. Þó lærir fólk þetta fljótt og gleðin skín úr hveiju ein- asta andliti. Sumarveislan í ár er taco- veisla. -hvs Nýkaup l’nr scm lcrsklcikiiin liýr 1 öl1 1 . árn wm ; .M, £ Sumarterta Vandasöm og tekur dálítinn tíma en er sérstaklega falleg og góð Kökubotn 200 g smjör 200 g sykur 150 g marsi 4 stk. egg 200 g möndlur 130 g hveiti Marengs 6 stk. eggjahvítur 300 g sykur 60 g kakó 300 g möndlur, ristaðar Hjúpur 200 g suðusúkkulaði 1 dl rjómi Hræriö vel saman smjör, sykur og marsa þar til allir kögglar em horfn- ir. Bætið eggjum út í einu í einu. Þeg- ar þetta er komið vel saman er mcndlum og hveiti blandað vel sam- an við. Marens Þeytið eggjahvítur og blandið sykri saman við, þeytið eins og mar- engs. Blandið kakói og möndlum út í. Smyijið hringform, 23 cm, setjið helming af kökudeiginu í formið og svo helming af marengsinum. Endur- takið svo. Bakið við 180’C í 60 mín. Kælið kökuna og losið úr forminu, lagið hjúpinn, hitið ijómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Kælið örlít- ið áður en sett er yfir.______ Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. ~k _ matgæðingur vikunnar *** ------------------- Matur úr Miðjarðarhafinu Málshátturinn Fleira er matur en feitt kjöt passar ágætlega við matseld- ina hjá hjónunum Guðrúnu Helgu Jónasdóttur og Einari Ólafssyni en hvomgt þeirra borðar kjöt. „Við borðum léttari mat á sumrin heldur en á vetuma og reynum alltaf að hafa hráefnið sem ferskast. Það mætti kannski segja að við borðuðum mikið af svokölluðum „miðjarðar- hafsmat" en Guðrún bjó á Ítalíu í 7 ár. Indverskur matur er líka í miklu uppáhaldi og einnig höfum við verið að prófa okkur áfram í austur-asískri matargerð upp á síðkastið. Kartöflusalat frá Pantellería (Pantellería er agnarsmá eyja sem liggur á milli Sikileyjar og Túnis) 600 g kartöflur - soðnar og skomar í bita rauðlaukur - skorinn í þunnar sneiðar 1/2 box sérrítómatar - skornir til helminga - eða 3 stk „venjulegir" tómatar 2 msk. kapers í grófu salti 2 msk. basílíka - smátt skorin 3 msk. ólífuolía (jómfrúr) 1 msk. balsamikedik pipar og salt eftir smekk Blandið öllu saman í skál og berið fram sem meðlæti eða sem sjálfstæð- an rétt. Einnig er gott að setja 70 g fetaost saman við. Matgæðingar vikunnar eru Guðrún Helga Jónasdóttir, dagskrár- fulltrúi Sjónvarpsins, og Einar Ólafsson hönnuður. Þau bjóða upp á gómsætt kartöflusalat og tofú, auk þess að freista okkar með uppskrift að rabarbara- og hindberjapæi. Marinerað tofú með zucchini og sólþurrkuðum tómötum 375 g stíft tofú (hollenskt tofú í gul- um og grænum pökkum er mjög gott) stórt zucchini gul paprika 1 dl sólþurrkaðir tómatar 2 hvítlauksrif 3 msk. tamari eða sojasósa 2 msk. ólífuolía (jómfrúr) 1 msk. sítrónusafi handfylli af saxaðri stein- selju eða ferskri basiliku Hellið sjóöandi vatni yfir to- fúið, þannig getur maður verið viss um að allir óæskilegir gerlar drepist. Pressið síðan allt vatn úr því og sker- ið í teninga. Skerið paprikuna í strimla, zucchini í sneiðar og sól- þurrkuðu tómatana i litla bita og setj- ið saman í skál. Saxið hvítlaukinn og setjið hann í skál ásamt tamari/sojasósunni, ólífuolíunni og steinseljunni/basilikunni. Hellið síð- an yfir tofúið og grænmetið og látið standa í alla vega tvo tíma áður en það er borið fram. Einnig er gott að setja spergilkál og baunaspirur í stað zucchinisins og paprikunnar. saman við og hnoðið í 5 mín. Skiptið deiginu í tvo jafna hluta og fletjið þunnt út. Setjið annan hlutann í bökumótið, þrýstið deiginu upp með hliðunum og pikkið með gaffli. Bakið í 175° C í 10 mín. Skerið rabarbarann í 1 cm bita og setjið í pott ásamt sykrinum og kryddinu. Látið krauma á vægum hita í 5 min. og bætið þá frosnum hindberjunum út í. Takið af plötunni og setjið ávextina í pæskelina. Pikkið hinn hlutann af deiginu með gaflli, leggið yfir ávextina og lokið á hliðun- um. Bakist við 175° C í 30 mín. Berið fram með rjóma, sýrðum eða þeyttum eða vanilluís. Við skorum á Kristínu G. Jónsdótt- ur yfirfélagsráðgjafa sem næsta mat- gæðing því auðvitað eldar mamma besta matinn. Kristín hefur einnig ferðast vítt og breitt um heiminn og kynnt sér matarmenningu þeirra landa sem hún hefur komið tiL Hún hefur mjög gaman af að bjóða til veislu og skiptir ekki máli ort það eru tveir eða tutt- ugu sem mæta.“ Sumarlegt rabarbara- og hindberjapæ 300 g rabarbari 200 g frosin hindber 1 dl hrásykur 2 tsk. kanill 1 msk. rifm engiferrót (má sleppa) Pæskelin 1 1/2 dl heilhveiti 11/2 dl hveiti 1 dl vatn 1 msk. bráðið smjör 1 tsk. salt Blandið þurrefn- unum saman í skál. Hellið vatni og smjöri Nykaup tHU XVi)i ft'l sk lcik iilil hyi Gufusoðin ýsa með ostmsoju Fyrirð 800 g ýsuflök, roðflett og beinlaus 2 dl vatn 1 tsk. salt safi úr hálfri sítrónu Baunaspírur og hnetur í myntusósu 2-3 msk. mynta, fersk, söxuð 3 dl vatn 2 dl ostrusojusósa 2 msk. appelsínumarmelaði 2 bakkar baunaspírur 4 msk. furuhnetur Rúllið.ýsuflökunum upp i fjórar 200 g rúllur. Sjóöiö vatnið með salti og sítrónusafa og gufúsjóðiö ýsurúll- umar undir loki i 6 mínútur. Berið fram meö baunaspirum, steiktum furuhnetum og sósu. Baunaspírur og hnetur í myntusósu Léttbrúnið furuhneturnar á heitri, þurri pönnu. Bætið öðram efnum út á og sjóðið í 1-2 mínútur. Setjið sósuna með skeið yfir ýsurúll- umar þegar rétturinn er borinn fram. Annað meðlæti Soðin hrísgrjón henta vel. Sjóðið 2-3 dl í léttsöltu vatni 18-20 minútur. Lambafillet með hvídaukssveppasósu Fyrir4 800 g lambaflllet (í fjórum 200 g steikum) 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Hvítlaúkssveppasósa 1 stk. laukur 6 stk. hvítlauksrif 200 g ferskir sveppir 3 msk. mataroha 4 dl kjúklingasoð 2 tsk. viflijurtakrydd (frá Potta- göldrum) 1 dl hvítvín, óáfengt 4 msk. steinselja, fersk 2-3 msk. smjör 2 msk. maizenamjöl eða sósujafn- ari salt og pipar Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Snöggsteikið lambafillet á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200’C heitan oöi í 6 mínútur, takið úr ofninmn og hvflið stefkumar í 3 mínútur. Setjið aftur í ofhinn í aðrar 3 mín. Skerið á ská og berið fram með hvítlauks- sveppasósu og soðnum kartöflum. Hvítlaukssveppasósa Sneiðið lauk og sveppi, saxið hvít- lauk og steinselju. Léttbrúnið lauk ásamt hvitlauk og sveppum. Bætið hvítvíni, kjúklingasoði og jurtakryddi út í og sjóðið í 2-3 mín. Þykkið með sósujafnara, bætið smjöri og steinselju út í. Meðlæti Berið fram með soðnum kartöfl- um. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.